Morgunblaðið - 20.08.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2019
Með bréfi dags. 21.
september 2017 skip-
aði þáverandi sam-
göngu- og sveitar-
stjórnarráðherra
verkefnishóp um und-
irbúning að ákvarðana-
töku um Seyðisfjarðar-
göng. Göngin hafa það
hlutverk að rjúfa vetr-
areinangrun Seyðis-
fjarðar og styrkja
byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði og
á Austurlandi öllu.
Ráðgjafarsvið KPMG skilaði
verkefnishópnum skýrslu í mars
2019 sem nefnist „Jarðgöng á
Austurlandi – Samfélagsleg áhrif“. Í
skýrslunni er gerð grein fyrir sviðs-
myndum um samfélagsleg áhrif
ólíkra valkosta jarðgangagerðar til
Seyðisfjarðar.
Þar segir meðal annars að ljóst sé
að hringtenging vegasamgangna á
Austurlandi sé sú samgöngubót sem
kæmi Austurlandi í heild best.
Íbúar á Mið-Austurlandi hefðu
val um tvær leiðir á milli helstu þétt-
býlisstaða með hverfandi líkum á að
ófærð setti strik í reikninginn.
Mið-Austurland myndi styrkj-
ast sem eitt atvinnusvæði.
Bættar heilsársvegtengingar
myndu styðja við heilsársferðaþjón-
ustu.
Framkvæmdin myndi ýta undir
aukið samstarf milli íbúa og sveitar-
félaga á mörgum sviðum, s.s. íþrótt-
um, menningarmálum, félagsstarfi
og menntamálum.
Sveitarstjórnarmenn telja að
þessi framkvæmd myndi styðja við
sameiningu allra sveitarfélaga á
Austurlandi.
Og enn fremur:
„Með hringtengingu hafa íbúar á
Mið-Austurlandi val um tvær leiðir
milli allra helstu þéttbýlisstaða.
Þannig myndi öryggi í samgöngum
aukast mikið fyrir alla íbúa svæð-
isins. Ekki þyrfti lengur að aka
neina fjallvegi til að komast á milli
staða og starfsfólk yrði hreyfanlegra
og búseta skipti minna
máli. Aðgangur að heil-
brigðisstofnunum
myndi batna og teng-
ingar við flug og sigl-
ingar yrðu öruggari.
Slík tenging myndi
styðja við samstarf á
öllu Mið-Austurlandi
og gæti leitt til samein-
ingar allra sveitarfé-
laga á Austurlandi.
Göngin myndu rjúfa
vetrareinangrun Mjó-
firðinga og Seyðfirð-
inga. Þessi kostur myndi einnig búa
til nýja möguleika í ferðaþjónustu
þar sem ferðamenn gætu ekið í
hring í stað þess að heimsækja
„botnlanga“ og þurfa að aka til
baka.“ Auk þess sem fram kemur í
skýrslu KPMG má ætla að grunn-
atvinnuvegir s.s. sjávarútvegur og
iðnaður muni njóta verulegs góðs af
því að stækka atvinnusvæðið með
þessum hætti og auka þannig mögu-
leika þeirra til að starfa á stærri
vinnumarkaði en nú er. Einnig má
ætla að nýir atvinnuvegir, s.s. ferða-
þjónusta og fiskeldi, muni eflast með
auknu og öruggu aðgengi í formi
hringtengingar á Mið-Austurlandi.
Í ljósi þessa og annarra atriða og
samanburðar við ýmsa valkosti legg-
ur verkefnishópurinn til: „Niður-
staða hópsins er að með hliðsjón af
ávinningi samfélags og atvinnulífs á
Seyðisfirði og Austurlandi í heild sé
vænlegast að rjúfa einangrun Seyð-
isfjarðar með jarðgöngum undir
Fjarðarheiði og styrkja samfélagið á
Austurlandi öllu með tvennum göng-
um milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarð-
ar annars vegar og Mjóafjarðar og
Norðfjarðar hins vegar á síðari stig-
um. Slík hringtenging færði sam-
félaginu á Austurlandi miklar sam-
göngubætur.“
Lagt er til að byrjað verði á 13,4
km löngum göngum undir Fjarðar-
heiði sem kosta munu um 35 millj-
arða kr. Framkvæmdatími er áætl-
aður sjö ár. Í skýrslunni segir: „Frá
öryggissjónarmiðum hafa menn
áhyggjur af löngum göngum og
Fjarðarheiðargöng yrðu mjög löng,
bæði á íslenskan og alþjóðlegan
mælikvarða. Enn hefur ekki verið
kannað nægilega vel hvaða áhrif það
hefur á kostnað (ljóst að það eykur
kostnað við loftræsingu bæði á fram-
kvæmda- og rekstrartíma) og því er
í grófri nálgun miðað við sama ein-
ingaverð og í öðrum göngum, þ.e.
um 2,5 milljarða á km í göngum.“
Í síðari áfanga yrðu grafin tvenn
5,5 km og 6,8 km löng frá Seyðisfirði
um Mjóafjörð til Norðfjarðar.
Kostnaður er áætlaður um 30 millj-
arðar kr. Framkvæmdatími er áætl-
aður fjögur ár miðað við að unnið sé
við hvor tveggja göngin í einu.
Framkvæmdatími fyrir báða
áfanga gæti verið með hæfilegum
undirbúningstíma um 15 ár.
Þetta er því ákaflega vond niður-
staða og algjörlega óraunhæf. Hér
er verið að tala um framkvæmdir
fyrir óhemju upphæð eða 64 millj-
arða kr. Í ljósi þess að gríðarleg
verkefni og dýr eru fram undan á
hinu almenna vegakerfi, einkum á
Suðvesturlandi, Mið- og Suðaustur-
landi, að ekki sá talað um Vestfirði
eða allar einbreiðu brýrnar. Nánast
engar líkur eru því á að um þetta ná-
ist samstaða svo af þessu verði. Frá-
leitt er að byrja á Fjarðarheiðar-
göngum, sem er ákaflega áhættu-
samt verkefni og óvíst með kostnað.
Hættan er sú að eftir að gerð þeirra
lýkur verði talið ástæðulaust og eng-
inn pólitískur vilji til að halda áfram
frekari framkvæmdum við að tengja
saman Seyðisfjörð og Norðfjörð og
koma á hringtengingu, sem mestu
máli skiptir í þessu samhengi öllu.
Því er haldið fram í skýrslunni að
þorri íbúa á svæðinu og fulltrúar at-
vinnulífs telji eðlilegt að byrja á því
að gera göng undir Fjarðarheiði.
Svo er ekki. Þvert á móti er mjög
mikil óánægja víða með að svo verði
staðið að málum. Engin kynning eða
obinber umræða hefur átt sér stað
um þessi mál og fólk því ekki í stakk
búið til að taka afstöðu í þessum
málum.
Meginmistök skýrsluhöfunda eru
þau að skoða ekki og leggja til val-
kost sem byggist á því að grafa
göngin milli Seyðisfjarðar um Mjóa-
fjörð til Norðfjarðar og nýta veginn
um Fjarðarheiði til að loka hringn-
um. Þessi kostur gefur langsamlega
mesta möguleika fyrir langminnstan
tilkostnað (30 milljarða) og gæti ver-
ið tilbúinn eftir 6-7 ár, meðan til-
lögur nefndarinnar verða vart til-
búnar fyrr en eftir 15-20 ár.
Nefndarmenn höfnuðu þessum val-
kosti með þessum orðum: „Verk-
efnishópurinn telur ekki raunhæft
að ræða frekar þann valkost … en
því fylgir að vetrarumferð frá
Seyðisfirði þyrfti að fara um Mjóa-
fjörð til Norðfjarðar og áfram til
Reyðarfjarðar og um Fagradal til
Héraðs.“ Ja, þvílík ósköp!
Eins og rakið er í viðauka við
skýrsluna var á árunum 2010-2017
ófært yfir Fjarðarheiði einhvern
hluta dags að meðaltali í 17 daga á
ári. Komið hefur fyrir að ófært hafi
verið yfir Fjarðarheiði í nokkra daga
samfellt, þótt það sé sjaldgæft. Á
sama tíma var ófært einhvern hluta
úr degi yfir Fagradal í þrjá daga á
ári að meðaltali.
Þetta gæti því verið raunhæfur
kostur sem hægt væri að ná sátt um
þar sem hann mun valda byltingu í
atvinnu- og ferðamálum á Mið-
Austurlandi innan sex til sjö ára. Nú
þarf strax að fara í opinbera kynn-
ingu og umræðu um þessa valkosti
og þá efast ég ekki um að komist
verði að góðri og skynsamlegri nið-
urstöðu sem allir geti sætt sig við.
Hringvegur
á Mið-Austurlandi
Eftir Einar
Þorvarðarson » Fráleitt er að byrja á
Fjarðarheiðargöng-
um sem er ákaflega
áhættusamt verkefni og
óvíst með kostnað.
Einar Þorvarðarson
Höfundur er fv. umdæmisstjóri
Vegagerðarinnar á Austurlandi.
Traust á Alþingi
og stjórnmála-
mönnum er í sögu-
legu lágmarki. Í raun
hefur það vantraust
verið allt frá efna-
hagshruninu 2008.
Gleggst kom þetta
fram þegar mikil gjá
myndaðist milli þings
og þjóðar í Icesave.
Þar átti að fara gegn
vilja þjóðarinnar með
stórfelldum blekkingum. Blekk-
ingum, sem hefðu múlbundið þjóð-
ina á ævarandi skuldaklafa. Ein-
ungis fyrir hörð viðbrögð þjóðar-
innar og með þjóðhollan forseta
við völd tókst að afstýra þeim
hörmungum.
Sagan endurtekur sig
Og nú er sagan að endurtaka
sig. Nú með orkupökkum ESB.
Með mikilli gjá milli þings og
þjóðar eins og í Icesave. Nánast
sömu blekkingum er beitt í trausti
þess að þjóðin viti ekki betur. En
mikill meirihluti þjóðarinnar veit
betur. Hún einfaldlega hefur
kynnt sér innihald þessara orku-
pakka ESB eins og hún kynnti sér
innihald Icesave-samningsins. Og
komist að niðurstöðu sem einmitt
lög reglur og tilskipanir þessara
orkupakka innihalda, sem eru á
einföldu mannamáli þau, að Ísland
er að afhenda allt forræði sitt yfir
orkumálum landsins yfir til Evr-
ópusambandsins. Hvorki meira né
minna! Gerast fullur aðili að orku-
markaði ESB, með öllum skyldum
og kvöðum ESB sem því fylgir,
sem verður landi og þjóð verulega
íþyngjandi og dýrkeypt á ótal
sviðum. Og komi til ágreinings um
einstök mál stór sem smá (sbr.
sæstrengur) mun erlendur dóm-
stóll (EFTA) sem bundinn er af
lögum og tilskipunum ESB í orku-
málum dæma, en ís-
lenskt dómsvald víkja.
Svo augljóst er þetta
skv. innihaldi orku-
pakka ESB, sem er
klárlega alvarlegt
stjórnarskrárbrot!
Veikt Alþingi ögr-
ar ekki þjóðinni
Það að afhenda yfir-
þjóðlegu valdi í Bruss-
el orkumál og orku-
auðlindir Íslands, og
það að þjóðinni for-
spurðri, jafngildir því að fiskimið
Íslands og fiskveiðistjórnin yfir
þeim yrðu afhent yfirþjóðlegri
stjórn ESB í Brussel. Nokkuð sem
þjóðin hefur aldrei tekið í mál.
Það er ekki flóknara en það! Að
halda allt öðru fram er blekking!
Blekking, sem þýðir ekki að bjóða
þjóðinni upp á. En þar með er
hinn stórgallaði og úrelti EES-
samningur líka kominn í algjört
uppnám. Kornið sem fyllir mæl-
inn. Veikt Alþingi ögrar ekki þjóð-
inni með þeim hætti! Eða er það?
Því það er of veikt í dag og rúið
öllu trausti til þess!
Þess vegna mun „samkomulag“
um innleiðingu orkupakka þrjú
ekki halda nk. mánaðamót. Ekki
síst þar sem orkupakki fjögur er
nú kominn fram, sem verður að
skoðast í ljósi orkupakka þrjú,
sem gerir fullveldisframsal og
stjórnarskrárbrotið enn meira og
alvarlegra.
Mun veikt Alþingi
ögra þjóðinni með
orkupökkum ESB?
Eftir Guðm. Jónas
Kristjánsson
Guðmundur Jónas
Kristjánsson
» Þess vegna mun
„samkomulag“ um
innleiðingu orkupakka
þrjú ekki halda nk. mán-
aðamót.
Höfundur er bókhaldari og situr í
flokksstjórn Frelsisflokksins.
gjk@simnet.is
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.