Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015 Last þú bók yfir hátíðarnar? Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Margrét Guðmundsdóttir: Nei, er ekki ennþá búin að því en það stendur til bóta. Þórður Þórðarson: Já Hófadyn. Það er endurút- gefin bók með skemmtilegum skopmyndum eftir Halldór Pét- ursson. Gísli Halldórsson: Ég er ekki búinn að því ennþá. Hlynur Ragnarsson: Já bókina Útkall þar sem mest er fjallað um það þegar Elliði frá Siglufirði fórst. Laufey Björnsdóttir: Já og ég er að lesa hana ennþá, Skálmöld eftir Einar Kárason. Ágúst Júlíusson er íþróttamaður Akraness 2014 Ágúst Júlíusson sundmaður var á föstudaginn kjörinn íþróttamaður Akraness 2014. Samkoman fór fram í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka að af- lokinni þrettándabrennu og skemmt- un á Þyrlupallinum. Ágúst Júlíusson hefur stundað sund frá unga aldri og margoft orðið Íslandsmeistari. Hann átti mjög gott ár í fyrra og er vel að heiðrinum kominn. Annar var Egill G Gunnarsson badmintonmaður og þriðja kylfingurinn Valdís Þóra Jóns- dóttir. Á samkomunni var Sturlaug- ur Sturlaugsson fráfarandi formaður ÍA sæmdur gullmerki Íþróttabanda- lags Akraness fyrir áratuga störf í þágu félagsins. Á samkomunni var íþróttafélögum sem áttu Íslands- meistara á árinu, samkvæmt gildandi reglum, veitt peningaverðlaun frá Akraneskaupstað. Gott ár hjá Ágústi Ágúst Júlíusson setti á Íslandsmeist- aramótinu í sundi Akranes- og Ís- landsmet í 50 metra flugsundi í 50 m laug. Á sama móti varð hann í annar í 100m flugsundi, aðeins hársbreidd frá gullverðlaunum. Hann kom, sá og sigraði á ÍM 25. Þar synti hann mun betur en nokk- urn hafði órað fyrir, nýrisinn upp úr meiðslum. Hann varð tvöfald- ur Íslandsmeistari í 50m og 100m flugsundi og setti tvö Akranesmet. Hann var einnig mjög nálægt lág- mörkum fyrir Heimsmeistaramótið í 25m laug í 50m flugsundi. Hann hefur oft farið til keppni erlendis fyrir Íslands hönd á sundferli sín- um. Önnur og þriðju verðlaun Annar í kjörin varð badmintonmað- urinn Egill G. Gunnarsson. Egill er í A-landsliði Íslands og keppir fyr- ir ÍA í meistaraflokksmótum. Hann er annar á styrkleikalista Badmin- tonsambands Íslands í einliðaleik og í þriðja sæti í tvenndarleik. Egill komst í úrslit á öllum mótum ársins og tók þátt í undankeppni EM með A-landsliði Íslands. Í þriðja sæti í kjörinu um Íþrótta- mann Akraness varð kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir. Hún hefur verið í hópi fremstu kylfinga lands- ins undanfarin ár og hefur verið at- vinnukylfingur undanfarin miss- eri eftir að hún lauk háskólanámi í Bandaríkjunum. Í sumar varð hún í þriðja sæti á Íslandsmótinu í höggleik. Nú tekur hún þátt í úr- tökumótum erlendis í keppni um að komast á Evrópumótaröðina í golfi. Hlaut gullmerki ÍA Sturlaugur Sturlaugsson gullmerk- ishafi ÍA hóf feril sinn sem sund- maður hjá Sundfélagi Akraness og varð síðar þjálfari félagsins. Þá var hann formaður Sundfélags Akra- ness á árunum 1983-1990. Í kjölfar þess var hann kosinn í framkvæmda- stjórn Íþróttabandalags Akraness og þar af formaður ÍA samfellt í 15 ár, frá 1999 - 2014. Sturlaugur hef- ur unnið ómetanlegt starf fyrir ÍA og verið ötull baráttumaður fyrir bættri aðstöðu til íþróttaiðkunar á Akranesi. Fyrir það var honum nú veitt gullmerki ÍA og sæmdarheitið heiðarsfélagi ÍA. Eftirfarandi íþróttamenn voru tilnefndir af sínum félögum að þessu sinni: Badmintonmaður ársins: Egill G. Guðlaugsson Fimleikakona ársins: Ragna Dís Sveinbjörnsdóttir Hestaíþróttamaður ársins: Svandís Lilja Stefánsdóttir Hnefaleikamaður ársins: Guð- mundur Bjarni Björnsson Íþróttamaður Þjóts: Sigurður Smári Kristinsson Karatekona ársins: Elsa María Guðlaugsdóttir Kylfingur ársins: Valdís Þóra Jóns- dóttir Keilumaður ársins: Skúli Freyr Sig- urðsson Knattspyrnumaður ársins: Garðar Bergmann Gunnlaugsson Knattspyrnukona ársins: Maren Leósdóttir Knattspyrnumaður Kára: Ragnar Már Viktorsson Kraftlyftingamaður ársins: Einar Örn Guðnason Körfuknattleiksmaður ársins: Zach- ary Jamarco Warren Sundmaður ársins: Ágúst Júlíusson Vélhjólaíþróttamaður ársins: Björn Torfi Axelsson. mm/ Ljósm. Ingi Björn Róbertsson. Ágúst Júlíusson íþróttamaður Akraness 2014. Þessi hópur var tilnefndur sem fulltrúar sinna félaga. Þrjú efstu í valinu: Valdís Þóra, Ágúst og Egill. Sturlaugur Sturlaugsson hlaut gullmerki ÍA og er nú heiðursfélagi. Með honum á myndinni eru Sigurður Arnar Sigurðsson formaður ÍA og Helga Sjöfn Jó- hannesdóttir. Helgi Guðjónsson kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar 2014 Á laugardaginn fór fram verðlauna- afhending vegna íþróttamanns Borgarfjarðar 2014. Helgi Guðjóns- son íþróttamaður úr Reykholti hlaut titilinn að þessu sinni. Hann er að- eins 15 ára gamall, en einstaklega efnilegur og fjölhæfur íþróttamað- ur sem hefur skarað fram úr í sundi, frjálsum íþróttum, körfubolta og knattspyrnu. Sundið hefur hann þó lagt til hliðar vegna anna í ástundun hinna greinanna. Alls voru 11 íþróttamenn til- nefndir: Aðalsteinn Símonarson. aksturs- íþróttamaður Atli Steinar Ingason, hestamaður Bjarki Pétursson, golfari Brynjar Björnsson, dansari Davíð Ásgeirsson, körfuknattleiks- maður Einar Örn Guðnason, kraftlyftinga- maður Grímur Bjarndal Einarsson, frjáls- íþróttamaður Helgi Guðjónsson, knattspyrnu, körfuknattleiks og frjálsíþróttamað- ur Konráð Axel Gylfason, hestamaður Tinna Kristín Finnbogadóttir, skák- kona Viktor Ingi Jakobsson, knattspyrnu- maður. Efstu 5 í kjörinu um íþróttamann ársins voru þessi: 5. sæti Einar Örn Guðnason kraft- lyftingamaður 4. sæti Brynjar Björnsson dansari 3. sæti Aðalsteinn Símonarson akst- ursíþróttamaður 2. sæti Bjarki Pétursson golfari 1. sæti. Helgi Guðjónsson knatt- spyrnu, körfubolta og frjálsíþrótta- maður. Aðrar viðurkenningar og verð- laun sem UMSB veitti við þetta tækifæri voru maraþonbikarinn sem veittur er fyrir besta tímann í mara- þonhlaupi á árinu. Stefán Gíslason hlaut þennan bikar sjötta árið í röð. Arnar Smári Bjarnason hlaut viður- kenningu úr Minningarsjóði Auð- uns Hlíðkvists Kristmannsonar fyr- ir góða frammistöðu í körfubolta. Einnig voru veittar viðurkenning- ar til þeirra íþróttamanna sem vald- ir voru í landslið á árinu. Það voru þau; Bjarki Pétursson - landslið í golfi Brynjar Björnsson - landslið í dansi Daði Freyr Guðjónsson - landslið í dansi Harpa Hilmisdóttir landslið í bad- minton Helgi Guðjónsson - landslið í körfu- bolta og knattspyrnu Tinna Kristín Finnbogadóttir - landslið í skák Þorgeir Þorsteinsson - landslið í körfubolta Einar Örn Guðnason - landslið í kraftlyftingum. Fleiri viðurkenningar voru veittar við þessa athöfn, svo sem fyrir góða ástundun og frammistöðu í frjálsum íþróttum. mþh Helgi Guðjónsson Íþróttamaður Borgarfjarðar 2014. Þau, eða fulltrúar þeirra, sem fengu viðurkenningar við athöfnina sem haldin var í Hjálmakletti í Borgarnesi á sunnudag. Arnar Smári Bjarnason körfubolta- maður hlaut viðurkenningu úr Minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmannssonar. Hl

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.