Fréttablaðið - 28.09.2019, Síða 18

Fréttablaðið - 28.09.2019, Síða 18
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Hún talar um Asperger sem styrk, ekki veikleika. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Það kostar sitt að vera öðruvísi en megin-þorri fólks og getur verið sérstaklega sárt ef viðkomandi er barn á einhverfurófi. Þess vegna er svo einstaklega gleðilegt að sá stóri hópur barna sem fengið hefur slíka greiningu skuli nú eiga magnaða fyrirmynd í hinni sænsku Gretu Thunberg sem er með Asperger-heil- kenni. Hún er dáð um allan heim, orðin goðsögn í lifanda lífi og komin í sögubækur. Ómögulegt verður að skrifa yfirlitsbækur um merkiskonur í mann- kynssögunni án þess að geta hennar. Greta er viljasterkt barn með afar sterkar skoðanir og það fer ósegjanlega í taugarnar á þeim sem viður- kenna ekki loftslagsbreytingar af mannavöldum. Gagnrýnendur hennar vilja að hún þagni og snúi aftur í skólann og láti þá fullorðnu um að stjórna heiminum - þrátt fyrir að valdamenn sem eiga að teljast búa yfir þroska hafi staðið sig hörmulega í því verkefni. Þar sem Greta lætur sér ekki segjast eru henni ekki vandaðar kveðjurnar. Donald Trump Bandaríkjafor- seti hefur vitanlega sent henni tóninn ásamt fleirum. Sumir geta ekki stillt sig um að minna á einhverfu Gretu eins og það sé henni til sérlegrar minnkunar. Nýlega sagði álitsgjafi á Fox sjónvarpsstöðinni Gretu vera „andlega veikt sænskt barn sem verið væri að misnota í pólitískum tilgangi“. Fréttastofan sá sóma sinn í því að biðjast afsökunar á þessum andstyggilegu ummælum. Um allan heim eru börn sem falla ekki inn í normið, sum hafa fengið greiningu, önnur ekki. Í huga ótal margra þeirra er það að vera öðruvísi ekki styrkleiki heldur veikleiki og fyrir vikið fyllast þau varnarleysi. Þá er mikilvægt að þau viti að þau eru ekki ein með sína greiningu, þótt þeim líði oft þann- ig. Greta Thunberg er fulltrúi þessara barna. Unga stúlkan sem er óþreytandi í því ætlunarverki sínu að bjarga heiminum er sannarlega ekki að fela það að hún er með Asperger. Sjálf hefur hún sagt: „Ég er með Asperger og það þýðir að ég er stundum aðeins öðru- vísi. Og í réttum aðstæðum jafngildir það að vera öðruvísi því að maður búi yfir ofurkrafti.“ Það er þessi ofurkraftur sem heimurinn dáist svo mjög að. Það er einmitt vegna þess að Greta er öðruvísi sem hún sinnir baráttu sinni af svo miklum krafti. Eins og hún segir: „Í hættuástandi eins og við búum við þurfum við að hugsa út fyrir kassann, hugsa út fyrir núverandi kerfi. Við þurfum fólk sem hugsar út fyrir kassann og er ekki eins og allir aðrir.“ Greta Thunberg hefur með verkum sínum sýnt hversu mikill kraftur getur falist í því að vera öðruvísi. Hún talar um Asperger sem styrk, ekki veikleika. Hún hefur nýtt þennan styrk sinn í mikilvægasta verkefni sem fyrirfinnst, sem er að bjarga heiminum. Börn um allan heim verða vitni að baráttu hennar og krafti og hafa slegist í lið með henni. Þau eiga líka að vita af því, eins og allir aðrir, að í þeirri baráttu nýtir hún ofurkrafta sína. Krafta sem hún býr að einmitt vegna þess að hún er öðru- vísi og með Asperger. Ofurkraftur Kosningar liggja í loftinu í Bretlandi og Boris Johnson, forsætisráðherra, er byrjaður í kosn-ingabaráttu. Hann ferðast um og útdeilir af her- kænsku óútfylltum ávísunum í málefni sem rýnihópar ráða að brenni á kjósendum. Í London lofar hann fjölgun í lögreglunni, í Skotlandi lofar hann bændum beinhörðum peningum. Í síðustu viku hélt Boris inn- reið sína í spítala til að sýna að honum er annt um heil- brigðiskerfið. Uppátækið snerist í höndunum á honum þegar faðir vikugamallar stúlku sem lá alvarlega veik á barnadeildinni vatt sér upp að forsætisráðherranum. „Dóttir mín dó næstum í gær,“ sagði Omar Salem við forsætisráðherrann. „Það er búið að eyðileggja heilbrigðiskerfið og þú vogar þér að koma hingað í fjölmiðlasýningu.“ Boris svaraði svellkaldur: „Það eru engir fjölmiðlar hér.“ Salem benti á upptökumann sem beindi sjónvarpsmyndavél að forsætisráðherranum. „Hvað meinarðu? Hvaða fólk er þetta þá?“ Boris átti ekki til svar. En myndskeiðið þar sem Boris Johnson hafnar tilvist sjónvarpsmyndavélarinnar sem tekur upp afneitun hans birtist í öllum helstu fréttatímum. Jú, víst Dominic Cummings er einn umdeildasti maður Bretlands nú um stundir. Cummings var kosninga- stjóri útgöngusinna í kosningabaráttunni um Brexit og er nú aðalráðgjafi Borisar Johnson. Cummings er maðurinn á bak við eina stærstu lygi kosningabaráttu Brexit-liða, rútu sem ók um með slagorðinu: „Við sendum Evrópusambandinu 350 milljónir punda á viku; fjármögnum heldur heilbrigðiskerfið.“ Upp- hæðin var uppspuni. En sama hvað gagnrýnendur hrópuðu sig hása og sögðu að þetta væri ekki satt glottu Brexit-liðar bara og svöruðu „jú, víst“. Cummings er yfirlýstur aðdáandi Sun Tzu, kín- versks hershöfðingja sem uppi var fimm öldum fyrir Krist og ritaði bókina Hernaðarlistin. Eitt af þeim heilræðum bókarinnar sem Cummings hefur hvað mest dálæti á fjallar um hvernig „vinna má stríðssigur án þess að berjast“ – eða, eins og Cummings útskýrir það í bloggfærslu: „Maður slær óvininn út af laginu með aðgerðum sem rugla hann í ríminu, sýndar- árásum, blekkingum.“ Það virkar. Andstæðingar Borisar vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Því augljósari sem lygin er því harðar neitar hann því að hann fari með fleipur. Svart er hvítt og hvítt er svart. Þótt þingið samþykkti lagafrumvarp um að Boris geti ekki dregið Breta samningslausa út úr Evrópusambandinu segir Boris: „Jú, víst.“ Þótt sérfræðingar fullyrtu að Boris gæti ekki frestað þinghaldi og komið þannig í veg fyrir að þingið skipti sér af Brexit sagði Boris: „Jú, víst.“ En í vikunni sagði Hæstiréttur Bretlands: „Hingað og ekki lengra.“ Þingfrestun Borisar var dæmd ólögleg. Sænsk hippakommúna Við Íslendingar höfum löngum staðið framarlega þegar kemur að nýjustu tískustraumum. Mið- flokkurinn var ekki lengi að tileinka sér aðferðafræði Borisar og Cummings. Nú þegar Orkupakkamálið er frá virðist sem Miðflokkurinn hyggist næst marka sér sérstöðu með því að að afneita því augljósa. Þótt f lestir séu sammála um að loftslagsbreytingar séu ein helsta ógn við líf á jörðinni er Miðflokkurinn ekki svo viss. „Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu,“ sagði Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson á þingi. Það kemur fáum á óvart að Miðflokkurinn skipi sér í f lokk með mönnum eins og Donald Trump. Það sætir hins vegar furðu að þingmaður flokksins, Bergþór Ólason, sé gerður að formanni umhverfis- nefndar Alþingis, nefndar sem fer með mál sem varða náttúruvernd og rannsóknir á sviði umhverfismála. Í hernaðarlíkingu í anda Cummings er uppátækið eins og ef Trójumenn hefðu dregið Trójuhestinn inn fyrir borgarhliðið vitandi að hann væri fullur af óvin- veittum grískum hermönnum. Var Svarthöfði ekki laus í formannssetuna? Ekki svo viss OPIÐ ALLAR HELGAR FRÁ KL. 11.00-17.00 KOMDU Í KOLAPORTIÐ D Á S A M L E G D E I L D S A M F É L A G S I N S 30 ÁRA 1989 2019 2 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 2 8 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 E 6 -B 1 8 0 2 3 E 6 -B 0 4 4 2 3 E 6 -A F 0 8 2 3 E 6 -A D C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 2 7 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.