Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015 Í jólablaði Skessuhorns var viðtal við Elsu Fanneyju Grétarsdóttur lista- og víkingakonu úr Grundar- firði. Þar var meðal annars sagt frá því að Elsa Fanney og fjölskylda hennar ætti von á öðruvísi jólum en alla jafnan en Elsa og eiginmaður hennar, Markús Ingi Karlsson, áttu von á sínu fjórða barni 30. desemb- er síðastliðinn. Drengurinn litli lét bíða aðeins eftir sér og fæddist ekki fyrr en á þrettándanum. „Hann beið eftir álfunum,“ sagði Markús Ingi brosandi þegar blaðamaður Skessu- horns kíkti í heimsókn til hjónanna þar sem þau voru í góðu yfirlæti á fjölskylduherbergi kvennadeildar HVE á Akranesi stuttu eftir fæð- inguna. Sprengdu tertu á bryggjunni Að sögn Elsu Fanneyjar gekk fæð- ingin mjög vel. „Þetta gekk rosa- lega vel þegar það fór loksins eitt- hvað að gerast. Við vorum búin að vera hérna á Skaganum frá settum degi,“ sagði hún. Elsa Fanney fór í mæðraskoðun þann dag og þótti þá líkleg til að eiga barnið stuttu síð- ar. „Þær vildu því ekki hleypa okkur heim. Enda er veðrið búið að vera leiðinlegt og maður nennir kannski ekki að taka sénsinn á að vera að keyra á milli í vondu veðri þeg- ar maður er alveg að fara af stað,“ útskýrði hún. En biðin varð lengri en verðandi foreldrarnir áttu von á, enda fæddist drengurinn ekki fyrr en viku eftir settan dag. Það voru því ekki bara jólin sem urðu öðru- vísi en vanalega hjá fjölskyldunni við Hrannarstíg 4, heldur áramótin einnig. Foreldrarnir voru með her- bergi í læknabústað HVE á með- an á biðinni stóð en eldri börnin biðu hjá ömmu og afa í Grundar- firði á meðan „Það var góð aðstaða í læknabústaðnum og fínt að geta hlaupið hingað yfir, beint á deild- ina,“ útskýrir Elsa Fanney. „Ára- mótin voru allt öðruvísi en maður er vanur. Við keyptum þó eina tertu og sprengdum hana á bryggjunni. Við kíktum þangað, meðal ann- ars til að sjá áramótin í Reykjavík. Svo fengum við okkur Júmbó sam- loku,“ segja þau. „Við höldum okk- ar áramót þegar við komum heim. Steikin bíður í ísskápnum heima,“ bætir Markús við. Síminn hringdi mikið Elsa Fanney segir að biðin eftir barninu hafi reynt aðeins á þolin- mæðina. „Við sáum konur koma í læknabústaðinn. Svo kviknaði stuttu síðar ljós á fæðingastofunni,“ seg- ir Elsa Fanney og hlær. Reynt var að flýta fæðingunni hjá Elsu Fann- eyju með því að hreyfa við belgnum en án árangurs. Það var ekki fyrr en 6. janúar kl. 18:23, eftir að belgur- inn var sprengdur, að litli drengur- inn kom í heiminn 3.860 grömm að þyngd og 54 sentímetra langur. Það voru þó ekki bara foreldrarnir og systkini sem biðu spennt eftir fæð- ingu barnsins. Mikil spenna mynd- aðist í Grundarfirði og víðar um landshlutann. „Það voru allir farn- ir að bíða eftir barninu. Síminn er búinn að hringja mikið undanfarna daga, sérstaklega eftir að komið var fram yfir settan dag,“ segir Markús. Sagt var frá því nýverið að Grund- firðingum hefði fjölgað um liðlega 3% frá upphafi árs í fyrra. Þegar sú frétt var skrifuð voru Grundfirð- ingar akkúrat 900 talsins, það má því kannski segja að litli víkingur- inn hafi verið númer 901. Þá er von á öðru litlu víkingabarni í Grund- arfirði fljótlega. „Vinur okkar úr víkingafélaginu Glæsi á von á sér í febrúar. Það verður því örugglega svakalega gaman í sumar,“ segja foreldrarnir nýbökuðu að endingu. grþ Á bæjarstjórnarfundum í Grundar- firði hefur verið komið á vinalegri hefð. Þar hefst hver fundur á því að allir nýir Grundfirðingar eru boðnir velkomnir í heiminn og þeirra sem hafa látist er minnst. Sigurborgu Kr. Hannesdóttur fyrrum forseta bæjarstjórnar datt í hug að koma þessari hefð á þegar hún tók við embættinu á síðasta kjörtímabili. Hún tók upp þá venju að nýburar yrðu boðn- ir velkomn- ir með lófa- taki og að ris- ið yrði úr sæt- um fyrir þeim sem hafa látist og þeim vott- uð virðing. Þá voru einn- ig höfð nokk- ur orð um þá látnu, um hverju fólk hafði helst sinnt í lífinu. „Styrkur lítilla samfé- laga er að hver einstaklingur vegur mun þyngra en í þeim stærri. Mér finnst mikilvægt að fólk sé meðvit- að um það. Ég kynntist starfi í Wa- les, þar sem unnið er með meðvit- aðri hætti að því hvernig við byggj- um upp samfélög. Þar er sterk vit- und um að fagna hverjum nýjum og kveðja þá sem hafa kvatt okkur. Ég hef mestan hluta ævinnar búið í litlum samfélögum og mér er hug- leikið hvað allir skipta miklu máli,“ segir Sigurborg aðspurð um hvern- ig það kom til að henni datt þessi gjörningur í hug. Feimin fyrst Hún segist þó hafa verið örlít- ið feimin þegar hún gerði þetta í fyrsta sinn í þáverandi bæjarstjórn. „Ég vissi í raun ekki hvernig fólk myndi taka í þetta. En ég ákvað að kýla bara á þetta. Fólk var aðeins feimið við þetta fyrst en það bráði mjög fljótt af. Mér fannst þetta rosalega gott þegar fólk var orðið vant þessu.“ Hún bætir því við að á síðasta bæjarstjórnarfundi henn- ar hafi henni þótt vænt um þegar einn af bæjarfulltrúunum reis úr sæti og til- kynnti að hann vildi að þess- ari hefð yrði hald- ið áfram, með góð- um und- i r t e k t u m annarra á fundinum. „Mannlegi vinkillinn í pólitíkinni má ekki gleymast,“ segir hún. Gefa sængurgjafir Þá má geta þess að nýburar í Grundarfirði eru einnig boðn- ir velkomnir með öðrum hætti. Grundarfjarðarbær færir ný- fæddum börnum í Grundarfirði sængurgjöf í nafni samfélagsins. „Það er gert í samræmi við fjöl- skyldustefnuna sem samþykkt var árið 2006. Það er gert í samstarfi við starfsmenn heilsugæslunnar. Þannig að einu sinni á ári koma öll börn sem fæddust á árinu og foreldrar þeirra saman og þar er gjöfin afhent og þeir boðnir vel- komnir,“ segir Sigurborg að lok- um. grþ Þriðjudaginn 6. janúar, á þrett- ándanum, kom upp eldur í húsakynn- um vélsmiðju Jötunstáls á Breiðinni á Akranesi. Starfsmenn fyrirtækisins kölluðu Slökkvilið Akraness og Hval- fjarðarsveitar til strax og eldsins varð vart. Greiðlega gekk að slökkva. All- nokkrar hita- og sótskemmdir urðu á húsnæðinu. Allar rafmagnslagnir eyðilögðust sem og flest rafmagns- tæki. Starfsmenn Jötunstáls vinna nú að því að hreinsa húsakynni vélsmiðj- unnar, mála og koma öllu í gott horf svo starfsemin geti hafist að nýju. Eldsupptök eru ókunn en það kviknaði í ruslafötu. „Báðir starfs- menn okkar voru í kaffi þegar eld- urinn kviknaði. Kaffistofan er yfir verkstæðinu og þeir fundu einhverja skrítna lykt. Þegar þeir komu nið- ur logaði þar eldur. Það var ekk- ert annað fyrir þá að gera en koma sér út og kalla á slökkvilið enda voru einir níu gaskútar hérna. Þeir gerðu rétt í því. Eignatjón er eitt en ann- að ef menn hefðu slasast. Sem bet- ur fer gerðist það ekki og slíkt er fyr- ir öllu,“ sögðu eigendur Jötunstáls þeir Birgir Fannar Snæland og Stur- laugur Agnar Gunnarsson við blaða- mann Skessuhorns daginn eftir brun- ann. Tjónið hjá Jötunstáli er töluvert bæði vegna sóts og hita og meira en virtist við fyrstu sýn. Af ummerkjum má sjá að það varð greinilega mik- il hitamyndun í húsnæðinu þótt eld- urinn yrði aldrei mikill. „Sennilega hafa orðið skemmdir á rafmagnstækj- um og þau jafnvel ónýt. Allt rafmagn í húsnæðinu er ónýtt og þarf að end- urnýja,“ sögðu þeir félagar og bættu við að þeir hefðu brunatryggt. Lá við stórbruna Það mátti ekki miklu muna að færi miklu verr. Tréverk innanhúss sviðn- aði og lá við íkveikju í því. Augljóst var á sumum gaskúta vélsmiðjunnar að þeir lentu í verulegum hita sem myndaðist í húsinu áður en slökkvi- liðið réði niðurlögum eldsins. „Við vissum nákvæmlega hvar allir gas- kútarnir stóðu og gátum leiðbeint slökkviliðinu. Hér voru líka allar merkingar í góðu lagi. Slökkvilið- ið kom fljótt og liðsmenn þess gátu gengið að skiltum sem sögðu að hér væru gaskútar og hvernig efni væri í þeim. Það að ekki fór verr má með- al annars þakka því að menn voru hér þegar eldurinn kom upp og kallað var strax á slökkviliðið sem brást fljótt við. Við vitum ekki hvað kveikti eldinn en hann kom upp í rusli. Þeir höfðu náttúrulega verið að vinna þarna við rafsuðu og slíkt og það gæti hafa hlaupið neisti í eitt- hvað.“ Aftur í rekstur sem fyrst Enn var unnið að hreinsun í húsa- kynnum Jötunstáls í byrjun þessar- ar viku. Eigendurnir segjast hvergi af baki dottnir þrátt fyrir þetta áfall. Þeir stefna á að koma rekstrinum aft- ur af stað í lok þessarar viku. „Verk- efnastaðan hjá okkur hefur verið góð, okkur gekk vel á síðasta ári. Við höfum starfað fjórir hér í vetur en í fyrrasumar þegar mest var að gera við að útbúa bátaflotann til markíl- veiða vorum við tólf talsins. Nú vor- um að vinna í innréttingum fyrir nýtt hesthús. Þetta er áfall en við lát- um ekki bugast af þessu. Við ætlum okkur að ná rekstrinum á skrið aftur sem allra fyrst. Byrjað verður í þeim helmingi húsnæðisins sem slapp bet- ur frá brunanum og síðan hinum megin,“ sögðu þeir Birgir og Stur- laugur þegar Skessuhorn leit við hjá þeim á mánudagsmorgun. mþh Nýjum Grundfirðing- um fagnað með lófataki Litli víkingurinn í Grundarfirði fæddur Foreldrarnir Markús Ingi Karlsson og Elsa Fanney Grétarsdóttir með yngsta soninn. Verulegt brunatjón hjá Jötunstáli á Akranesi Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kom fljótt á vettvang með öflugt lið og bíla. Til öryggis voru sjúkrabílar einnig kallaðir út. Húsnæðið fylltist af þykkum svörtum reyk og greinilegt að mikil hitamyndun hefði orðið innandyra. Það skapaði hættuástand því fjölmargir gaskútar voru í vélsmiðjunni. Illt var umhorfs í húsnæði Jötunstáls eftir brunann. Starfsmenn Jötunstáls við hreinsunarstörf á mánudaginn. Frá vinstri: Grzegorz Palinski, Birgir Fannar Snæland, Sturlaugur Agnar Gunnarsson og Stefán Örn Guðmundsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.