Umhverfistölur - 15.01.1997, Qupperneq 42

Umhverfistölur - 15.01.1997, Qupperneq 42
40 Umhverfistölur Alþjóðlegt samstarf Umhverfisráðuneyti fer með alþjóðasamskipti og samvinnu á sviði umhverfismála í samráði við utanríkisráðuneyti og hefur yfirumsjón með framkvæmd allra alþjóðlegra umhverfissamninga sem Island er aðili að. Alþjóðastarf ráðuneytisins felst að mestu leyti í stefnumótun og þátttöku í samningaviðræðum, fullgildingu samninga, framkvæmd þeirra og þátttöku í starfi alþjóðastofnana. Ráðuneytið tekur virkan þátt í starfi Sameinuðu þjóðanna á vettvangi umhverfismála, bæði á vegurn Umhverfis- stofnunar þeirra (UNEP) og nefndar urn sjálfbæra þróun (CSD) er stofnuð var í kjölfar umhverfisráðstefnunnar í Ríó de Janeiró í Brasilíu í júní 1992. Þá sér ráðuneytið, í náinni samvinnu við Hollustuvernd ríkisins, um framkvæmd skuld- bindinga samkvæmt EES-samningnum á sviði umhverfismála og vöruviðskipta en undir þann málaflokk falla m.a. matvæli og hættuleg efni. Ráðuneytið tekur þátt í starfi Evrópsku umhverfisstofnunarinnar, sem hefur aðsetur í Kaupmanna- höfn. Að starfseinni standa EES-ríkin 1S en hlutverk hennar er að samhæfa upplýsingar og vöktun á sviði umhverfismála. Einnig lætur ráðuneytið töluvert að sér kveða á vettvangi Norðurlanda en bæði umhverfisráðherrar og embættismenn hafa þar með sér náið samstarf. Ennfremur er mikið starf unnið á þeim vettvangi á vegum norrænna sérfræðinganefnda í umhverfismálum. Island tekur þátt í starfi Norræna umhverfisfjármögnunarfélagsins (NEFCO) en umsvif þess fara sífellt vaxandi. Ráðuneytið vinnur einnig að málefnum Norðurheims- skautsins, bæði í Rovaniemi-samstarfinu um vernd umhverfis á norðurslóðum og var með í undirbúningi að stofnun Heims- skautaráðsins, sem var stofnað í Ottawa í september 1996. Þá tekur ráðuneytið þátt í starfi Evrópuráðsins og Efnahags- samvinnu- og þróunarstofnunar Evrópu (OECD) er lýtur að umhverfismálum. Alþjóðlegir samningar á sviði umhverfismála sem ísland er aðili að Náttúruvernd Samþykkt umfuglavernd (París 1950) Aðild íslands: 28. janúar 1956; Stjórnartíðindi A 14/1956 Markntið samningsins er að stuðla að verndun villtra fugla. Samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf (Ramsar 1971) Aðild íslands: 2. desember 1977; Stjtíð. C 1/1978, 10/1986 og 19/1993 Markmið samningsins er að stuðla að verndun votlendis- svæða í heiminum, sérstaklega sem lífsvæðis fyrir votlendis- fugla.Tvö votlendissvæði á Islandi eru á skrá samningsins: Mývatn-Laxá og Þjórsárver. Samningur um verndun villtra plantna og dýra og lífsvœða í Evrópu (Bern 1979) Aðild íslands: 1. október 1993; Stjtíð. C 17/1993 Markmið samningsins er að stuðla að verndun evrópskra tegunda villtra plantna og dýra og lífsvæða þeirra, einkurn þeirra tegunda og lífsvæða sem fjölþjóðlega samvinnu þarf til að vernda. Samningur um líjfræðilegafjölbreytni (Ríó de Janeiró 1992) Aðild íslands: 11. desember 1994; Stjtíð. C 1994 Markmið samningsins er að vernda líffræðilega fjölbreytni og að stuðla að sjálfbærri nýtingu lifandi náttúruauðlinda. Jafnframt er það markmið samningsins að stuðla að sann- gjarnri skiptingu þess hagnaðar sem skapast af nýtingu erfðaauðlinda sem og aðgangi að þeim og tækni til að nýta þær. Dýravernd Evrópusamningur um vernd dýra í flutningum milli landa (París 1968) Aðildíslands: 1. maí 1969; Stjtíð. C 8/1969,28/1992,8/1986 og 36/1991 Markmið samningsins er að tryggja, eins og mögulegt er, að dýr þjáist ekki þegar þau eru flutt milli landa. Samningurinn hefur að geyma reglur sem aðildarríkjum ber að fylgja um ástand dýra fyrir flutning og meðferð þeirra meðan á flutningi stendur. Evrópusamningur um vernd dýra í landbúnaði (Strasbourg 1976) Aðild fslands; 20. mars 1990; Stjtíð. C 17/1989 Markmið samningsins er að vernda dýr í landbúnaði, einkum í stórvirkum nútímabúskap. Loftmengun Vínarsamningur um vernd ósonlagsins (1985) og Montrealbókun um efni sem valda rýrnun ósonlagsins (1987) Aðildíslands: 27. nóvember 1989; Stjtíð. C 9/1989,15/1993 og 1/1994 Markmið samningsins er að vernda heilsu fólks og umhverfi gegn neikvæðum áhrifum sem kunna að verða vegna breytinga á ósonlaginu. Samningur um loftmengun sem berst langar leiðir milli landa (Genf 1979) Aðild íslands: 3. ágúst 1983; Stjtíð. C 1/1983 Markmið samningsins er að vernda fólk og umhverfi gegn loftmengun. Rammasamningur um loftslagsbreytingar (Ríó de Janeiró 1992) ^ Aðild íslands: 16. júní 1993; Stjtíð. C 14/1993 Markmið samningsins er að koma í veg fyrir hættulega röskun af mannavöldum á loftslagskerfinu. Jafnframt er það

x

Umhverfistölur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umhverfistölur
https://timarit.is/publication/1395

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.