Morgunblaðið - 20.08.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Veðrið hefur ekki leikið við íbúa
Langaness og annarra svæða norð-
austurhornsins í sumar. Veðrið hef-
ur verið í algerri
andstöðu við
veðurblíðuna á
Suður- og
Vesturlandi. Fyr-
ir norðan hafa
verið þokur dög-
um og vikum
saman og úr-
koma. Það bitnar
á fólki og hafa
bændur átt í
erfiðleikum með
að ná nothæfum heyjum.
„Hér hefur allt verið grátt í sum-
ar, blautt og kalt. Hreinasta hörm-
ung. Við í vinkvennahópnum lýsum
þessu sem ömurlegasta sumri í lífi
okkar,“ segir Líney Sigurðardóttir
á Þórshöfn, fréttaritari Morgun-
blaðsins.
Óvanalega miklar þokur
„Þetta er með verstu sumrum.
Það hafa verið óvanalega miklar
þokur og úrkoma og erfitt með hey-
skap. Svo er allt of kalt,“ segir
Kristín Kristjánsdóttir, fyrrverandi
bóndi á Syðri-Brekkum. Líney seg-
ir að fólk sé pirrað vegna veður-
lagsins. „Maður verður argur yfir
því að geta ekki lokið við það sem
ætlunin var að gera í garðinum í
sumar,“ segir hún um áhrif á dag-
leg störf íbúana. Hún telur ekki að
fólk sé mikið að flýja á sólar-
strendur. „Makrílvertíðin er komin
vel af stað og fólk er upptekið á
vöktum, eins og gengur, og getur
ekki farið mikið í burtu.“
Nokkrir sæmilegir dagar komu í
júlí en annars hefur gráminn verið
allsráðandi á Þórshöfn í allt sumar.
Grösin spretta úr sér
Kristín á Syðri-Brekkum segir að
í þurrkinum í byrjun júlí hafi hluti
heyjanna náðst með ágætri verkun.
Það sama sé ekki hægt að segja um
heyin sem nú hafa legið í görðum á
túnum í tvær til þrjár vikur.
„Það lítur ekki vel út með það.
Það útvatnast á túnunum og
skemmist, því miður.“
Þá segir Kristín að enn sé tölu-
vert óslegið en þau grös séu orðin
úr sér sprottin og verði ekki veru-
lega gott fóður úr þessu, jafnvel
þótt það náist að slá og þurrka.
Sonur Kristínar, Þórður Úlfars-
son, hefur tekið við búskapnum á
Syðri-Brekkum. Kristín segir hann
hafa átt töluvert af heyfyrningum
frá fyrri árum, eins og fleiri bænd-
ur þar um slóðir. Þær verði nýttar
fyrir skepnurnar ásamt þeim heyj-
um sem náðust með góðri verkun í
júlí.
„Ég held að þetta slarkist. En
tjónið er óskaplegt. Áburðarkaupin
í vor fara fyrir lítið,“ segir Kristín.
Ömurlegasta sumar í áratugi
Leiðindaveður í mestallt sumar á Langanesi Allt rennur saman í gráma, úrkomu og kulda
Bændur eiga í erfiðleikum með að ná góðum heyjum fyrir skepnurnar Fyrningar koma sér vel
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Hrakin hey Ekki verða mikil verðmæti úr heyinu sem liggur í görðum á túnum sem bóndinn á Syðri-Brekkum nytj-
ar á nágrannajörð. Þarna hefur það legið í úrkomu og þoku í á þriðju viku. Þá standa grös óslegin á mörgum túnum.
Kristín
Kristjánsdóttir
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Áhugi er á því í bæjarstjórn Akra-
ness að svokölluð innheimtugátt fyrir
hugsanleg veggjöld, sektir, rekstur
bílastæðasjóða og fleira verði stað-
sett í bæjarfélaginu. Telja menn að
hægt sé að nýta reynslu og þekkingu
af starfsemi Spalar við umsjón og
rekstur Hvalfjarðarganga í því sam-
bandi.
Bæjarráð Akraness hefur sam-
þykkt drög að erindisbréfi um stofn-
un fimm manna starfshóps til að ann-
ast verkefni sem kallað er „Spölur
2.0“. Er markmiðið að kanna lagalegt
og pólitískt umhverfi í tengslum við
að búa til fyrrnefnda innheimtugátt.
„Hópurinn mun kanna hver vilji
ríkisins og löggjafans er til framtíðar
þegar kemur að því að fjármagna
ýmsar framkvæmdir eins og til dæm-
is Sundabraut,“ segir Sævar Freyr
Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.
Hann segir að bæjaryfirvöld vilji ná
utan um það hvað sé í gangi og hvaða
kröfur verði gerðar ef þær hugmynd-
ir verði að veruleika að blanda saman
fjárframlagi einkaaðila og ríkisins við
vegagerð og aðrar samgöngufram-
kvæmdir eins og rætt hefur verið um.
Spurningin sé hvort sveitarfélög-
um verði falið að vera með einhvers
konar rekstur í sambandi við inn-
heimtu veggjalda eins og gert hefur
verið í Noregi eða hvort einhver önn-
ur leið verði valin. Sævar segir að vilji
bæjarráðs standi til þess að athuga
hvort þarna sé að skapast möguleiki
á því að nýta þá hæfni og þekkingu
sem var til sparar hjá Speli við um-
sjón Hvalfjarðarganga og skapa þá
atvinnu til framtíðar á Akranesi.
Starfshópurinn tekur til starfa um
mánaðamótin og á skila bæjarstjórn-
inni niðurstöðu eftir tvo mánuði. Í
honum eru Gísli Gíslason, fyrrver-
andi stjórnarformaður hjá Speli,
Anna Kristjánsdóttir, fyrrverandi
framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
Ingi Ingason, stjórnarformaður
Computer Vision, fyrirtækis sem er
sérhæft á sviði gjaldtöku á bílastæð-
um, Elsa Lára Arnardóttir, formaður
bæjarráðs Akraness, sem er formað-
ur hópsins, og Ólafur Adolfsson
bæjarfulltrúi, sem er varaformaður
hópsins.
Vilja innheimtugátt á Akranesi
Starfshópur kannar áform ríkisins
um vegaframkvæmdir og veggjöld
Morgunblaðið/Sverrir
Veggjöld Fyrrverandi starfsmenn Spalar, sem rak Hvalfjarðargöng, búa yfir
reynslu við innheimtu veggjalda og er nú kannað hvort hún geti nýst áfram.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Þurrkurinn sunnanlands í sumar
hefur verið Spánarsniglum óhag-
stæður, að sögn dr. Erlings Ólafs-
sonar, skordýrafræðings hjá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands. „Ég hef
aðeins frétt af spánarsniglum í
Hveragerði, annars hefur lítið borið
á þeim. Þeir þurfa vætu. Nú er allt
orðið skrælþurrt og erfitt fyrir
snigla,“ sagði Erling. Hann á þó ekki
von á að spánarsniglarnir deyi alveg
út því þeir hafa fest sig vel í sessi í
Hveragerði. Þar er alltaf rakur jarð-
vegur vegna sífellds rakaupp-
streymis úr jörðinni.
Lúsmýið klár-
aði sig upp úr
miðjum júlí og
gekk því vel að
ljúka sínu hlut-
verki. Það var
lengur að því í
fyrrasumar. Nú
eru lirfur ein-
hvers staðar í
uppeldi og enginn
veit hvar því lífs-
hættir lúsmýs eru óþekktir. „Það
eina sem við vitum er að það bítur
okkur,“ sagði Erling. Lúsmýið held-
ur sig á sama svæði og það hefur
gert frá upphafi. Það er í Borgarfirði
og á Suðvesturlandi, þó ekki á
Reykjanesskaga, í uppsveitum
Suðurlands og austur í Fljótshlíð.
Geitungar hafa verið töluvert
áberandi undanfarið. Trjágeitungur-
inn er að verða búinn með sinn bú-
skap í sumar. Holugeitungsþernur
sjást aðeins en alls ekki eins og þeg-
ar best lætur. Erling hefur ekki
fengið neinar vísbendingar um húsa-
geitunga eða roðageitunga. „Ég var
búinn að gefa út dánarvottorð á báð-
ar tegundirnar en var of fljótur á
mér. Þær stungu báðar upp kollinum
nokkrum árum síðar,“ sagði Erling.
Hann sagði að engin tvö sumur
væru eins hvað smádýrin varðaði.
„Maður veit aldrei hvað bíður manns
á hverju ári,“ sagði Erling.
Þurrviðrið hefur verið
slæmt fyrir spánarsnigla
Smádýrunum hefur farnast misjafnlega vel í sumar
Erling
Ólafsson