Umhverfistölur - 15.01.1997, Page 12

Umhverfistölur - 15.01.1997, Page 12
10 Umhverfistölur Útstreymi lofttegunda Utstreymi sem veldur súru regni Brennisteinstvíoxíð og köfnunarefnisoxíð sem streyma út í andrúmsloftið breytast í sýrur og geta gert jarðveg og vötn súr þegar þau falla aftur til jarðar. Útstreymi ammoníaks leiðir sömuleiðis til súrnunar og auk þess leiða köfnunar- efnisoxíð og ammoníak til ofauðgunar í jarðvegi og vötnum. Útstreymi ammoníaks verður aðallega við notkun húsdýra- áburðar, en kemur einnig frá iðnaðarframleiðslu. Brennsla jarðefnaeldneytis, svo sem kola, gasolíu og svartolíu, veldur einkum útstreymi brennisteinstvíoxíðs. Útstreymi vegna þessa er sérlega mikið í Mið- og Austur Evrópu. Með sérstökum sáttmála sem undirritaður var í Genf og tók gildi 1983, hafa um 20 ríki skuldbundið sig til að minnka útstreymi brennisteintvíoxíðs um a.m.k. 30% á tíma- bilinu 1980-1993. I flestum löndum hefur útstreymi brenni- steinstvíoxíðs minnkað hin síðari ár en á Islandi hefur það aukist lítillega vegna aukins útstreymis frá fiskiskipum. Útstreymi köfnunarefnisoxíða stafar aðallega af brennslu jarðefnaeldsneytis og í flestum löndum eru ökutæki á vegum mesti mengunarvaldurinn. I mörgum löndum hefur fjölgun bíla vegið upp á móti ýmsum aðgerðum til þess að draga úr útstrey mi köfnunarefnisoxíða. A Islandi eru það ekki ökutæki heldur fiskiskip sem eru mesti mengunarvaldur hvað þetta áhrærir. Hefur hlutur þeirra aukist mjög hin síðari ár eða úr 13 þús. tonnum árið 1987 í 19 þús. tonn árið 1994 sem er 80,5% af heildarútstreymi köfnunarefnisoxíða það ár. Útstreymi frá ökutækjum á Islandi hefur minnkað lítillega hin allra síðustu ár og má væntanlega rekja það til hlutfalls- legrar fjölgunar bíla með hvarfakúta. I meðfylgjandi töflu kemurfram að útstreymi köfnunarefnisoxíða mælt íkgáíbúa er mest á Islandi. Er það eingöngu vegna fiskiskipaflotans sem er hlutfallslega mjög stór þegar tekið er tillit til íbúafjölda. Öll fiskiskip eru meðtalin, einnig þau sem fiska á fjarlægum miðum. Loftmengun á íslandi er lítil en vel er fylgst með þróuninni með auknum mælingum hin síðari ár. Útstreymi brennisteins- tvíoxíðs er lítið, aðeins um 8 þús. tonn á ári. Að auki er út- streymi brennisteinsvetnis frá jarðhitasvæðum áætlað um 7 þús. tonn. Það myndast bæði náttúrlega og af mannavöldum. Útstreymi af brennisteinstvíoxíði (SOJ SO, 1.000 tonn SO, S021.000 tonn SO, 1980 1990 kg á íbúa 1990 1980 1990 kg á fbúa 1990 ísland 41 9 8 34 2> Lettland 112 78 29 Danmörk 448 158 30 2) Litáen 286 200 54 Finnland 584 139 28 " Lúxemborg 24 16 42 Noregur 141 36 8 2> Moldavía 150 106 24 Svfþjóð 507 101 1221 Pólland 4100 2725 71 Albanía 50 50 15 Portúgal 266 284 29 Austurríki 397 71 9 21 Rúmenía 1800 1504 65 Belgía 181 94 9 " Rússland (allt) 7161 4460 30 Bosnía-Hersegóvína 128 144 32 Hvíta-Rússland 740 596 58 Bretland 4903 3188 55 21 Slóvakía 700 539 101 Búlgaría 2050 2020 225 Slóvenía 235 195 100 Eistland 162 114 71 Spánn 3319 2316 59 Frakkland 3348 1221 21 ” Sviss 126 58 8 Grikkland 400 510 51 Tékkland 2257 1876 182 Holland 489 164 112) Úkraína 3850 2782 54 Irland 222 187 51 Ungverjaland 1633 827 80 Ítalía 3211 1682 29 Austur-Þýskaland 4350 4800 298 (Fyrrum) Júgóslavía,3) 1304 1478 45 Vestur-Þýskaland 3300 1000 16 Króatía 150 160 34 11 1992. 21 1993. 3) Samtala fyrir allt svæðið sem fyrrum Júgóslavía náði yfir. 4) Útstreymi H2S frá jarðhita er ekki meðtalið. Heimild: Environmental Data, OECD 1995; Miljö i Europa, SCB 1995; Hollustuvernd ríkisins.

x

Umhverfistölur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Umhverfistölur
https://timarit.is/publication/1395

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.