Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2015, Page 26

Skessuhorn - 14.01.2015, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015 Magnús Jónsson og synir hans í Seljanesi í grennd við Reykhóla í Reykhólasveit eru einlægir áhuga- menn um gamla bíla og dráttarvélar. Auk þess safna þeir ýmsum gömlum tækniminjum eftir því sem hönd á festir. Elstur þeirra bræðra er Stef- án Hafþór – oftast kallaður Stebbi í Seljanesi. Nú í lok desember fyllti hann fimmtugsaldurinn. Þrátt fyr- ir að Stefán búi og starfi á höfuð- borgarsvæðinu þá var haldið upp á afmælið heima á æskuslóðunum í Seljanesi. Þangað var boðið vinum og sveitungum til veislu sem haldin var á verkstæðinu og í útihúsunum á bænum en þar var búskapur lagður af fyrir allmörgum árum. Þar sem áður voru kindur standa nú gamlir bílar og traktorar. Margt hvert öku- tækið hefur gengið í endurnýjun líf- daga eftir vandaða uppgerð úr svo bágbornu ástandi að flestir hefðu dæmt ónýtt. Stefán hefur haft mik- ilvægt hlutverk í þeim störfum sem skapað hafa það safn sem nú má sjá í Seljanesi. Hugsað um farartæki frá frumbernsku Stefán segir sjálfur að áhuginn á bílum og dráttarvélum sé búinn að vera viðvarandi hjá sér nánast frá því hann muni eftir sér fyrst. Þeg- ar rætt er við hann um þessa hluti kemur fljótt í ljós að hann er geysi- lega vel að sér í þessum fræðum. Það er erfitt að koma að tómum kofun- um. „Já, það má alveg segja það. Ég er búinn að hafa áhuga á bílum frá því ég var smákrakki. Pabbi keypti svo 1965 módel af Land Rover með númerinu M 887. Einhverra hluta vegna gleymdist að skila þessum plötum inn og ég átti þær alla tíð og á þær enn. Þetta var tímamótabíll þannig séð því þarna má segja að ég hafi byrjað að safna gömlu svörtu númeraplötunum. Svo kom hingað Ford Cortina með R 22750 og ég eignaðist plöturnar af henni. Síð- an bættist ekkert við safnið í mörg ár nema það fyndust númeraplöt- ur sem dottið höfðu af bílum á veg- unum hér í nágrenninu. Árið 1977 þegar við fjölskyldan fluttum hing- að frá Bæ hér í Reykhólasveit voru bara tveir bílar hér á bænum, Mosk- vitch og Cortina. Haustið 1979 seldi afi minn bláa Land Roverinn sinn til Reykjavíkur. Ég náði þeim bíl svo aftur hingað 1981. Ég keypti hann aðeins 16 ára gamall. Þarna má segja að bílasöfnunin hafi byrj- að.“ Hugarfarsbreyting hefur orðið Í dag er staðan sú að fjölmargir gamlir bílar og dráttarvélar standa í Seljanesi. „Árið 1989 fengum við Land Rover árgerð 1959. Hann gerðum við upp ásamt nágrönn- um okkar þeim bræðrum á Grund í Reykhólasveit. Þetta er fyrsta tækið sem við gerðum upp. Sá bíll er hér enn. Hann var líka tímamótabíll því uppgerð hans breytti mjög hugar- farinu varðandi svona gamla bíla og tæki við sveitabæi sem margir litu á sem drasl. Fólk sá að það var hægt að gera eitthvað merkilegt og dýr- mætt úr þessu. Að gömlu bílarnir, dráttarvélarnar og hin tækin væru hluti af sögunni og menningarverð- mæti í sjálfu sér. Við hér á Seljanesi höfum í gegnum tíðina unnið mik- ið með Guðmundi og Unnsteini Ólafssonum, bræðrum á Grund.“ Stutt yfirferð um útihúsin á Selja- nesi sýnir að þau eru troðfull af gömlum bílum og traktorum. „Við höfum gert upp 14 dráttarvélar með þeim sem eru nú að klárast. Tvær voru teknar fyrir á síðasta vetri. All- ar þessar vélar eru hér á Seljanesi, við höfum ekki látið neina vél frá okkur. Sú elsta er frá 1947 og yngsta frá 1965. Við eigum þó ekkert af landbúnaðarvélum hér á Seljanesi. Það er til mikið meira af þeim úti á Grund, þú ættir að kíkja þangað,“ segir Stefán. Honum er greinilega í mun um að sem flestir fái að skoða þessi gömlu tæki sem vitna um merka þróunartíma í atvinnusögu sveitanna, enda er safnið á Seljanesi opið gestum og gangandi. Í Seljanesi gætir ýmissa grasa Safnið og uppgerðirnar er hon- um greinilega mikið áhugamál og jafnvel hugsjónastarf. „Ég hugsa að bróðurparturinn af því sem við höfum safnað hér á Seljanesi væri ónýtt í dag og búið að henda ef við hefðum ekki varðveitt það. Auðvi- tað er enginn vafi á því að við erum að bjarga menningarminjum með því að varðveita til að mynda gaml- ar dráttarvélar og bíla og gera þetta upp. Hið sama má segja um ýmis- legt annað sem við höfum geymt.“ Þarna kennir ýmissa grasa. Skoða má gamla olíubrúsa af ýmsum gerð- um, þarna er ágrip af sögu farsím- anna dregin upp með símum sem sýna þróunina, gamlir glymskratt- ar, segulbandstæki og jafnvel tal- stöðin sem notuð var í Skálanesi á Barðaströnd til að halda uppi tal- sambandi við fólk í Breiðafjarð- areyjum um miðbik síðustu aldar. Þetta eru bara nokkur dæmi um það sem finna má. Mesta vinnan liggur hins vegar í uppgerð bíla og drátt- arvéla. Þetta hafa þeir Seljanesfeðg- ar unnið að eigin frumkvæði. „Það er margt sem bíður, svo sem Volga Pobeda sem stendur hérna,“ bæt- ir Stefán við og bendir á gamlan og rykfallinn austantjaldsbíl frá sjö- unda áratugnum þegar kalda stríð- ið var sem kaldast. „Svo er ég með Austin Gipsy-jeppa sem mig lang- ar til að fara í. Fyrsti Land Rover- jeppinn minn bíður einnig.“ Bræður hans eru einnig með sín verkefni. Sjá má gamla Volkswa- gen-bjöllu og fleira skemmtilegt sem búið er að varðveita og vinna er hafin við. Þar á meðal er tæplega fimmtug Ford-dráttarvél frá Ham- arlandi í Reykhólasveit sem nú er verið að gera upp. Var aldarfjórðung í Þörungavinnslunni Stefán er fæddur og uppalinn í Reykhólasveit. Þegar hann var lít- ill drengur bjó fjölskyldan á Bæ. Síðan fluttu þau að Seljanesi. For- eldrar hans þau Magnús Jónsson og Dagný Stefánsdóttir eignuðust alls fimm mannvænlega syni þar sem Stefán er elstur, nýorðinn fimmtug- ur. Hinir eru Jón Ingi, Bjarki Þór, Ágúst Ragnar og Jóhann Vífill sem er yngstur og fæddur 1982. Í Selja- nesi voru þau með lítið fjárbú auk þess sem Magnús sinnti póstdreif- ingu í sveitinni. „Strákarnir“ hafa í dag allir hleypt heimdraganum og búa á sunnanverðu landinu. Stef- án var þó lengi heimavið. Hann var orðinn fertugur þegar hann hélt loks suður. Þar hefur hann starfað í um áratugarskeið en heldur þó lög- heimilinu heima á Seljanesi. „Ég vann í Þörungarvinnslunni í 24 ár. Byrjaði þar 16 ára gamall, var ekki einu sinni með bílpróf. Ég varð að hætta þar vegna þess að ég fékk svo mikið ofnæmi fyrir rykinu af mjölinu sem var unnið úr þanginu og þaranum. Það lýsti sér í hita og nefrennsli. Ég var alltaf að veikjast og hætti að lokum. Það er nokkuð algengt að þeir sem vinni við þetta þrói með sér svona ofnæmi. Mér var sagt að yfirleitt héldu menn út í um tíu ár og þá yrðu þeir að hætta. Ég náði 24 árum þannig að það var ágætt,“ útskýrir Stefán. Heldur tryggð við heimaslóðirnar Það var með blendnum huga að Stefán leitaði suður og hann kem- ur alltaf heim að Seljanesi í lengri fríum. Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til. „Nei, það var ekki mikið um atvinnutækifæri hér í sveitinni utan þess að vera í Þör- ungavinnslunni svo ég neyddist til að fara suður. Þar fékk ég vinnu sem verslunarmaður í nýrri versl- un Húsasmiðjunnar í Grafarholti. Sú vinna entist fram að hruninu 2008. Þá varð svo mikill samdráttur að mér var sagt upp ásamt 19 öðr- um. Ég vann svo tvö sumur í Hval- stöðinni í Hvalfirði 2009 og 2010. Svo hef ég starfað síðustu ár sem bílstjóri í Reykjavík. Ég hefði kosið að búa hér á Seljanesi. Hér er best að vera. En það er því miður ekki valkostur, allavega eins og staðan er. Fyrir utan Þörungavinnsluna er ekki mikið um atvinnutækifæri hér í Reykhólasveit svo maður verður að leita annað,“ segir Stebbi í Selja- nesi. mþh Stebbi í Seljanesi á safninu. Í höndum hefur hann gamlan drullusokk af vörubíl sem hann fékk í gjöf á fimmtugsafmælinu. Í bakgrunni standa gamlar dráttarvélar úr Reykhólasveit sem þeir Seljanessfeðgar hafa gert upp. Stefán Hafþór Magnússon í Seljanesi í Reykhólasveit: Einlægur áhugamaður um gamla bíla og dráttarvélar Gömul bílnúmer prýða vegg og gafl á verkstæðinu í Seljanesi. Hér segir Stefán sögu ýmissa þeirra ásamt Magnúsi föður sínum. Stöllurnar Guðbjörg Tómasdóttir og Herdís Erna Matthíasdóttir í afmælinu. Örn Sveinsson skipstjóri á þangskipinu Gretti ásamt Jóni Atla Játvarðarsyni. Jóhann Vífill yngsti bróðir Stefáns og Sveinn Ragnarsson frá Svarfhóli halda upp á Stefán fimmtugan. Stefán ásamt foreldrum sínum þeim Dagnýju Stefánsdóttur og Magnúsi Jónssyni. Gylfi Helgason sem starfaði löngum sem skip- stjóri hjá Þörungavinnslunni gæðir sér á góðum drykk og flatkökum í fimmtugsafmæli Stebba. Breiðafjarðarbóndinn Jóhannes Geir Gíslason (Jói í Skáleyjum) kvað drápu og flutti Stefáni í afmælinu. Lokaerindið hljóðar svo: Þó að líði öld og ár, með allskyns brauki og vesi, í straumu fljótsins stendur klár, Stebbi á Seljanesi.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.