Fréttablaðið - 28.09.2019, Side 16
Netógnir í nýjum heimi er viðfangsefni ráðstefnu sem samgöngu-
og sveitarstjórnarráðuneytið heldur um netöryggismál.
Ráðstefnan verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar fimmtudaginn
3. október í tilefni af evrópska netöryggismánuðinum í október.
Allir eru velkomnir en skráning er á vef ráðuneytisins.
Dagskrá:
09:00 — Ávarp
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
09:10 — Nýir tímar – ný umgjörð
Sigríður Rafnar Pétursdóttir, lögfræðingur hjá samgöngu-
og sveitarstjórnarráðuneytinu
09:30 — Netbrot, nálgun og sýn lögreglu
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu
09:50 — Samhæfing í netöryggismálum – hlutverk PFS
Unnur Sveinbjarnardóttir, lögfræðingur hjá Póst-
og fjarskiptastofnun
10:10 — Kaffi
10:25 — IPv6: Keyrum þetta af stað
Tryggvi Farestveit, forstöðumaður hýsingarlausna hjá Opnum kerfum
10:45 — Tæknilegt líf ungra barna – byggjum traustan grunn
Hildur Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT
11:05 — Straumurinn og upplýsingaöryggi á Stafrænu Íslandi
Vigfús Gíslason, tækniarkitekt og sérfræðingur hjá fjármála-
og efnahagsráðuneytinu
11:25 — 4. iðnbyltingin: Öld tækifæra – ef öryggið er í öndvegi
Sigurður Emil Pálsson, formaður Netöryggisráðs, samgöngu-
og sveitarstjórnarráðuneytinu
Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri.
Netógnir í nýjum heimi
ÚKRAÍNA Úkraínska stofnunin gegn
spillingu rannsakar Burisma Group,
gasfélagið sem Hunter Biden, sonur
forsetaframbjóðandans og fyrrum
varaforseta Bandaríkjanna, Joe
Biden, vann hjá. NABU staðfesti
þetta í gær.
Í tilkynningu kemur fram að
úkraínsk yfirvöld séu ekki að rann
saka Hunter Biden sjálfan, heldur
hafi þau hafið rannsóknina löngu
áður en Hunter byrjaði að vinna hjá
fyrirtækinu.
Fjölmiðlar vestanhafs keppast
við að fjalla ítarlega um nýjasta
hneykslið og uppljóstrunarmálið
er varðar símtal sem Donald Trump
Bandaríkjaforseti átti við nýkjör
inn forseta Úkraínu, Volódómír
Zelenskíj.
Hvíta húsið gaf út eftirrit af
umræddu símtali þar sem fram
kemur að Trump hafi beðið for
seta Úkraínu um að rannsaka son
Bidens og Biden. Í staðinn myndu
Bandaríkin veita Úkraínu fjögur
hundruð milljóna dala hernaðar
að stoð, en Trump á að hafa skipað
Mick Mulvaney, starfsmannastjóra
Hvíta hússins, að halda eftir styrkn
um viku áður en hann átti símtalið.
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings
ákvað að hefja formlega rannsókn
á embættisbrotum Trumps. Um
219 þingmenn Demókrataflokksins
styðja ákæruferlið að því er fram
kemur á vef CNN.
Að sögn uppljóstrarans reyndi
Hvíta húsið að hylma yfir símtalið
með því að fela eftirritið í háleyni
legu tölvukerfi sem er eingöngu
ætlað gögnum er varða þjóðar
öryggi. Hvíta húsið hefur staðfest
að lögfræðingar öryggisráðs Banda
ríkjanna hafi skipað starfsmanni í
Hvíta húsinu að f lokka eftirritið
sem háleynilegt trúnaðarmál. -ilk
Úkraínsk yfirvöld segjast
ekki rannsaka Biden
Hart er sótt að Donald Trump vegna símtals til Úkraínu. NORDICPHOTOS/GETTY
Hvíta húsið hefur
staðfest að lögfræðingar
öryggisráðs Bandaríkjanna
hafi skipað starfsmanni í
Hvíta húsinu að flokka
eftirritið sem háleynilegt
trúnaðarmál.
NÍGERÍA Um þrjú hundruð drengj
um var bjargað í gær í norðanverðri
Nígeríu. Þeim var haldið föngum og
máttu þola barsmíðar og kynferðis
of beldi. Drengirnir voru auk þess
sveltir í prísundinni.
Yngstu drengirnir sem voru
frelsaðir í aðgerðum lögreglu voru
um fimm ára gamlir og þeir elstu
rétt undir átján ára. Þeir voru bæði
bundnir á höndum og fótum.
Lögreglan í Kaduna segir að fjöldi
barnanna hafi verið með sýnilega
áverka eftir pyntingar. Þeim var
haldið í húsi sem átti að vera grunn
skóli. Einn drengurinn var til að
mynda þakinn svipuförum á baki.
Þau áttu erfitt með gang.
Átta hafa verið handteknir í
tengslum við rannsókn málsins og
eru þau öll kennarar. Ekki er vitað
hversu lengi börnin þurftu að þola
þessar raunir en eitt barnanna sagði
að hann hafi verið hlekkjaður í
kjallara hússins í um þrjá mánuði.
Sumir krakkanna hefðu ekki mátt
fara úr skólanum í nokkur ár.
Einn fanganna sagði um mús
límskan skóla að ræða þar sem
krakkarnir hefðu átt að læra Kóran
inn. Hörð viðurlög voru hins vegar
við því að reyna að flýja skólann og
krakkar barðir og pyntaðir fyrir til
raunir til að flýja. - sa
Börn frelsuð
úr prísund
Átta hafa verið hand-
teknir í tengslum við rann-
sókn málsins og eru þau öll
kennarar.
Lokuðu Washington fyrir loftslagið
Mótmælendur komu saman í Washington DC í gærmorgun, lokuðu fjölförnum umferðargötum á hánannatíma og kröfðust þess að notkun jarð-
efnaeldsneytis yrði strax hætt og að skipt yrði yfir í endurnýjanlega orkugjafa hið fyrsta til að bjarga loftslagi jarðarinnar. NORDICPHOTOS/GETTY
2 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
8
-0
9
-2
0
1
9
0
4
:5
2
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
E
6
-A
2
B
0
2
3
E
6
-A
1
7
4
2
3
E
6
-A
0
3
8
2
3
E
6
-9
E
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
0
4
s
_
2
7
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K