Skessuhorn - 04.02.2015, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015
Samningur um
sorphirðu fram-
lengdur
BORGARBYGGÐ: Á fundi
byggðaráðs Borgarbyggðar sl.
fimmtudag var lagt fram erindi
frá Akraneskaupstað þar sem
lagt er til að sorphirðusamn-
ingur við Íslenska Gámafélagið
ehf. verði framlengdur um eitt
ár. Byggðarráð samþykkti fyrir
sitt leyti að samningurinn verði
framlengdur. Þá hefur sveitar-
stjórn Hvalfjarðarsveitar einnig
samþykkt framlengingu samn-
ings um sorphirðu við Íslenska
gámafélagið. –þá
Skagaverk hlýtur
viðurkenningu
AKRANES: Ferðaþjónustu-
fyrirtækið Skagaverk á Akranesi
komst nýverið á lista Creditinfo
yfir framúrskarandi fyrirtæki á
Íslandi 2014. Einungis 1,7% ís-
lenskra fyrirtækja standast þau
skilyrði sem sett eru. Á hverju
ári vinnur Creditinfo ítarlega
greiningu sem sýnir hvaða ís-
lensk fyrirtæki teljast til fyrir-
myndar að teknu tilliti til ým-
issa þátta sem varða rekstur og
stöðu þeirra. Markmiðið er að
draga fram og hampa þeim fyr-
irtækjum sem sýna slíkan árang-
ur í rekstri og standast ýmsar
efnahagssveiflur, ekki bara fyr-
ir einstaka ár heldur með tilliti
til lengri tíma. Þetta er í fimmta
sinn sem viðurkenningin er
veitt og hlutu alls 577 fyrirtæki
viðurkenninguna Framúrskar-
andi fyrirtæki 2014.
–grþ
Aflatölur fyrir
Vesturland
24. - 30. janúar.
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu:
Akranes 3 bátar.
Heildarlöndun: 11.825 kg.
Mestur afli: Akraberg ÓF:
9.897 kg í tveimur löndunum.
Arnarstapi
Engar landanir í vikunni
Grundarfjörður 8 bátar.
Heildarlöndun: 320.475 kg.
Mestur afli: Kristín GK: 73.996
kg í einni löndun.
Ólafsvík 19 bátar.
Heildarlöndun: 274.177 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarnason
SH: 53.956 kg í fimm löndun-
um.
Rif 18 bátar.
Heildarlöndun: 409.357 kg.
Mestur afli: Rifsnes SH: 65.951
kg í einni löndun.
Stykkishólmur 6 bátar.
Heildarlöndun: 106.331 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
48.111 kg í þremur löndunum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Kristín GK – GRU:
73.996 kg. 24. janúar
2. Rifsnes SH – RIF:
65.951 kg. 26. janúar
3. Hringur SH – GRU:
63.240 kg. 27. janúar
4. Grundfirðingur SH – GRU:
49.146 kg. 24. janúar
5. Tjaldur SH – RIF: 4
5.662 kg. 27. janúar
mþh
Vísitala neyslu-
verðs lækkar
LANDIÐ: Vísitala neysluverðs
miðuð við verðlag í janúar á
þessu ári er 419,3 stig og lækk-
aði um 0,71% frá fyrri mánuði.
Vísitala neysluverðs án hús-
næðis er 389,2 stig og lækkaði
um 1,29% frá desember 2014.
Síðastliðna tólf mánuði hef-
ur vísitala neysluverðs hækk-
að um 0,8% en vísitala án hús-
næðis hefur lækkað um 0,6%.
Undanfarna þrjá mánuði hef-
ur vísitala neysluverðs lækkað
um 0,9% sem jafngildir 3,6%
verðhjöðnun á ári (6,5% verð-
hjöðnun fyrir vísitöluna án hús-
næðis). Vetrarútsölur eru víða í
gangi og lækkaði verð á fötum
og skóm um 15,2% (áhrif á vísi-
töluna -0,72%) og verð á hús-
gögnum, heimilisbúnaði o.fl.
lækkaði um 4,9% (-0,22%).
Verð á bensíni og olíum lækk-
aði um 11% (-0,42%). Verð á
mat og drykkjarvörum hækk-
aði um 2,6% (0,38%) en kostn-
aður vegna búsetu í eigin hús-
næði (reiknuð leiga) hækkaði
um 1,3% (0,19%). –mm
Skagakonur
gerðu jafntefli
AKRANES: Kvennalið ÍA í
knattspyrnu stendur sig vel í A
riðli Faxaflóamótsins. Skaga-
konur gerðu 2:2 jafntefli við
úrvalsdeildarlið Aftureldingar
í Akraneshöllinni sl. föstudag.
Það var Unnur Ýr Haraldsdótt-
ir sem skoraði bæði mörk ÍA á
9. og 63. mínútu. Í millitíðinni
skoruðu gestirnir úr Mosfells-
bænum tvívegis. ÍA er þar með
komið með fjögur stig í riðlin-
um, eftir sigur á Selfossi og tap
gegn Breiðabliki. Í næstu um-
ferð mæta Skagakonur FH og
fer leikurinn fram í Akranes-
höllinni föstudaginn 13. febrú-
ar. –þá
Skagaliðið í
fimmta sæti
AKRANES: Skagamenn sýndu
góðan karakter þegar þeir sigr-
uðu ÍBV í leik um fimmta sæt-
ið í Fotbolta.net mótinu í Akra-
neshöllinni sl. sunnudag. ÍBV
komst yfir strax á níundu mín-
útu og var með yfirhöndina í
fyrri hálfleik. Það var helst Ás-
geir Marteinsson sem ógn-
aði upp við mark Eyjamanna
og það var hann sem fiskaði
vítaspyrnu á lokamínútu fyrri
hálfleiks. Garðar Gunnlaugs-
son steig á punktinn en mark-
vörður Eyjamanna varði spyrn-
una. Eyjamenn komust síð-
an tveimur mörkum yfir eftir
mistök í vörn Skagamanna um
miðbik seinni hálfleiks. Hall-
ur Flosason minnkaði muninn
eftir glæsilegt einstaklingsfram-
tak og þá komst líf í Skagamenn
sem pressuðu Eyjamenn. Garð-
ar Gunnlaugsson jafnaði síðan
metin eftir frábæra sendingu frá
Jóni Vilhelm Ákasyni. Þrátt fyr-
ir góðar tilraunir heimamanna
náðu þeir ekki sigurmarkinu
og leikurinn réðst í vítaspyrnu-
keppni. Þar nýttu þeir Árni
Snær, Ásgeir, Jón Vilhelm og
Arnar Már fyrstu fjórar spyrn-
urnar fyrir ÍA meðan tvær skytt-
ur Eyjamanna skutu himinhátt
yfir. ÍA sigraði því 6:4 í leiknum.
Framundan er keppni í Lengju-
bikar og verður fyrsti leikur ÍA
í mótinu gegn Haukum í Akra-
neshöllinni laugardaginn 14.
febrúar.
–þá
Aðstaða til
fuglaskoð-
unar bætt
við Rifsós
Snæfellsbær er að koma upp mjög
góðri aðstöðu til fuglaskoðunar
við Rifsós, en svæðið er þekkt fyr-
ir afar fjölbreytt fuglalíf. Þangað
koma margir ferðmenn á ári hverju
til að skoða og ljósmynda fugla.
Snæfellsbær fékk styrk frá Fram-
kvæmdasjóði ferðamannastaða til
að ráðast í framkvæmdina en eft-
ir að henni lýkur verður mjög góð
aðstaða til að taka á móti rútum og
minni bílum á svæðinu, svo ekki sé
talað um góða aðstöðu fyrir fugla-
áhugamennina sjálfa. Kristin Jón-
asson bæjarstjóri segir í samtali
við Skessuhorn að svæðið sé mjög
þekkt fyrir afar fjölbreytt fugla-
líf og því mikilvægt að aðstaðan sé
góð fyrir gestina.
af
Starfsmenn Áhaldahúss Snæfellsbæjar, þeir Sölvi Guðmundsson og Anton Gísli
Ingólfsson, eru hér að leggja lokahönd á að festa húsið niður. Ljósm. þa.
Þúsundir ferðamanna stoppa á þessum stað og virða fyrir sér fuglalífið og
náttúruna. Ljósm. af.
Hvalfjarðarsveit styrkir Hollvinasamtök HVE
Nýverið afhenti Skúli Þórðar-
son, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveit-
ar, Steinunni Sigurðardótturfor-
manni stjórnar Hollvinasamtaka
Heilbrigðisstofnunar Vesturlands
styrk frá Hvalfjarðarsveit að fjárhæð
ein milljón krónur. Mun styrkur-
inn renna í fjársöfnun hollvinasam-
takanna til kaupa á sneiðmyndatæki
sem afhent verður Heilbrigðisstofn-
un Vesturlands til eignar.
Meðfylgjandi mynd var tekin
þegar styrkur Hvalfjarðarsveitar var
afhentur. Á myndinni eru Björgvin
Helgason oddviti, Steinunn Sigurð-
ardóttir formaður Hollvinasamtaka
HVE, Skúli Þórðarson, sveitarstjóri
og Kristjana Helga Ólafsdóttir fjár-
málastjóri.
mm/hvalfjardarsveit.is
Óskar eftir rökstuðningi biskups
vegna prestsráðningar
Séra Skírnir Garðarsson var einn
af tíu umsækjendum um embætti
prests við Garðaprestakall á Akra-
nesi þegar nýja starfið var aug-
lýst laust til umsóknar fyrr í vetur.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um Skessuhorns ákvað valnefnd
Garðaprestakalls að mæla með því
að að sr. Þráinn Haraldsson, sem
undanfarin fjögur ár hefur starf-
að í Noregi, yrði ráðinn í starf-
ið. Í kjölfar þess staðfesti biskup
þá niðurstöðu valnefndar að skipa
sr. Þráinn í embættið. Séra Skírn-
ir Garðarsson er hins vegar ósáttur
við ákvörðun valnefndar og bisk-
ups. Gengur hann svo langt að
halda því fram að þeir sem komið
hafi að ráðningunni hafi ekki haft
landslög að leiðarljósi. Hefur hann
kallað eftir rökstuðningi frá bisk-
upi og óskar eftir að fundargerða-
bók valnefndar verði gerð aðgengi-
leg þeim sem sóttu um starfið, en
þó innan þeirra marka sem ákvæði
persónuverndarlaga heimila.
Í auglýsingu um starf viðbót-
arprests við Garðaprestakall kom
meðal annars fram að við val á nýj-
um presti yrði hæfni í mannleg-
um samskiptum lögð til grund-
vallar sem og reynsla af barna- og
æskulýðsstarfi. Séra Skírnir tel-
ur að málsmeðferð við ráðninguna
hafi verið stórlega ábótavant, eink-
um gagnvart þeim prestvígðu kon-
um sem sóttu um starfið. Ekki
hafi verið litið til jafnréttislaga og
ákvæða Stjórnarskrár um bann við
mismunun vegna aldurs og skoð-
ana. Þá telur hann að biskup hafi
verið settur í óþægilega stöðu af
valnefnd og prófasti. Hann hefur
því í skriflegu erindi farið fram á
rökstuðning biskups.
Vísar ásökunum á bug
Að sögn sr. Þorbjarnar Hlyns Árna-
sonar prófasts í Vesturlandspró-
fastsdæmi, sem veitir valnefnd-
um í prófastsdæminu formennsku,
fundaði valnefnd Garðaprestakalls
á tveimur fundum í alls fjórtán
klukkustundir þegar tekin voru við-
töl við alla umsækjendur, farið yfir
umsóknir og þær metnar. „Niður-
staða valnefndar og rökstuðning-
ur ásamt fundargerðum voru send-
ar biskupi sem féllst á niðurstöðu
valnefndar og skipaði séra Þráinn
í embættið. Með mér og nefndinni
starfaði auk þess löglærður fulltrúi
biskups, eins og áskilið er í starfs-
reglum. Valnefnd Garðaprestakalls
starfaði algjörlega eftir gildandi
lögum og starfsreglum um val og
veitingu prestsembætta. Því get ég
ekki annað en vísað á bug fullyrð-
ingum séra Skírnis um annað,“ seg-
ir séra Þorbjörn Hlynur Árnason
prófastur í samtali við Skessuhorn.
mm
Akraneskirkja.