Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015
Hugmyndir eru uppi um að reisa
hótel í Hvammsvík sunnamegin í
innanverðum Hvalfirði. Hótelið á
að verða rekið með þeirri áherslu
að gestir njóti nátturunnar til
hins ítrasta. Hvammsvík er í eigu
Skúla Mogensen sem meðal ann-
ars er þekktur sem aðaleigandi
flugfélagsins WOW Air. Haustið
2011 keypti hann Hvammsvíkur-
jörðina af Orkuveitu Reykjavíkur
eftir að fyrirtækið hafði lent í al-
varlegum fjárhagserfiðleikum.
„Skúli Mogensen og Friðrika
Hjördís Geirsdóttir komu á fund
okkar í sveitarstjórn Kjósarhrepps
nú í nóvember og kynntu fyrir
okkur hugmyndir um hótelbygg-
ingu og ferðaþjónustu í Hvamms-
vík. Það var talað um að þetta yrði
bygging sem félli vel inn í um-
hverfið. Gestir gætu síðan not-
ið Hvalfjarðar með ýmsum hætti
svo sem með því að veiða sér fisk
til matar úr firðinum og þess hátt-
ar. Þetta voru svona hugmynd-
ir að nokkuð stóru framtíðar-
skipulagi. Við höfum hins veg-
ar ekki sett þetta mál í neitt ferli
innan sveitarstjórnarinnar enn,
hvað sem síðar verður ef þessar
hugmyndir verða fastari í hendi,“
segir Guðmundur H. Davíðsson
oddviti Kjósarhrepps í samtali
við Skessuhorn. Guðmundur seg-
ir að á fundinum hafi komið fram
áhyggjur vegna frekari stóriðju-
uppbyggingu á Grundartanga og
hugsanlegum neikvæðum áhrifum
hennar fyrir náttúruvæna ferða-
þjónustu í Hvalfirði. „Við munum
fylgjast grannt með þróun mála
þar enda er Hvalfjörður allur eitt
umhverfissvæði.“
Þrátt fyrir tilraunir náðist ekki í
Skúla Mogensen við vinnslu þess-
arar fréttar.
mþh
Árni Múli Jónasson hefur verið ráð-
inn pólitískur ráðgjafi þingflokks
Bjartrar framtíðar og aðstoðarmað-
ur formanns flokksins. Í tilkynningu
frá Bjartri framtíð segir: „Hann er
hokinn af reynslu, lögfræðingur og
hefur m.a. starfað sem fiskistofu-
stjóri og bæjarstjóri á Akranesi og
hjá umboðsmanni Alþingis. Hann
hefur sérhæft sig í mannréttinda-
lögfræði og hefur unnið að þeim
málum í stjórn Íslandsdeildar Am-
nesty International og hjá Rauða
krossi Íslands.“ mm
Gauti Jóhannesson, ættaður
frá Akranesi og Efra-Hreppi
í Skorradal, hefur síðustu
árin látið mikið að sér kveða
í þágu læknavísindanna.
Gauti er augnlæknir og
doktor í augnsjúkdómum og
starfar við háskólasjúkrahús-
ið í Umeå í Svíþjóð. Hann
hlaut í nýliðnum desemb-
er 82 milljóna króna styrk
fyrir unga vísindamenn úr
sænska læknavísindasjóðn-
um, til rannsókna á augn-
sjúkdómnum gláku. Þetta er ein af
stærstu styrkveitingum sem veittar
eru til vísindarannsókna á hverju ári
í Svíþjóð. Gauti ætlar sér fjögur ár
í rannsóknina og greiðist styrkur-
inn á þeim tíma jafnóðum og rann-
sókninni vindur fram. Mun Gauti
sinna rannsóknastörfunum samliða
50% starfi augnlæknis á háskóla-
sjúkrahúsinu í Umeå þar sem um
6.000 manns starfa.
Að sögn Gauta er gláka lúmsk-
ur augnsjúkdómur í sjóntaug sem
veldur sjónsviðsskerðingu hægt og
bítandi sem gerir það að verkum að
sjúklingar taka ekki eftir skerðing-
unni fyrr en glákan er langt geng-
in. Orsakir sjúkdómsins eru ekki
þekktar að fullu en stærsti áhættu-
valdurinn að gláku er hækkað-
ur augnþrýstingur og öll meðferð
miðast því við að lækka augnþrýst-
inginn til að hægja á sjúk-
dómnum. Lokastig gláku
er blinda en sem betur fer
greinast margir áður en þeir
fá einkenni og þá minnkar
áhættan á því að sjúkdómur-
inn leiði til blindu.
R a n n s ó k n a r v e r k e f n i
Gauta snýst um að auka
þekkingu á orsök og fram-
vindu gláku með því að
rannsaka blóðflæði og efna-
skipti í sjónbrautum heil-
ans og sjá hvernig samspili
þessara þátta og augnmælinga svo
sem augnþrýstings er háttað. Nið-
urstöður rannsóknanna verða síð-
an bornar saman við niðurstöður á
heilbrigðum einstaklingum. Rann-
sóknarhópurinn mun notast við há-
tækniaðferðir til rannsóknanna og
ber þar helst að nefna segulómun
og nýtt jáeindasegulómunartæki
sem er eitt það fyrsta sinnar teg-
undar í Svíþjóð.
Þess má til gamans geta að Bjarki
bróðir Gauta vinnur einnig við
rannsóknir en hann er doktor í líf-
fræði og sérfræðingur í stofnfrumu-
rannsóknum í New York. Undan-
farið hefur hann rannsakað orsök
sykursýki með hjálp stofnfruma og
birti meðal annars grein í hinu virta
vísindatímariti Nature á síðastliðnu
ári. Rætt var við Bjarka í Skessu-
horni í haust. þá
Fyrirtækið LEAN á Íslandi, Lean
Consulting Ísland, byrjar starfsemi
sína hér á landi í febrúar næstkom-
andi. Það er Skagamaðurinn Svav-
ar H. Viðarsson, verkferlahagfræð-
ingur og Lean Six Sigma Black
Belt, sem er ráðgjafi LEAN á Ís-
landi. LEAN sérhæfir sig í innleið-
ingu á aðferðafræðum straumlínu-
stjórnunar á öllum sviðum og í öll-
um geirum atvinnulífsins, bæði hjá
einka- og opinberum aðilum. Svav-
ar bjó í fimm ár í Danmörku og
lærði fræðin úti þar sem hann nam
verkferlahagfræði og viðskipta-
stjórnun. Þá hefur hann stjórnað
LEAN verkefnum meðal annars
hjá Grundfos, JYSK Nordic og
LEGO.
Eyða út sóun í ferlum
- En hvað er straumlínustjórnun?
„Það er aðferðafræði sem notuð er
til að auka virði fyrir viðskiptavin-
inn með því að eyða út sóun í verk-
ferlum og með stöðugum umbót-
um. Búið er að greina átta tegundir
af sóun og allir vinnuferlar eru kort-
lagðir til að auka virði þeirra, hvort
sem þeir eru í framleiðslu, þjónustu
eða allt í einu. Lykilatriði er þátt-
taka starfsmanna, því það eru þeir
sem eru sérfræðingar í sínum ferl-
um og nauðsynlegt að þeir komi að
þessari vinnu. Unnið er með við-
skiptavininn að leiðarljósi, hvort
sem er út á við eða innan skipulags-
heildarinnar. Þetta snýst einnig um
að raða aðgerðum sem næst hver
annarri þannig að það skapi auk-
ið virði,“ útskýrir Svavar og bætir
því við að straumlínustjórnun sé í
líkingu við gæðastjórnun á margan
hátt. Að sögn Svavars hefur mikil
vakning orðið meðal fyrirtækja hér
á landi um innleiðingu straumlínu-
stjórnunar og til að fylgja henni eft-
ir mun fyrirtækið Lean Consulting
AS í Noregi opna skrifstofu hér á
landi í febrúarmánuði.
Stórbæta arðsemi
fyrirtækja
Fyrirtækið var stofnað 2002 og er
leiðandi ráðgjafarfyrirtæki í Nor-
egi. „Þar erum við með mjög stór-
an viðskiptamannagrunn, svo sem
SAS, Diplom IS, Oslo kommune,
Skat, KPMG og fleiri. Við sjáum
mikil tækifæri hér á landi fyrir fyr-
irtæki, stofnanir og sveitarfélög að
nýta þá miklu reynslu og kunnáttu
sem við búum yfir. Við höfum einn-
ig verið að taka að okkur verkefni
í Danmörku og Svíþjóð og stefn-
an er að opna þar, vonandi á þessu
ári. Við stefnum á að vera í farar-
broddi í straumlínustjórnun á öll-
um Norðurlöndunum innan þriggja
ára.“ Lean Consulting er skipt eft-
ir starfsemi. Boðið er upp á ráðgjöf
fyrir alla geira atvinnulífsins; fram-
leiðslufyrirtæki, heilbrigðisgeirann,
byggingafyrirtæki, skrifstofuum-
hverfið, sveitarfélög og aðra opin-
bera aðila, félagasamtök, íþrótta-
félög og LEAN Startup fyrir frum-
kvöðla og vöruþróun. „Við munum
bjóða upp á ráðgjöf við innleiðingu,
fræðslu og vottun á þremur stigum.
Stigin eru byggð á Lean vottunum
frá General Electrics og Merck.
Vottunaraðilinn er IASSC, sem er
alþjóðlegur vottunaraðili í Lean
Six Sigma og við munum bjóða
upp á ákveðin stig, gula-, græna-
og svarta beltið í Lean Six Sigma,“
segir Svavar. Hann segist hlakka til
að innleiða straumlínustjórnun á
Íslandi. „Þetta er mjög spennandi.
Þessi aðferðafræði gjörbreytir arð-
semi fyrirtækjanna,“ segir hann að
endingu. grþ
Bjarni Guðráðsson bóndi, frum-
kvöðull og fyrrverandi organisti
og söngstjóri í Nesi í Reykholts-
dal varð 80 ára í gær, þriðjudag-
inn 13. janúar. „Þá voru 80 ár lið-
in frá því að fæddur var krakki sem
lifir enn og vill fagna lífsláni meðal
annars með því að taka á móti gest-
um,“ segir afmælisbarnið. Í tilefni
tímamótanna munu Bjarni og Sig-
rún Einarsdóttir húsfrú bjóða vin-
um, ættingjum og samstarfsfólki
til samveru laugardaginn 17. janú-
ar frá klukkan 17:00 og fram eft-
ir kvöldi í Byrgishóli, golfskálan-
um sem stendur í bæjarhlaðinu í
Nesi. „Hér er nóg til af mörgu og
myndi gleðja okkur mest að sjá hér
vini sem deila með okkur kvöld-
stund yfir súpu eða annarri vætu án
þess að hafa meðferðis harða pakka
eða mjúka. Hlýtt handtak, faðmlag,
létt samtal og söngur í góðra vina
hópi eru lífsins gæði og bestu gjaf-
ir sem við getum fengið á þessum
tímamótum,“ segir afmælisbarnið
Bjarni í Nesi.
mm
Árni Múli verður ráðgjafi
Bjartrar framtíðar
Gauti Jóhann-
esson vinnur að
rannsóknum á
gláku.
Hlaut háan rannsóknar-
styrk í Svíþjóð
Bjarni Guðráðsson.
Ljósm. Guðlaugur Óskarsson.
Tímamót hjá
Bjarna í Nesi
Svavar H. Viðarsson, ráðgjafi LEAN á
Íslandi.
Innleiðir straumlínustjórnun á Íslandi
Mikil náttúrufegurð er í Hvammsvík í Hvalfirði eins og sjá má á þessari mynd sem var tekin laust fyrir jól.
Áform um náttúruvænt hótel í
Hvammsvík í Hvalfirði