Umhverfistölur - 15.01.1997, Blaðsíða 5

Umhverfistölur - 15.01.1997, Blaðsíða 5
Formáli Rit þetta um umhverfistölur fyrir ísland og Evrópu er hið fyrsta sinnar tegundar sem Hagstofa íslands gefur út. Skipuleg söfnun talnalegra upplýsinga um hin ýmsu mál er snerta umhverfið hófst hjá Hagstofunni á árinu 1993. Unnið er að þessu verkefni í samvinnu við ýmsar fagstofnanir sem sjá um eftirlit og mælingar á sviði umhverfismála. Hlutverk Hagstofunnar. eins og það hefur verið skilgreint í samráði við umhverfisráðuneyti, er að safna tiltækum gögnum um umhverfismál frá sérhæfðum stofnunum á þessu sviði, að halda þeini til haga og koma á framfæri innanlands og utan. Veigamikill þáttur þessa starfs er að sjá um að talnaefni um umhverfismál berist til alþjóðastofnana og að gæta þess að fylgt sé alþjóðlegum stöðlum og viðurkenndri skilgreiningu efnisins. Skipulag verkefnisins var í fyrstu miðað við að draga saman og nýta tiltækt efni en beinist nú æ meira að því að færa út kvíarnar og koma því til leiðar að efni verði til þar sem áður voru eyður. Eins og vænta má hefur skipuleg talnasöfnun smám saman haft áhrif í þessa átt; hún hefur leitt í ljós helstu misbresti talnaefnis um umhverfismál hér á landi. Við þetta verkefni hefur Hagstofan notið prýðilegs samstarfs við ýmsar stofnanir og sérfræðinga þeirra á sviði umhverfismála svo og við umhverfisráðuneytið. Hagstofan kann þessum aðilum bestu þakkir fyrir samstarfið. Sem fyrr segir hefur Hagstofan annast skil á umhverfistölum til alþjóðastofnana og hefur það efni birst í skýrslum þeirra, einkum OECD. Frá og með hausti 1994 hefur Hagstofan birt í árbók sinni, Landshögum, upplýsingar um útstreymi mengandi lofttegunda. Það sem stendur skipulegu upplýsinga- streymi um umhverfismál fyrir þrifum er meðal annars skortur á samfelldum mælingum og tölum yfir lengri tíma. Þess sjást þó víða merki að þetta standi til bóta og að talnasöfnunin muni ná til æ fleiri þátta. Óhætt er að segja að stefnt sé að víðtækri skýrslugjöf í umhverfismálum og reglubundinni útgáfu talnaefnis. Efni þessa rits er að stofni til þýðing og staðfæring á sams konar riti sem kom út á vegum sænsku hagstofunnar árið 1995. Aukið hefur verið í nákvæmari upplýsingum er varða Island en jafnframt sleppt öðrum sem ekki snerta umhverfis- mál hér á landi. Ritið byggist á tölulegum samanburði milli landa og tiltækum upplýsingum þar að lútandi. Af þeim sökum er ekki fjallað um einn mesta umhverfisvanda Islendinga, jarðvegseyðingu. Engar upplýsingar liggja fyrir um samanburð milli Evrópulanda hvað þetta varðar en ljóst er að jarðvegseyðing hefur orðið meiri á íslandi en í flestum öðrum Evrópulöndum. Hins vegar fær loftmengun mikið rými í þessu kveri, en þar er hlutur Islendinga vel við unandi miðað við önnur Iönd. Sérfræðingar á ýmsurn sviðum veittu ráðgjöf við samningu þessa rits og lásu það yfir í handriti. Öllum sem hlut eiga að máli eru færðar bestu þakkir fyrir aðstoðina. Á Hagstofunni hefur Edda Hermannsdóttir borið hita og þunga af undir- búningi verksins, öflun gagna um umhverfisntál og haft umsjón með útgáfunni. Sigurborg Steingrímsdóttir annaðist tölvuvinnslu og umbrot. Hagstofu Islands í janúar 1997 Hallgrímur Snorrason

x

Umhverfistölur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umhverfistölur
https://timarit.is/publication/1395

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.