Skessuhorn


Skessuhorn - 04.02.2015, Síða 22

Skessuhorn - 04.02.2015, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Tvær ungar konur af Vesturlandi, þær Halla Sif Svansdóttir og Sig- urdís Egilsdóttir, eru í framboði til Stúdentaráðs Háskóla Íslands og bjóða sig fram fyrir Röskvu. Halla Sif er frá Dalsmynni í Eyja- og Miklaholtshreppi en Sigurdís kemur frá Reykhólum. Halla Sif stundar nám í heimspeki en Sigur- dís er í námi til hjúkrunarfræðings. Röskva er stúdentahreyfing innan Háskóla Íslands sem tekur virkan þátt í hagsmunabaráttu stúdenta. Röskva er samtök félagshyggju- fólks innan HÍ og hefur grund- vallarstefna Röskvu alltaf verið sú sama; jafn réttur til náms. Kosið verður rafrænni kosningu til Stúd- entaráðs 4. og 5. febrúar. mm Margrét Marteinsdóttir, vert á Kaffihúsi Vesturbæjar í Reykjavík og fyrrum frétta- og dagskrágerð- arkona á RÚV, var á laugardaginn kjörin formaður stjórnar Bjartrar framtíðar. Kjörið fór fram á auka- ársfundi flokksins sem haldinn var á Akranesi. Margrét hlaut 53% greiddra atkvæða, en gjaldkeri og varaþingmaður flokksins, Brynhild- ur S. Björnsdóttir var einnig í fram- boði. Stjórnarformaður er annar formaður flokksins en viðkomandi stýrir stjórn Bjartrar framtíðar sem telur 80 manns, hefur umsjón með málefnastarfi flokksins og er tengi- liður stjórnar við sveitarstjórnar- framboð. Margrét er 43 ára, býr í Reykjavík og starfar sem vert á Kaffihúsi Vest- urbæjar. Hún vann í 16 ár á Ríkis- útvarpinu, lengst af sem fréttakona en einnig við dagskrárgerð um ára- bil auk þess að vera varafréttastjóri og dagskrárgerðarstjóri á Rás 1 og Rás 2. Fyrir þann tíma vann hún að mestu við aðhlynningu á hjúkrunar- heimilum, lengst af á Grund. Hún hefur starfað með Bjartri framtíð síðan fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningar þar sem hún var í fram- boði í Reykjavík. mm Dag ur í lífi... Leikara og leikhússtjóra Í framboði fyrir Röskvu til Stúdentaráðs Nafn: Kári Viðarsson. Fjölskylduhagir/búseta: Ein- hleypur með búsetu bæði í Reykja- vík og á Hellissandi. Starfsheiti/fyrirtæki: Leikari, leikhússtjóri, hostelstjóri, listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri Frystiklefans í Rifi. Áhugamál: Vinnan mín, tón- list, íþróttir og þessa dagana er ég djúpt sokkinn í heimildamyndir um samsæriskenningar. Vinnudagurinn: Fimmtudagur- inn 29. janúar. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð- ir? Ég vaknaði í nettu móki klukk- an hálf átta þegar ég fékk hring- ingu frá ferðamanni sem vildi fá að vita hvar næsta pósthús væri og hvernig hann kæmist þangað. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Ég fékk mér ommilettu og heitt vatn með engifer, sítrónu og hun- angi. Skúli afi minn segir að hun- ang sé elixír lífsins og af þeim sök- um er ég orðinn mikill hunangs- neytandi. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Vinnan mín hófst fyr- ir framan tölvu í dag þannig að ég gekk bara frá morgunverðarborð- inu að tölvunni, sirka tólf skref. Fyrstu verk í vinnunni: Svara tölvupóstum frá áhugasömum listamönnum sem vilja ólmir kom- ast í Rif til að vinna og taka saman og svara miðapöntunum fyrir leik- sýninguna MAR sem gengur eins og vel smurð vél í Frystiklefanum þessa dagana. Hvað varstu að gera klukkan 10? Vinna í umsókn vegna komandi verkefna og ganga frá reikningum. Sem betur fer aðstoðar faðir minn mig, Viðar „Wez“ Gylfason. Hann er algjör meistari í bókhaldi og án hans snilldarlegu tölvukunnáttu, óþrjótandi þolinmæði og framúr- skarandi reiknigetu væri ég löngu búinn að fá taugaáfall yfir þessum þætti fyrirtækjarekstursins. Hvað gerðirðu í hádeginu? Þetta var svakalega ánægjulegt hádegi. Ég var að skrifa undir samstarfs- samning við Snæfellsbæ. Samn- ingurinn leggur grunn að auknum umsvifum Frystiklefans í bæjarlíf- inu og mun skila sér í meiri menn- ingu og skemmtilegheitum í Snæ- fellsbæ árið 2015. Það er frábært að vinna í bæjarfélagi sem kann að meta fjölbreytni í atvinnulíf- inu og skilur mikilvægi menning- ar og lista. Ég er stoltur af þessum samningi og vona að hann verði fordæmisgefandi fyrir önnur bæj- arfélög á komandi árum. Hvað varstu að gera klukkan 14: Ég var í Frystiklefanum að sinna daglegum hostelrekstri sem snýst aðallega um þrif og að blanda geði við gesti. Hvenær hættirðu og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti um sex og það síðasta sem ég gerði var að keyra ljós og hljóð á generalprufu danssýningarinn- ar Martröð. Sýningin er afrakst- ur dvalar suður-afríska dansarans Oupa Sibeko í Frystiklefanum. Oupa var með aðsetur í klefanum síðustu vikurnar og frumsýnir á morgun þetta nýja verk. Það verð- ur frítt inn og Oupa er hrikalega spenntur fyrir því að sýna í fyrsta sinn fyrir framan íslenska áhorf- endur. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Ég var í mat hjá mömmu. Hún eldaði fyrirtaks rétt sem hún kallaði T.T.Í.Í. og stendur fyr- ir Tekið til í ísskápnum. Þetta var einhverskonar blanda af kjúklingi, lífrænt ræktuðu spagettíi, ýmis konar grænmeti, grísku jógúrti, feta osti og hvítlaukspestói. Þessu tókst henni að splæsa saman í því- líka veislu fyrir bragðlaukana að orð fá því ekki lýst. Hvernig var kvöldið? Ég tók að mér að dæma í söngva- keppni félagsmiðstöðvarinn- ar hér í bænum. Þetta var hörð keppni þar sem margir hugrakk- ir krakkar tóku lagið. Greinilegt að það er gomma af hæfileikum í boði og ég er viss um að sig- urvegararnir í kvöld eiga góðan séns á að rúlla upp Samfés í höll- inni 2015. Hvenær fórstu að sofa? Alltof seint. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Ég byrjaði að lesa bók- ina Nemesis. Þetta er grjótharð- ur norskur krimmi sem rígheld- ur. Mæli með henni. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Að skrifa undir tíma- mótasamning við Snæfellsbæ. Það var hápunktur dagsins, ef ekki mánaðarins. Eitthvað að lokum? Leiksýn- ingin MAR. Byggð á sannsögu- legum atburðum. 5 stjörnur. Aft- ur 5 stjörnur. Áhorfandi sagði: „Ég er ennþá að hugsa Mar, 6 dögum eftir sýninguna.“ Að- eins sýnt í Frystiklefanum í Rifi. Ókeypis gisting fyrir þá leik- húsgesti sem ferðast úr öðrum bæjarfélögum. Áhorfendur ráða miðaverðinu sjálfir og mega ráð hvort þeir borga fyrir eða eft- ir sýninguna. Orðið á götunni: „Leikhústilboð aldarinnar“. Guðmundur Steingrímsson og Margrét Marteinsdóttir. Margrét kjörin stjórnarfor- maður Bjartrar framtíðar Nýtt dansverk frumflutt í Frystiklefanum í Rifi Síðastliðinn föstudag frumsýndi suður-afríski dansarinn Oupa Si- beki nýtt verk sitt í Frystiklefan- um í Rifi. Hann er gestalistamað- ur í Frystiklefanum og hefur dvalið þar um hríð við undirbúning sýn- ingarinnar. Dansatriði hans nefn- ist Martröð og vinnur Oupa það í samvinnu við Frystiklefann. Verkið er gríðarlega orkumikið og fallegt. Fyrr um daginn var Oupa Sibeki með danskennslu fyrir grunnskóla- börn í Ólafsvík og ekki var annað að sjá en unga fólkið hefði gaman af kennslunni. af Oupa Sibeki í verki sýnu Martröð. Oupa kenndi grunnskólanemendum dans. Dansararnir stilltu sér upp fyrir ljósmyndara að lokinni æfingunni. Sigurdís, til vinstri og Halla Sif.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.