Fréttablaðið - 28.09.2019, Page 20
Tekjur frá styrktar
aðilum og sjónvarpsútsend
ingum hafa hækkað umtals
vert en leikdagur hefur
skilað svipuðum tekjum
síðustu ár.
96
Tekjur Manchester United á
árinu voru 96 milljarðar.
2 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
FÓTBOLTI Enska knattspyrnufélagið
Manchester United birti í vikunni
ársreikning sinn. Þrátt fyrir að all-
f lestir stuðningsmenn keppist við
að finna eigendum félagsins, Gla-
zier-fjölskyldunni, allt til foráttu
vegna slæms gengis karlaliðs félags-
ins þá verður ekki af Ed Woodward,
stjórnarformanni félagsins, tekið
að hann er slyngur rekstrarmaður.
Woodward sagði í samtali við
fjölmiðla þegar hann kynnti árs-
reikning félagsins að sú staðreynd
að liðið leiki ekki í Meistaradeild
Evrópu hafi vissulega slæm áhrif á
fjárhagsstöðuna. Taka þurfi tillit til
þess við gerð áætlunar um að koma
liðinu aftur í fremstu röð. Mark-
miðið sé hins vegar að vera farin að
keppa um stóru titlana sem í boði
eru eftir tvö til þrjú ár.
Manchester United skilaði tekj-
um upp á 627,1 millj ón punda
sem samsvarar tæplega 96 millj-
örðum sem er met hjá fé lag inu.
Hagnaður fjár hags árs ins var svo
7,7 milljarðar.
Fram kemur í ársreikningum
að samkvæmt könnun sem fram-
kvæmd var fyrr á þessu ári eigi
Manchester United 1,1 milljarða
stuðningsmenn á heimsvísu, sam-
anborið við tæplega 700.000 millj-
ónir árið 2011. Þessi fjöldi stuðn-
ingsmanna sem kemur hvaðanæva
að úr heimskringlunni verður til
þess að félagið hefur getað aukið
auglýsingatekjur sínar úr rúmlega
30 milljörðum íslenskra króna í um
það bil 42 milljarða.
Þá hafa tekjur vegna sjónvarpsút-
sendinga meira en tvöfaldast úr 16
milljörðum í 38 milljarða. Tekjur
af leikdegi hafa hins vegar verið í
kringum tæpa 17 milljarða síðustu
fjögur tímabil.
Margir öflugir styrktaraðilar
treysta fjárhaginn
Það er varla til sú vörutegund þar
sem Manchester United er ekki
með ákveðið vörumerki sem merki
félagsins. Þá er mismunandi eftir
löndum hvaða vörumerki eru opin-
ber stuðningsaðili félagsins. Félagið
er til dæmis með samning við gos-
drykkjaframleiðanda í Nígeríu,
kínveskan koddaframleiðanda og
fjármálafyrirtæki í Ekvador. Vilji
stuðningsmenn Manchester United
gera sér glaðan dag er þeim uppá-
lagt að drekka léttvín frá Casillero
del Diablo og viskí frá Chivas.
Styrktarsamningar félagsins eiga
Ólíkt gengi innan vallar og utan hans
Ekki er samhljómur á milli árangurs Manchester United innan vallar og utan. Á meðan lægð er yfir knattspyrnulegum árangri
græðir félagið á tá og fingri. Þá hefur stuðningsmönnum félagsins fjölgað síðasta áratuginn og tekjur félagsins hækkað umtalsvert.
HANDBOLTI Íslenska kvennalands-
liðið mætir Frakklandi í öðrum leik
Íslands í undankeppni EM 2021 um
helgina. Leikurinn fer fram í Laugar-
dalshöll og verður því fyrsti heima-
leikur liðsins undir stjórn Arnars
Péturssonar, sem tók við liðinu í
sumar.
Stelpurnar okkar fengu útreið í
síðasta leik þegar Króatía vann
29-8 sigur á Íslandi ytra og verður
andstæðingurinn ekki auðveld-
ari á sunnudaginn. Franska liðið er
ríkjandi Heims- og Evrópumeistari
ásamt því að vinna til silfurverð-
launa á Ólympíuleikunum í Ríó
árið 2016.
Karen Knútsdóttir, leikmaður
íslenska liðsins, viðurkenndi að
leikmenn liðsins hefðu verið með
óbragð í munninum eftir leikinn í
Króatíu.
„Við erum búin að fara vel yfir
síðasta leik, maður lærir oftast
mest af því þegar maður er alveg úti
að aka. Ég hef tapað leikjum með
stærri mun með landsliðinu en til-
finningin eftir þennan leik var held
ég sú versta á ferlinum. Þetta virtist
hálf óraunverulegt.“
Karen kannast við nokkra leik-
menn franska liðsins og þjálfarann.
„Þar eru bæði fyrrum liðsfélagar
og þjálfari minn frá því hjá Nice.
Það verður áhugavert að sjá hvern-
ig þær mæta inn í leikinn eftir að
hafa séð úrslitin úr okkar leik gegn
Króatíu. Ég skoðaði úrslitin úr
öðrum leikjum og það virðist vera
gríðarlega mikill munur á liðunum
sem eru yfirleitt á EM og þeim sem
eru að reyna að komast inn, bilið
er svakalega breitt.“
K a ren verðu r u m helg ina
Vorum með óbragð í munnium eftir leikinn gegn Króatíu
Karen hefur stýrt sóknarleik Íslands undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
sú níunda sem nær að leika hundrað
leiki fyrir íslenska kvennalands-
liðið á eftir Önnu Úrsúlu Guð-
mundsdóttur, Örnu Sif Pálsdóttur,
Berglindi Írisi Hansdóttur, Dagnýju
Skúladóttur, Hönnu Guðrúnu Stef-
ánsdóttur, Hrafnhildi Ósk Skúla-
dóttur, Rakel Dögg Bragadóttur
og liðsfélaga Karenar hjá Fram og
landsliðinu, Þórey Rósu Stefáns-
dóttur, sem lék 100. landsleik sinn
fyrr á árinu.
„Þetta þýðir víst að maður er far-
inn að eldast,“ sagði Karen hlæjandi
og hélt áfram: „Auðvitað er ég stolt
af því að ná þessum áfanga og þakk-
lát fyrir tækifærin þótt að ég hafi
ekkert verið að velta mér upp úr
þessu. Ég mun ef til vill finna fyrir
meira stolti yfir þessu seinna þegar
ég lít til baka eftir ferilinn,“ sagði
Karen. - kpt
Ed Woodward hefur heillað hluthafa Manchester United en stuðningsmenn liðsins eru hins vegar fæstir ánægðir með störf hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
á bilinu tvö til fimm ár eftir af gild-
istíma sínum og tæplega helmingur
af tekjum félagsins koma úr þessum
samningum. Því er fjárhagsstaða
félagsins mjög trygg næstu árin
óháð því hvort að liðið komist í
Meistaradeild eður ei þrátt fyrir
að tekjur félagsins aukist auðvitað
umtalsvert takist því að tryggja sér
sæti þar næsta vor.
Til þess að mæta því tekjutapi
sem verður vegna þess að liðið
leikur í Evrópudeildinni í stað
Meistaradeildar Evrópu á yfir-
standandi leiktíð og minnka fjár-
hagslegan skaða af því að spila
mögulega ekki í Meistaradeildinni
á næstu leiktíð, þá eru samningar
leikmanna liðsins þannig upp settir
að launaliðurinn er minnkaður en
bónusar vegna þátttöku í riðla-
keppni Meistaradeildarinnar og
svo útsláttarkeppni þeirrar keppni
hækkaðir.
Tekjur af fjölmiðlaútsendingum
gætu minnkað á næstu árum
Hins vegar gætu tekjur félagsins
vegna fjölmiðlaréttinda á evrópska
efnahagssvæðinu (EES) minnkað í
náinni framtíð vegna mögulegra
takmarkana af hendi breskra yfir-
va ld a , f r a m k væmd a st jór na r
Evrópusambandsins eða Evr-
ópudómstólsins. Framk væmd
samkeppnislaga og breytingar á
höfundaréttarreglum gætu krafist
breytinga á sölulíkani félagsins.
Þessar reglur gætu einnig haft
neikvæð áhrif á þá upphæð sem
höfundaréttarhöfundar eins og
enska úrvalsdeildin getur fengið
fyrir hagnýtingu réttinda innan
ESB. Fyrir vikið gætu útsendingar-
tekjur félagsins af sölu þessara
réttinda minnkað á næstu árum.
Líklegt er svo að mati félagsins að
í framtíðinni muni framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins setja
reglugerð varðandi veitingu einka-
réttar á efni innan EES þar sem sala
á efni með gervihnatta- eða net-
sendingum yfir landamæri verði
annðhvort bönnuð eða takmörkuð.
Nú hefur Woodward heillað þá
aðila sem tengjast félaginu og hafa
áhuga á fjármálum og rísandi tekju-
myndun. Verkefni hans að búa til
sigursælt lið hefur hins vegar ekki
gengið nægjanlega vel og ólíklegt að
þessi ársreikningur rói stuðings-
menn félagsins náist ekki hagstæð
úrslit í leik liðsins gegn Arsenal
í stórleik umferðarinnar í ensku
úrvalsdeildinni á mánudaginn.
hjorvaro@frettabladid.is
2
8
-0
9
-2
0
1
9
0
4
:5
2
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
E
6
-C
5
4
0
2
3
E
6
-C
4
0
4
2
3
E
6
-C
2
C
8
2
3
E
6
-C
1
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
0
4
s
_
2
7
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K