Fréttablaðið - 28.09.2019, Side 2

Fréttablaðið - 28.09.2019, Side 2
UMHVERFISMÁL „Rétt eins og margar aðrar opinberar stofnanir erum við að skoða hvaða skref við getum tekið,“ segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns. „Við hugsum þetta bæði út frá okkur sjálfum og vinnu fanga.“ Litla-Hraun er stærsti vinnustað- urinn á Eyrarbakka. Þar starfa 60 manns og fangar geta verið allt að 87. Halldór segir að ýmis atvinnutæki- færi fyrir fanga felist í endurvinnslu- verkefnum og þegar séu nokkur slík í gangi. Til dæmis starfa fangar við f lokkun á málmum fyrir Íslenska gámafélagið og laga stikur fyrir Vegagerðina. Með þessum hætti skilar Litla-Hraun, sem vinnustaður, ábata í umhverfismálum fyrir sam- félagið allt. Halldór segir að verkefninu fylgi áskoranir. „Hérna inni er mikið af mönnum sem eru misvel þjálfaðir í að flokka rusl. Rétt eins og sjúkra- húsin sitjum við uppi með sóttmeng- aðan úrgang. Við þurfum að gæta ítrasta hreinlætis og notum mikið af plasti og einnota hlutum. Það getur verið flókið að samþætta þetta við umhverfissjónarmið,“ segir hann. Í dag fer fram kvikmyndahátíðin Brim, þar sem umhverfismál og sér- staklega plastnotkun er meginum- fjöllunarefnið. Halldór mun flytja erindi á hátíðinni um umhverfis- mál og fangelsi. „Við höfum ekki enn tekið stór skref í endurvinnslu í okkar daglega lífi. Með þátttökunni erum við að setja þrýsting á okkur sjálf að taka stærri skref,“ segir Hall- dór. „Það er hröð þróun í endur- vinnsluhugsun í öllu samfélaginu og við berum kannski töluverða ábyrgð á okkar skjólstæðingum, að þeir kunni að henda rusli þegar þeir koma út.“ Veður Norðaustanátt, víða 8-15 m/s. Súld eða dálítil rigning norðan- og austanlands, hiti 5 til 10 stig. Léttir til sunnan heiða og hiti að 16 stigum. SJÁ SÍÐU 48 Neituðu að skrifa undir Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar neituðu að skrifa undir kröfur skipuleggjenda loftslagsverkfalls í gær. Beðið var um að ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi vegna loftslagsvárinnar og um aðgerðir til að tryggja að Ísland nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Á fundinum voru fulltrúar ýmissa hreyfinga ungmenna. Þar var líka Þorvaldur Þorvaldsson, Albaníu-Valdi, formaður Alþýðufylk ing ar innar . FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kunni að flokka rusl við lausn úr fangelsi Fangelsið að Litla-Hrauni tekur fyrstu skref að umhverfisvænni starfsemi. Forstöðumaðurinn segir ýmsar áskoranir fylgja, bæði hvað varðar úrganginn, sem er að miklu leyti líkur spítalaúrgangi, og hugarfar þeirra sem sitja inni. Hérna inni er mikið af mönnum sem eru misvel þjálfaðir í að flokka rusl Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Litla-Hrauns Guðmundur Ármann Pétursson hratt kvikmyndahátíðinni af stað. „Við erum ekki með neitt kvik- myndahús þannig að við sýnum hér og þar um allt þorpið. Þetta er orðið eins konar samfélagsverkefni,“ segir hann. Þrjár erlendar heimildamyndir verða sýndar, Bag It, A Plastic Ocean og Albatross, og einnig mun ungl- ingastig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sýna eigin stuttmynd um plastmengun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra opnar hátíðina og auk Halldórs verða f leiri fyrirlesarar. Þá mun sveitarfélagið Árborg standa að strandhreinsunardeginum í sam- starfi við björgunarsveitina Björg. Aðgangur á alla viðburði er ókeypis. kristinnhaukur@frettabladid.is Fangelsisstjórinn mætir á kvikmyndahátíð í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 86.900 KR. FLUG OG GISTING NÁNAR Á UU.IS EÐA Í SÍMA 585 4000 TENERIFE SÍÐUSTU SÆTIN FJÖLMIÐLAR Kristín Þorsteinsdótt- ir, sem hefur verið útgefandi Frétta- blaðsins síðustu ár og þar áður aðal- ritstjóri, hefur látið af störfum hjá blaðinu. „Við viljum þakka Kristínu fyrir vel unnin störf til margra ára á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar, Vísis og Fréttablaðsins og hennar þátt í sögu Fréttablaðsins,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi Fréttablaðsins. „Ég hef unnið minn síðasta dag og skrifað minn síðasta leiðara í Frétta- blaðið,“ segir Kristín. „Í rúm fimm ár, lengur en nokkur annar, stjórnaði ég fréttastofu 365 sem aðalritstjóri og útgefandi – þá stærstu fréttastofu landsins – og svo Fréttablaðinu eftir að fyrirtækinu var skipt upp, síðustu mánuði hef ég verið útgefandi. Þar áður sat ég í stjórn 365. Flestar kennitölur miðlanna sem ég stjórnaði vitna um góðan árangur. Fréttir Stöðvar 2 náðu að velgja keppinautnum undir uggum – oft vorum við með meira áhorf en RÚV, visir.is komst í fyrsta skipti yfir mbl.is undir minni stjórn, við gerðum frábæra hluti með nýjum áherslum og útliti Fréttablaðsins. Við breyttum skipu- riti fréttastofunnar og gerðum hlut kvenna meiri en nokkru sinni,“ segir hún. „Ég var svo heppin að hafa frá- bært starfsfólk mér við hlið, fólk sem hefur verið tilbúið að leggja meira á sig en hægt hefur verið að ætlast til,“ segir Kristín að lokum. Kristín hættir sem útgefandi Kristín Þorsteinsdóttir. MENNING Bókin Tæpitungulaust, eftir Jón Baldvin Hannibalsson, sem telur sex hundruð blaðsíður og skiptist í sjö meginkafla, kemur í verslanir á morgun, en þann dag fagna Jón Baldvin og eiginkona hans, Bryndís Schram, sextíu ára brúðkaupsafmæli. Útgáfa bókarinnar er seinna á ferð- inni en stóð til. Jón Baldvin sagði í aðsendri grein í þessu blaði þann 4. febrúar síðastliðinn að ásakanir á hendur honum um kynferðis- brot megi útskýra sem skipulagða rógsherferð gegn honum sem hafi verið hafin til að spilla fyrir útgáfu bókarinnar sem kemur út á morgun og málþingi um arfleifð jafnaðar- stefnunnar, sem hafi staðið til í til- efni af áttræðisafmæli hans. Jón Baldvin sagði við það tilefni að það hafi átt að hræða fólk frá því að kaupa bókina eða fagna afmælinu með honum. - ósk Bókin frá Jóni Baldvini í búðir á morgun 2 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 E 6 -A 7 A 0 2 3 E 6 -A 6 6 4 2 3 E 6 -A 5 2 8 2 3 E 6 -A 3 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 2 7 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.