Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015 Nám í svæða- og viðbragðsskóla Þórgunnu Vorönn hefst þriðjudaginn 3. febrúar kl. 18.00 – 21.00 Kennsla eitt kvöld í viku Tilvalið fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa sjálfstætt Námið er viðurkennt af S.M.F.Í. og B.Í.G. og er niðurgreitt af stéttarfélögum. Nánari upplýsingar á heilsusetur.is og í síma 896 9653 Kennslustaður er Ástu-Sólliljugata 7, Mosfellsbæ S K E S S U H O R N 2 01 5 H E I L S U S E T U R Þ Ó R G U N N U Skagfirskur vélstjóri hund- óánægður með Akraneshöfn „Þetta er lélegasta höfn á landinu. Það er bara þannig. Sogið hér í höfninni er þvílíkt að það er ekki hægt að binda skip hér ef eitthvað er að veðri. Við erum búnir að vera hér margar nætur og daga í end- um síðan við komum með skipið hingað inn. Legan hér er búin að kosta okkur mörg hundruð þús- und í landfestatógum. Skipið hef- ur hreinlega slitið spottana af sér,“ segir Óli Sigurjón Pétursson vél- stjóri á togaranum Málmey SK. Eins og sjá má er þessi reyndi vél- stjóri langþreyttur á því sem hann telur afleit hafnarskilyrði á Akra- nesi og hann tjáir sig um það á ósviknu sjómannamáli. Telur aðstöðuna alveg hroðalega Málmey SK hefur legið yst við stóra hafnargarðinn svokallaða í Akraneshöfn frá því skipið kom úr miklum endurbótum í Póllandi nú laust fyrir jól. Á Akranesi er verið að setja um borð búnað frá Skag- anum og 3X-Technology sem á gerbylta meðhöndlun fiskjar um borð í fiskiskipum. Tíðir umhleyp- ingar með stormum hafa hins veg- ar leikið Málmeyna grátt þar sem skipið liggur við bryggjuna. Það kom nýmálað og fínt frá Póllandi en nú sér verulega á málningunni á stjórnborðssíðu þess sem ligg- ur upp að hafnargarðinum. Tveir landgangar skipsins hafa orðið fyr- ir skemmdum. Sjómenn í áhöfn Málmeyjar hafa á orði að ókyrrðin sé mikil þarna í höfninni þar sem sjórinn sogast inn og út um hafn- arkjaftinn. „Fyrstu nóttina eftir að við komum hingað í desember þá stóð til að við færum hreinlega í burtu héðan. Sogið í höfninni var svo mikið. Skipstjórinn var tilbú- inn að setja í gang og keyra í burt. Að bjóða mönnum upp á þetta er alveg hroðalegt. Koma hing- að með skip og ætla að stoppa hér í nokkrar vikur til endurbóta og þurfa svo að gera við skipið þegar maður kemur heim. Faxaflóahafnir ættu að vera skaðabótaskyldar fyr- ir að bjóða mönnum upp á svona hafnaraðstöðu,“ segir Óli Sigurjón Pétursson vélstjóri á Málmey. „Ég er búinn að vera hér í þrjár vik- ur og hef verið hér flestar nætur í spottum. Ég er ekki ánægður.“ Suðvestanáttin vanda- mál í Akraneshöfn Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxa- flóahafna segir að það sé ekk- ert nýtt að ókyrrð sé í Akranes- höfn þegar stífar suðvestanáttir hafa geisað í Faxaflóa. „Þetta hef- ur í sjálfu sér verið þekkt um ára- tugaskeið. Því er þó ekki að neita að við höfum heyrt menn sem hafa ekki eða lítt komið til hafnarinn- ar kvarta yfir ókyrrð við þessar að- stæður. Þeir sem þekkja til eru hins vegar vanir að gera viðeigandi ráð- stafanir með skip sín varðandi það að binda þau betur og þess háttar,“ segir Gísli. Hafnarstjórinn bendir á að Faxaflóahafnir hafi reyndar ný- lega unnið í því að reyna að draga úr sogi og ókyrrð í Akraneshöfn. „Á síðasta ári var farið í verulegar dýpkunarframkvæmdir í höfninni. Hafnarkjafturinn var til að mynda dýpkaður einmitt til að fara að ráðum um að slíkt myndi draga úr ókyrrð inni í sjálfri höfninni. Mið- að við það sem þeir segja á Málm- ey þá er nokkuð ljóst að þetta hef- ur ekki dugað alfarið til að þessi vandamál væru úr sögunni. Suð- vestanáttin er Akkilesarhæll Akra- neshafnar,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri. mþh Óli Sigurjón Pétursson vélstjóri á Málmey SK segir Akraneshöfn þá lélegustu á landinu og hann hefur heimsótt þær margar. Málmey SK við bryggju á Akranesi. Skipið hefur legið fremst við stóra hafnargarðinn, meðal annars vegna þess að önnur bryggjupláss voru upp- tekin á meðan uppsjávarskip lágu í höfn í nóvember og desember. Framtíð háskóla í Borgarbyggð Ráðstefna föstudaginn 30. janúar frá kl. 9:30 – 14:30 í Hjálmakletti Ráðstefna um framtíð háskóla í Borgarbyggð verður haldin í Hjálmakletti í Borgarnesi, föstudaginn 30. janúar næstkomandi. Ráðstefnan er haldin í samstarfi Borgarbyggðar, Háskólans á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Snorrastofu og Framfarafélags Borgfirðinga. Á ráðstefnunni verður fjallað um framtíð háskóla í Borgarbyggð og hvernig styrkja megi starfsemi þeirra. Meðal gesta verður Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Dagskrá auglýst nánar síðar. Framfarafélag Borgfirðinga Körfuknattleiksfélag Akraness Íþróttahúsið við Vesturgötu 1. deild karla Fimmtudaginn 15. janúar kl. 19:15 ÍA – HAMAR Fjölmennum og hvetjum ÍA til sigurs!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.