Fréttablaðið - 28.09.2019, Side 30

Fréttablaðið - 28.09.2019, Side 30
Eftir að medalíumálið kom upp fékk Sigfús fá tækifæri á atvinnumarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Mikael og Boris Akachev í nokkur ár og spiluðum svolítinn Rússa- bolta. Fá leikkerfi en allt niður- njörvað.“ Eftir stutt stopp hjá Selfossi hélt Sigfús út í atvinnumennskuna til Caja Santander haustið 1998. Utan vallar var lífið hins vegar að fara af hjörunum. „Á Spáni var ég með mikið milli handanna en áfengi og allt annað var mjög ódýrt,“ segir Sigfús. Hann glímdi þá við mikla áfengis- og fíkniefnaneyslu. „Samningnum mínum var rift í lok desember og ég sendur heim. 11. janúar var ég kominn í meðferð. Eftir meðferðina spilaði ég tvo eða þrjá leiki en svo ekkert í tvö ár. Ég var brotinn líkam- lega og andlega og þurfti tíma til að vinna í að halda mér edrú. Það var ekki fyrr en ég fór í prógrammið, kom hausnum á mér í lag og fór að geta hjálpað öðrum að ég gat farið að æfa aftur.“ Sigfús fagnar nú 20 allsgáðum árum en hann segir það fyrsta hafa verið erfiðast. Aðallega af því að hann streittist við að fylgja „pró- gramminu“. „Á þrjóskunni hætti ég að að drekka og nota fíkniefni en ég vildi ekki vinna prógrammið þó að ég mætti á fundina. Ég var eins og hungraður maður sem kom með steik úr búðinni en gerði ekkert nema stara á hana. En á endanum beit ég, fór að gera upp fortíðina og hreinsa til í lífinu. Loksins fór ég að skilja að heimurinn skuldaði mér ekkert en ég skuldaði heiminum.“ Aðspurður um hvernig hann fór að því að vera meðal fremstu íþróttamanna þjóðarinnar samfara því að vera í óreglu segir hann stífar æfingar hafa skipt þar mestu. „Við æfðum 10 til 12 æfingar á viku og spiluðum leiki, bæði með meistara- flokki og yngri f lokki. Við æfðum líka mikið aukalega. Ég þekkti ekk- ert annað,“ segir hann. Fær enn skilaboð Í nóvember árið 2000 byrjaði Sigfús að æfa aftur eins og skepna. Hann var kominn aftur í Valsliðið í febrúar og í landsliðið um vorið. Haustið 2001 voru atvinnumanna- lið í Þýskalandi farin að bera víurnar í hann. Ákvað hann þá að fara til Magdeburg sumarið 2002 og var þar í fjögur ár undir hand- leiðslu þjálfarans Alfreðs Gísla- sonar. Sigfús hugsar til þessara ára með miklum hlýhug. „Íslendingar átta sig ekki á því hvað handboltinn er stór úti í heimi,“ segir Sigfús. „Ég er enn að fá 15 eða 20 skilaboð á viku frá aðdá- endum í Þýskalandi.“ Sigfús segir að klúbbarnir erlend- is haldi einstaklega vel utan um leikmenn og verji þá fyrir áreiti. En starfið felist ekki aðeins í leikjum og æfingum, heldur einnig heim- sóknum til stuðningsmannaklúbba og styrktaraðila og f leira. Pressan var mikil en það hjálpaði Sigfúsi að hafa íslenskan kjarna í Magdeburg. Auk Alfreðs spiluðu bæði Ólafur Stefánsson og Arnór Atlason með liðinu. Eftir dvölina í Þýskalandi spilaði Sigfús með Ademar Leon á Spáni og eftir Ólympíuleikana í Peking árið 2008 spilaði hann tvö tímabil með Val. „Vorið 2010 var mér tilkynnt að minna krafta væri ekki óskað lengur hjá Val, það kom flatt upp á mig. Ég var 35 ára og fannst ég eiga nóg inni,“ segir Sigfús. „Eftir hálft ár af hreyfingarleysi hafði Patrekur Jóhannesson samband og fékk mig út til Emstetten í Þýskalandi.“ Álagið á líkamann var þó farið að segja til sín. „Skrokkurinn á mér var orðinn hálfskemmdur. Fyrir stóran mann eins og mig verður þetta erfitt þegar hnén eru farin að gefa sig og bakið orðið stíft.“ Sigfús gaf þó ekk- ert eftir í æfingum og Emstetten var nálægt því að komast upp í þýsku úrvalsdeildina. „Ég sýndi að ég átti nóg inni, og sá sem tilkynnti mér hjá Val að minna krafta væri ekki óskað lengur var látinn fara á miðju tíma- bili,“ segir Sigfús og glottir við tönn. Sigfús lagði ekki skóna á hilluna fyrr en árið 2013. Silfurverðlaunin í Peking eru óumdeilanlega ein stærsta stund íslenskrar íþróttasögu. Þegar Sig- fús lítur til baka er Peking bæði stærsti sigurinn og mestu von- brigðin. „Gleðin var mest þegar við sigruðum Spánverjana og komumst í úrslitaleikinn. Við áttum mögu- leika allt fram í seinni hálfleik gegn Frökkum í úrslitunum.“ Eftir Peking hefur leiðin legið niður á við í handboltanum. Árang- ur fótbolta- og körfuboltalandslið- anna hefur gert það að verkum að viðurnefnið „strákarnir okkar“ um handboltalandsliðið hefur týnst. „Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref voru alvöru karakterar til staðar, Alfreð Gísla, Kristján Ara, Geiri Sveins og f leiri. Stórir og miklir persónuleikar sem fólk tók eftir og laðaði unga stráka að íþróttinni,“ segir Sigfús. „Okkur vantar þetta í handboltann í dag. Við eigum ennþá Guðjón Val, sem fólk tekur eftir. En þessir strákar sem eru kannski 25 til 30 ára mættu vera meiri naglar.“ Fékk tækifæri Árið 2013 komst Sigfús í fréttirnar vegna þess að hann seldi silfur- medalíuna frá Peking. Í ítarlegu viðtali hjá DV það ár opnaði hann sig um langvinn fjárhagsvandræði. Eftir þetta kom hann að fiskeldi í Grafarholtinu en það fór á hliðina skömmu síðar. „Þegar maður kemur sér í svona hluti sjálfur þýðir ekki að vera grenja neitt,“ segir Sigfús um fjár- hagsvandræðin. „Lífið leggur ekki meira á mig en ég þoli.“ Í dag er Sig- fús á betri stað og hefur fundið sína fjöl í fisksölu. „Vegna medalíumálsins voru fáir sem vildu ráða mig og ég fann fyrir miklum fordómum. En þá kynntist ég Fiskikónginum, Kristjáni Berg. Hann bauð mér í atvinnuviðtal og við ræddum saman í næstum þrjá klukkutíma. Ég lagði spilin á borð- ið og daginn eftir hóf ég störf hjá honum,“ segir Sigfús. „Við græddum báðir á þessu því ég fékk vinnu og hann auglýsingu út á mig. Hann aðstoðaði mig mikið og ég er afar þakklátur fyrir það.“ Sigfús starfaði hjá Fiskikónginum í fjögur ár uns hann ákvað að hefja eigin rekstur. Í fyrra bauðst honum að kaupa fiskbúðina í Skipholtinu, þar sem hin sögufræga Hafrún stóð frá árinu 1965 og f leiri fiskbúðir síðar. Sigfús opnaði Fiskbúð Fúsa í nóvember á síðasta ári. „Ég mæti snemma og er flottur og hreinn á morgnana. Um hádegið er ég farinn að lykta eins og gamall sokkur,“ segir Sigfús og skellir upp úr. „Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur. Við látum enda ná saman sem skiptir öllu máli þegar fyrir- tæki er að hefja rekstur.“ Sem barn var Sigfús í meðallagi hrifinn af fiski. En þegar hann flutti til Magdeburg, sem er inni í miðju landi, saknaði hann þess virkilega að fá ferskan fisk. „Mér finnst fiskur æði,“ segir hann munúðarfullt. Fiskmeti hefur á undanförnum áratugum verið fæða sem eldra fólkið er hrifnari af en hið yngra og á undanförnum árum hefur vegan- fólki fjölgað mikið, sérstaklega hjá yngri kynslóðum. Sigfús hefur ekki áhyggjur af þessu. „Á þessu ári sem búðin hefur verið opin hef ég tekið eftir hægri en stöðugri aukningu hjá ungu fólki. Inn í þetta spilar umræðan um hversu hollur fiskur- inn er og hversu betur hann fer í maga en kjöt.“ Þýðir ekki að leggjast í kör Sigfús fylgist enn með, ekki aðeins handboltanum heldur flestum íþróttum. En hann er hættur að fara á völlinn. „Þegar ég hætti árið 2013 var ég að eignast dóttur mína og ég áttaði mig sífellt betur á því hversu miklum tíma ég var að eyða í þetta. Það var kominn tími til að ýta á stopptakkann.“ Hann bregður sér hins vegar reglulega í golf og stangveiði og les mikið af bókum. „Hvað er það?“ segir Sigfús þegar hann er spurður út í ástarmálin og augljóst að enginn tími vinnst fyrir slíkt. Sigfús er einstæður tveggja barna faðir. Dóttir hans, sem á bras- ilíska móður, er sex ára og dvelur reglulega hjá honum. Sigfús segir að hún hafi erft íþróttaáhugann og vilji byrja að æfa fótbolta. Sonur hans, Alexander, er 24 ára og förð- unarfræðingur hjá Madison Ilm- húsi. Alexander hefur náð langt og meðal annars keppt í alþjóðlegum keppnum í faginu. Það er létt yfirbragð yfir Sigfúsi og hann er hamingjusamur. Mun ham- ingjusamari en í viðtalinu árið 2013. „Lífið hefur sett fyrir mig mörg verk- efni, sum æðisleg og skemmtileg en önnur mjög erfið. Það er aðeins spurning um hvernig maður tekst á við þau. Hvað á maður að gera ef eitthvað erfitt kemur upp? Leggjast í kör og fara að grenja? Gefast upp?“ segir Sigfús. „Ég kann það ekki og nenni því ekki. Ef ég fæ erfitt verk- efni upp í hendurnar tekst ég á við það og ef ég ræð ekki við það leita ég eftir aðstoð. Blessunarlega á ég stóra og samheldna fjölskyldu og góða vini sem ég get reitt mig á og hef gert. Ég er ákaf lega þakklátur fyrir þetta fólk, því án þess væri ég kominn undir græna torfu.“ VEGNA MEDALÍUMÁLSINS VORU FÁIR SEM VILDU RÁÐA MIG OG ÉG FANN FYRIR MIKLUM FOR- DÓMUM. EN ÞÁ KYNNTIST ÉG FISKIKÓNGINUM 2 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 9 -2 0 1 9 0 4 :5 2 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 E 6 -C 0 5 0 2 3 E 6 -B F 1 4 2 3 E 6 -B D D 8 2 3 E 6 -B C 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 2 7 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.