Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2015, Qupperneq 1

Skessuhorn - 14.01.2015, Qupperneq 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 2. - 3. tbl. 18. árg. 14. janúar 2015 - kr. 750 í lausasölu HEFUR SAFNAÐ FYRIR ÖKUTÆKI FYRIR HVERJU LANGAR ÞIG AÐ SAFNA? Allt um sparnað á arionbanki.is/reglulegur_sparnadur Lúsina burt! Nefúði! Naso-ratiopharm Grænn er fyrir börnin Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Frá Landnámssetri Örlagasaga Hallgríms og Guðríðar í flutningi Steinunnar Jóhannesdóttur Frumsýningu frestað til skírdags 2. apríl kl. 20 2. sýning laugardag 4. apríl kl. 16 Pantið miða tímanlega Veitingahúsið er opið alla daga frá kl. 10 – 21 Munið ljúffenga hádegishlaðborðið okkar SK ES SU H O R N 2 01 5 Karlalið Snæfells í körfubolta lenti í brasi á leið sinni til leiks við Fjölni í Grafarvogi í Dominosdeildinni síð- astliðið föstudagskvöld. Hálka og snjóþekja var á leiðinni að vestan og þegar nálgaðist borgina fóru að heyr- ast hljóð í bílnum sem Hermundur Pálsson bílstjóri og varaformaður körfuknattleiksdeildar hélt lengi vel að stöfuðu frá snjó og ís sem vill safn- ast inní hjólhús bíla. „Þegar kom inn á Kjalarnesið heyrði ég þessi hljóð ennþá betur enda leikmennirnir hljóðir og að einbeita sér að leiknum. Svo fannst mér þetta ekki vera orð- ið einleikið og bíllinn jafnvel lausari á veginum en áður. Ég stoppaði því inn í víkinni rétt áður en kom að rót- um Esjunnar. Þá kom í ljós að ann- ar af tvöfalda ganginum að aftan var við það að detta af. Þegar hjólkopp- urinn var tekinn af voru allir rærnar farnar af en tvær lágu þar eftir sem ég notaði svo við að festa hjólið. Til að bjarga málum þurfti ég að færa til rær, fækka á hjólinu hinum meg- in. Þetta tafði okkur en það þurfti að koma liðinu í leikinn og það tókst. Það mátti ekki seinna vera að átta sig á því hvað væri að gerast,“ segir Hermundur. Leikmenn og liðsmenn Snæfells þakka árvekni bílstjórans að ekki varð úr stærra óhapp eða slys og aðeins þurfti að fresta leiknum um stundarfjórðung vegna tafanna. Hermundur segist svo hafa reynt að finna viðbótar rær í borginni en út- slagið hafi verið að keyra heim með fjórar rær á afturhjólum en stoppað var nokkrum sinnum á leiðinni til að grennslast fyrir um hvort allt væri í lagi. þá Brugghús Steðja í Borgarfirði er nú að kynna nýjan þorrabjór, Hval 2. Verður hann arftaki Hvals þorra- bjórs Steðja sem svo eftirminni- lega sló í gegn á þorranum fyrir ári. Vegna mikilla vinsælda í fyrra ákváðu bruggmeistaranir í Steðja að koma með nýjan Hvalabjór að þessu sinni og hika ekki við að feta ótroðnar slóðir nú sem áður. „Mik- ill undirbúningur var við fram- leiðsluna á Hvali 2 og skilar það sér í gæðum,“ segir Dagbjartur Ingvar Arilíusson eigandi Steðja. Nýnæm- ið við Hval 2 er þó engu minna en í fyrra. „Hvalur 2 hefur mikla sér- stöðu á bjórmarkaðinum. Hann er að styrkleika 5,1%, gerður eft- ir nýrri uppskrift og er yfirgerjað- ur bjór og því í rauninni öl. Til að laða fram sanna þorrastemningu eru eistu úr langreyði notuð til að bragðbæta bjórinn. Eistun eru verkuð eftir gamalli íslenskri hefð, léttsöltuð og síðan taðreykt. Mikið er lagt í þennan bjór, vinnsluferlið langt og farið vel yfir hvert handtak svo tryggt sé að bjórinn verði sem vandaðastur,“ segir Dagbjartur. Þannig má segja að hugtakið Beint frá býli eigi vel við, því hráefnið er hið lindartæra borgfirska blávatn, kryddið úr Hvalstöðinni auk ann- ars bjórgerðarefnis. Heilbrigðis- eftirlit Vesturlands gerir engar at- hugasemdir við framleiðslu bjórs- ins þrátt fyrir fyrrgreind íblönd- unar- og kryddefni og öll tilskilin leyfi eru til staðar. Sala á bjór með íblöndun hvalmjöls var hins vegar bönnuð og var það bann staðfest af atvinnuvegaráðuneytinu. Ástæðan er sú að hvalmjöl er ekki vottað til manneldis. mm Taðreykt langreyðaeistu krydda nýjasta þorrabjór Steðja Dagbjartur í Steðja stendur hér við hlið tíu bjórtegunda sem brugghúsið hefur framleitt í tveggja ára sögu þess. Fremst er nýi Hvalur-2. Hermundur Pálsson bílstjóri og varaformaður körfuknattleiksdeildar við bíl félagsins. Ljósm. Eyþór Benediktsson. Árvekni bílstjórans kom í veg fyrir að illa færi Skammt innan við Hvalstöðina á Miðsandi í Hvalfirði hefur tveimur af hvalveiðibátum Hvals, Hval-6 og Hval-7, verið lagt upp í fjöru og þeir tryggilega festir við land. Þessir bátar voru smíðaðir eftir stríð, árin 1945 og 1946 í Middelsborugh á Englandi. Kannski má segja að þeir eigi hvergi betur heima en þarna, einungis spottakorn frá þeim stað sem þeir drógu að landi þúsundir hvala til vinnslu á liðnum áratugum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.