Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2019 DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Skoðið úrvalið á facebook DimmalimmReykjavik 20% AFMÆLIS AFSLÁTTUR 30ára Skólaföt og Skór Afmælisgjafir Skírnagjafir Sængurgjafir Opið í dag til kl. 19 DIMMALIMM Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson Höskuldur Daði Magnússon Sveitarfélögum gengur misjafnlega vel að manna stöður í skólum og frí- stundaheimilum. Enn skortir á að all- ar stöður hafi verið mannaðar í Reykjavík, t.d. var búið að ráða í 78% stöðugilda í frístundaheimilum og sér- tækum félagsmiðstöðvum 16. ágúst. Staðan er betri nú en undanfarin ár, að sögn Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs. „Þetta gerist hratt þegar háskóla- fólkið fær sínar stundaskrár. Þá verð- ur mjög mikil hreyfing,“ sagði Skúli. Hann sagði marga námsmenn starfa við frístundaheimilin og félagsmið- stöðvarnar. Á sama tíma í fyrra var búið að ráða í 71% stöðugilda í frí- stundaheimilunum. En hvers vegna virðist ganga betur að manna stöður á þessu sviði t.d. á Akureyri og í Hafnarfirði en í Reykja- vík? „Við erum með mun fleiri stofnanir á þessu sviði en öll önnur sveitarfélög. Við erum með 170 starfsstöðvar á skóla- og frístundasviði, 63 leikskóla, 36 grunnskóla og gríðarlegan fjölda frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Það eru svo miklu fleiri stöðugildi sem við þurfum að fylla en aðrir,“ sagði Skúli. Hann taldi víst að starf- semi frístundaheimila í Reykjavík væri hlutfallslega umfangsmeiri og þjónustustigið hærra en hjá öðrum sveitarfélögum. Skúli kvaðst gera sér góðar vonir um að það næðist að manna þær stöð- ur sem enn eru ómannaðar. „Við erum komin lengra í ráðningum nú en á sama tíma í fyrra. Staðan nú er mun betri en hún var næstu tvö ár þar á undan. Það gefur góðar vonir um að þetta klárist fyrr. Færri stofnanir eiga nú eftir að fylla mörg stöðugildi en oft áður. Verkefnið er miklu viðráðan- legra en verið hefur,“ sagði Skúli. Reykjavíkurborg gaf út tilkynn- ingu í fyrradag um að búið væri að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum og 96% í leikskólum. Hvernig er hlut- fall réttindafólks? „Þær tölur fylgdu ekki með í þessari samantekt. Við munum fá þær þegar lengra líður á haustið,“ sagði Skúli. Hann sagði að teknar yrðu saman tölur um stöðuna mánaðarlega til að fylgjast með þró- uninni. Því má vænta nýrra talna um miðjan september. Fullmannað á Akureyri „Það er búið að manna allar stöður bæði í leik- og grunnskólum Akureyr- ar. Það er ásókn í að starfa hjá Ak- ureyrarbæ og við hefðum alveg getað mannað sumar stöður oftar en einu sinni,“ segir Ásthildur Sturludóttir,“ bæjarstjóri á Akureyri. Hún segir að þótt vissulega séu ein- hverjar sveiflur á milli ára hafi ástandið jafnan verið gott. „Við erum mjög heppin. Það er hæsta hlutfall fagmenntaðra kennara á landinu í bæði leik- og grunnskólum Akureyr- ar og lítið um starfsmannaveltu. Starfið og starfsumhverfið gerir það að verkum að fólk vill vinna hjá þess- um stofnunum. Ég bara vorkenni Reykjavíkurborg að þurfa að standa í þessu á hverju ári.“ Góður gangur í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sagði í samtali við Morg- unblaðið að betur gengi að manna stöður í skólum bæjarins nú en nokkru sinni áður. „Þetta lítur mjög vel út. Við erum með 515 stöðugildi í 18 leikskólum bæjarins og eins og staðan er núna vantar 14 starfsmenn til að fullmanna þá. Við erum bjartsýn á að það takist á næstu dögum,“ segir Rósa. Hún hafði ekki tölur á reiðum höndum um grunnskóla bæjarins en sagði ástandið mjög gott þar. „Hlut- fall fagfólks í grunnskólum er mun betra en það hefur verið í langan tíma og við erum að sjá fólk koma aftur til kennslu sem hafði farið til annarra starfa. Það gengur líka betur að manna frístundaheimilin en verið hef- ur og það lítur út fyrir að ekki verði biðlistar þar í ár.“ Betur gengur að manna skólana Morgunblaðið/Ómar Frístundaheimili Margt er gert til afþreyingar. Mynd úr safni.  Fullmannað í leik- og grunnskólum á Akureyri  Betri staða í Hafnarfirði og í Reykjavík en und- anfarin ár  Námsmenn starfa margir á frístundaheimilum og staðan skýrist þegar þeir fá stundaskrár Pósturinn hefur á undanförnum árum boðið upp á SMS-frímerki þar sem númer er skrifað á umslögin í stað þess að líma á þau frímerki. Hægt er að póstleggja bréfin þannig merkt. Þó þessi þjónusta sé ekki mikið notuð voru liðlega 13 þúsund burðargjöld greidd með farsímum á síðasta ári. Sendandi bréfs eða bréfa sendir einfaldlega smáskilaboð í símann 1900 með upplýsingum í tilteknu formi, meðal annars um fjölda SMS- frímerkja sem ætlunin er að kaupa. Kaupandinn fær til baka skilaboð um fimm stafa númer sem hann skrifar í frímerkjahorn umslagsins eða um- slaganna og póstleggur svo. Gildir þetta aðeins um venjuleg bréf, innan- lands. Verðið er það sama og á hefð- bundnum frímerkjum. Andvirðið gjaldfærist á símreikninginn. Númer- in eru sannreynd á póstmiðstöð og gengið úr skugga um gildi þeirra. Samkvæmt upplýsingum Íslands- pósts var á síðasta ári selt 13.601 SMS-frímerki. Til samanburðar má nefna að á sama ári voru seldar 2,7 milljónir frí- merkja og tæplega 6,6 milljónir bréfa voru árituð með burðargjaldi. Áritunin hefur því tekið öll völd en frímerkjasal- an hefur minnkað hratt á undanförn- um árum, bæði sem burðargjald og sala til safnara. helgi@mbl.is Burðargjald með SMS  Minnihluti bréfa greiddur með frímerkjum Erna Finnsdóttir lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni í gærmorgun, 95 ára að aldri. Hún fæddist í Reykjavík 20. mars 1924, dóttir Finns Sig- mundssonar, lands- bókavarðar í Reykja- vík, og konu hans Kristínar Aðalbjargar Magnúsdóttur hús- freyju. Bróðir Ernu var Birgir Finnsson (f. 1927, d. 2003), for- stöðumaður Tjaldanes- heimilisins í Mosfells- sveit. Erna lauk stúdentsprófi frá mála- deild Menntaskólans í Reykjavík 17. júní 1944 og var því 75 ára stúd- ent á þessu ári. Hún stundaði jafn- framt píanónám. Erna giftist 6. júlí 1947 Geir Hall- grímssyni, síðar borgarstjóra, ráð- herra og seðlabankastjóra í Reykja- vík, f. 16. desember 1925. Hann var einnig í stjórn Árvakurs hf., útgef- anda Morgunblaðsins og stjórn- arformaður um skeið. Foreldrar Geirs voru Hallgrímur Benedikts- son, stórkaupmaður í Reykjavík, og kona hans Áslaug Geirsdóttir Zoëga, húsfreyja. Erna og Geir bjuggu alla tíð í Reykjavík nema á ár- unum 1947-1949 þegar þau bjuggu í Boston þar sem Geir stundaði nám í hagfræði og elsti sonurinn fæddist. Börn Ernu og Geirs eru: 1) Hallgrímur, f. 1949. Eiginkona hans er Aðalbjörg Jak- obsdóttir, f. 1949. Dóttir þeirra er Erna Sigríður, f. 1972. 2) Kristín, f. 1951, eiginmaður hennar er Freyr Þór- arinsson, f. 1950. Synir þeirra eru Þórarinn, f. 1973, og Geir, f. 1978. 3) Finnur, f. 1953, eiginkona hans er Steinunn Kristín Þorvaldsdóttir, f. 1953. Börn þeirra eru Kári Finns- son, f. 1987, Geir Finnsson, f. 1992, og Elísabet Þórðardóttir, f. 1979. 4) Áslaug, f. 7. október 1955. Sonur hennar er Geir Áslaugarson, f. 1997. Morgunblaðið sendir fjölskyldu Ernu og öðrum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Andlát Erna Finnsdóttir Hann virtist skríða löturhægt framhjá, risinn sem sást frá Grafar- vogi nýverið, en skemmtiferðaskip þetta var þá á leið til hafnar á höfuðborgarsvæðinu. Landinn er fyrir löngu orðinn vanur þessum heimsóknum, en skipin eru sögð mikil búbót fyrir bæði hafnir og sveitarfélög landsins. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Risar algeng sjón við strendur landsins Katrín Jakobs- dóttir, forsætis- ráðherra, hefur lýst sig reiðubúna til að funda með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, að lokinni Sví- þjóðarferð sinni, geti varaforset- inn framlengt Ís- landsdvöl sína. Lára Björg Björns- dóttir, upplýsingafulltrúi ríkis- stjórnarinnar, staðfesti þetta í samtali við mbl.is í gær. Jeffrey Ross Gunther, nýskipaður sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, kom til fundar við forsætisráðherra í stjórnarráðinu í gær. Á fundinum var meðal annars ræddur sá mögu- leiki að Pence myndi framlengja Ís- landsheimsókn sína þannig að for- sætisráðherrann og varaforsetinn ættu möguleika á að hittast. Lýsti Katrín sig reiðubúna að funda með Pence ef þetta gengi eftir. annaei@mbl.is Katrín vill hitta Pence  Sendiherra á fundi með forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.