Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015
Ríflega sala á dag
að jafnaði
VESTURLAND: Á Vestur-
landi var þinglýst 33 kaupsamn-
ingum um fasteignir í desemb-
er. Þar af voru 17 samningar um
eignir í fjölbýli, 12 samning-
ar um eignir í sérbýli og fjór-
ir samningar um annars konar
eignir. Heildarveltan í þessum
viðskiptum var 729 milljónir
króna og meðalupphæð á samn-
ing 22,1 milljón króna. Af þess-
um 33 samningum voru 19 um
eignir á Akranesi. Þar af voru
12 samningar um eignir í fjöl-
býli, sex samningar um eignir í
sérbýli og einn samningur um
annars konar eign. Heildarvelt-
an var 423 milljónir króna og
meðalupphæð á samning 22,3
milljónir króna. –mm
Erum farin að
eyða meiru
LANDIÐ: Í nóvembermán-
uði síðastliðnum voru fluttar út
vörur fyrir 50,2 milljarða króna
og inn fyrir 44,9 milljarða króna
fob (48 milljarða króna cif).
Vöruskiptin í nóvember, reikn-
uð á fob verðmæti, voru því
hagstæð um 5,3 milljarða króna.
Í nóvember 2013 voru vöru-
skiptin hagstæð um 11,4 millj-
arða króna á gengi hvors árs.
Bráðabirgðatölur fyrir desemb-
er benda til að fluttar hafi ver-
ið inn vörur fyrir 42 milljarða
en út fyrir 49,3. Fyrstu ellefu
mánuði ársins 2014 voru flutt-
ar út vörur fyrir 538,1 milljarð
króna en inn fyrir 539,9 millj-
arða króna fob (577,3 milljarða
króna cif). Vöruskiptin við út-
lönd voru því óhagstæð um 1,8
milljarða króna, reiknað á fob
verðmæti, en desember bætir
það upp þannig að vöruskiptin
verða hagstæð um örfáa millj-
arða þegar upp verður stað-
ið. Engu að síður erum við að
eyða hlutfallslega meiru en
áður í hlutfalli við hvað við öfl-
um. Fyrstu ellefu mánuði árs-
ins 2013 voru vöruskipti við út-
lönd hagstæð um 43 milljarða
á gengi hvors árs. Vöruskipta-
jöfnuðurinn verða því tæpum
40 milljörðum króna lakari nú
en árið 2013. –mm
Landsskipulags-
stefna og skipu-
lagsgerð sveitar-
félaga
BORGARNES: „Skipulags-
stofnun kynnir auglýsta til-
lögu að Landsskipulagsstefnu
2015-2026 á opnum fundi í
Landnámssetrinu Borgarnesi
mánudaginn 19. janúar n.k. kl.
15-17. Á fundinum verður til-
lagan kynnt auk þess sem að
fjallað verður sérstaklega um
framfylgd landsskipulagsstefnu
í skipulagsgerð sveitarfélaga
svo sem við endurskoðun að-
alskipulags. Jafnframt verður
bein útsending frá kynningu í
Reykjavík 29. janúar kl. 15-17
og má sjá hana á heimasíðu
Skipulagsstofnunar. Tillöguna,
ásamt umhverfismati og fylgi-
skjali, Skipulagsmál á Íslandi
2014 – lykilmælikvarðar og fyr-
irliggjandi áætlanir, má nálgast
á www.landsskipulag.is og www.
skipulagsstofnun.is, en frest-
ur til að skila athugasemdum er
til 13. febrúar 2015,“ segir í til-
kynningu frá Skipulagsstofnun.
–mm
Skipakom-
um fækkar en
brúttótonn-
afjöldi eykst
FAXAFLÓI: Í samantekt
um skipakomur hjá Faxaflóa-
höfnum á síðasta ári kemur
fram að heildarfjöldi skipa yfir
100 brúttótonn sem komu til
hafna á árinu 2014 var 1.406
og er það fækkun um 66 skip
frá árinu 2013. Hins vegar
eykst brúttótonnafjöldinn um
408.000 tonn og var árið 2014
samtals 9.117.949 tonn. Í til-
kynningu á heimasíðu Faxa-
flóahafna segir að athyglisverð
þróun hafi verið í skipakom-
um undanfarin ár. Helst beri
að nefna að eftir hrun fækk-
aði komum flutningaskipa
en þeim hefur fjölgað aftur
og fiskiskipum hefur fækkað,
þó svo að brúttótonnafjöldi
þeirra hafi aukist verulega. Þá
hefur orðið fjölgun í komum
skemmtiferðaskipa og stærð
þeirra aukist verulega síðustu
ár. Þróun í komum fiskiskipa
er athyglisverð að því leyti að
komum þeirra hefur fækkað
en stærð þeirra vaxið. Þann-
ig hefur frá árinu 2010 fækk-
að komum fiskiskipa um 18%
eða um 129 komur á meðan
brúttótonn þeirra hefur auk-
ist um 7% eða um tæp 56.000
tonn. –þá
Íbúum fjölgar
á ný
GRUNDARFJ: Grundfirð-
ingum hefur fjölgað um lið-
lega 3% frá upphafi árs-
ins 2014. Þann 1. desember
2013 voru þeir 872 talsins og
höfðu ekki verið færri í 21 ár,
frá 1992. Frá því ári hafa íbú-
ar í Grundarfirði verið um
og yfir 900 talsins, flestir árið
2006 þegar 975 manns bjuggu
í sveitarfélaginu. Nú hefur aft-
ur á móti fjölgað á nýjan leik
og í upphafi árs voru Grund-
firðingar aftur orðnir 900 tals-
ins. –grþ
Veggjaldið hækkar ekki þrátt
fyrir hærri virðisaukaskatt
Veggjald í Hvalfjarðargöngum
breytist ekki í byrjun árs 2015 þrátt
fyrir að virðisaukaskattur á veggjöld
hafi verið hækkaður úr 7% í 11%
á nýársdag. Viðskiptavinir Spal-
ar njóta þess á þann hátt að um-
ferðin hefur aukist, segir í tilkynn-
ingu á heimasíðu fyrirtækisins. Bú-
ast hefði mátt við hækkun veggja-
lds núna í ársbyrjun í samræmi
við aukna gjaldheimtu ríkisins en
stjórn Spalar ákvað í desember að
láta félagið taka virðisaukaskatts-
hækkunina á sig í stað þess að velta
henni yfir á viðskiptavini sína. Um-
ferðin í göngunum var nokkru
meiri á árinu 2014 en reiknað var
með og tekjurnar að sama skapi
umfram áætlun. Viðskiptavinirn-
ir njóta þessarar stöðu mála með
því að greiða óbreytt veggjald. Í
tilkynningu Spalar segir einnig að
ætla megi að ríkissjóður innheimti
um 45 milljónir króna til viðbótar
af ársumferð í Hvalfjarðargöngum
með því að hækka virðisaukaskatt
úr 7% í 11%. þá
Hreinsað verður upp úr hættulegum
vegarskurðum við Akrafjallsveg
Í sífelldum leysingum að undan-
förnu hafa vegarskurðir við Akra-
fjallsveg, í flóanum norðan Akra-
fjalls, verið fullir af vatni. Glöggur
lesandi Skessuhorns hafði samband
við ritstjórn og benti á að barma-
fullir skurðir af þessu tagi væru
mikil slysagildra. Ef bíll lenti útaf
veginum og hafnaði t.d. á hvolfi í
skurðum sem þessum þyrfti ekki
að spyrja að leikslokum. Þarna væri
eðja og vatn og afar erfitt að komast
upp úr dýi af þessu tagi.
Magnús Valur Jóhannsson um-
dæmisstjóri Vegagerðarinnar á
Norðvestursvæði segir aðspurð-
ur að fullir vegaskurðir hafi ver-
ið talsvert til umræðu innanhúss
hjá Vegagerðinni ásamt reynd-
ar allmörgum sambærilegum mál-
um. „Þessir vegaskurðir eru víða til
vandræða og mínir menn hafa tölu-
verðar áhyggjur vegna viðhalds-
leysis, þ.e. hreinsunar þeirra. Við
höfum mjög lítið fjármagn til að
sinna verkefnum sem þessum, en
ætlum hins vegar að láta hreinsa
upp úr skurðinum við Akrafjalls-
veginn eins fljótt og kostur er,“ seg-
ir Magnús Valur. Hann bætir við að
nú sé komið nýtt fjárhagsár og þá
skapist svigrúm til þess. „Þetta er
töluverð aðgerð að hreinsa upp úr
þessum skurðum þar sem aka verð-
ur með allt efni í burtu vegna hita-
veituleiðslunnar sem er á skurð-
bakkanum.“
mm
Festu þakplötur á Sjóbúðum
Björgunarsveitin Lífsbjörg var í há-
deginu síðastliðinn fimmtudag köll-
uð út vegna þess að þakplötur voru
farnar að losna af Sjóbúðum við
Ólafsbraut. Fenginn var skotbónu-
lyftari til að komast upp á þak. Bál-
hvasst var meðan verkið var unn-
ið en á myndinni má sjá Viðar Haf-
steinsson formann Lífsbjargar og fé-
laga hans að störfum.
þa
Svona leit skurðurinn út við veginn á móts við Herdísarholt í síðustu viku. Verkið
er afar kostnaðarsamt þar sem heitavatnsleiðslan er á skurðbakkanum og því
þarf að aka öllu efni burtu.