Skessuhorn


Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 14.01.2015, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 2015 Snæfellsbær Á 271. fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar voru samþykktar reglur um efnistöku á steypuefni á Harðakambi í Snæfellsbæ. Reglurnar eru aðgengilegar á heimasíðu Snæfellsbæjar, www.snb.is og á heimasíður Tæknideildar Snæfellsbæjar, http://taeknideild-snb.is/ Áhugasömum er bent á að kynna sér reglurnar og hafa samband við tæknifræðing, Lúðvík Ver Smárason, í síma 433 6900 eða netfangið ludvik@snb.is til að sækja um leyfi til efnistöku. Efnistaka á steypuefni á Harðakambi SK ES SU H O R N 2 01 5 Leikfimi Jaðarsbökkum Kviður, styrkur og teygjur mán. og mið. kl 16:45 - 17:25 Uppl. í síma 866-5809 Bryndís Gylfadóttir SK ES SU H O R N 2 01 5 Var Snorri Sturluson kaldlynd- ur, uppstökkur og bráður maður, móðgunargjarn, ofurviðkvæmur og fljótfær en samt klókur og stór í sniðum þegar hann hafði hugsað sín ráð? Gjafmildur höfðingi, snjall stjórnmálamaður og merkur rit- höfundur og fræðimaður? Eða var hann hreinlega metinn sem skít- hæll af samtíð sinni og það kannski með réttu? Þessum spurningum öllum var velt upp á Sögulofti Landnámsset- urs Íslands í Borgarnesi á mánu- dagskvöld. Þar flutti Óskar Guð- mundsson rithöfundur og fræði- maður þriðja erindi sitt í vetur und- ir titlinum „Ris og hnig í hamingju Snorra Sturlusonar.“ Núfjallaði er- indið um ástina og sálarlíf Snorra. Í þetta sinn mætti Torfi Túlíníus prófessor í miðaldafræðum við Há- skóla Íslands og leiddi ásamt Ósk- ari fjörugar umræður um þetta þema og þær spurningar sem vökn- uðu í kjölfar erindis Óskars. Erindi Óskars Guðmundssonar eru námskeið sem haldið er í vetur á vegum Snorrastofu, Landnáms- seturs og Símenntunarmiðstöðv- arinnar á Vesturlandi. Næsti fyrir- lestur verður 2. febrúar næstkom- andi í Snorrastofu. Hann ber titil- inn „Hirðmaðurinn Snorri og Skúli jarl, hertogi og kóngur.“ Nánar má fræðast um þessi námskeið á vef Sí- menntunarmiðstöðvarinnar (www. simenntun.is). mþh Spölur hefur keypt fimm dísil- rafstöðvar til að sjá Hvalfjarð- argöngum fyrir orku ef raf- magnslaust verður þar af ein- hverjum ástæðum. Stöðvarn- ar voru prófaðar á vettvangi að morgni laugardags 10. janúar. Öryggið eykst því enn í Hval- fjarðargöngum, en á dögun- um var skírt frá því að öryggi í göngunum hafi aukist tvöfalt frá árinu 2007. Í tilkynningu á heimasíðu Spalar segir að ef rafmagn fari af göngunum kvikni sjálfvirkt neyðarlýsing sem tengd er rafgeymum með orkuforða upp á um eina klukkustund. Einu sinni á rekstrartíma ganganna, frá því sumarið 1998, hefur komið fyr- ir að loka þyrfti göngunum vegna rafmagnsleysis. Ástæðan var bilun í tengivirki á Brennimel og orkan fyrir neyðarlýsinguna var uppurin áður en straumur komst á að nýju. Fyrr í vetur samþykkti stjórn Spal- ar að gera ráðstafanir til að tryggja betur rekstur ganganna og þar með öryggi vegfarenda og samgangna, með því að kaupa dísilrafstöðv- ar til að grípa til í rafmagnsleysi. Stöðvarnar kosta alls um sjö millj- ónir króna að meðtöldum kostnaði við að koma þeim fyrir og tengja. Nýju rafstöðvarnar eru alls fimm, þar af ein færanleg á hjólum en hinar fjórar fastar á jafnmörg- um stöðum á spennistöðvum í og við göngin. Langöflug- asta rafstöðin er í dælustöð- inni við Guðlaug í botni gang- anna. Stöðvarnar voru prófað- ar að morgni síðastliðins laug- ardags. Þar gekk flest að ósk- um en minni háttar hnökrar, sem í ljós komu, verða lagfærð- ir núna í vikunni. Ef rafmagn fer af göngunum hér eftir fara starfsmenn á bakvakt Meit- ilsins á Grundartanga, þjónustu- fyrirtækis sem Spölur hefur samn- ing við, strax í að gera ráðstafanir til að ræsa dísilrafstöðvarnar. Raf- orkan, sem nýju stöðvarnar fram- leiða, dugir fyrir rekstur gjaldskýl- isins, lýsingu við akbrautir, örygg- ismyndavélar og símkerfi og til að knýja vatnsdælu í botninum. þá Skömmu fyrir nýárið var hin árlega vetrarfuglatalning Náttúrufræði- stofnunar Íslands gerð um allt land. Þessar talningar hafa verið gerðar af sjálfboðaliðum frá 1952 og talið er á 342 svæðum á landinu. Taln- ingarmenn eru á annað hundrað og hafa nokkrir þeirra talið fugla í meira en hálfa öld. Markmið vetr- arfuglatalninga er að kanna hvaða fuglategundir dvelja hér að vetrar- lagi, meta hversu algengir fuglarn- ir eru og í hvaða landshlutum þeir halda sig. Upplýsingar sem fást úr talningunum nýtast einnig til að fylgjast með langtímabreytingum á stofnum margra tegunda. Ragnar Frank Kristjánsson hefur séð um að telja fugla á Hvanneyri undanfarin sjö ár. Talningarsvæð- ið er Arnarflöt, skjólbeltin, vegar- slóðinn að Andakílsá, Stekkjarholt, Tungutúnsborg, engjarnar, Gamli staður, umhverfi Þórulágar, Ásveg- urinn og Túngatan. Ragnar Frank segir að ágætis veður hafi verið um helgina á milli stórhátíða og taln- ingin því gengið vel. Ís var á Hvítá og Andakílsá enda búið að vera kalt í veðri allan desember. „Þeg- ar snjór liggur yfir þá eru smáfugl- ar að mörgu leyti háðir því að þeim sé gefið í húsagörðum, enda sáust nánast allir fuglarnir í húsgörðum. Um 250 snjótittlingar sáust í ein- um garði, en alls sáust fimm teg- undir og 317 fuglar. Stokkendurnar voru 16, tvær rjúpur, þrír hrafnar, 45 starrar og 251 snjótittlingur.“ Ragnar segir að á Hvanneyri megi oft sjá Branduglu og Svartþresti, en þau voru ekki sýnileg á talninga- deginum. Þeir sem gefa smáfuglun- um yfir veturinn fá ríkulega launað með vængjuðum gleðigjöfum, segir Ragnar Frank en hægt er að að sjá niðurstöður talninga frá 2002-2013 af öllum svæðunum á vef Náttúru- fræðistofnunar Íslands, www.ni.is/ vetrarfugl . þá Snjótittlingar yfirgnæfandi í fuglatalningu Óskar Guðmundsson lagði fram margar skemmtilegar tilgátur um persónuleika Snorra Sturlusonar byggðar á því sem lesa má úr heim- ildum um manninn í fornum bókum. Ástarmál og sálarlíf Snorra Sturlusonar krufið til mergjar Torfi Túliníus prófessor við HÍ ræðir við áheyrendur um Snorra á Söguloftinu. Fimm nýjar dísilrafstöðvar ef rafmagn fer af göngunum Spalarmenn við prófanir á vélunum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.