Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015 Söguleg stund þegar lítraverð eldsneytis fór niður úr 200 krónum Bíleigendur þekkja það vel hversu mikil áhrif það hefur á budduna þegar eldsneytisverð er hátt. Því hafa Íslendingar kynnst undan- farin ár. Verðlækkun hefur orðið á heimsmarkaðsverði á olíu undan- farna mánuði og jafnvel hér á landi er lækkana nú farið að gæta hjá olíu- félögunum. Síðastliðinn föstudag urðu svo þau tímamót að líterinn af bæði dísilolíu og bensíni fór nið- ur fyrir 200 krónurnar. Meðfylgj- andi skjámynd er af söluskilti Olís á Akranesi, en það gæti eins hafa ver- ið hinna félaganna, þar sem verðið á þessum tímapunkti var nánast það sama upp á aur á öllum útsölustöð- um á Akranesi. mm Nýtt hús Bifreiðastöðvar ÞÞÞ risið á Akranesi Nýbygging Bifreiðastöðvar Þórð- ar Þ. Þórðarsonar á Akranesi er nú risin við Smiðjuvelli í útjaðri bæjarins. Þetta gamla og rótgróna fyrirtæki hefur um áratuga skeið sinnt flutningum milli Akraness og Reykjavíkur. Það þjónustar einnig Grundartangasvæðið. Nýja húsið er vel í sveit sett fyrir þessa starf- semi þar sem það hefur verið byggt við innkeyrsluna norðanmegin inn í Akranesbæ. Húsið er 1.450 fer- metrar að grunnfleti. Í heildina verður húsnæðið þó 1.690 fer- metrar þar sem skrifstofuhlutinn með kaffistofu og annarri aðstöðu verður á tveimur hæðum. Iðnaðar- menn vinna nú við frágang innan- húss auk þess sem eftir er að mal- bika aðkeyrslu og bílastæði utan- dyra og girða lóðina af. Samkvæmt áætlunum stóð til að fyrirtækið flytti inn í nýja húsið nú um áramótin. Tafir hafa orðið til að ekki náðist að halda þau tíma- mörk. „Við erum eiginlega í vand- ræðum núna með útisvæðið. Það á eftir að malbika það. Hér hljóp allt í frost í nóvember. Það er búið að vera viðvarandi síðan og ekk- ert verið hægt að gera vegna þess,“ segir Þórður Þ. Þórðarson fram- kvæmdastjóri í samtali við Skessu- horn. Iðnaðarmenn vinna nú af kappi við að ljúka við bygginguna. Á síðasta ári keypti Akranesbær eldra hús fyrirtækisins með lóð við Dalbraut. Þar hefur Bifreiðastöð ÞÞÞ haldið til í tuttugu ár eða síð- an 1994. Samkvæmt samkomulagi á að afhenda þessar eignir í mars næstkomandi. mþh Þórður Þ. Þórðarson með nýja húsið í baksýn. Nýja húsið er rúmgott. Iðnaðarmenn vinna nú af kappi við frágang innandyra. Utanhúss verður farið í að ganga frá lóð og malbika plan um leið og frost fer úr jörðu. Hótel Húsafell Veitingastjóri Sumarstörf Um er að ræða fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg heilsárs- og sumarstörf við ferðaþjónustu hjá fyrirtækinu Á Húsafelli er hótel, veitingastaður, bistró, verslun, sundlaug, tjaldsvæði, golfvöllur, upplýsingamiðstöð og sumarhúsabyggð Við opnum glæsilegt 4ja stjörnu hótel sumarið 2015 Afþreying, útivist og náttúruskoðun verður í fyrirrúmi, þar sem gestir geta sameinað munað lúxushótels og ævintýramennsku í stórkostlegri náttúru. Á jarðhæð hótelsins verða 36 rúmgóð herbergi, þar af 6 lúxusherbergi. Þar verður einnig gestamóttaka, bar og glæsilegur veitingasalur. Neðri hæðin hýsir miðstöð náttúruskoðunar og útivistar sem tengist með aðkomutorgi við sundlaugina, golfvöllinn, þjónustumiðstöð og bistró veitingastað. Aðstaða verður fyrir búnað til jöklaferða, hellaskoðunar og gönguferða. Á hæðinni er einnig fjölnota salur sem hentar vel til sýninga og fundahalda. Hótel Húsafell auglýsir eftir kraftmiklu fólki til starfa Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.