Skessuhorn - 04.02.2015, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015
Keppni í sextán liða úrslitum Út-
svars spurningakeppni Ríkissjón-
varpsins er rúmlega hálfnuð og að-
eins þrjár viðureignir eftir. Næst-
komandi föstudag verður barátt-
an um Faxaflóann má segja því þá
mætast Akranes og Reykjavík. Lið
Akraness, skipað þeim Valgarði
Lyngdal Jónssyni, Vilborgu Þ Guð-
bjartsdóttur og Vífli Atlasyni, tap-
aði naumlega fyrir hinu nesinu við
Flóann, Seltjarnarnesi, í 24-liða úr-
slitunum en komast áfram sem eitt
af fjórum stigahæstu tapliðunum.
Helgina þar á eftir, föstudaginn
13. febrúar, er síðan komið að við-
ureign Reykjanesbæjar og Fjarða-
byggðar. Síðasta viðureign 16-liða
úrslita verður síðan þegar hitt Vest-
urlandsliðið sem eftir er í keppn-
inni, Stykkishólmur, mætir liði Ölf-
uss. Sú viðureign verður föstudags-
kvöldið 6. mars.
þá
Háskólinn á Bifröst tekur þátt í
hinu alþjóðlega samstarfsverk-
efni LawWithoutWalls annað árið
í röð. Skólinn er þar í hópi þrjá-
tíu þekktra háskóla en þar má
nefna Harvard, Stanford, Whar-
ton, University of Miami, og Uni-
versity College London. Laganem-
ar frá Bifröst ásamt Helgu Krist-
ínu Auðunsdóttur sviðsstjóra lög-
fræðisviðs voru viðstaddir setning-
arhátíð verkefnisins og voru þar í
hópi rúmlega tvö hundruð laga-
nema, fræðimann, lögfræðinga og
fjárfesta víðsvegar að úr heiminum.
Setningarhátíðin í Dublin í janú-
ar markar upphaf þátttakenda að
LWOW verkefni sem unnið verð-
ur að næstu þrjá mánuði. Þar voru
jafnframt myndaðir hópar sem
samanstanda af allt að tíu nemend-
um og leiðbeinendum. Leiðbein-
endurnir eru fræðimenn eða koma
úr atvinnulífinu en einnig eru starf-
andi lögfræðingar og lögmenn frá
Eversheds og öðrum framsæknum
fyrirtækjum nemendum til leið-
sagnar. Markmið verkefnisins er að
nemendur öðlist þekkingu og færni
í leiðtogahæfni, hópavinnu, hag-
nýtri tækniþekkingu og skapandi
og lausnamiðaðri hugsun. Hátt í
450 fræðimenn, áhættufjárfestar,
frumkvöðlar, og lögfræðingar víðs-
vegar úr heiminum taka þátt í þessu
einstaka verkefni.
Í ár taka fimm nemendur frá Bif-
röst þátt í verkefninu. Það eru þau
Arnar Stefánsson, Hjörtur Ingi
Hjartarsson, Ásdís Hrönn Ped-
ersen og Selma Smáradóttir. Auk
þeirra var Sigtryggur Arnþórsson
(ekki á mynd) aftur valinn í ár sem
sérstakur ráðgjafi í hópastarfi vegna
framúrskarandi árangurs frá fyrra
ári. Þátttakendur eru laganem-
ar sem valdir eru að loknu ströngu
umsóknarferli og persónulegu við-
tali við fulltrúa frá University of
Miami.
bþþ
Þessi listilega gerði snjókarl, eða snjókona, sit-
ur á garðbekk neðan við Bíóhöllina á Akranesi, við
Lambhúsasund. Ekki er vitað hver listamaðurinn er,
en líklega bíður þessi snjóvera vorsins og hverfur
þá á braut.
mm/ Ljósm. ki.
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir er
verkefnastjóri umferðarfræðslu í
Grundaskóla á Akra-
nesi. Hún segir að á
undanförnum árum
hafi athyglisverður
árangur náðst í um-
ferðaröryggismálum.
„Það má þó aldrei
slaka á þó vel hafi tek-
ist til og því er mik-
ilvægt að benda á
tvö atriði sem tengj-
ast öryggi barna okk-
ar í umferðinni,“ seg-
ir Hildur Karen. „Þrátt fyrir að nú
sé daginn tekið að lengja er enn
myrkur þegar börn á skólaaldri eru
á ferðinni. Því er mikilvægt að nota
endurskinsmerki á yfirhafnir, ekki
síður hjá fullorðna
fólkinu sem með því
sýnir gott fordæmi.
Þá er einnig þörf á að
skerpa á reglum um
að börn undir 150 cm
á hæð mega ekki sitja í
framsæti bifreiða sem
búnar eru öryggis-
púðum. Að sjálfsögðu
eiga allir farþegar í
bílum einnig að vera
spenntir í belti, líka
þegar farið er um stuttan veg. Ver-
um upplýst og örugg í umferðinni,“
segir Hildur Karen. mm
Hópur myndlistarmanna hefur tek-
ið á leigu fyrrum húsnæði stjórn-
stöðvar Sementsverksmiðjunn-
ar á Akranesi og hyggst standa þar
fyrir metnaðarfullu starfi. Mark-
mið hópsins er að vinna að eflingu
mynd- og sjónlistar og standa fyr-
ir fjölbreyttri menningarstarfsemi
á Akranesi. Síðastliðinn mánu-
dag undirrituðu Bryndís Siem-
sen og Regína Ásvaldsdóttir bæj-
arstjóri leigusamning um húsnæð-
ið til tveggja ára. Auk Bryndísar
munu myndlistakonurnar sem nýta
aðtöðuna verða þær Drífa Gústafs-
dóttir, Gyða L. Jónsdóttir Wells,
María Kristín Óskarsdóttir og Þór-
ey Jónsdóttir.
,,Það er smám saman að færast
líf í húsnæði gömlu Sementsverk-
smiðjunnar,“ segir Regína Ásvalds-
dóttir bæjarstjóri. Síðastliðið haust
fékk Skagaleikflokkurinn aðstöðu
þar til æfinga og varðveislu leik-
muna. Einnig hefur Vegagerðin
tekið hluta af fyrrum efnisgeymslu
til leigu undir ýmis áhöld. Að sögn
Regínu vinnur starfshópur und-
ir forystu bæjarfulltrúans Rakel-
ar Óskarsdóttur að mótun tillagna
um framtíðarskipulag svæðisins.
Í janúar í fyrra var haldinn fjöl-
mennur vinnufundur með íbúum
um framtíð reitsins. ,,Skilaboðin
þar frá íbúum voru skýr; flýtið ykk-
ur hægt.“ Við viljum hinsvegar
nýta rýmin sem best þar til ákvörð-
un verður tekin um annað,“ segir
Regína.
eo
Bæjarráð Akra-
ness samþykkti á
fundi sínum síðast-
liðinn fimmtudag
að fela bæjarstjóra
að leita eftir form-
legu samstarfi við
þ jóðminjavörs l-
una, forsætisráðu-
neytið og mennta-
og menningar-
má la ráðuneyt ið
varðandi varðveislu
kútters Sigurfara á
Safnasvæðinu í Görðum. Í bókun
frá fundinum segir að kanna þurfi
hvort umrædd styrkveiting geti fal-
ið í sér vinnu við gerð verndunar-
áætlunar fyrir skipið að hluta eða
heild. Slík vinna yrði unnin und-
ir forystu Þjóðminjasafnsins. Sam-
þykkt bæjarráðs var gerð í fram-
haldi af erindi frá fundi menning-
ar- og safnanefndar sem haldinn
var 21. janúar en þar var lagt til að
kútter Sigurfari yrði hlutaður sund-
ur og fjarlægður af stalli sínum.
Samþykkt nefndarinnar var gerð
eftir að fimm milljóna króna styrk
úr Græna hagkerfinu var hafnað af
nefndinni á þeirri forsendu að lítið
yrði gert fyrir þá upphæð. Ástand
kúttersins væri orðið slíkt að það
byði upp á slysahættu. þá
Minnt á endurskinsmerki
á yfirhafnir
Óskað eftir samvinnu við ríkið
um varðveislu kúttersins
Myndlistarhópurinn ásamt bæjarstjóra við undirritun samningsins.
Myndlist í stað stjórntækja
Sementsverksmiðjunnar
Bifrestingar taka þátt í
alþjóðlegu lagaverkefni
Akranes mætir Reykjavík í Útsvari
Hvílir sig á bekk við hafið