Jólaharpan - 01.12.1929, Síða 9

Jólaharpan - 01.12.1929, Síða 9
1929 JÓLAHARPAN 9 Burðamaður. Myndin sýnir burðamann í orðsins fyllstu merkingu. Hann er enskur aflraunamaður og heitir Sid Harmer. Hann sýndi fyrir skömmu þessa aflraun sem myndin sýnir, þar sem hann heldur fjórum hestum svo að þeir komast ekki úr sporunum. kvæma þetta verk. Hann fékk yfir 500 tillögur, sem flestar voru hégóminn einber. Eina tillagan, sem virt- ist vera á fullu viti byggð, var frá byggingarmeist- ara, sem hét Domenicus Fontana, enda fól páfinn honum verkið og lofaði honum höfðinglegum laun- um, ef það heppnaðist, en hengingu, ef það misheppn- aðist, eftir því sem sagan segir; en það er jafnframt sagt, að meðan á flutningnum stóð, hafi páfinn leyni- lega gefið einum þjóna sinna skipun um, að hafa hesta og vagna til taks, við öll hlið Rómaborgar, svo Fontana gæti flúið, ef óhapp vildi til. En hann hugsaði ekki um flótta, enda tókst hon- um að leggja súluna, flytja hana og reisa upp aftur, án þess nokkurt óhapp vildi til, og er hún þó um hálfa miljón kg. á þyngd, og vantaði flest þau áhöld, sem nú mundu notuð við slíkt. Hún var lögð niður 30. apríl 1586, en verkinu var að fullu lokið í sept- ember sama ár, enda hafði ekki verið unnið að því meðan heitast- var í veðri. Fontana var sæmdur aðalstign. fékk árleg laun og öll áhöld og efni, sem notað hafði verið við færzl- una, sem hann seldi fyrir of fjár. Þorst. Finnbogason. »Það er eins og þeir hafi töfrafingur,« segir fólkið. »Það er alveg ótrúlegt hverju þeir geta afkastað og hvað vel það er gert!« Hið sama er sagt um þráðinn, sem systurnar spinna, en enginn í þorpinu hefir komizt á snoðir um, hvern- ig í öllu liggur. Það er heldur ekki heppilegt, að full- orðna fólkið fái alltof mikið að vita, því slíkt og því- líkt verða menn af hafa séð á barnsaldri, til þess að skilja það. Péturskirkjan. Framhald frá bls 4. Á miðjum vellinum stendur steinsúla, 25 og hálfur metir á hæð; hafði hún lengi staðið fyrir framan musteri sólarguðsins Amon Ra í Þebu, i hinu forna Egyftalandi, löngu fyrir daga Mósesar; en talið er að Caligula keisari hafi flutt hana til Róm og látið reisa hana þar, en Sixtus páfi hinn fimmti lét flytja hana og reisa á þeim stað, sem hún stendur nú. En það var erfitt verk, enda gerði páfinn boð öllum bygg- lngameisturum og mannvirkjafræðingum á Ítalíu, að senda tillögur sínar um, hvernig hægt væri að fram-

x

Jólaharpan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaharpan
https://timarit.is/publication/1400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.