Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015 Bræður og vinur þeirra að leika sér saman í fótbolta í Nauthóls- vík í Reykjavík þótti besta mynd- in í ljósmyndakeppni sem Knatt- spyrnusamband Íslands stóð að í samstarfi við bakjarla sína. Um er að ræða leik þar sem fólk merkti myndir með merkinu #fotboltavin- ir á Instagram en myndirnar áttu að sýna einhver skemmtileg augnablik sem tengjast fótbolta. 1134 myndir voru merktar #fotboltavinir og fékk ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson það vandasama verkefni að velja þrjár myndir og sigurmyndina. Eft- ir mikla yfirlegu og skoðun var nið- urstaðan sú að mynd af tveimur bræðrum ásamt vini þeirra var valin sem sú mynd sem sýndi á skemmti- legan og lifandi hátt fótbolta í sinni tærustu mynd. Ljósmyndarinn er pabbi bræðranna sem prýða mynd- ina en hann heitir Gauti Einarsson og býr á Akureyri. Verðlaunin er ekki af verri end- anum en Gauti fær ferð fyrir tvo á útileik með íslenska landslið- inu sem verður annað hvort leik- ur gegn Hollandi eða Tyrklandi. Hugtakið Fótboltavinir nær yfir samstarf KSÍ við bakhjarla sína sem eru Landsbankinn, N1, Icelandair, Borgun og Íslensk getspá. Það var að frumkvæði þeirra að vinna þetta skemmtilega verkefni í sameiningu sem öflug liðsheild. mm Bresi tók á móti liði Grundarfjarð- ar í 1. deild í blaki kvenna síðasta sunndag í íþróttahúsinu að Jaðars- bökkum á Akranesi. Þessi leikur átti upphaflega að vera fyrir ára- mót en honum varð að fresta vegna óveðurs sem þá geisaði. Leikmenn beggja liða ætluðu að selja sig dýrt og jafnræði var með liðunum í byrj- un fyrstu hrinu en þegar leið á náðu gestirnir að sigla fram úr og sigr- uðu hrinuna 16:25 og komust þar með í 0:1 forystu. Í annarri hrinu var það sama upp á teningnum. Jafnræði var með liðunum en svo sigu gestirnir fram úr og kláruðu hrinuna 19:25 og komust þar með í 0:2. Sama sagan var í þriðju hrinu en henni lyktaði með sigri gestanna 16:25 sem tryggðu sér með því 0:3 sigur og skutust á toppinn í deild- inni. UMFG situr því í fyrsta sæti með 16 stig líkt og Afturelding en með fleiri hrinur unnar. Bresi er sem fyrr á botni deildarinnar með 3 stig þrem stigum minna en Stjarn- an sem er í því næstneðsta. tfk Knattspyrnudeild Skalla- gríms og Sigurður Þórir Þorsteinsson hafa komist að samkomulagi um að hann taki að sér þjálfun meist- araflokks karla hjá félaginu. Sigurður er öllum hnútum kunnur í knattspyrnunni en þjálfaraferill hans spannar rúmlega þrjá áratug. hann hefur starfað sem meistara- flokksþjálfari hjá ÍR, Breiða- blik og Aftureldingu, yfirþjálfari hjá Fylki og undanfarin ár hefur hann verið formaður knattspyrnuþjálf- arafélags Íslands. „Knatt- spyrnudeild Skallagríms lít- ur á ráðningu Sigurðar sem metnaðarfullt skref fyrir knattspyrnuna hér í Borg- arnesi og eru miklar vonir bundnar við hann. Knatt- spyrnudeild Skallagríms býður Sigurð velkominn til starfa,“ segir Ívar Örn Reynisson formaður deild- arinnar. mm Síðbúnar þrettándaskemmtanir Borgnesingar kvöddu jólin síðdegis á laugardaginn. Borgarbyggð og björgunarsveitin Brák stóðu saman að fallegri stund í Englendingavíkinni en sprengt var í Litlu-Brákarey. Ljósm. gj. Á laugardaginn var kveikt í þrettándabrennu í Grundarfirði, en líkt og á öðrum stöðum varð að fresta því 6. janúar vegna veðurs. Bálkösturinn var myndarlegur og bauð foreldrafélagið upp á heitt kakó fyrir alla. Þá mættu álfar og aðrar kynjaverur eins og venjan er. Loks var björgunarsveitin Klakkur með flugeldasýningu. Ljósm. sk. Á Akranesi var gengið fylktu liði frá miðbænum að Þyrlupallinum við Jaðarsbakka þar sem myndarlegur bálköstur var brenndur, sungið og leikið sér. Samkoman fór fram á föstudagskvöldið enda var að fresta dagskrá þrettándans vegna veðurs. Veður var ágætt en fremur kalt. Eftir dagskrána á bökkunum var farið í íþrótta- húsið á Jaðarsbökkum þar sem kjöri íþróttamanns Akraness var lýst, eins og lesa má um á öðrum stað í blaðinu. Ljósm. mm. Síðasta laugardag voru jólin kvödd í Snæfellsbæ. Þá blésu Lionsklúbbarnir í Ólafsvík til brennu, skrúðgöngu og flugeldasýn- ingar í fallegu veðri. Alls kyns furðuverur mættu í skrúðgönguna en fyrir henni fóru álfadrottning og kóngur. Fjöldi fólks var bæði í göngunni og á brennunni enda veðrið fallegt. Brennunni lauk svo með glæsilegri flugeldasýningu. Ljósm. þa Í Ólafsvík er hefð fyrir því að furðuverur og púkar fari á stjá um götur Ólafsvíkur eins og tíðkast hefur um árabil, og biðja um gott í gogginn. Börnin skemmta sér hið besta. Ljósm. þa. Barátta við netið í leik Bresa og Grundfirðinga í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Ljósm. jho. Grundfirskar lögðu Bresa Bræður og vinur í leik valin besta stemningsmyndin Sigurður Þórir ásamt Ívari Erni formanni og nokkrum leik- mönnum Skallagríms. Sigurður Þórir ráðinn þjálfari meistaraflokks Skallagríms

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.