Umhverfistölur - 15.01.1997, Síða 18

Umhverfistölur - 15.01.1997, Síða 18
16 Umliverfistölur Orka V innsla og notkun á orku hefur marg vísleg áhrif á umh verfið. Brennsla eldneytis hefur í för með sér losun á brennisteins- og köfnunarefnisoxíðum, koltvísýringi, kolvetnum og fleiri efnum sem öll eru skaðleg umhverfinu. Vinnsla orku leiðir auk þess af sér margvíslegar breytingar á náttúrunni, svo sem við virkjun vatnsorku og við kolanám. Nýting kjamorku hefur í för með sér hættu á óhöppum með losun á geislavirkum efnum út í umhverfið, losun geislavirks úrgangs o.fl. fbúar Evrópu, sem eru um 13% af íbúafjölda jarðar, nýta yfir 40% af orkuauðlindum hennar. ísland er meðal þeirra landa sem nota allra mesta orku á hvern íbúa. A meðfylgj andi my nd, sem á við árið 1990, er ísland í öðru sæti. En orkunotkun íslendinga er að meiri hluta til umhverfisvæn borið saman við þær þjóðir sem fá orku sína að mestu leyti úr eldsneyti. Árið 1995 fengust 66% hennar úr vatnsorku og jarðhita en aðeins 34% komu úr eldsneyti borið saman við yfir 90% hjá mörgum þjóðum. Hlutur vatnsorku og j arðhita er hér reiknaður samkvæmt reglum OECD um slíka reikninga. Orkunotkun á íbúa í tonnum árið 1990, TOE 0 Finnland Island Svíþjóð Noregur Austur Þýskaland Belgía Holland Vestur Þýskaland Sviss Frakkland Bretland Danmörk Austurríki írland Ítalía Spánn Grikkland Portúgal 0 1 2 3 4 5 6 !) TOE = tonn olíugildis. Heimild: Europe’s enviroment, Eurostat 1995. My nd hér á eftir sýnir þróun orkunotkunar á Norðurlöndum frá árinu 1970. Langmest aukning er á íslandi, eða 75%. Minnsta aukningin er í Svíþjóð, 17%, en í Danmörku dregst orkunotkun saman á þessu tímabili og minnkar um 20%. Orkunotkun á íbúa 1970-1990 á Norðuiiöndunum Heimild: Europe’s Environment, Eurostat 1995.

x

Umhverfistölur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umhverfistölur
https://timarit.is/publication/1395

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.