Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög-
um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug-
lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er
1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu
er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is
Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is
Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is
Umbrot:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Samkeppni er til bóta
„Styrkir, kvótar, stýring, höft.“ Sjálfsagt gæti þetta verið fyrsta línan í vísu,
en svo er ekki, enda er ég með eindæmum óhagmælskur. Það sem ég hef
komist næst vísnagerð um ævina var að semja fyrriparta fyrir skólabróður
minn, Sigurjón frá Skollagróf, fyrir þrjátíu árum og vel það. Ég mældi svo
tímann hvað hann væri fljótur að botna. Oftast leið ekki löng stund þar til
hann var kominn með mun gáfulegri botn, en upplagið sem hann fékk til að
moða úr. Þetta var á þeim tíma sem við báðir vorum nemendur við Bænda-
skólann á Hvanneyri. Hvorugur okkar lagði þó búskap fyrir sig. Hann seldi
seðlaveski, en ég hef alla tíð reynt, án árangurs, að skapa eitthvað sem setja
mætti í seðlaveski. Á þeim tíma sem við hefðum átt að taka við búum feðra
okkar var búskapur ekki lífvænlegur nema á landkosta stórbýlum, þá þegar
voru kvótar að tröllríða öllu og síðan hefur búum látlaust fækkað.
Orðin kvótar, stýring og höft geta vel átt við framleiðslustýringu í mjólk.
Þar eru stjórnvöld sífellt að grípa í taumana en þó ekki síður bændastétt-
in sjálf, með fulltingi stjórnmálamanna, sem láta reglur og lög ákvarða að
framleiðsla mjólkur skuli vera í beinu samræmi við það sem hentar Mjólk-
ursamsölunni hverju sinni, jafnvel óháð eftirspurn. Ég hef velt því talsvert
fyrir mér, allt frá því umræðan um meintan yfirgang MS á markaði komst
í hámæli á síðasta ári, hvort allar þessar framleiðslutakmarkanir sem menn
hafa kallað yfir sig í áratugi hafi ekki fyrst og fremst leitt til hnignunar
í sveitum landsins. Haftastefna og óeðlileg íhlutun stjórnvalda í atvinnu-
greinar almennt getur haft fjandsamlegar afleiðingar. Þess má víða finna
dæmi, eins og ríkisrekinn fjölmiðill með fastar skatttekjur í samkeppni við
einkarekna. Talandi dæmi um eitraða blöndu. Fáar eða engar atvinnugrein-
ar kjósa þó innanfrá að einangra sig jafn mikið og íslenskir kúabændur sem
beinlínis vilja ekki nema eitt úrvinnslufyrirtæki fyrir mjólkurafurðir. Jafnvel
sauðfjárbændur eru víðsýnni þótt vissulega hafi úrvinnslustöðvum þar ver-
ið fækkað ótæpilega af stjórnmálamönnum, vinveittum stjórnendum stóru
fyrirtækjanna á þeim markaði.
Það er almennt viðurkennd staðreynd að heilbrigð samkeppni leiðir til
góðs. Hún fær fyrirtæki til að bjóða ætíð bestu vöruna eða þjónustuna á
sem hagkvæmasta verðinu. Til að svo megi verða þurfa þau að vera á tán-
um í vöruþróun, gæðum, þjónustu og öðru. Sprækustu fyrirtækin lifa og
það er einmitt eðli markaðarins að vinsa frá þau sem ekki eiga erindi. Komi
hins vegar til óeðlilegrar íhlutunar utanaðkomandi afla, hvort sem er með
lögum, styrkjum eða öðrum viðskiptahindrunum, er búin til af mannavöld-
um hindrun sem sjaldnast leiðir til góðs. Fyrirtæki í fákeppni eða einok-
un festast ómeðvitað í þægindaramma því hvatinn bókstaflega gufar upp
til að standa sig eins eins vel og kostur er. Í tilfelli bænda og Mjólkursam-
sölunnar er þetta jafnvel enn verra. Þar hafa menn ekki kjark til að freista
þess að styðja við aukna samkeppni í úrvinnslu. Í besta falli geta menn fal-
ið sig á bak við máltækið „við vitum hvað við höfum, en ekki hvað við
fáum.“ Því útiloka menn vitneskju um hvort pláss sé fyrir aukna framleiðslu
jafnvel þótt sterkar vísbendingar séu um að svo sé. Því er kátbroslegt að
það hafi þurft skyndilegt æði fyrir kolvetnakúrum og ótæpilega fjölgun er-
lendra ferðamanna til að „þvinga“ MS til að framleiða meira úr prótein-
hluta mjólkurinnar. Og viti menn! Það reyndist botnlaus eftirspurn eft-
ir skyri en á erlenda markaði fara nú milljónir dósa af því á hverju ári. Þar
sem menn sváfu svo lengi á verðinum má auk þess búast við viðvarandi
skorti á íslensku nautakjöti í mörg ár til viðbótar, eða á meðan mjólkurkúa-
stofninn er stækkaður. Opinber íhlutun í samkeppnisumhverfi er því baga-
leg og þjóðhagslega óhagkvæm. Enn verra er ef menn trúa því að fákeppni
og höft leiði til framfara.
Magnús Magnússon
Þau leiðu mistök voru gerð í
síðasta tölublaði Skessuhorns
að dregið var of snemma
úr innsendum lausnum á
myndagáta og stóru kross-
gátu úr Jólablaðinu. Hér
var um hreint og klárt þjóf-
start að ræða þar sem kynnt-
ur skilafrestur á innsendum
lausnum var ekki fyrr en síð-
astliðinn föstudag, eða tveim-
ur dögum eftir að blaðið kom
út. En til að gæta alls jafn-
ræðis var ákveðið að draga á
ný úr þeim lausnum sem bárust eft-
ir að dregið var í fyrra skiptið. Fá
því tveir til viðbótar verðlaun. Í síð-
ustu viku voru dregin út nöfn Þór-
ólfs Ævars Sigurðssonar á Akranesi
og Ástu Jónsdóttur í Stykkishólmi.
Réttar lausnir í
síðari útdrætti:
Krossgáta. Þar voru lausnarorðið
„Gleðskapur.“ Vinningshafinn er
Sæbjörg Kristmannsdóttir, Skúla-
götu 23, Borgarnesi. Hlýtur hún
að launum þrjár valdar bæk-
ur frá Skessuhorni auk gjafa-
bréfs í gistingu og morgun-
verð á góðu hóteli.
Myndagátan. Þar var
lausnin: „Rigningarsum-
arið síðasta verður Vest-
lendingum lengi minnis-
stætt.“ Rétta lausn hafði
Hrefna Svanborg Karls-
dóttir, Kambi 2, 380 Reyk-
hólahreppi. Hlýtur hún
sömuleiðis að launum þrjár
valdar bækur frá Skessu-
horni auk gistingar og morgun-
verðar á góðu hóteli.
Vinningshöfum er óskað til
hamingju og öllum öðrum þökk-
uð þátttakan.
mm
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytið hefur staðfest ákvörðun Mat-
vælastofnunar um að synja kúabúi
í Borgarfirði um beingreiðslur frá
því í júní 2013. Umráðamaður bús-
ins kærði ákvörðun Matvælastofn-
unar, en hann hafði gerst brotlegur
við ákveðin ákvæði matvælalaga. Af
þeim sökum stöðvaði Matvælastofn-
un afhendingu afurða frá býlinu 21.
júní 2013 og þar með stöðvuðust
beingreiðslur. Mjólkurframleiðsla
hefur ekki verið á búinu síðan.
Samkvæmt lögum nr. 99/1993 um
framleiðslu, verðlagningu og sölu
búvöru eru svonefndar beingreiðslur
stuðningur við framleiðslu og mark-
aðssetningu fyrir mjólkurafurðir og
er hann greiddur úr ríkissjóði til
greiðslumarkshafa. Matvælastofn-
un heldur skrá yfir greiðslumark
lögbýla og handhafa réttar til bein-
greiðslu samkvæmt því. Í lögun-
um er að finna bráðabirgðaákvæði
sem heimilar Matvælastofnun, við
mjög sérstakar aðstæður, að ákveða
beingreiðslur til lögbýlis samkvæmt
greiðslumarki þess, óháð framleiðslu
á lögbýlinu.
Kærandi taldi sig uppfylla skil-
yrði bráðabirgðaákvæðisins og fór
fram á að fá greiddar beingreiðslur
árið 2013 og 2014. Ráðuneytið benti
hins vegar á að um væri að ræða
heimildarákvæði en Matvælastofnun
væri ekki skylt að veita undanþágu
samkvæmt ákvæðinu. Undanþáguna
bæri að skýra þröngt og ljóst væri að
ákvæðinu væri ætlað að veita þeim
framleiðendum stuðning sem yrðu
fyrir áföllum sem þeir gætu ekki haft
áhrif á, eins og t.d. við náttúruham-
farir. Í málinu lægju ekki fyrir gögn
sem sýndu fram á að framleiðsluskil-
yrði kæranda hefðu raskast vegna
ástæðna sem hann hefði ekki get-
að haft áhrif á. Ráðuneytið staðfesti
því synjun Matvælastofnunar á bein-
greiðslum.
Hægt er að lesa úrskurð atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytisins
í heild á vefslóðinni: http://www.
atvinnuvegaraduneyti.is/urskurdir/
stjornsyslukaerur/nr/8451 mm
Kaffihúsið Láki Hafnarkaffi verður
opnað í Grundarfirði í þessari viku
með ilmandi kaffi, nýbökuðum
kökum og nýjum matseðli. Undan-
farinn mánuð hafa staðið yfir breyt-
ingar á húsnæði á Nesvegi 5. Á
neðri hæðinni hefur verið innrétt-
að glæsilegt kaffihús og var Hrafn-
hildur Jóna Jónasdóttir hönnuður
hjá Krums fengin til að hanna kaffi-
húsið. „Fimmtudaginn, 15. janú-
ar, næstkomandi verður kaffihús-
ið Hafnarkaffi formlega opnað og
verður opið frá klukkan 11:00. Jafn-
framt því að vera kaffihús er Láki
Tours með miðasölu í húsnæðinu.
Einnig eru seldir minjagripir og
gjafavörur. Skrifstofa Láka Tours er
opin frá klukkan 8.00. Hægt verður
að kaupa kaffi, nýbökuð rúnstykki
og kökur frá þeim tíma. Frá klukk-
an 11 er svo hægt að kaupa ýmsa
smárétti eins og Crepes og Panini,“
segir í tilkynningu vegna opnunar
Láka – Hafnarkaffis.
Hugmyndin er að skapa aðstöðu
og afþreyingu fyrir ferðamenn sem
til Grundarfjarðar koma yfir vetr-
artímann ásamt að bjóða heima-
mönnum möguleika á kaffihúsa-
stemningu. „Ekki er endanlega
búið að skipuleggja opnunartíma en
margar hugmyndir eru um hvern-
ig kaffihúsið verði nýtt seinnihluta
dags og á kvöldin með t.d. „happy
hours“ milli klukkan 17 og 19 og
lágstemmdum tónlistar-uppákom-
um snemma kvölds, jafnframt því
að ljósmyndahópar og aðrir munu
hafa þar aðstöðu til að hafa fyr-
irlestra og vinnuhópa á kvöldin,“
segir Gísli Ólafsson eigandi Hafn-
arkaffis.
Gistiaðstaða er á efri hæð húss-
ins og verður starfsemi kaffihúss-
ins að taka mið af því og því verð-
ur ekki um að ræða opnunartíma
langt fram á kvöld. „Við munum
gefa okkur tíma til að þróa starf-
semina eftir því sem henta þykir,“
bætir Gísli við. mm
Nú færist það í vöxt að lögregla
lætur loka vegum ef vindhraði við
fjöll verður meiri en svo að óhætt
sé talið að aka þar um, nú eða ef
færð spillist af öðrum ástæðum.
Á þriðjudagskvöldi í liðinni viku
var t.d. veginum um Þrengsli og á
Hellisheiði lokað sem og veginum
við Hafnarfjall í Melasveit. Þar fór
vindur í 50 m/sek í stærstu hviðum.
Umferð var hleypt þar um á ný eft-
ir miðnætti þegar vind hafði lægt.
Töluvert sunnan hvassviðri gekk
yfir landið þetta kvöld og hafði því
verið spáð í tíma. Af þeim sökum
var frestað að kveikja í þrettánda-
brennum víðsvegar um suðvestan-
og vestanvert landið. Ekki er vit-
að um alvarleg óhöpp í þessu veðri
en á Akranesi var Björgunarfélag-
ið kallað út af lögreglu til að hefta
fok á þakkanti á fyrrum skrifstofu
Sementsverksmiðjunnar við Mána-
braut. mm/ Ljósm. ki.
Nýtt kaffihús opnað í Grundarfirði
Þakkantur losnaði og vegum
lokað í óveðri
Kúabú fær ekki beingreiðslur
Dregið á ný í jólamynda- og
krossgátu Skessuhorns