Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Hafþór Ingi Gunnars- son hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meist- araflokks Skallagríms í körfubolta og mun hann því standa vaktina með Finni Jónssyni þjálfa á hliðarlínunni í vet- ur. Frá þessu er skýrt á heimasíðu Skallagríms. Hafþór tekur við kefl- inu af Brynjari Þór Þor- steinssyni sem var aðstoðarþjálfari Péturs Ingvarssonar fyrir áramót. Hafþór kemur með miklar reynslu inn í Skallagrímsliðið, enda á hann að baki langan feril sem leikmaður í úrvalsdeild. Hann er einn leikja- hæsti maður meistara- flokks Skallagríms frá upphafi. Sem kunnugt er þurfti hann að leggja körfuboltaskóna á hill- una í desember 2013 vegna þrálátra meiðsla. Ferill Hafþórs í úrvals- deild spannaði 16 ár og lék hann lengstum með Skallagrími, upp- eldisfélagi sínu, en að auki nokkur tímabil með Snæfelli í Stykkishólmi. Hafþór hefur einn- ig komið að þjálfun yngri flokka í langan tíma og þjálfar hann í dag efnilegt lið drengja- og unglinga- flokks Skallagríms. þá Snæfellingar lentu í vand- ræðum með Fjölni þegar lið- in mættust í Grafarvoginum í Dominosdeildinni sl. föstu- dagskvöld. Fjölnismenn voru með yfirhöndina fram eftir leik en í síðasta leik- hluta tóku Snæfellingar völdin og náðu að innbyrða sigur, 88:84. Það kann að hafa sleg- ið gestina út af laginu að þeir voru seinir á ferð vegna hálku og vandræða í ferðalaginu að vestan og seinkaði leiknum um stundar- fjórðung af þeim sökum. Fjölnir var með þriggja stiga forskot eftir fyrsta leikhluta 19:16 og þeir leiddu einnig með þremur stigum í hálfleik 38:35. Heima- menn voru áfram með frumkvæðið í leikn- um í þriðja leikhluta en Snæfellingum tókst að jafna áður en blásið var til lokafjórðungs í stöðunni, 59:59. Þá var það Snæfell sem tók öll völd á vellinum undir handleiðslu Aust- in Bracey sem skoraði fyrstu sjö stig á loka- kaflanum og dreif liðsfélaga sína með sér. Reynsla Snæfells réð því að þeir héldu sjó eftir mörg áhlaup Fjölnis, sem hefðu getað jafnað í lokin og sent leikinn í framlengingu. Klókindi gestanna kom í veg fyrir það og sig- urinn var því þeirra. Chris Woods skoraði 24 stig fyrir Snæfell, Sigurður Á Þorvaldsson 23, Austin Bracey 18. Snæfellingar sækja Hauka heim á Ásvelli í næstu umferð og fer leikurinn fram annað kvöld, fimmtudagskvöldið 15. janúar. þá Kvennalið ÍA í fótboltanum byrjar nýja árið vel. Það lék sinn fyrsta leik í Faxaflóamótinu gegn Sel- fossi í Akraneshöllinni síðast- liðið föstudagskvöld og sigraði 2:1. Markalaust var í hálfleik en úrvalsdeildarlið Sel- foss komst yfir snemma í seinni hálfleik. Skaga- konur sem spila í 1. deildinni næsta sumar svör- uðu með tveimur mörkum og sigruðu því. Fyrst skoraði Unnur Ýr Haraldsdóttir eftir stoðsendingu frá Maren Leósdóttur. Þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum fengu ÍA konur hornspyrnu sem Eyrún Eiðsdóttir tók og eftir klafs í teignum tókst Birtu Stefánsdóttur að koma boltanum inn fyrir línuna, 2:1 fyrir ÍA. Næsti leikur ÍA í Faxaflóamótinu verður laug- ardaginn 17. janúar gegn Breiðabliki í Kópavogi en næsti heimaleikur verður föstudaginn 30. janúar klukkan 19:15 gegn Aftureldingu. þá Karlalið ÍA sigraði Þrótt 3:1 á Fótbolta.net mótinu í Akra- neshöllinni sl. laugardag. Gest- irnir náðu forystunni snemma leiks en Albert Hafsteinsson jafnaði metin fyr- ir Skagamenn fyrir leikhlé eftir hornspyrnu. Staðan 1:1 í hálfleik. Fljótlega í síðari hálf- leik náði Arnar Már Guðjónsson forystunni fyrir ÍA og Garðar Gunnlaugsson bætti svo við þriðja markinu og tryggði sigurinn. Loka- tölur í leiknum 3:1. Aðrir leikir ÍA í Fotbolta. net mótinu verða gegn Breiðabliki í Fífunni nk. laugardag 17.janúar kl 10:30 og gegn FH í Akraneshöllinni laugardaginn 24 janúar kl 11:15. Leikið verður um sæti í mótinu dag- anna 27.-31. janúar. þá Eftir langt jólahlé fóru Skagamenn á Hlíðar- enda síðastliðinn föstu- dag þar sem þeir mættu Val í fyrstu deildinni í körfu- boltanum. Úr varð hörkuviðureign þar sem Skagamenn knúðu fram 70:67 sigur og bættu þar með stöðu sína í deildinni, eru nú komnir með tíu stig og sem stendur í fjórða sæti deildarinnar. Jafnræði var með lið- unum í fyrsta leikhluta en staðan eftir hann var 23:22 heimamönn- um í vil. ÍA var mun betra liðið í öðrum leikhluta og í hálfleik voru Skagamenn með ellefu stiga for- ystu 48:37. Ólíkt mörgum leikjum í vetur héldu Skagamenn sjó í þriðja leikhluta, þó síðari hálfleikurinn fari sennilega ekki í sögubækurnar fyr- ir frábæran sóknarleik. Báðum lið- um gekk illa að skora en þó heima- mönnum verr en gestunum. Stað- an var 61:46 Skagamönnum í vil fyrir lokaleikhlutann og litlar vís- bendingar um að Valsmenn kæmu til baka. Það gerðu þeir hins vegar svo um munaði. Þeir skiptu í svæð- isvörn og pressuvörn allan völl- inn sem Skagamenn virtust eiga í miklum erfiðleikum með. Svo virt- ist sem gestirnir væru að falla í þá gryfju að ætla að halda forskotinu, frekar en að auka við það. Vals- menn skoruðu til að mynda síðustu átta stigin í leiknum. Lokamínút- an var æsispennandi en niðurstaðan eins og áður segir 70:67 fyrir ÍA. Hjá Skagamönnum var Jamarco Warren sigahæstur með 19, Ás- kell Jónsson kom næstur með 16, Fannar Freyr Helgason 14, Magn- ús Bjarki Guðmundsson og Ómar Örn Helgason 8 hvor, Birkir Guð- jónsson 3 og Þorleifur Baldvins- son 2. Í næstu umferð fá Skagamenn Hamar frá Hveragerði í heimsókn og fer leikurinn fram í íþróttahús- inu við Vesturgötu annað kvöld, fimmtudagskvöldið 15. janúar. þá Skallagrímsmenn mættu einbeittir og ferskir til leiks gegn Keflavík í tólftu umferð Dominos deildarinnar í körfubolta síðastliðið föstudagskvöld. Um hörkubaráttu var að ræða þar sem Keflvíkingar sigruðu að lokum með þriggja stiga mun, 78:75. Mikil batamerki voru á leik Skallagríms- liðsins og ljóst að ef spilamennskan verður svona áfram eru Borgnes- ingar líklegir til að verja sæti sitt í úrvaldsdeildinni. Skallagrímsmenn byrjuðu leikinn af krafti og voru með yfirhöndina eftir fyrsta leikhluta 25:21. Liðin þéttu varnir sínar í öðrum leikhluta og þá var minna skorað. Borgnes- ingar voru áfram ívið betri og leiddu með sex stigum í hálfleik, 40:34. Skallagrímsmenn byrjuðu betur í þriðja leikhluta og náðu að auka forskoti í níu stig strax í byrjun hans með þremur vítaskotum frá Dav- íð Ásgeirssyni. Það reyndist mesta forskot Skallagrímsmanna í leikn- um. Næstu mínútur tók við slæmur kafli hjá gestunum og heimamenn gengu á lagið. Þegar um fimm mín- útur voru eftir af leikhlutanum var staðan orðin 60:49 fyrir Keflavík. Skallagrímsmenn löguðu þó stöð- una fyrir lok leikhlutans en þá var hún 64:57 fyrir heimamenn. Skalla- grímsmenn héldu áfram að saxa á forskot Keflvíkinga í fjórða leik- hluta og komst munurinn niður í tvö stig 69:67. Keflvíkingar náðu að komst í fimm stiga forskot en undir blálokin tókst Skallagrímsmönnum að minnka muninn í eitt stig 76:75 með vítaskotum frá nýja mannin- um Magnúsi Þór Gunnarssyni þeg- ar tæp hálf mínúta var eftir. Kefl- víkingum tókst að bæta við tveimur stigum þegar ellefu sekúndur voru eftir af leiknum og það reyndust tvö síðustu stig leiksins. Tracy Smith skoraði 23 stig fyr- ir Skallagrím, Páll Axel Vilbergsson 16, Magnús Þór Gunnarsson 14, Davíð Ásgeirsson 11, Sigtryggur Arnar Björnsson 7, Egill Egilsson 3 og Daði Berg Grétarsson 1. Næsti leikur Skallagríms í Dominosdeild- inni verður nk. fimmtudagsköld 15. janúar þegar Grindvíkingar koma í heimsókn. þá Skallagrímsmenn í Borgarnesi fengu á fimmtudaginn öflugan liðsstyrk. Þá var skrifað undir samning við Kefl- víkinginn Magnús Þór Gunnarsson um að leika með Skallagrími í Dom- inosdeildinni út leiktíðina. Á sama tíma voru endurnýjaðir samningar við tvo aðra bakverði Skallagríms- liðsins, Davíð Ásgeirsson og Sig- trygg Arnar Björnsson. Skallagrímur tefldi fram sínu sterkasta liði á föstu- daginn þegar Borgnesingar sóttu Keflvíkinga heim suður með sjó, í leik sem þeir töpuðu naumlega. Þar lék Magnús Gunnarsson gegn sínu uppeldisfélagi sem hann hefur leik- ið mest með um tíðina. Hann hef- ur einnig spilað með Njarðvíking- um og Grindvíkingum, sem hann lék með núna fyrri hluta vetrar. Skalla- grímur er fyrsta liðið utan Suður- nesja sem Magnús leikur með. Hann hefur verið ein besta skyttan í körfu- boltanum á Íslandi um langan tíma og er 34 ára gamall. Gjarnan er tal- að um hann sem 20 stiga mann í leik enda er Finnur Jónsson nýráð- inn þjálfari Skallagríms hress með að fá hann í raðir Skallagríms. „Heldur betur er þetta góð viðbót hjá okkur, eykur gæðin í liðinu og á æfingum, auk meiri samkeppni,“ segir Finnur þjálfari. þá Snæfellskonur virðast illviðráð- anlegar í Dominsdeildinni og eru stöðugt að styrkja stöðu sína á toppi deildarinnar. Á þrettándanum sigruðu þær Hauka- konur á Ásvöllum, en Haukarnir hafa ver- ið eitt þriggja liðanna sem berjast á toppn- um. Lokatölur urðu 72:61 fyrir Snæfelli sem er núna með 28 stig og sex stiga forskot á Keflavík og Hauka. Kristin McCarthy spil- aði frábærlega í liði Snæfells, skoraði 29 stig og tók 15 fráköst. Næst kom Hildur Sigurðar- dóttir með 18 stig, 8 fráköst og 5 stoðsend- ingar, auk þess að spila frábærlega í vörn- inni gegn Lele Hardy sem var allt í öllu hjá Haukum. Í næstu umferð fá Snæfellskonur KR í heimsókn og fer leikurinn fram í Hólminum í kvöld, miðvikudag. þá Í síðustu viku voru veitt verð- laun fyrir bestu frammistöðu í Domino’s deildum karla og kvenna á fyrri hluta keppnis- tímabilsins. Í úrvalslið kvennadeildarinn- ar voru valdar tvær úr toppliði Snæfells, þær Hildur Sigurðardóttir og Gunnhildur Gunn- arsdóttir. Aðrar sem valdar voru í liðið eru Sara Rún Hinriksdóttir Keflavík, Ragna Mar- grét Brynjarsdóttir Val og Lele Hardy Hauk- um, sem jafnframt var valin besti leikmaður deildarinnar. Besti þjálfarinn í kvennadeild- inni var valinn Ingi Þór Steinþórsson Snæ- felli. Dugnaðarforkurinn í kvennadeildinni var Ragnheiður Benónýsdóttir Val. Sigmund- ur Már Herbertsson var valinn besti dómar- inn í báðum deildum. KR átti þrjá leikmenn í úrvalsliði karla og að auki besta þjálfar- ann, Finn Frey Stefánsson. Besti leikmaður- inn var: Michael Craion KR og dugnaðarfork- urinn Sveinbjörn Claessen ÍR. þá Karlalið Víkings Ólafsvík tryggði sér um helgina Íslandsmeistaratitilinn innanhúss í Futsal (knattspyrna innanhúss) þegar liðið lagði Leikni/KB með fjórum mörkum gegn engu í úrslitaleik í Laugardalshöll. Varnar- leikur Víkings var agaður og fengu Breiðhyltingar úr litlu að moða í leiknum. Það sem að marki kom varði svo Vignir Snær Stefánsson í marki Víkings. Í undanúrslitum sigraði Víkingur Fjölni 6:5. Í úrslitaleiknum skoruðu Eyþór Helgi Birgisson, Kristinn Magnús Pétursson, Brynjar Krist- mundsson og eitt markanna var sjálfmark Breiðhyltinga. Víkingur varð því Íslandsmeistari innanhúss í Futsal í annað skiptið í sögu félagsins en síðast vann liðið árið 2013 eftir spennandi úrslitaleik gegn Valsmönnum. Í kjölfarið tók Víkingur þátt í Evrópukeppni og var riðill Víkings leikinn í Ólafsvík. Á heimasíðu Víkings segir að forvitnilegt verði að fylgjast með hvort forráðamenn félagsins sækist eftir því að taka þátt þetta árið en það mun að öllum líkindum liggja fyrir á vormánuðum. þá Tvær úr Snæfelli í úrvalslið Snæfellskonur með góðan sigur Hafþór Ingi Gunnarsson. Nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks Skallagríms Sigur hjá Skagakonum Skagamenn sigruðu Þrótt Reynslusigur Snæfellinga Víkingur Íslands- meistari í Futsal Íslandsmeistarar Víkings í Futsal. Efri röð frá vinstri: Antonio Grave, Suad Begic, Tomasz Luba, Eyþór Helgi Birgisson, Steinar Már Ragnarsson, Kristinn Magnús Pétursson og Ejub Purisevic þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Vignir Snær Stefánsson, Alfreð Már Hjaltalín, Brynjar Kristmundsson og Emir Dokara. Ljósmynd: Gunnar Örn Arnarson. Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms býður Magnús Gunnarsson velkominn. Skallagrímur fær öflugan liðsstyrk Skallagrímsmenn töpuðu með litlum mun í Keflavík Skagasigur á Val í körfuboltanum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.