Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.09.2019, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 28.09.2019, Qupperneq 4
Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni þar sem hún verst málsókn leikarans Atla Rafns Sigurðssonar á hendur henni og Leikfélagi Reykja- víkur. Atli krefst 13 milljóna króna í bætur í kjölfar þess að Kristín sagði honum upp störfum eftir að henni bárust kvartanir um meinta kyn- ferðislega áreitni og ofbeldi Atla gagnvart samstarfsfólki. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var í eldlínunni í vikunni þegar átta af níu lög- reglustjórum landsins sögðust ekki lengur bera traust til hans og formað- ur Lögreglustjórafélags Íslands sagðist líta svo á að ríkislögreglustjóri væri óstarfhæfur. Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald. Magnúsi Ólafi Garðarssyni stofnanda United Silicon er stefnt vegna meintra fjár- svika upp á samtals 1,8 milljarða króna sam- kvæmt þrem- ur stefnum sem lagðar hafa verið fram. Hin meintu fjársvik Magnúsar eru á sama tíma enn í rannsókn hjá héraðssaksóknara. Lögmaður þrotabús Sameinaðs silí- kons hf. segir ekki liggja fyrir hvort þrotabúið höfði fleiri dómsmál á hendur Magnúsi. ® 37” BREYTTUR NÝR RAM 3500 NÝTT GLÆSILEGT ÚTLIT. NÝJAR ÚTFÆRSLUR OG FJÖLMARGAR TÆKNINÝJUNGAR Í BOÐI. EIGUM TIL CREW CAB BIG HORN, LARAMIE, SPORT OG LIMITED ÚTFÆRSLUR TIL AFGREIÐSLU STRAX. EINNIG MEGA CAB Í LARAMIE OG LIMITED ÚTFÆRSLUM . RAM 3500 VERÐ FRÁ: 6.987.745 KR. ÁN VSK. RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK. ramisland.is CREW CAB UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 Þrjú í fréttum Leikhúsdeila, lögregluerjur og milljarðakrafa 87 flugmönnum hefur verið sagt upp hjá Icelandair. TÖLUR VIKUNNAR 22.09.2019 TIL 28.09.2019 27,8 prósent erlendra ferða- manna á Íslandi í sumar komu frá Bandaríkjunum. 100 starfsmönnum Arion banka var sagt upp á fimmtudag. 8 sóttu um tvær stöður hæstaréttardómara sem losna á næstunni. 4 nýjar ríkisstofnanir verða settar á laggirnar gangi áform ríkisstjórnarinnar eftir. 2 lögreglumenn hafa kvartað undan einelti af hálfu Haraldar Jo- hannessen ríkislög- reglustjóra. HEILBRIGÐISMÁL „Skipurit og skipu- lag spítala þarf alltaf að endurspegla þá þjónustu sem verið er að veita. Þjónustan hefur breyst mikið á síð- ustu fimm til tíu árum og það er því eðlilegt að breyta skipuritinu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítala, um nýtt skipurit spítalans sem kynnt var í gær. Skipulagsbreytingarnar munu taka gildi 1. október næstkomandi en þær voru staðfestar af heilbrigð- isráðherra síðastliðinn mánudag. Með breytingunum verður starf- semi sjö klínískra sviða og rekstrar- sviðs skipt milli þriggja sviða sem eru meðferðarsvið, aðgerðasvið og þjónustusvið. Þá verður fækkað í framkvæmdastjórn spítalans. Páll segir þessar breytingar vissu- lega gerðar í skugga en alls ekki vegna rekstrarvanda. Hagræðing- araðgerðir séu á dagskrá og strax muni til dæmis sjást áhrif með því að dregið verði úr launakostnaði yfirstjórnar. „Aðalmálið er samt að með því að endurskipuleggja og raða saman einingum sem eiga að vinna saman, þá náum við meira virði út úr þjónustunni. Það mun til lengri tíma skila rekstrarábata en auð- vitað dugar þetta ekki eitt og sér. Við erum líka að fara í umtalsverðar hagræðingaraðgerðir af ýmsu tagi.“ Önnur ástæða breytinganna sé sú staðreynd að eftir fimm ár verði nýir meðferðar- og rannsóknar- kjarnar teknir í notkun. „Húsnæði nýja spítalans er hannað í kringum besta mögulega verklag í klínískum fræðum, sem er ekki endilega á þann veg sem við vinnum núna. Við þurfum að hugsa hvernig við verðum í nýjum spítala og skipu- leggja okkur í samræmi við það.“ Mikið álag á bráðamóttöku spít- alans hefur verið til umfjöllunar að undanförnu og starfsfólk lýst áhyggjum sínum af ástandinu. Páll segir að með þeim breytingum sem verið sé að gera verði bráðaþjón- usta sérkjarni undir sama sviði og framkvæmdastjóra og þær deildir sem taka við flestum sjúklingum af bráðadeild. Páll segir bráðamóttökuna frá- bæra einingu til að sinna sínum verkefnum. Vandinn sé sá að hún þurfi að sinna öðrum verkefnum sem sé að vera legudeild fyrir sjúklinga sem komast ekki inn á spítalann. „Þannig að allar breytingar sem bæta skilvirkni hjá okkur, hvar sem vera kann á spítalanum, munu þar með hafa áhrif á ástandið á bráða- móttökunni. En það þarf f leira til og raunar sértækar aðgerðir og við erum að skoða hvað hægt sé að gera í þeirri erfiðu stöðu sem uppi er á bráðamóttökunni í Fossvogi.“ Kjarasamningar stærstu heil- brigðisstéttanna eru lausir og miðar viðræðum hægt. Páll segir þessa biðstöðu áhyggjuefni. Tilrauna- verkefni til að laða að hjúkrunar- fræðinga sem fólst í bættum kjörum og starfsaðstæðum hafi virkað en því þurfi að hætta vegna þess að það sé ófjármagnað. „Þetta er að okkar mati mikilvægt innlegg í samninga- viðræðurnar en er ekki eitthvað sem við getum áfram borið ábyrgð á. Við verðum að fá bætur fyrir þau laun sem við greiðum.“ Tvennt hafi einkum verið að sliga spítalann umfram annað, erfiðleikar við mönnun í hjúkrun og ónógar launabætur af hálfu rík- isins. „Þetta eru hvort tveggja hlutir sem eru utan okkar stjórnar en við erum líka að taka til í okkar ranni og reyna að hagræða og vera með aðhald í öllu sem ekki lýtur beint að þjónustu við sjúklinga.“ sighvatur@frettabladid.is Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Rekstrarhalli spítalans nam um 2,4 milljörðum á fyrrihluta 2019 og 1,4 milljörðum í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Nýtt skipurit Land- spítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipu- lagið þurfa að endur- spegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingarað- gerðum. Við erum að skoða hvað hægt sé að gera í þeirri erfiðu stöðu sem uppi er á bráðamóttökunni í Fossvoginum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans 2 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 E 6 -B B 6 0 2 3 E 6 -B A 2 4 2 3 E 6 -B 8 E 8 2 3 E 6 -B 7 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 2 7 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.