Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015 Ungmenna- og tómstunda- búðirnar tíu ára DALIR: Haldið verður upp á tíu ára afmæli Ungmenna- og tómstunda- búða UMFÍ á Laugum í Sælingsdal næstkomandi laugardag 17. janúar með hátíðardagskrá. Leikir og þraut- ir verða innan dyra og utan klukkan 13-15, leiðsögn um skólann kl. 14 og veislukaffi kl. 15:30. Eftir dagskrána verður Sælingsdalslaug opin og sögu- stund á Byggðasafni Dalamanna. Frítt verður í sund en 500 krónur á sögustund fyrir fullorðna, en frítt fyr- ir börn. Í tilkynningu vegna afmæl- isins segir að allir séu velkomnir að Laugum á laugardaginn, hvort sem er að njóta dagskrár vegna afmælisins, útvistar, sunds eða sögustundar. –þá Fjölbreytt endur- menntunarnám- skeið hjá LbhÍ HVANNEYRI: Að venju eru nám- skeið Endurmenntunar LbhÍ fjöl- breytt og áhugaverð. Í ár hefur End- urmenntun LbhÍ fengið til liðs við sig góða kennara sem allir eru sérfræð- ingar í sínu starfi. Námskeiðin verða haldin víða um land og miðast að því að þau henti fólki í fullri vinnu. Í boði eru stutt og löng námskeið en einnig er hægt að óska eftir sérsniðnum nám- skeiðum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Á vef LbhÍ segir að meðal þess sem í boði er næstu vikurnar er námskeið um skipulagsaðferðir, framhaldsþjálf- un í Reiðmanninum, trjáfellingar og grisjun, húsgagnagerð úr skógarefni, ostagerð og torf- og grjóthleðsla. Í febrúar verður svo einnig í boði, í samstarfi við Nautastöð BÍ, bóklegi hluti náms fyrir verðandi frjótækna. Námið er tvískipt og er það bóklegi parturinn sem nú verður tekinn fyr- ir. Í beinu framhaldi skipuleggja svo nemendur sína verklegu kennslu með starfsmönnum Nautastöðvarinnar. Námið er einkum ætlað búfræðing- um sem áhuga hafa á að læra hand- brögð frjótækna. –þá Aflatölur fyrir Vesturland 3. - 9. janúar. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Engar aflatölur frá Akranesi í þessari viku. Engar aflatölur frá Arnarstapa þessari viku. Grundarfjörður 3 bátar. Heildarlöndun: 144.390 kg. Mestur afli: Sighvatur GK: 59.222 kg í einni löndun. Ólafsvík 14 bátar. Heildarlöndun: 156.595 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 36.833 kg í fimm löndunum. Rif 16 bátar. Heildarlöndun: 337.133 kg. Mestur afli: Magnús SH: 53.730 kg í sex löndunum. Stykkishólmur 5 bátar. Heildarlöndun: 42.147 kg. Mestur afli: Gullhólmi SH: 24.797 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Sighvatur GK – GRU: 59.222 kg. 8. janúar 2. Tjaldur SH – RIF: 43.198 kg. 7. janúar 3. Farsæll SH – GRU: 40.505 kg. 5. janúar 4. Saxhamar SH – RIF: 38.433 kg. 6. janúar 5. Örvar SH – RIF: 36.661 kg. 7. janúar mþh Ú T S A L A 40% afsláttur af öllum útsöluvörum Nýtt kortatímabil 15. janúar Ákveðið hefur verið að fresta fyr- irhugaðri frumsýningu Landnáms- seturs Íslands á Örlagasögu Hall- gríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur í flutningi Stein- unnar Jóhannesdóttur. Frumsýn- ingin átti að vera föstudaginn 16. janúar. Henni er nú frestað til skír- dags 2. apríl klukkan 20:00. Önn- ur sýning verður svo laugardaginn 4. apríl klukkan 16:00. Steinunn Jóhannesdóttir er leikkona, fædd og uppalin á Akranesi, hún hefur á liðnum árum unnið mikið með sögu þeirra Hallgríms og Guðríð- ar, meðal annars með ritun vinsælla bóka um þau bæði. „Við ákváðum að fresta frum- sýningunni hreinlega í ljósi þess hve veðurfarið hefur verið erfitt nú í vetur og einkum síðustu vikurn- ar. Við erum öðrum þræði að höfða til þess að fá til okkar fólk á sýn- ingarnar sem kemur af höfuðborg- arsvæðinu. Eðlilega er fólk tregt til að leggja í ferðir um Kjalarnes og undir Hafnarfjall í snjóbyljum, hálku og myrkri. Við vitum að fjöl- margir hafa hug á að koma til okk- ar hér í Borgarnesi á þessa sýningu. Það væri því leiðinlegt ef fólk kæm- ist ekki vegna færðar og veðurs. Við frestum þessu því til páska. Það hentar líka ágætlega að vera með frumsýninguna þá því Hallgrím- ur Pétursson orti jú einmitt sjálfa Passíusálmana sem oft eru flutt- ir um páskahátíðina,“ segir Sigríð- ur Margrét Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri Landsnámssetursins. Um páskana mun einnig heyra til nýbreytni að Passíusálmarn- ir verða lesnir upphátt fyrsta sinni í heild sinni í Borgarneskirkju. „Við erum hópur fólks sem ætlum að gera þetta í kirkjunni á föstu- daginn langa. Steinunn Jóhann- esdóttir verður meðal þeirra sem lesa. Sennilega frá klukkan 13 til 19 eða eftir því hvað það tekur lang- an tíma. Að því ég veit best þá er þetta í fyrsta sinn sem þetta er gert í Borgarneskirkju,“ segir Sigríður Margrét. mþh Síðdegis laugardaginn 8. janúar var brotist inn á heimili Alfons Finns- sonar fréttaritara Skessuhorns í Snæfellsbæ. Þaðan var stolið þrem- ur myndavélum með linsum, hörð- um diskum með ljósmyndum auk fartölvu. Alfons var sjálfur á sjúkra- húsi í Reykjavík vegna rifbeins- brots en kona hans og ungur sonur voru úti að horfa á þrettándabrenn- una í Snæfellsbæ. Tjónið var mjög tilfinnanlegt. Verðmæti búnaðar- ins er nokkrar milljónir króna. Við bættist svo að Alfons geymdi ljós- myndasafn sitt gegnum 30 ára feril á hörðu diskunum. Þakkar lögreglu fyrir fagleg vinnubrögð Lögreglan á Vesturlandi fékk málið til rannsóknar. Vitni greindu frá því að maður hefði boðið ljósmynda- búnað til sölu í Snæfellsbæ. Þessi maður var handtekinn í Ólafsvík á mánudaginn og færður til yfir- heyrslu. Í framhaldinu var farið með hann til Akraness. Þar héldu yfirheyrslur áfram. Hann játaði svo loks á mánudagskvöld og samþykkti að vísa lögreglu á þýfið þar sem það var falið í Snæfellsbæ. Lögreglan á Akranesi fór með manninn vest- ur. Laust eftir miðnætti sýndi hann hvar búnaðurinn var. Farið var með tækin aftur til Akraness til skoðunar og skráningar vegna frekari rann- sóknar málsins. „Ég vil þakka lögreglunni fyr- ir frábæra frammistöðu. Þetta var að mínu mati árangur þess að lög- regluembættin á Vesturlandi hafa verið sameinuð í eitt. Lögreglu- menn á Snæfellsnesi, í Borgar- nesi og á Akranesi unnu sleitulaust af fagmennsku og öryggi að lausn málsins. Það varð til þess að sá handtekni vísaði á þýfið enda höfðu fleiri vitni gefið sig fram sem höfðu séð hann með töskuna sem geymdi ljósmyndavélarnar og annan búnað sem hann tók. Ekki er annað að sjá en allt sé í lagi en ég veit það frekar þegar ég fæ tækin í hendur,“ segir Alfons Finnsson. Hann kom aftur heim til Ólafsvíkur sama kvöld og ljósmyndabúnaðurinn fannst eft- ir stutta sjúkrahúsvist í Reykjavík. Hann gat því farið strax á lögreglu- stöðina í Ólafsvík þar sem hann bar kennsl á búnaðinn sinn. Sameiginlegt átak fjöl- miðla og almennings Alfons segir að maðurinn sem stal búnaðinum sé sér kunnugur. „Ég tók myndir fyrir hann laust fyr- ir jól. Þá sá hann hvaða tæki ég var með. Hann vissi því að hverju hann gekk í innbrotinu. Samt er ljóst að hann var að flýta sér því hann skildi til dæmis öll hleðslutæki eftir inni á heimili okkar.“ Alfons bætir því við að maðurinn hafi sent sér skriflega afsökunarbeiðni þar sem hann iðr- ast sárlega þess sem hann gerði og beri við ölæði. Skessuhorn birti frétt um þjófn- aðinn á vefsíðu sinni strax aðfarar- nótt mánudagsins. Aðrir fjölmiðlar fylgdu svo fast á eftir. „Ég hef orð- ið var við mikinn stuðning al- mennings í þessu máli. Fjölmargir hringdu í mig. Fréttum um þjófn- aðinn með myndum af vélunum var dreift af fjölda manns á Face- book. Ég vil koma á framfæri inni- legum þökkum til allra sem lögðu hér hönd á plóg. Þessi stuðningur og hjálp var ómetanleg. Skessuhorn stóð sig líka frábærlega með því að birta tafarlaust fréttina um þjófn- aðinn. Það skapaði eflaust pressu á hinn seka að leggja spilin á borðið þegar í ljós kom með þessum afger- andi hætti að svona gjörningur væri eitthvað sem hinn breiði almenn- ingur á Vesturlandi væri ekki tilbú- inn að sætta sig við,“ segir Alfons. Þess má að lokum geta að þetta er í annað skipti á örfáum vikum sem þjófnaðarmál upplýsist far- sællega á Vesturlandi í kjölfar þess að Skessuhorn birtir fréttir af mál- inu með myndum og lesendur fjöl- miðilsins bregðast við með því að deila fréttunum á samfélagsmiðl- unum. Hitt tilfellið var þegar hurð- um var stolið af traktorsgröfu Jón- asar Guðmundssonar á Bjarteyjar- sandi í Hvalfirði. Frétt um það má lesa hér í blaðinu. mþh Stolinn myndavélabúnaður fréttaritara Skessuhorns kom í leitirnar Landsnámssetur Íslands í Borgarnesi nú í skammdeginu. Landnámssetrið frestar frumsýningu vegna tíðra umhleypinga Myndavélarnar sem hurfu. Tjónið hefði orðið Alfonsi óbætanlegt. Vélarnar eru vinnutæki hans og kosta nokkrar milljónir króna. Verra var þó að þjófurinn tók líka ljósmyndasafn Alfons sem er ómetanlegt og geymir merkar svipmyndir úr sögu Snæfellsbæjar síðustu 30 árin. Alfons Finnsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.