Umhverfistölur - 15.01.1997, Side 31

Umhverfistölur - 15.01.1997, Side 31
Umliverfistölur 29 Úrgangur Úrgangi eða sorpi er gjarnan skipt í flokka eftir uppruna. Sem dænti má nefna heimilissorp, iðnaðarúrgang, geislavirkan úrgang og úrgang frá landbúnaði, eldneytisframleiðslu eða hreinsistöðvum. Magn úrgangs hefur aukist stöðugt undan- farna áratugi og fer samsetning og magn eftir neyslumynstri heimila, þéttbýlismyndun, efnahagslegri afkoniu þjóðar og uppbyggingu atvinnulífs. Úrgangur og umgengni í þeim málum hefur mikil umhverfisáhrif auk þess að skipta máli um heilsufar manna. f flestum Evrópulöndum annast sveitarfélögin sorphirðu og förgun. Þessi þjónusta nær þó ekki til allra íbúa, sérstaklega ekki í Austur-Evrópu. í flestum löndum er urðun algengasta förgunaraðferðin. Sá hluti sem fer til endurvinnslu, er enn sem komið er lítill hluti heildarsorps í flestum löndunum en eykst smám saman. Sorp sem er hættulegt umhverfinu kemur aðallega frá iðnaði. Hins vegar eykst hluti hættulegra efna í heimilissorpi með aukinni förgun kæli- og frystiskápa svo og sjónvarpa. Olíuúrgangur, leysiefni, PCB og afgangar af eiturefnum, málning o.fl. eru allt efni hættuleg umhverfinu og hafa í einu orði verið nefnd spilliefni á íslensku. Sveitarféíög þurfa að safna sorpi frá heimilum, opinberum stofnunum, verslunar- og viðskipta- fyrirtækj um. Ennfremur er úrgangi komið á söfnunar- stöðvar þar sem hann er flokkaður (pappír, plast, gler, járn og garðúrgangur). Flokkunarreglur geta verið mismunandi eftir löndum. Meðferð úrgangs sem safnað er af sveitarfélögum og magn spilliel'na um og eftir 1990 11 Úrgangisafnað af sveitarfélögum (milljónir tonna) Þar af %2) Spilliefni3) (milljónir tonna) Til rotnunar Til brennslu Til landfyllingar Til endurvinnslu ísland 0,2 0 17 69 14 0,0 Danmörk 2,4 9 54 30 7 0,1 Finnland 3,1 2 2 77 19 0,3 Noregur 2,0 0 23 85 12 0,2 Svíþjóð 3,2 3 41 44 12 0,5 Austurríki 2,5 3 12 68 16 0,6 Belgía 3,1 11 23 50 Bretland 20,0 13 70 2,5 Búlgaría 2,6 Eistland 11,0 Frakkland 20,3 6 37 47 4 4,0 Grikkland 3,0 6 0 100 0,4 Holland 7,4 4 34 43 4 1,0 Irland 1,1 100 0,1 Ítalía 20,0 6 90 3,2 Lettland 0,6 Luxemborg 0,2 1 69 30 Moldavía 2,1 Pólland 12,8 0 100 0,1 Portúgal 2,5 12 32 1,0 Rússland (allt) 23,6 Hvíta-Rússland 1,5 Slóvenía 1,9 3 6 91 0,1 Spánn 12,5 20 5 75 1,7 Sviss 3,0 8 77 15 0,5 Tékkóslóvakía 4,5 2 4 94 11,0 Ukraína 11,0 Ungverjaland 4,9 1 85 4,0 Þýskaland 28,0 3 17 77 6.0 0 Sjá skýringar á bls. 29. 2) Hinar mismunandi aðferðir útiloka ekki ávallt hver aðra. T.d. geta leifar eftir brennslu endað sem landfylling. Af því leiðir að samtala getur orðið hærri en 100%. 3) Skilgreining er ekki alls staðar hin sama. 4) Á eingöngu við fyrrum Vestur-Þýskaland. Heimild: Miljö i Europa, SCB 1995; Hollustuvernd ríkisins.

x

Umhverfistölur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umhverfistölur
https://timarit.is/publication/1395

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.