Fréttablaðið - 28.09.2019, Page 80
Jú, ég á svolítið afmæli en ætla ekki að halda mikið upp á það núna, segir Þórunn Sigurðar-dóttir, leikskáld með meiru, sem verður sjötíu og fimm ára á morgun en er að undirbúa full-
trúaráðsfund Listahátíðar Reykjavíkur
í Ráðherrabústaðnum þegar ég heyri í
henni. „Ég er dálítið á haus þessa dagana
og það er mikið að gera hjá öllum í fjöl-
skyldunni svo veisluhald verður frekar
pent. Við Stefán gerum bara eitthvað
skemmtilegt, förum út að borða eða
eitthvað,“ segir hún og á að sjálfsögðu
við eiginmanninn, Stefán Baldursson,
fyrrverandi þjóðleikhússtjóra.
Ég byrja á að forvitnast um fjölda
barna og ömmubarna og kemst að því
að þau hjón eiga tvö börn og sjö barna-
börn. „Við ætlum að reyna að ná þeim
öllum saman aðeins seinna í haust. Við
eigum son sem heitir Baldur og vinnur í
Kviku banka og dóttur sem heitir Unnur
Ösp og er leikkona. Það er brjálað að
gera hjá þeim báðum núna svo við
ætlum að hinkra aðeins með hátíðar-
haldið.
Hún segir þau Stefán vera á fullu líka.
„Ég er mikið að kenna, er að byrja með
stórt námskeið á Bifröst núna í október,
það fellur inn í greinina menningar-
stjórnun. Svo er ég í öllu mögulegu öðru,
er fulltrúi mennta og menningarmála-
ráðherra sem formaður stjórnar Lista-
hátíðar í Reykjavík – en hátíðin verður
50 ára í vetur. Svo er ég líka í stjórn Nor-
ræna menningarsjóðsins sem er stórt
batterí á vegum norrænu ráðherra-
nefndarinnar og undir honum eru ýmsir
sjóðir. Við sem erum í stjórninni erum
ekki í úthlutunarnefndum heldur í yfir-
stjórn sjóðanna í heild og það er margt
sem kemur inn á okkar borð. Ég er til-
tölulega nýbyrjuð í þessu embætti. Fór
á fyrsta fundinn í vor, hann var á Græn-
landi, stór og mikill og langur fundur.
Þar var verið að móta stefnuna til fram-
tíðar og hvernig best er að haga sam-
starfinu.“
Þegar litið er til æskuáranna minn-
ist Þórunn ljúfra sumra á Kvískerjum í
Öræfum. Hún kveðst muna náttúruna
þar svo vel að hún gæti gengið blindandi
um svæðið. „Eftir að ég var komin yfir
tvítugt fór ég austur að smala. Bræðurnir
sem bjuggu þar báðu mig að koma því ég
var þekkt fyrir það á Kvískerjum hvað
ég var fjárglögg. Ég var að koma frá
útlöndum og fannst þetta að sjálfsögðu
spennandi verkefni.“
Þegar Þórunn var sumardvalarbarn á
Kvískerjum var sveitin einangruð vegna
óbrúaðra jökulfljóta og fáir voru á ferli.
Það hefur breyst. „Núna finnst mér stór-
furðulegt að koma að Fjallsárlóni og
Jökulsárlóni, ég bara veit ekki hvað allt
þetta fólk er að gera þarna! Kvískerja-
bræður höfðu áhyggjur af því að það
kæmi styggð að fuglunum þegar vegur-
inn opnaðist. Þeim þótti það ekki góð
tilhugsun því fuglarnir voru svo spakir
á Kvískerjum. Þeir höfðu meiri áhuga á
fuglum en fólksfjölda.“
gun@frettabladid.is
Þótti fjárglögg í æsku
Þótt Þórunn Sigurðardóttir sé sjötíu og fimm ára er hún hvergi nærri hætt að vinna.
Hún kennir á Bifröst og sinnir menningarmálum af krafti bæði á Íslandi og erlendis.
Þórunn ætlar að geyma hátíðahald vegna stórafmælisins lengra fram á haustið.
Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag?
Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is.
Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur
í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð
erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti.
Katla Þorsteinsdóttir,
lögfræðingur
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Elskuleg fóstra mín,
Sigurlaug Helga Pétursdóttir
frá Hólkoti, Sandgerði,
lést á Hrafnistu Hlévangi,
föstudaginn 13. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Arna Magnea Danks og fjölskyldur.
Þökkum innilega fyrir samúð og
vináttu sem okkur var sýnd við andlát
og útför eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
Jónatans Ólafssonar
Sigrún Halldórsdóttir
Rögnvaldur Jónatansson Ásdís R. Jónsdóttir
Ólafía Jónatansdóttir Haukur Konráðsson
Sigurdríf Jónatansdóttir Björn J. Sighvatz
Brynjar Bragason Anna Þ. Ingólfsdóttir
Kristján Hálfdánarson Jóhanna S. Hansen
Rúnar Hálfdánarson Inga Helga Björnsdóttir
Daði Hálfdánsson Ráðhildur Stefánsdóttir
afa- og langafabörn
Móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigrún Einarsdóttir
Miðhúsum
lést 25. september á
hjúkrunarheimilinu Dyngju.
Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju
fimmtudaginn 3. október kl. 14.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Merkisatburðir
1930 Elliheimilið Grund í Reykjavík er vígt.
1943 Haraldur Böðvarsson, útgerðarmaður á Akranesi,
og kona hans, Ingunn Sveinsdóttir, gefa Akraneskaupstað
Bíóhöllina, ásamt öllum búnaði og skal tekjum af bíó-
rekstrinum varið til menningarmála.
1968 Við Menntaskólann við Hamrahlíð er sett upp
höggmyndin Öldugjálfur eftir Ásmund Sveinsson sem
Reykjavíkurborg gaf skólanum.
1969 Brot úr Murchison-loftsteininum falla til jarðar í
Ástralíu.
1988 Önnur ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar
tekur við völdum.
1988 Á Ísafirði er afhjúpaður minnisvarði um Ragnar H.
Ragnar, tónskáld og skólastjóra Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Ragnar hefði orðið níræður þennan dag.
1991 Stofnað er landssamband björgunarsveita og
hlýtur nafnið Landsbjörg.
2006 Lokað er fyrir hjáveitugöng Kárahnjúkastíflu og
myndun Hálslóns hefst.
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
Kristín Kristinsdóttir
Ennisbraut 27
Ólafsvík,
lést miðvikudaginn 25. september á
Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Akranesi. Útförin verður auglýst síðar.
Svanur Kristófersson Guðrún Kjartansdóttir
Stefán Smári Kristófersson Hrefna Rut Kristjánsdóttir
Kristinn Kristófersson Auður Sigurjónsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigríður Sveinlaug
Guðmundsdóttir
Sólvangsvegi 3 Hafnarfirði
lést á Landspítalanum 24. september.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 3. október kl 13.00.
Elsa Óskarsdóttir Hafsteinn Eggertsson
Ingvar Sigurðsson Pálína Þráinsdóttir
Birna Leifsdóttir Sigurður Valgeirsson
Guðmundur Leifsson Kristrún Runólfsdóttir
Sævar Leifsson Hildur Benediktsdóttir
Sigrún Leifsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
2 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R40 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
2
8
-0
9
-2
0
1
9
0
4
:5
2
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
E
6
-E
C
C
0
2
3
E
6
-E
B
8
4
2
3
E
6
-E
A
4
8
2
3
E
6
-E
9
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
0
4
s
_
2
7
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K