Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015
Bíll fór útaf Borgarfjarðarbraut
skammt frá Seleyri á áttunda tím-
anum sl. mánudagsmorgun. Hafn-
aði bíllinn á hvolfi utan vegar í
krapaelg. Lögregla og sjúkrabifreið
komu skjótt á vettvang og þá var
Slökkvilið Borgarbyggðar kallað til
þar sem áætlað var að beita þyrfti
klippum á bílinn. Til þess kom þó
ekki. Var pari og ungu barni bjarg-
að úr bílnum meðal annars af veg-
farendum sem komu fyrstir á slys-
stað og fólkið flutt til skoðunar á
heilsugæslustöðina í Borgarnesi.
Annað þeirra fullorðnu var í fram-
haldinu flutt til frekari skoðunar
til Reykjavíkur. Að sögn lögreglu
voru atvik slyssins þau að parið var
að koma niður Arnardalsbrekkuna
á bíl sínum og mætti öðrum bíl í
brekkunni. Við það að víkja lenti
bíllinn í snjódrift, snérist á veginum
og lenti síðan utan vegar. Að mati
lögreglu slapp fólkið tiltölulega vel
frá þessu óhappi en bíllinn er mikið
skemmdur.
„Ég vil vera hjá þér“
Eiríkur Jónsson fyrrverandi for-
maður Kennarasambandsins var
með fyrstu mönnum á vettvang og
tók þátt í björgun fólksins úr illa
förnum bílnum þar sem hann lá á
hvolfi utan vegar í krapaelg. „Ég var
í þriðja bíl sem kom að þessu slysi.
Þeir sem komu að slysinu á undan
mér voru búnir að hringja á Neyð-
arlínuna og óska eftir aðstoð. Ég
spurði hvort einhver væri í bílnum
og geng svo að bílnum og heyrði
í fólkinu þar inni,“ segir Eiríkur í
samtali við Skessuhorn. Hann seg-
ir sporin að bílnum hafa verið þung
en maðurinn hafi strax sagt að það
væri í lagi með þau og hann hafi ró-
ast við að heyra það. „Ég var beð-
inn um að bjarga barninu. Ég lagð-
ist niður og opnaði afturhurðina og
sá að barnið var í góðum bílstól.
Bíllinn var á hvolfi og drengurinn
hékk á ólunum og var sem betur fer
ómeiddur. Ég losaði hann úr stóln-
um og fór með hann inn í bíl hjá
mér, því hann var farinn að skjálfa,“
útskýrir Eiríkur. Drengurinn beið í
bílnum með Eiríki á meðan foreldr-
unum var hjálpað, þar til sjúkrabif-
reiðin kom á slysstað. „Ég hugsaði
bara um barnið, svo hann yrði ekki
hræddur. Ég spjallaði við hann og
gætti þess að hann yrði ekki einn.
Hann var alveg rólegur og þeg-
ar lögreglan kom á vettvang sagði
hann alveg yfirvegaður: „Þarna
kemur löggan“.“ Eiríkur segir bið-
ina eftir lögreglunni og sjúkrabif-
reiðinni ekki hafa verið langa. „Bið-
in var mjög stutt. Ég stoppaði þarna
í samtals korter eða tuttugu mínút-
ur. En það er alveg öruggt að belt-
in björguðu í þessu tilfelli. Mað-
Háskólarnir í Borgarbyggð, í sam-
starfi við Snorrastofu, Framfarafé-
lag Borgfirðinga og sveitarstjórn,
hafa boðað til ráðstefnu um framtíð
háskóla í Borgarbyggð. Hún mun
fara fram föstudaginn 30. janú-
ar klukkan 9:30 til 14:30 í Hjálm-
akletti í Borgarnesi. Fjallað verður
á breiðum grunni um framtíð há-
skóla í héraðinu og hvernig styrkja
megi starfsemi þeirra. Nánari dag-
skrá liggur ekki fyrir að svo stöddu,
en þó er ljóst að Illugi Gunnarsson
menntamálaráðherra hefur þegið
boð um að mæta.
Kolfinna Jóhannesdóttir sveit-
arstjóri segir að ríkt hafi ákveðin
óvissa um framtíð háskóla í Borg-
arfirði. „Við teljum að nú sé lag að
horfa til þess hvernig megi styrkja
starfsemi okkar háskóla hér í hér-
aði meðal annars með auknu sam-
starfi. Á ráðstefnunni verða mjög
áhugaverð erindi meðal annars um
hlutverk og ögranir háskóla í dreif-
býli, um hugmyndir um sameig-
inleg verkefni og margt fleira. Við
vitum öll um mikilvægi háskólanna
og okkur finnst við öll eiga eitt-
hvað í þeim. Ráðstefna um framtíð
háskóla í Borgarfirði getur varp-
að ljósi á mörg tækifæri í starfsemi
þeirra,“ segir Kolfinna.
mm
Vetrarvertíð á loðnu er nú að fara
af stað. Öll þrjú uppsjávarveiði-
skip HB Granda sem hafa leg-
ið í Akraneshöfn um nokkurra
vikna skeið héldu úr höfn í lok
síðustu viku. För þeirra var heit-
ið til Reykjavíkur þar sem veiðar-
færin voru sótt áður en haldið var
á miðin norður af Melrakkasléttu.
Markaðshorfur fyrir frysta loðnu
eru í mikilli óvissu vegna efna-
hagskreppunnar sem dunið hef-
ur á Rússlandi í kjölfar verðfalls á
olíu. Menn virðast þó ekki ætla að
láta það slá sig út af laginu nú í
upphafi vertíðar.
Loðnuveiðar byrja rólega á nýju
ári. Um tíu skip voru við veiðar
um í byrjun vikunnar. Tvö skip
HB Granda, þau Faxi RE og Ing-
unn AK, hafa þó fengið afla sem
landað er á Vopnafirði. „Það er
óskaplega lítið um að vera núna.
Við vorum að veiðum í gær og
fengum þá eitthvað um 300 tonn
í einu hali sem var þó allt í lagi.
Ætli við séum ekki komnir með
um 600 í heildina núna. Við erum
að toga með flotvörpunni eins og
er, en förum í land þegar búið
verður að hífa. Það verður land-
að á Vopnafirði. Faxi RE landaði
um 400 tonnum þar á mánudag.
Eitthvað af því var fryst en hitt fór
í fiskimjöl og lýsi,“ sagði Gunn-
laugur Jónsson skipstjóri á Ing-
unni AK í samtali við Skessuhorn
síðdegis í gær, þriðjudag.
Á leið sinni á miðin út af Norð-
austurlandi sigldi Ingunn úr Faxa-
flóa norður fyrir Vestfirði. „Þó
það sé lítið að hafa hér fyrir aust-
an þá sáum við töluvert mikið af
loðnu út af Vestjörðum þegar við
fórum þar um. Hún var þó ekki í
veiðanlegu ástandi fyrir hringnót
sem er eina veiðarfærið sem við
megum nota á þeim slóðum. Það
er hafrannsóknaskip að störfum
núna á Vestfjarðarmiðum en þar
er nú stormur,“ sagði skipstjóri
Ingunnar AK 150.
mþh
Snemma árs 2013 kom saman um-
ferðarhópur sem samanstóð af 14
fulltrúum allra vegfarendahópa í
umferðinni hér á landi. Nú hefur
þessi hópur samið og kynnt svo-
kallaðan Umferðarsáttmála. „Því
má segja að sáttmálinn sé búinn til
af þjóðinni sjálfri þar sem hún til-
greinir þá hegðun sem hún vill sjá
í umferðinni á vegum úti,“ seg-
ir í tilkynningu frá verkefnishópn-
um. Í tengslum við þessa vinnu hef-
ur lögregla, Samgöngustofa, Öku-
kennarafélag Íslands og Frumherji
útbúið viðhafnarskjal með Sáttmál-
anum sem til stendur að afhenda
hér eftir öllum þeim sem ljúka öku-
námi til undirritunar og eign-
ar. Það var svo í liðinni viku sem
Ólafur Ragnar Grímsson for-
seti Íslands afhenti fjórum ný-
liðum í umferðinni Umferðar-
sáttmálann sem þeir höfðu áður
skrifað nöfn sín undir. Það voru
þau Elín Jóna Þorsteinsdóttir,
Bjarni Máni Jónsson, Þuríður
Björg Björgvinsdóttir og Dav-
íð Reynisson sem tóku við sátt-
málanum úr hendi forsetans.
Mikið hefur áunnist í um-
ferðaröryggismálum á undan-
förnum árum. Ýmsar ástæður
hafa verið nefndar í því sam-
bandi, eins og bætt vegakerfi,
betri ökukennsla, refsipunktar fyr-
ir umferðarlagabrot og fleira. „Við
hjá Frumherja erum stolt af því að
hafa getað tekið þátt í þessari veg-
ferð, bæði með vandaðri skoðun
ökutækja og ekki síður með fag-
legri framkvæmd ökuprófa,“ segir
Orri Hlöðversson framkvæmdar-
stjóri Frumherja af þessu tilefni.
mm
Skrifa undir umferðarsáttmála
eftir töku ökuprófs
Í umferðarsáttmálanum staðfesta
verðandi ökumenn að þeir vilji fara
eftir ákveðnum grunngildum sem allir
góðir ökumenn þurfa að hafa í huga.
Handhafar fyrstu Umferðarsáttmálanna ásamt forseta og fulltrúum úr stjórn
verkefnishópsins.
Nemendur við Háskólann á Bifröst bera saman bækur sínar.
Boðað er til ráðstefnu um
framtíð háskóla í Borgarbyggð
Beltin björguðu þegar bílvelta
varð við Seleyri á mánudaginn
ur sá það við þessar aðstæður hvað
svona bílstólar eru mikið öryggis-
tæki.“ Að endingu bætir Eiríkur því
við að hann hafi fengið þær bestu
þakkir fyrir aðstoðina sem nokkur
maður getur fengið. „Þegar ég ætl-
aði að fara með barnið úr bílnum
mínum yfir í sjúkrabílinn tók hann
þéttingsfast um hálsinn á mér og
sagði: „Ég vil vera hjá þér.“ grþ
MT1: Skipverjar á Ingunni AK 250 leystu landfestar laust eftir hádegi á fimmtu-
daginn. Skipið hefur legið aðgerðalaust við bryggju síðan um 20. október eftir að
síldveiðum lauk við Vesturland. Fremstur á myndinni er Elías Svavar Kristinsson
stýrimaður frá Ströndum og Akranesi.
Loðnuvertíð að hefjast en
rólegt á miðunum