Morgunblaðið - 24.08.2019, Side 2

Morgunblaðið - 24.08.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Skoðið úrvalið á facebook DimmalimmReykjavik 20% AFMÆLIS AFSLÁTTUR 30ára Skólaföt og Skór Afmælisgjafir Skírnagjafir Sængurgjafir Opið í dag til kl. 19 DIMMALIMM Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson Höskuldur Daði Magnússon Sveitarfélögum gengur misjafnlega vel að manna stöður í skólum og frí- stundaheimilum. Enn skortir á að all- ar stöður hafi verið mannaðar í Reykjavík, t.d. var búið að ráða í 78% stöðugilda í frístundaheimilum og sér- tækum félagsmiðstöðvum 16. ágúst. Staðan er betri nú en undanfarin ár, að sögn Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs. „Þetta gerist hratt þegar háskóla- fólkið fær sínar stundaskrár. Þá verð- ur mjög mikil hreyfing,“ sagði Skúli. Hann sagði marga námsmenn starfa við frístundaheimilin og félagsmið- stöðvarnar. Á sama tíma í fyrra var búið að ráða í 71% stöðugilda í frí- stundaheimilunum. En hvers vegna virðist ganga betur að manna stöður á þessu sviði t.d. á Akureyri og í Hafnarfirði en í Reykja- vík? „Við erum með mun fleiri stofnanir á þessu sviði en öll önnur sveitarfélög. Við erum með 170 starfsstöðvar á skóla- og frístundasviði, 63 leikskóla, 36 grunnskóla og gríðarlegan fjölda frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Það eru svo miklu fleiri stöðugildi sem við þurfum að fylla en aðrir,“ sagði Skúli. Hann taldi víst að starf- semi frístundaheimila í Reykjavík væri hlutfallslega umfangsmeiri og þjónustustigið hærra en hjá öðrum sveitarfélögum. Skúli kvaðst gera sér góðar vonir um að það næðist að manna þær stöð- ur sem enn eru ómannaðar. „Við erum komin lengra í ráðningum nú en á sama tíma í fyrra. Staðan nú er mun betri en hún var næstu tvö ár þar á undan. Það gefur góðar vonir um að þetta klárist fyrr. Færri stofnanir eiga nú eftir að fylla mörg stöðugildi en oft áður. Verkefnið er miklu viðráðan- legra en verið hefur,“ sagði Skúli. Reykjavíkurborg gaf út tilkynn- ingu í fyrradag um að búið væri að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum og 96% í leikskólum. Hvernig er hlut- fall réttindafólks? „Þær tölur fylgdu ekki með í þessari samantekt. Við munum fá þær þegar lengra líður á haustið,“ sagði Skúli. Hann sagði að teknar yrðu saman tölur um stöðuna mánaðarlega til að fylgjast með þró- uninni. Því má vænta nýrra talna um miðjan september. Fullmannað á Akureyri „Það er búið að manna allar stöður bæði í leik- og grunnskólum Akureyr- ar. Það er ásókn í að starfa hjá Ak- ureyrarbæ og við hefðum alveg getað mannað sumar stöður oftar en einu sinni,“ segir Ásthildur Sturludóttir,“ bæjarstjóri á Akureyri. Hún segir að þótt vissulega séu ein- hverjar sveiflur á milli ára hafi ástandið jafnan verið gott. „Við erum mjög heppin. Það er hæsta hlutfall fagmenntaðra kennara á landinu í bæði leik- og grunnskólum Akureyr- ar og lítið um starfsmannaveltu. Starfið og starfsumhverfið gerir það að verkum að fólk vill vinna hjá þess- um stofnunum. Ég bara vorkenni Reykjavíkurborg að þurfa að standa í þessu á hverju ári.“ Góður gangur í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sagði í samtali við Morg- unblaðið að betur gengi að manna stöður í skólum bæjarins nú en nokkru sinni áður. „Þetta lítur mjög vel út. Við erum með 515 stöðugildi í 18 leikskólum bæjarins og eins og staðan er núna vantar 14 starfsmenn til að fullmanna þá. Við erum bjartsýn á að það takist á næstu dögum,“ segir Rósa. Hún hafði ekki tölur á reiðum höndum um grunnskóla bæjarins en sagði ástandið mjög gott þar. „Hlut- fall fagfólks í grunnskólum er mun betra en það hefur verið í langan tíma og við erum að sjá fólk koma aftur til kennslu sem hafði farið til annarra starfa. Það gengur líka betur að manna frístundaheimilin en verið hef- ur og það lítur út fyrir að ekki verði biðlistar þar í ár.“ Betur gengur að manna skólana Morgunblaðið/Ómar Frístundaheimili Margt er gert til afþreyingar. Mynd úr safni.  Fullmannað í leik- og grunnskólum á Akureyri  Betri staða í Hafnarfirði og í Reykjavík en und- anfarin ár  Námsmenn starfa margir á frístundaheimilum og staðan skýrist þegar þeir fá stundaskrár Pósturinn hefur á undanförnum árum boðið upp á SMS-frímerki þar sem númer er skrifað á umslögin í stað þess að líma á þau frímerki. Hægt er að póstleggja bréfin þannig merkt. Þó þessi þjónusta sé ekki mikið notuð voru liðlega 13 þúsund burðargjöld greidd með farsímum á síðasta ári. Sendandi bréfs eða bréfa sendir einfaldlega smáskilaboð í símann 1900 með upplýsingum í tilteknu formi, meðal annars um fjölda SMS- frímerkja sem ætlunin er að kaupa. Kaupandinn fær til baka skilaboð um fimm stafa númer sem hann skrifar í frímerkjahorn umslagsins eða um- slaganna og póstleggur svo. Gildir þetta aðeins um venjuleg bréf, innan- lands. Verðið er það sama og á hefð- bundnum frímerkjum. Andvirðið gjaldfærist á símreikninginn. Númer- in eru sannreynd á póstmiðstöð og gengið úr skugga um gildi þeirra. Samkvæmt upplýsingum Íslands- pósts var á síðasta ári selt 13.601 SMS-frímerki. Til samanburðar má nefna að á sama ári voru seldar 2,7 milljónir frí- merkja og tæplega 6,6 milljónir bréfa voru árituð með burðargjaldi. Áritunin hefur því tekið öll völd en frímerkjasal- an hefur minnkað hratt á undanförn- um árum, bæði sem burðargjald og sala til safnara. helgi@mbl.is Burðargjald með SMS  Minnihluti bréfa greiddur með frímerkjum Erna Finnsdóttir lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni í gærmorgun, 95 ára að aldri. Hún fæddist í Reykjavík 20. mars 1924, dóttir Finns Sig- mundssonar, lands- bókavarðar í Reykja- vík, og konu hans Kristínar Aðalbjargar Magnúsdóttur hús- freyju. Bróðir Ernu var Birgir Finnsson (f. 1927, d. 2003), for- stöðumaður Tjaldanes- heimilisins í Mosfells- sveit. Erna lauk stúdentsprófi frá mála- deild Menntaskólans í Reykjavík 17. júní 1944 og var því 75 ára stúd- ent á þessu ári. Hún stundaði jafn- framt píanónám. Erna giftist 6. júlí 1947 Geir Hall- grímssyni, síðar borgarstjóra, ráð- herra og seðlabankastjóra í Reykja- vík, f. 16. desember 1925. Hann var einnig í stjórn Árvakurs hf., útgef- anda Morgunblaðsins og stjórn- arformaður um skeið. Foreldrar Geirs voru Hallgrímur Benedikts- son, stórkaupmaður í Reykjavík, og kona hans Áslaug Geirsdóttir Zoëga, húsfreyja. Erna og Geir bjuggu alla tíð í Reykjavík nema á ár- unum 1947-1949 þegar þau bjuggu í Boston þar sem Geir stundaði nám í hagfræði og elsti sonurinn fæddist. Börn Ernu og Geirs eru: 1) Hallgrímur, f. 1949. Eiginkona hans er Aðalbjörg Jak- obsdóttir, f. 1949. Dóttir þeirra er Erna Sigríður, f. 1972. 2) Kristín, f. 1951, eiginmaður hennar er Freyr Þór- arinsson, f. 1950. Synir þeirra eru Þórarinn, f. 1973, og Geir, f. 1978. 3) Finnur, f. 1953, eiginkona hans er Steinunn Kristín Þorvaldsdóttir, f. 1953. Börn þeirra eru Kári Finns- son, f. 1987, Geir Finnsson, f. 1992, og Elísabet Þórðardóttir, f. 1979. 4) Áslaug, f. 7. október 1955. Sonur hennar er Geir Áslaugarson, f. 1997. Morgunblaðið sendir fjölskyldu Ernu og öðrum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Andlát Erna Finnsdóttir Hann virtist skríða löturhægt framhjá, risinn sem sást frá Grafar- vogi nýverið, en skemmtiferðaskip þetta var þá á leið til hafnar á höfuðborgarsvæðinu. Landinn er fyrir löngu orðinn vanur þessum heimsóknum, en skipin eru sögð mikil búbót fyrir bæði hafnir og sveitarfélög landsins. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Risar algeng sjón við strendur landsins Katrín Jakobs- dóttir, forsætis- ráðherra, hefur lýst sig reiðubúna til að funda með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, að lokinni Sví- þjóðarferð sinni, geti varaforset- inn framlengt Ís- landsdvöl sína. Lára Björg Björns- dóttir, upplýsingafulltrúi ríkis- stjórnarinnar, staðfesti þetta í samtali við mbl.is í gær. Jeffrey Ross Gunther, nýskipaður sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, kom til fundar við forsætisráðherra í stjórnarráðinu í gær. Á fundinum var meðal annars ræddur sá mögu- leiki að Pence myndi framlengja Ís- landsheimsókn sína þannig að for- sætisráðherrann og varaforsetinn ættu möguleika á að hittast. Lýsti Katrín sig reiðubúna að funda með Pence ef þetta gengi eftir. annaei@mbl.is Katrín vill hitta Pence  Sendiherra á fundi með forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.