Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015 Krossgáta Skessuhorns Hér er krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. At- hugið að lausnir þurfa að berast fyrir klukkan 15:00 á mánu- dögum. 27 lausnir bárust við krossgátu síðustu viku. Lausn- arorðin voru: „Gleðilegt nýtt ár.“ Vinningshafi er Elfa Björk Sigurjónsdóttir, Lerkigrund 2, Akranesi. Baun Hýði Kaðall Ljósker Krapi Röð Akurinn Dráttar- dýr Kerald Ósvikið Stillist Unaður Rödd Hvenær Strax Vínber 5 10 Þaut Óttast Þegar Ankeri Alls- gáður Temja Trjáteg. Spann 1 Skip Samhlj. Skel 3 Ólm Dvel Frelsi Vökvi Smaug Hagnað Hávaði Glöð Lokað Tvíhlj. Svalla Bera Kipra Uxar Und Ferskur Nújá Tvíhlj. Tak 8 Dygg Droll Fæða Suddi Bardagi Freri Óviss Korn Blóm- skipan Erfiði Sk.st. Hand- föng Dýramál 7 Röð Þar til Alfa Dund Tónn Naut Blaðra Þrep Kljúfa Áhald- ið Möndull Sk.st. Laust Sýl Lýjast 100 Læti Sál Átt Krap Iðkar 4 Sósa 6 Glund- ur Kvað Mar Kvaka Nafn- laus Drykkur Mynni Fúska Hress Óreiða Gæði Fen 9 Flygsa Rasa Kopar 2 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Viðburðaríkt upphaf ársins í Snorrastofu Fyrstu viðburðir á nýju ári hafa þegar litið dagsins ljós í Snorrastofu í Reykholti. Áður en janúar er allur munu fleiri skreyta dagskrána. Nú þegar hefur fyrsta Prjón-bóka-kaffi ársins og annað námskeiðskvöld um ris og hnig í hamingju Snorra Sturlu- sonar farið fram og nú stendur yfir í bókhlöðunni farandsýning Kvenrétt- indafélags Íslands, Á leið um landið. Sýningin er gerð í tilefni þess að í ár eru 100 ár liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Það eru Borgarbyggð og Snorrastofa sem veita henni viðtöku fyrst áningar- staða í landsreisunni. Hún mun síð- ar eiga viðkomu í ellefu öðrum sveit- arfélögum og ljúka ferðinni í Reykja- vík í desember. Á leið um landið dvelur mánuð á hverjum viðkomustað og janúar er mánuður Snorrastofu. Af því til- efni stendur stofnunin fyrir kvöld- dagskrá í bókhlöðunni undir merkj- um Fyrirlestra í héraði, þriðjudag- inn 20. janúar kl. 20:30. Þar verður fjallað um konur í þeim menningar- heimi sem stofnunin rækir sérstak- lega, bókmenntum til forna og sögu Borgarfjarðar. Flutt verða tvö erindi, Aðalheiður Guðmundsdóttir nefn- ir sitt erindi Skjaldmeyjar og sköss, um konur í karlaveldi fornaldarsagna Norðurlanda og Helga Kress flytur erindið „...og var hinn mesti kven- skörungur“ um borgfirskar konur í íslenskri sagnahefð. Steinunn Stef- ánsdóttir formaður Kvenréttinda- félags Íslands og Kolfinna Jóhann- esdóttir sveitarstjóri Borgarbyggð- ar ávarpa samkomuna. Boðið verður til kaffiveitinga og umræðna og að- gangur er kr. 500. Þá er einnig ánægjulegt að geta næsta fyrirlestrar, sem veður viku síð- ar, þriðjudaginn 27. janúar kl. 20:30, en þar mun Bjarni Guðráðsson í Nesi rekja sögu tónlistar og hljóðfæra í Reykholtskirkju. Bjarni starfaði lengi við orgelleik og söngstjórn hér í hér- aði og fyrirlestur hans er einkar vel við hæfi þar sem hann fagnar áttræð- isafmæli sínu um þessar mundir. -fréttatilkynning að kaupum fyrsta þilfarsvélbátsins á Akranesi, ásamt nokkrum öðrum ungum framfaramönnum. Þórður kynntist Sumarliða Halldórssyni í Flensborg þar sem þeir stunduðu báðir nám 1904-1906, en Sumar- liði var fæddur á Litlu-Fellsöxl í Skilmannahreppi árið 1881. Sum- arliði stundaði síðar nám í jarð- og skógrækt í Danmörku 1906-1909. Hann var skógarvörður í Borg- arfirði 1910-1914 og bjó á Akra- nesi 1914-1928, en þar vann hann lengst af við verslun Þórðar Ás- mundssonar. Á þeim árum gerði hann jarðræktartilraunir í Kal- mansvík og Elínarhöfða á Akra- nesi. Þórður hafði í huga að reisa móverksmiðju í Garðaflóanum og bað hann Sumarliða að kanna fyrir sig rekstur slíkra verksmiðja í Danmörku, og hver kostnað- ur væri við byggingu og rekstur þeirra. Sumarliði skrifaði Þórði bréf varðandi málið, m.a. frá Ska- gen í Danmörku, dagsett 25. mars 1916 (sjá í Héraðsskjalasafni Akra- ness). Einnig minnist hann á plóga og traktora sem e.t.v. yrðu keyptir í tengslum við verksmiðjuna. Eru það með fyrstu upplýsingum um traktora sem hingað bárust. Auk þess að reisa móverksmðju í einu mesta mósvæði landsins, Garða- flóa, þá fyrirhugaði Þórður kart- öflurækt í stórum stíl, en Akra- neskartöflur höfðu orð á sér fyrir sérstök gæði. Mórinn var á þessum árum aðal eldsneyti landsmanna og kartöflur uppistöðufæðan. Því miður varð ekki af byggingu mó- verksmiðjunnar í Garðaflóan- um, en kaupin á fyrsta traktorn- um og skurðgröfunum, ásamt ýt- unum leiddi til þeirrar byltingar í landbúnaði sem hófst í kjölfarið á fyrstu tilraununum með vélknúin tæki í Garðalandinu á Akranesi. Leiðrétting Uppröðun vísna um Bjarna Ólafs- son og vélbátinn Fram, eftir Guð- mund Þórðarson frá Hamri, í lok greinar í Skessuhorni 26. nóvem- ber brenglaðist því miður. Réttar eru vísurnar svona: „Báturinn Fram - um flyðruhvamminn skríður, heppinn skýr og hugaður honum stýrir Ólafsbur. Heitir Bjarni – hann er barn að aldri, linna tjarna lárviður lítt ágjarn en góðsamur“. Ásmundur Ólafsson tók saman Helstu heimildir: Bækurnar Bú- vélar og ræktun (1950) og einnig Skurðgröfur vélasjóðs (1942-1966) eftir Árna G. Eylands. Einnig bréf Sumarliða Halldórssonar til Þórðar Ásmundssonar árið 1916. Pennagrein Ljósleiðari um allt land Í nýársávarpi forsætisráðherra var sagt frá því að á næsta ári ætti að hefja framkvæmdir við ljós- leiðaravæðingu alls landsins en það var eitt af þeim stefnumál- um sem Framsóknarflokkurinn lagði áherslu á í síðustu kosning- um. Ljósleiðaravæðing alls lands- ins verður eitt stærsta framfara- mál sem ráðist hefur verið í þegar kemur að styrkingu á innviðum og byggðum landsins. Í aðdraganda síðustu Alþing- iskosninga var talsverð umræða um fjarskiptamál á landsbyggð- inni. Framsóknarflokkurinn lagði þar höfuðáherslu á mikilvægi ljós- leiðaravæðingar í dreifbýli. Í grein sem formaður, varaformaður og þingflokksformaður Framsókn- arflokksins skrifuðu í aðdraganda síðustu kosninga sagði: „Ríkisstjórnin ætti að hafa frum- kvæði að því að kalla saman fjar- skiptafyrirtækin og leggja áherslu á að nýta Fjarskiptasjóð í slíkt verkefni. Allir fjarskiptaaðilar geta veitt þjónustu á kerfinu. Mikilvægt er að allir landsmenn geti feng- ið jafna og góða þjónustu á sama verði. Fyrir þessu höfum við fram- sóknarmenn talað. Með samstarfi allra aðila ásamt sveitarfélögun- um væri hægt að ljósleiðaravæða landið á nokkrum árum. Ný heild- stæð byggðastefna er nauðsyn- leg. Framsóknarflokkurinn legg- ur mikla áherslu á að um hana ríki víðtæk sátt. Við erum fámenn þjóð í stóru landi. Eitt fyrsta skrefið ætti að vera ljósleiðaravæðing alls landsins.“ Frá myndun ríkisstjórn- ar Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar þá hefur verið unnið eftir þessari sýn. 300 milljónir til undirbúnings Í byggðaáætlun 2014-2017 er sér- staklega fjallað um fjarskiptamál og þar er m.a. lögð áhersla á að vinnuhópur á vegum ríkisstjórnar- innar geri tillögur að fyrirkomulagi faglegs stuðnings við opinbera að- ila sem koma að uppbyggingu ljós- leiðarakerfa og annarra fjarskipta- innviða. Þessi vinna hefur verið í gangi undir forystu tveggja stjórn- arþingmanna og nú á vorþingi er gert ráð fyrir nýrri fjarskiptaáætl- un sem mun gera ráð fyrir ljósleið- aravæðingu alls landsins. Alþingi samþykkti fyrir jól til- lögu meirihluta fjárlaganefnd- ar um að veitt verði 300 milljón- um til þess að styðja við fyrirhug- aða fjarskiptaáætlun og hefja fyrsta áfanga framkvæmda við fyrirhug- aða ljósleiðaravæðingu. Þessum fjármunum á að verja í fyrsta áfanga fjarskiptaáætlunar. Áætlunar sem á að setja fram töluleg markmið um ljósleiðaraæðingu og uppbyggingu annarra fjarskipta á næstu árum. Með fjárveitingunni verður hægt að skipuleggja og kortleggja inn- viðagrunni ljósleiðara, hefja teng- ingar á ótengdum svæðum auk þess að hringtengja landsvæði o.fl. Þetta fyrsta skref sýnir að ríkis- stjórn Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar ætlar sér að stíga stórt skref í áttina að því að jafna búsetu- skilyrði fólks í dreifbýli og þéttbýli. Það er mikilvægt að allir sitji við sama borð þegar kemur að fjarskipt- um og ljósleiðaravæðing gegnir þar lykilhlutverki. Það var ánægjulegt, sem fjárlaganefndarmaður, að taka þátt í því að leggja til að við Alþingi að veita fjármunum til þessa verk- efnis. Samþykkt Alþingis á þessari fjárveitingu er skýr staðfesting á því að Framsóknarflokkurinn mun líkt og bent var á fyrir síðustu kosning- ar beita sér fyrir stórefldum fjar- skiptum á þessu kjörtímabili. Ásmundur Einar Daðason Höf. er alþingismaður og nefndar- maður í fjárlaganefnd. S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Sumarliði Halldórsson fjölhæfur jarðræktarmaður og mannvinur. Að beiðni Þórðar Ásmundssonar skoðaði hann móverksmiðjur í Danmörku og tók saman yfirlit um kostnað við bygg- ingu þeirra og rekstur. Ljósmynd: Sæmundur Guðmundsson (Ljósmyndasafn Akraness).

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.