Jólaharpan - 01.12.1929, Page 6
6
JÓLAHARPAN
1929
Hugmyndin var gripin á lofti með miklum áhuga,
og næsta morgun fór Andrés til skógarfógetans, sem
gaf honum fúslega leyfi til að höggva trén.
»Hlaupið nú drengir til Hinriks frænda,« sagði And-
rés, er hann kom heim, »og fáið sleðann hans Iánaðan.«
Það létu þeir Georg og Jóhann ekki segja sér tvisvar,
en á meðan hvatti faðirinn öxina og móðirin bjó þeim
morgunverð. Er þeir böfðu matazt, lögðu feðgarnir af
stað út í skóginn.
Úti í skóginum var allt svo hljótt. Þeir ösluð snjó-
inn þangað til þeir komu í rjóður eitt; þar námu þeir
staðar; var skógurinn þar högginn að mestu, nema
nokkur ung i renitré, sem skóaranum virtust hæfilega
stór jólatré.
Hann hjó nú nokkur smátré, en svo bað Georg hann
að lofa sér að reyna líka. Fékk hann það fúslega, en
þegar hann sá að það gekk vel, sagði drengurinn:
»Heyrðu pabbi, þú hefir svo mikið að gera, farðu
nú heim, en ég felli tvö til þrjú tré í viðbót, meðan
Jóhann leggur trén á sleðann, svo drögum við þau
heim. Við erum orðnir svo stórir, pabbi, að við get-
um það vel.«
Faðirinn kinkaði kolli.
»Farið þá varlega, öxin er beitt,« sagði hann, »og
látið ekki meira á sleðann en þið getið hæglega
dregið heim.«
Síðan hraðaði hann sér heim og tók til starfa.
»Komið ekki of seint!« kallaði hann til þeirra, er
hann var kominn af stað.
»Við komum bráðum,«svaraðiGeorgogveifaði öxinni.
Drengjunum gekk vel. Þeim hitnaði við vinnuna, og
þeir glöddast yfir því, að smámsaman hækkaði á sleð-
anum. Svo hvíldu þeir sig örlítið og lögðu síðan af
stað út úr skóginum.
Þegar þeir voru rétt komnir að yztu trjánum, stanz-
aði Georg snögglega.
»Hvar er öxin?« sagði hann.
Þeir höfðu þá gleymt öxinni, og án hennar gátu
þeir ekki komið heim._
»Bíddu hjerna við sleðann,« sagði Georg, »meðan
ég hleyp inn í skóginn, ég man hvar við vorum síðast.«
Hann hljóp af stað sem fætur toguðu, en Jóhann
var eftir við sleðann. En hann var þreyttur og ætl-
aði að setjast milli grenitrjánna á sleðanum, en þegar
hann ýtti þeim til hliðar, sá hann blika á öxina milli
þeirra. Hann hljóp á eftir bróður sínum, en hvernig
sem hann hrópaði: Georg! Georg! fékk hann ekkert
svar. Hann snéri því við og beið þolinmóður við
sleðann. Georg var nú kominn aftur í rjóðrið, en fann
ekki öxina, sem varla var von. Hann varð því að
snúa aftur við svo búið, en þegar hann kom aftur að
sleðanum, var byrjað að rökkva. Jóhann litli var stein-
sofnaður, og öxin var fallin úr hendi hans. Georg
kallaði á hann, en gat ekki vakið hann — hann var
stirðnaður af kulda. Georg varð nú hræddur um að
bróðir sinn mundi frjósa í hel. Hann reyndi nú að
draga sleðann einn, en gat ekki hreyft hann úr stað.
Hvað átti hann nú að taka til bragðs? Hann litað-
ist um og honum virtist hann sæi Ijósbjarma skammt
burtu. Hann hljóp af stað beint á ljósið; sá hann þá,
sér til mikillar undrunar, að bjarmann lagði ut um
gluggapp á gömlum, hrörlegum hallarrústum, sem þar
voru. Hann klifraði upp eftir hálfföllnum veggnum og
gægðist inn. Þar gat að líta svo merkilega sýn, að
hann næstum gleymdi raunum sínum. Á miðju gólfi í
geysistórum sal logaði eldur á arni, en yfir honum
hékk stór ketill og lagði upp úr honum þægilegan
matarilm. Um alla höllina var fjöldi örsmárra dverga
við allskonar störf. Virtust þeir allir hafa hraðar hend-
ur á borði. Sumir sniðu og saumuðu föt, aðrir skó,
húfur, belti og margt fleira, en allir voru þeir ærið
handfljótir. Hver flík virtist Georg óðara búin, þegar
byrjað var á henni, en aðrir smádvergar söfnuðu sam-
an því sem búið var og lögðu það á afvikinn stað
mjög snyrtilega. Við eldinn voru hundruð matreiðslu-
manna starfandi, sumir bökuðu allskonar brauð og
kökur, aðrir bjuggu til ýmiskonar sælgæti, sem allt
var mjög girnilegt.
»Þeir ætla víst að fara að halda jólin,« hugsaði
Georg með sér.
Allt í einu kom hreyfing á dvergana í salnum. Það
var kominn einn dvergur í viðbót, ofurlítið hærri en
hinir, sem fyrir voru. Hann var búinn grænum veiði-
mannabúningi, gyrtur gullnu belti og hékk við það
lítið veiðimannahorn í gullfesti. Hann litaðist um í
salnum, og allir heilsuðu honum hæversklega. Hann
leit nú eftir störfum dverganna, en þegar hann renndi
augunum yfir borð þau, sem bakararnir röðuðu kök-
unum sínum á, kom hann auga á Georg. Hann leit á
hann svo illilega og ógnandi, að Georg missti hand-
og fótfestu og féll í snjóinn. En inni í salnum hurfu
öll ljós, og rústirnar urðu eins eyðilegar og þær voru
vanar að vera.
Þegar Georg reis á fætur, stóð dvergurinn hjá hon-
um og spurði ógnandi: »Hví dirfist þú að njósna um
okkur?«
Georg þreif af sér húfuna og hneigði sig djúpt.
»Heiðraði herra,« sagði hann mjög kurteislega, »ég
kom alls ekki til þess að njósna, það hefði ég aldrei
vogað, ég kom aðeins til þess að biðja bróður mín-
um hjálpar, ég er svo hræddur um að hann deyi
úr kulda.«
Svo sagði hann frá, hvernig allt hefði farið. Litli
maðurinn var nú ekki eins reiður að sjá.
»Ég vona að þú segir satt,« sagði hann, »fylgdu
mér til hans, ég ætla að sjá, hvort ég get hjálpað þér.«
Jóhann litli sat á sleðanum og leit út sem dauður
væri. Georg grét hástöfum, en dvergurinn blés í horn
sitt. Kom þá fjöldi dverga að úr öllum áttum, en for-
ingi þeirra skipaði þeim fyrir, hvað þeir skyldu gera.
Þeir hlupu óðara burt, en komu að vörmu spori aft-
ur með bikar, fylltan grænleítum vökva. Dvergurinn