Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015
Vörur og þjónusta
PARKETLIST
PARKETSLÍPUN
OG LÖKKUN
Sigurbjörn Grétarsson
GSM 699 7566
parketlist@simnet.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
Pennagrein
Við áramót í Stykkishólmi
Við Íslendingar erum svo vel sett
að búa við rótgróið lýðræðisskipu-
lag og eiga þess kost að hafa áhrif á
stjórnarfar okkar í kosningum. Árið
2014 var ár sveitarstjórnakosninga
og geymir minningar um kosningu
til bæjarstjórnar í Stykkishólmi. Í
kjölfar þeirra tók nýr meirihluti við í
bæjarstjórn og undirritaður var ráð-
inn til starfa sem bæjarstjóri. Það
fellur því í minn hlut að skrifa þess-
ar línur í upphafi ársins. Mun ég í
þessum pistli gera grein fyrir helstu
málum sem ég hef fengist við með
bæjarfulltrúum og starfsmönnum
bæjarins á síðasta ári og þau verk-
efni sem eru á mínu borði við upp-
haf ársins 2015.
Breyttar áherslur í
bæjarstjórn
Í aðdraganda kosninganna setti H-
listinn fram skýra stefnu sem er ætl-
að að styrkja stöðu samfélagsins og
stuðla að því að atvinnulífið eflist svo
standa megi undir þeim marghátt-
uðu verkefnum sem sveitarfélögum
er ætluð. Til þess að takast á við það
verkefni þurfti bæjarstjórn að efna
til uppstokkunar við rekstur bæjar-
ins. Þær aðgerðir munu taka tíma
en eru nauðsynlegar því tekjur hafa
ekki dugað fyrir útgjöldum mörg
undanfarin ár og það ógnar starf-
semi bæjarfélagsins. Óvissa í fjár-
málastjórn kann ekki góðri lukku að
stýra til langframa og því eru breytt-
ar áherslur í rekstri og við fjármála-
stjórn nauðsynlegar svo styrkja megi
og efla efnahag bæjarins.
Fjárhagsáætlun
Stykkishólmsbæjar
fyrir árið 2015 afgreidd í
bæjarstjórn
Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæj-
ar fyrir árið 2015 var samþykkt á
síðasta bæjarstjórnarfundi fyrir jól.
Mikil vinna var lögð í gerð fjár-
hagsáætlunar og náið samráð haft
við forstöðumenn stofnana bæjar-
ins. Þær tillögur sem unnið var með
eru byggðar á úttekt Atvinnuráð-
gjafar Vesturlands og ráðgjafastof-
unnar R3-ráðgjöf. Reyndir ráðgjaf-
ar voru fengnir til þess að gera út-
tekt á rekstri bæjarins og leggja fram
tillögur um fjárhagslega og rekstr-
arlega endurskipulagningu til sam-
ræmis við þær athugasemdir sem
Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfé-
laga gerði með bréfi, dags. 28. ágúst
sl. en nefndin hafði áður sent bréf og
gert athugasemdir um rekstur sveit-
arfélagsins. Allar aðgerðir miða að
því marki að koma böndum á vöxt
útgjalda og nýta sem best þær tak-
mörkuðu tekjur sem bæjarsjóð-
ur hefur en útgjöld á hvern íbúa í
Stykkishólmi eru há miðað við sam-
bærileg sveitarfélög og starfsmenn
mun fleiri en er hjá sveitarfélögum
af svipaðri stærð.
Auknar kröfur til fjár-
málastjórnar sveitar-
félaga
Með sveitarstjórnarlögum sem tóku
gildi 1. janúar 2012 var sveitarfé-
lögum sett ströng viðmið um af-
komu og fjárhagsstöðu. Má þar
helst nefna kröfu um jákvæða sam-
anlagða rekstrarniðurstöðu á þriggja
ára tímabili og að heildarskuldir og
skuldbindingar A og B hluta sveit-
arsjóðsverði ekki hærri en 150% af
reglulegum tekjum. Stykkishólms-
bær þarf eins og önnur sveitarfélög
að taka tillit til þessa í áætlunum sín-
um fyrir árið 2015. Gert er ráð fyr-
ir að skuldaprósenta sveitarfélags-
ins verði um 131,6% á árinu 2015.
Samkvæmt áætlun mun Stykkis-
hólmsbær halda jákvæðri rekstrar-
niðurstöðu á þriggja ára tímabili og
því uppfylla reglur.
Erum á réttri leið
Bæjarstjórn hefur með afgreiðslu
fyrstu fjárhagaáætlunar þessa kjör-
tímabils markað skýra stefnu, stefnu
aðhalds og varfærni í útgjöldum og
fjárfestingum.
Þegar Eftirlitsnefndinni um fjár-
mál sveitarfélaga hafði verið kynnt-
ar ákvarðanir bæjarstjórnar um
fjárhaglega og rekstrarlega endur-
skipulagningu barst bréf frá nefnd-
inni þar sem segir m.a:
„EFS hefur yfirfarið upplýsing-
ar sveitarfélagsins og er það niður-
staða nefndarinnar að óska ekki eft-
ir frekari upplýsingum vegna fyr-
irspurnar þessarar. Jafnframt tel-
ur nefndin það góða og ábyrga af-
stöðu bæjarstjórnar að leita eftir áh-
áðri ráðgjöf vegna mögulegrar hag-
ræðingar í rekstri sveitarfélagsins.“
Það má því segja að bæjarstjórn sé
á réttri leið með þeim ákvörðun-
um sem teknar voru við undirbún-
ing og afgreiðslu fjárhagsáætlun-
ar. Ástæða er til þess að þakka for-
stöðumönnum stofnana bæjarins
þeirra hlutdeild og frumkvæði við
að gæta aðhalds í rekstri, en verk-
efninu er ekki lokið. Næsta skref-
ið er enn frekari endurskipulagn-
ing sem tryggir nauðsynlega hag-
kvæmni í rekstri og það mun leiða
til fækkunar starfsmanna.
Lækkun útsvars og
hækkun fasteignagjalds
Til að standa undir kostnaði við
rekstur sveitarfélagsins var óhjá-
kvæmilegt að styrkja tekjustofna
þess með hækkun á gjaldskrám sem
ekki höfðu fylgt verðlagsþróun og
í sumum tilvikum verið óbreytt-
ar árum saman. Gjaldskrár hækka
að jafnaði um 3,4%. Fasteignamat
íbúðarhúsnæðis lækkar að meðaltali
um 2,5% og því hefðu fasteigna-
gjöld að óbreyttu lækkað. Álagn-
ingarstuðlar fasteignagjalda breyt-
ast. Í fyrsta lagi hækkar álagningar-
stuðull íbúðahúsnæðis úr 0,43% í
0,50%, í öðru lagi hækkar álagning-
arstuðull lóðaleigu íbúðarhúsnæðis
úr 1,37% í 1,40% og í þriðja lagi
hækkar álagningarstuðull holræsa-
gjalds íbúðahúsnæðis úr 0,19% í
0,20%. Álagningarstuðull atvinnu-
húsnæðis verður óbreyttur. Til að
koma til móts við eigendur fast-
eigna sem greiða útsvar hefur verið
ákveðið að útsvarshlutfall árið 2015
lækki úr 14,52% í 14,37%. Ætti það
að geta verið hvatning fyrir þá sem
eiga fasteignir hér og gætu einn-
ig átt lögheimili og greitt útsvar til
Stykkishólmsbæjar.
Helstu niðurstöðutölur fjárhags-
áætlunar Stykkishólmsbæjar fyr-
ir árið 2015 eru þessar: Tekjur A og
B hluta eru áætlaðar 1.030,1 m.kr.
en rekstrargjöld 913,6 m.kr. Fjár-
magnsliðir eru 79,4 m.kr. Tekjur um-
fram gjöld verða því um 36,7 m.kr.
Handbært fé frá rekstri eru 138,2
m.kr., fjárfestingar 78,350 m.kr., af-
borganir langtímalána 143,8 m.kr.,
lántaka verður 100,0 m.kr. og hand-
bært fé í árslok er áætlað 57,5 m.kr.
sem er mikil breyting frá síðasta ári
þegar einungis voru 130 þúsundir
króna handbærar í árslok. Mun það
auðvelda mjög alla fjármálastjórn.
Framkvæmdir og
fjárfestingar
Helstu framkvæmdir og fjárfesting-
ar eru svo sem hér er tilgreint: Und-
irbúningur vegna viðbyggingar við
grunnskóla sem hýsi einnig tón-
listarskóla og Amtbóksafn, bygging
útiklefa við sundlaug, fyrsti áfangi
viðgerðar húsnæðis Eldfjallasafns-
ins með styrk frá Húsafriðunarsjóði,
hönnun og framkvæmdir við Maðka-
vík vegna fráveitu, gatnagerð við
Hjallatanga og Víkurgötu, lagfær-
ing gangstétta, stígagerð meðfram
þjóðvegi að Hamraendum, stíga-
gerð í Súgandisey, bætt aðgengi við
grunnskóla og íþróttahús og sund-
laug, endurbætur á bílastæði og að-
gengi við Dvalarheimili, endurbæt-
ur í ferjuhöfn, deiliskipulag hafnar-
svæðis og endurskipagnig bílastæða
á hafnarsvæði, deiliskipulag í nýrækt
og við Reitarveg, hlutdeild í svæðis-
skipulagi og hlutafjárframlag vegna
byggingar leiguíbúða.
Til þess að fjármagna fram-
kvæmdir er gert ráð fyrir eignasölu
og er unnið að því að selja húsnæði
Amtsbókasafnsins og Tónlistarskól-
ans fáist viðunandi tilboð í eignirnar.
Jafnframt er sala þessara eigna háð
því að áform um nýtingu þeirra fast-
eigna verði til atvinnuuppbygging-
ar og fjölgi atvinnutækifærum enda
um að ræða hús á einstökum lóðum.
Nýting þessara húseigna og breyt-
ingar á þeim falli að deiliskipulagi
bæjarins sem gerir strangar kröfur
um húsafriðun og umhverfismál.
Önnur mikilvæg verk-
efni sem unnið er að
Það sem af er kjörtímabilinu hefur
verið unnð fullum fetum að ýmsum
málum sem munu taka mikinn tíma
og flokkast undir að vera meðal mik-
ilvægustu verkefna sem á borði bæj-
arstjórnarinanr eru. Þar má nefna að
tryggja uppbyggingu öldrunarþjón-
ustu með sameiningu Dvalarheim-
ilis og hjúkrunardeildar Sjúkrahúss
HVE. Þau áform eru í samræmi við
það samkomulag sem unnið var og
sátt ríkir um innan bæjarstjórnar og
við ráðuneyti og stjórnendur Heil-
brigðisstofnunar Vesturlands. Þess
er að vænta að það verkefni fái fjár-
veitingu sem hluti af starfsemi HVE
þegar ró færist yfir heilbrigðismál-
in innan ráðuneyta og á Alþingi. Þá
má nefna vinnu við að skipuleggja
iðnaðarsvæði vegna þörungavinnslu
sem er mjög áhugavert verkefni.
Íbúaþróun, atvinnutæki-
færi og húsnæðismál
Við áramót eru íbúar Stykkishólms
1108. Er því um nokkra fjölgun að
ræða á milli ára en mikil hreyfing
hefur verið á íbúum s.l. ár. En það
er mikilvægt að íbúum fjölgi og bet-
ur má ef duga skal. Sú þjónusta sem
byggð hefur verið upp í þágu íbúa
og atvinnulífsins verður ekki rek-
in og jafnframt gerðar kröfur um
framþróun nema tekjur aukist og
tekjur munu ekki aukast nema at-
vinnutækifærum fjölgi. Til þess að
manna megi nýjar stöður þarf íbúð-
arhúsnæði. Það er því eitt af mikil-
vægustu viðfangsefnum þessa árs að
tryggja framboð íbúða með því að
byggðar verði leigu- og söluíbúð-
ir. Að því verki verða að koma ein-
staklingar og fyrirtæki í samstarfi
við bæinn sem gerir ráð fyrir því
að leggja til gatnagerðargjöld sem
hlutafjárframlag til félags sem hefði
það hlutverk að byggja, selja eða
leigja íbúðarhúsnæði.
Það er von mín að okkur tak-
ist að snúa áralangri vörn til sókn-
ar með nýjum atvinnutækifærum og
að skelveiðar geti hafist sem fyrst.
Samfélagið þarf mjög á því að halda
að vel launuð störf verði til á borð
við það sem var, þegar skelveiðarnar
voru og hétu í atvinnumálum Stykk-
ishólms. Gildir einu hvort það verð-
ur við veiðar og vinnslu sjávarfangs,
ferðaþjónustu, nýtingu þörunga
eða aðrar þær arðbæru greinar sem
kunna að skjóta rótum. Að lokum er
ástæða til þess að óska sýslumanni
og starfsfólki hins nýja embætt-
is Sýslumanns Vesturlands til ham-
ingju með að höfuðstöðvar embætt-
isins skuli verða í Stykkishólmi. Það
styrkir stöðu Stykkishólms í stjórn-
sýslunni.
Sturla Böðvarsson bæjarstjóri
Stykkishólmsbæjar.