Skessuhorn


Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 04.02.2015, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015 Pennagrein Jöfnun kostnaðar við húshitun og dreifingu raforku Víða á landsbyggðinni var mikið fjallað um jöfnun raforkukostnað- ar fyrir síðustu kosningar. Flestir stjórnmálaflokkar, og þar með tal- inn Framsóknarflokkurinn, lögðu áherslu á að jafna þennan kostnað. Til þess að það náist til frambúð- ar þá þarf að endurskoða núverandi löggjöf hvað þetta snertir. Þessi stefna er mörkuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir orð- rétt: „Unnið verður að jöfnun raf- orku- og húshitunarkostnaðar.“ Til að þrýsta á framgang málsins þá hefur undirritaður ítrekað tekið málið upp, nú síðast í umræðum á Alþingi 2. febrúar sl. Staða málsins er sú að iðnað- ar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp um jöfnun á dreif- ingarkostnaði raforku en það mál er nú í vinnslu á Alþingi og klár- ast nú á vorþingi. Frumvarpið ger- ir ráð fyrir að lagt verði sérstakt jöfnunargjald á þá raforku sem fer um dreifikerfi dreifiveitna með það að markmiði að standa undir fullri jöfnun kostnaðar við dreifingu raf- orku til almennra notenda, þ.e. heimila og fyrirtækja sem fá raf- orku sína beint frá dreifiveitunum. Þetta þýðir að kostnaður við dreif- ingu raforku verður sá sami óháð því hvort viðkomandi er búsettur í þéttbýli eða dreifbýli. Það er einnig réttlættismál að jafna raforkukostnað þeirra sem búa á köldum svæðum og þar hafa verið til skoðunar ýmsar leiðir. Rík- isstjórnin mun á næstu vikum leggja fram þingmál á Alþingi sem miðar að því að jafna að fullu húshitunar- kostnað á köldum svæðum. Það er síðan mikilvægt að Alþingi nái að klára það mál nú á vorþingi þann- ig að þetta komist til framkvæmda sem fyrst. Ríkisstjórnin mun jafna húshit- unarkostnað á köldum svæðum og dreifikostnað raforku í dreifbýli. Það er mikilvægt að aðgerðirnar séu til frambúðar og að þær komist til framkvæmda fyrr en síðar. Með tilliti til byggðasjónarmiða og jafn- ræðis til búsetuvals, er ekki verjandi að verð á jafn mikilvægum nauð- synjum og rafmagni og húshitunar- kostnaði skuli vera jafn breytilegur milli landsvæða og raun ber vitni. Ásmundur Einar Daðason. Höf. er alþingismaður Framsókn- arflokksins. Freisting vikunnar Á köldum vetrardögum er fátt betra en ilmurinn og bragðið af nýbökuðum kanilsnúðum. Til eru allskonar uppskriftir af slík- um snúðum og margar þeirra hafa verið bakaðar af sömu fjöl- skyldunni í áratugi. Þá er mis- jafnt hvort fólki finnst betra, snúðar sem eru bakaðir með geri eða án þess. Sitt sýnist hverjum og oft eru það snúðarnir sem „amma bakaði“ sem hafa vinn- inginn. Við birtum hér eina upp- skrift af sannkölluðum „ömmu snúðum“ sem lesendur Skessu- horns geta prófað og gætt sér á. Snúðarnir eru bestir heitir og jafnvel með glassúr. Ömmu kanilsnúðar 550 gr. hveiti 4-5 tsk. lyftiduft 1 dl. sykur 100 gr. brætt smjör/smjörlíki 3 ½ dl. mjólk Á milli: 50 gr. brætt smjör og kanilsykur. Öllu blandað saman og hnoðað vel. Deiginu er skipt í tvo hluta og flatt út. Smjöri penslað á deigið og kanilsykri stráð yfir (ekki spara hann). Rúlla þétt og vel upp og skerið svo í 1 -2 cm stóra snúða. Raðið snúðunum á bökunarplötu klædda bökunarpappír og bakið í 15 - 20 mínútur við 180 gráðu hita. Snúðarnir eru tilbúnir þegar þeir hafa náð ljósum, gylltum lit. Ljósm. freistingarthelmu.blogs- pot.com Gamaldags kanilsnúðar Þorrinn blótaður í Klifi Yfir þrjú hunduð manns fögn- uðu þorranum í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík á laugardaginn. Þar skemmtu íbúar og gestir þeirra sér konulega yfir góðum mat og skemmtiatriðum sem félagasam- tök sáu um. Var það mál manna að skemmtun og matur hafi verið framúrskarandi og allir farið sátt- ir heim. Að skemmtiatriðum lokn- um var svo dansað langt fram á nótt með hljómsveitinni Bland. af Hættir sem umboðsmaður VÍS í Snæfellsbæ eftir rúmlega 16 ára starf Um næstu mánaðamót verða breyt- ingar á umboðsskrifstofu trygg- ingafélagsins VÍS í Snæfellsbæ. Pét- ur Steinar Jóhannsson sem gegnt hefur starfi umboðsmanns í rúm 16 ár lætur þá af störfum og við tekur sonur hans Jóhann Pétursson sem starfað hefur sem bókari hjá Snæ- fellsbæ. Pétur hefur sinnt ýmsum öðrum verkefnum meðfram starfi sínu sem umboðsmaður VÍS þenn- an tíma, meðal annars staðið að út- gáfu sjómannadagsblaðsins í Snæ- fellsbæ. Blaðamaður Skessuhorns átti spjall við Pétur núna á dög- unum vegna þeirra breytinga sem framundan eru. Í því spjalli kom meðal annars fram að Pétur er að norðan, er Skagstrendingur í húð og hár en hefur búið í Ólafs- vík í tæplega 50 ár. „Ég segi gjarn- an að konan hafi sótt mig norð- ur. Hún kom í Húsmæðraskólann á Blönduósi og ég kynntist henni þar. Það voru góðar stofnanir, hús- mæðraskólarnir á þessum árum og ættu að starfa áfram,“ segir Pétur og brosir. Vissi ekki mikið um tryggingar í byrjun Pétur fluttist sem sagt ungur úr sjávarplássi fyrir norðan í annað sjávarpláss fyrir vestan. Hann fór snemma á sjóinn og leiðin lá í Stýri- mannaskólann í Reykjavík, þaðan sem hann útskrifaðist með fiski- mannapróf 1970. Pétur var síðan skipstjóri í nokkur ár á vertíðarbát- um frá Ólafsvík. Hann var á sjónum þegar hann byrjaði að gefa út sjó- mannadagsblaðið. „Ég hafði strax gaman af þessu og fann að það átti ágætlega við mig að spjalla við fólk og það voru líka ýmsir sem tóku vel í að skrifa í blaðið,“ segir Pét- ur. Þegar honum bauðst að gerast umboðsmaður VÍS á skrifstofunni í Ólafsvík sló hann til. „Ég vissi svo sem ekki mikið um tryggingar þeg- ar ég byrjaði en fékk góða aðstoð í upphafi. Það var gott að leita til samstarfsfólks á svæðisskrifstof- unni á Akranesi og aðalskrifstof- unni í Reykjavík. Þetta kom mjög fljótt og ég hef kunnað mjög vel við mig í þessu starfi. Hérna koma margir og þetta er líflegur vinnu- staður. Ég fer líka út á örkina til að meta eignir hjá nýjum viðskipta- vinum og einnig til að meta tjón þegar þannig ber við. Þetta er bæði fjölbreytt og skemmtilegt starf,“ segir Pétur. Letrið í tryggingunum jafnstórt Aðspurður hvort að tryggingar hafi mikið breyst á þessum sextán árum segir Pétur að í grunninn sé þetta mjög svipað. „Stærsti hlutinn eru fjölskyldu- og húseigendatrygging- ar. Síðan er það útgerðin með sínar tryggingar, slysatryggingar á áhöfn- um og eignatryggingar. Viðskiptin við okkur hafa verið mikil á svæð- inu, bæði hjá einstaklingum og fyr- irtækjum og ekki mikil hreyfing þótt meira hafi verið um útboð á trygg- ingum núna í seinni tíð.“ Spurður um viðhorf fólks til tryggingafélag- anna, hvort breyting hafi orðið á því ,segir hann að þetta snúist vitanlega mikið um að viðskiptavinurinn sé ánægður og að hann fái góða þjón- ustu. „Þetta hefur oft verið að mæl- ast svipað í könnunum. Það er alltaf verið að tala um smáa letrið í trygg- ingunum, en hjá okkur er letrið jafn- stórt. Við segjum það gjarnan,“ segir Pétur í gamansömum tón. Í nógu að snúast Pétur er nú að láta af störfum hjá VÍS vegna aldurs en hann er kom- inn á eftirlaunaaldur, orðinn 67 ára. Starfið í tryggingunum hefur verið hans aðalstarf. Skrifstofan var fyrstu árin til húsa í húsnæði Landsbank- ans í Ólafsvík, en síðan keypti Pét- ur sjálfur eigið húsnæði í gömlu lög- reglustöðinni við Ólafsbraut og þar hefur skrifstofan verið síðan. Pét- ur hefur einnig meðfram trygging- unum starfað að sölu fasteigna hjá Fasteignasölunni Valhöll og ver- ið með umboð fyrir Símann. Þá er ótalin útgáfa Sjómannadagsblaðs Snæfellsbæjar sem hann byrjaði að gefa út 1987. Blaðið kom ekki reglulega út fyrstu árin en frá árinu 1995 hefur það komið út samfleytt. „Ég hef séð um nær alla efnisöflun en fengið aðstoð frá syni mínum og öðrum manni við öflun auglýsinga í blaðið fyrir útgáfukostnaði. Ég hef mjög gaman af þessu og það hefur gengið vel að fá efni í blaðið. Væntanlega mun ég taka það ró- lega í svolítinn tíma eftir að ég hætti, en mér sýnist að fasteignamarkaður- inn sé að glæðast og verkefnin auk- ist þar. Svo kíki ég kannski í kring- um mig eftir fleiri verkefnum. Mér finnst ekkert tímabært að fara að setjast í helgan stein strax, enda maður á besta aldri,“ sagði Pétur Steinar Jóhannsson að endingu. þá Pétur S Jóhannsson á skrifstofu VÍS með sjómannadagsblaðið sem hann hefur gefið út.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.