Morgunblaðið - 10.08.2019, Page 56

Morgunblaðið - 10.08.2019, Page 56
Kvartett söngkonunnar Kristjönu Stefánsdóttur kemur fram á elleftu tónleikum sumardjasstón- leikaraðar veitingahússins Jómfrú- arinnar við Lækjagötu í dag kl. 15. Með Kristjönu leika Ómar Guð- jónsson á gítar, Valdimar K. Sig- urjónsson á kontrabassa og Matt- hías Hemstock á trommur. Á efnisskrá verða standardar og stuð og fara tónleikarnir fram utan dyra á Jómfrúartorginu. Standardar og stuð LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 222. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Eftir tapið úti í Portúgal er það bara að duga eða drepast fyrir okkur gegn Sviss, svo einfalt er það,“ segir Hörður Axel Vil- hjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, fyrir leikinn við Sviss í Laugardalshöll kl. 13 í dag. Sviss hefur meðal annars á að skipa öflugum leikmanni úr NBA- deildinni. »46 Að duga eða drepast gegn NBA-leikmanni Tónleikar sem vekja eiga athygli á stöðu flóttamanna og þá sér- staklega barna um allan heim verða haldnir í dag í porti Priksins. Fram koma Sturla Atlas, Birnir, Saga Nazari, Joey Christ, Alvia Islandia, Gróa, Cultural Cypher, Countess Mailaise og Jói Pjé og Króli. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum sem renna óskert til starfs No Borders á Íslandi. Tónleikar hefjast kl. 16 og standa yfir til kl. 21. Tónlist gegn landa- mærum á Prikinu ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Heimsleikum íslenska hestsins lýkur í Berlín í Þýskalandi á morgun og þá getur Helgi Sigurðsson, dýralæknir og sérfræðingur í hestasjúkdómum, snúið sér að öðrum hrossum, en hann er á öðru heimsmeistaramóti sínu sem læknir keppnishestanna. „Ég hef unnið við fagið í 42 ár og sótt HM nánast í hvert sinn frá 1975, þar af sem dýralæknir í Hollandi fyr- ir tveimur árum og svo nú,“ segir sérfræðingurinn. „Áður var ég í ann- arri deild, í klappliðinu.“ Helgi hefur verið viðloðandi hesta frá barnæsku. „Áhuginn á skepn- unum kom eiginlega skyndilega af himnum ofan,“ segir Helgi, sem var lengi í sveit á Helgafelli í Mosfells- sveit og einnig norður í landi. „Þar var mikið um hestahald og þar með var ég kominn inn í hestana. Hef eiginlega ekki komist út úr þeim síðan.“ Þess má geta að auk þess er Helgi kvæntur inn í mikla hestamanna- fjölskyldu. Jóna Dís Bragadóttir, kona hans, hefur starfað mikið í félagsmálum hestamanna. Bróðir hennar er Hinrik Bragason, lands- þekktur hestamaður, og sonur hans, Gústaf Ásgeir, er á meðal keppenda í Berlín eins og Konráð Valur Sveins- son, systursonur Jónu Dísar. Hestar og sagnfræði Hestamennskan hefur breyst mjög mikið á liðnum áratugum og tækjakostur vegna lækninga tekið stórstígum framförum, að sögn Helga, sem starfar eingöngu við sér- svið sitt á Dýraspítalanum í Víðidal. Hann hefur verið í tengslum við keppnishross í áratugi og segir að umgengni við hross sé ástríða. „Hestamenn eru í þessu allan sólar- hringinn, keppnismenn hugsa ekki um annað, tala um hesta á daginn og dreymir þá á nóttunni. Ég hef að vísu um annað að hugsa eftir að ég tók BA-próf í sagnfræði við Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum og meistarapróf skömmu síðar og hef meðal annars skrifað nokkrar bækur.“ Þagnar í augnablik en bætir svo við: „Engu að síður hittist svo á að þrjár þeirra eru um hestamanna- félög og aðeins ein um annað, ævi- sagan sem ég skrifaði í fyrra um Alla Rúts.“ Helgi hefur haft nóg að gera í tengslum við keppnina í Berlín. Hann segir að sem betur fer hafi ekkert stórt komið upp á. Þó hafi verið vonbrigði að missa út tvo hesta, sem heltust á miðvikudag. „Svona er þetta stundum,“ segir hann. Hann bætir við að hestarnir frá Íslandi séu óbólusettir og því séu þeir í hálf- gerðri einangrun í hesthúsum fjarri öllu öðru og því í lítilli snertingu við aðra hesta. „Maður er alltaf hræddur um að þeir veikist,“ segir Helgi. „Það hefur einu sinni gerst; í Hollandi 1979 fengu hestarnir inflúensu og sveitin var sett út í kjölfarið. Þá lán- uðu Þjóðverjar Íslendingum hesta, sem höfðu ekki komist inn á heims- meistaramótið, en sporin hræða.“ Ljósmynd/Ólafur Ingi Ólafsson Á HM í Berlín Helgi Sigurðsson dýralæknir með Koltinnu frá Varmalæk, en hryssan hefur staðið sig vel í keppninni. Þekkir vel hestana  Helgi Sigurðsson dýralæknir landsliðsins á HM í Berlín

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.