Skessuhorn - 04.02.2015, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015
Sóknarhugur var í fólki á ráð-
stefnu um framtíð háskóla í
Borgarbyggð sem haldinn var í
Hjálmakletti, mennta- og menn-
ingarhúsinu í Borgarnesi síð-
astliðinn föstudag. Ráðstefnan
var vel sótt og fundarsalurinn í
Hjálmakletti þétt skipaður.
Meðal gesta og frummælenda á
fundinum var Illugi Gunnarsson
menntamálaráðherra en talsvert var
rætt um nýjasta útspil menntamála-
ráðuneytisins varðandi skipulag há-
skólastarfs í landinu, það að há-
skólanir þrír í Norðvesturkjördæmi,
Landbúnaðarháskólinn á Hvann-
eyri, Viðskiptaháskólinn á Bifröst
og Háskólinn á Hólum verði gerðir
að sjálfseignastofnunum en rekstur
þeirra sameinaður. Ráðherra sagði
að með þessu væru áformin ekki að
kroppa nokkur stöðugildi af skól-
unum til fjárhagslegar hagræðing-
ar, heldur væri markmiðið að finna
möguleika til að styrkja þá og skapa
þeim ákveðna sérstöðu til viðbótar
og fjölbreytni öðru háskólastarfi í
landinu. Ráðherra boðaði að í und-
irbúningi væri stofnun starfshóps
sem myndi vinna að þessu verkefni.
Ætlunin væri að í þeim hópi yrðu,
auk fulltrúa ráðuneytis og úr há-
skólasamfélaginu, sveitarstjórnar-
menn og fulltrúar atvinnulífsins.
Útkoman verður að vera
öflug menntastofnun
Rektorar háskólanna í Borgarbyggð
voru meðal frummælenda á fund-
inum. Vilhjálmur Egilsson rekt-
or Háskólans á Bifröst sagði skóla-
starf í mikilli sókn og nemend-
um væri að fjölga. Námsframboð í
skólanum væri öflugt og nýjan lín-
an í „Forystu og stjórnun“ algjör-
lega að slegið í gegn. Með áform-
um um sameiningu háskólanna í
Borgarfirði yrði að leggja upp með
að útkoman yrði öflug mennta-
stofnun. Björn Þorsteinsson, rektor
LhbÍ á Hvanneyri, kvaðst hafa efa-
semdir um sjálfeignastofnunar-fyr-
irkomulagið, en skipulögðu undan-
haldi Landbúnaðarháskólans yrði
engu að síður að linna og landbún-
aðarmenntun yrði að efla í landinu.
Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitar-
stjóri Borgarbyggðar, kvaðst mjög
ánægð með ráðstefnuna og einn-
ig hugmyndina um sameiningu há-
skólanna þriggja. Sagðist hún sjá
ákveðin tækifæri í því og hugmynd-
in væri í þeim anda sem heimafólk
hefði rætt. Hvatt var til þess á fund-
inum að starf vinnuhópsins myndi
hefjast sem fyrst. Það var Fram-
farafélag Borgfirðinga sem síðasta
haust fór af stað með hugmynd
um ráðstefnuna en að henni stóðu
einnig Borgarbyggð og háskólarnir
á Bifröst og Hvanneyri auk Snorra-
stofu.
Erum langflottust!
Eftir að Guðveig Eyglóardótt-
ir, forseti sveitarstjórnar Borgar-
byggðar, hafði sett ráðstefna flutti
Vilhjálmur Egilsson, rektor Há-
skólans á Bifrös,t fyrsta framsögu-
erindið. Þar kvað strax við sterk-
an tón sem varð síðan einkennandi
fyrir framvinduna á ráðstefnunni
og margir ræðumanna vitnuðu í
orð Vilhjálms um að á Bifröst væru
menntaðir heimsborgarar með
rætur í sveitinni. Fólk sem stend-
ur sig alls staðar og kann muninn
á metnaði og græðgi, forystufólk í
atvinnulífi og samfélagi. Vilhjálm-
ur sagði Háskólann á Bifröst vissu-
lega eiga erindi við samfélagið. Þar
væru kennsluhættir í fremstu röð,
kennsluaðferðir sem meðal annars
byggjast á verkefnavinnu og hóp-
vinnu. Áhersla væri lögð á tenging-
ar og samstarf við atvinnulífið, svo
sem með verkefnum í rekstraráætl-
unum, vaxtarklasaverkefnið, Rann-
sóknastofnun atvinnulífsins og
Rannsóknasetur verslunarinnar var
meðal þess sem Vilhjálmur nefndi.
Vilhjálmur sagði að jafnframt sem
sótt væri fram í auknu námsfram-
boði sem þegar væri sýnt að hafði
slegið í gegn, væri nemendafjöld-
inn að aukast. „Við náum árangri
með því að treysta á okkur sjálf.
Við þurfum sífellt að sanna okkur
og ávinna okkur tiltrú,“ sagði Vil-
hjálmur. Í umræðum í pallaborði,
þegar fram kom að flestir íslensku
háskólarnir væru örskólar miðað að
háskóla erlendis, sagði Vilhjálmur.
„Þó við séum lítill skóli erum við
langflottust!“
Áhrif háskóla
á samfélagið
Kolfinna Jóhannesdóttir, sveit-
arstjóri Borgarbyggðar og fyrr-
verandi skólameistari Mennta-
skóla Borgarfjarðar, flutti fram-
sögu um hlutverk háskóla í þró-
un svæða. Hún sagði að bæði inn-
lendar og erlendar rannsóknir hafi
sýnt að þessi áhrif væri bæði efna-
hagsleg og félagsleg í samfélaginu.
Staðsetningin hefði aðdráttarafl
á staðsetningu stofnana og fyrir-
tækja, væri hvati á stofnun sprota-
fyrirtækja, hefði áhrif á menntunar-
stig á svæðum og mannfjöldaþróun
og þar með aukið framboð á vinnu-
afli. Kolfinna vitnaði einnig til þess
að staðsetning háskóla virtist hafa
mikil áhrif á kynjahalla og skapa
mikla eftirspurn eftir menntuðu
fólki. Kannanir hefðu sýnt mikla
fjölgun fólks á aldrinum 25-34 ára
og fjölgun kvenna í Borgarbyggð í
samanburði við önnur svæði. Kol-
finna vitnaði þar til rannsóknar
Vífils Karlssonar, hagfræðings hjá
SSV. Anna Karlsdóttir, fyrrverandi
lektor við umhverfisskipulagsbraut
LbhÍ, sem starfar nú við háskóla í
Svíþjóð fjallaði í fyrirlestri sínum
um svæðisþróun og starfsemi há-
skóla. Anna greindi frá könnun sem
gerð var um það efni í norrænum
háskólum og í niðurstöðum hennar
væri mikil samsömun við þær nið-
urstöður sem fram komu hjá Kol-
finnu og vitnað var í rannsóknir og
könnun Vífils Karlssonar.
Sendi sveitarstjórnar-
mönnum tóninn
Eflaust biðu margir framsögu Björns
Þorsteinssonar rektors Landbúnað-
arháskóla Íslands og vissulega vakti
hún athygli. Sumir ráðstefnugest-
ir veltu því jafnvel fyrir sér hvort
rektor hafi þarna verið að flytja sína
kveðjuræðu sem stjórnandi skól-
ans, aðrir töldu að innlegg hans í
umræðuna væri gott. Björn sagði
í upphafi síns máls að eitt heild-
areinkenni íslenska háskólakerfis-
ins væri vanfjármögnun. Hann fór
vítt og breidd yfir sviðið að Háskól-
ar á Íslandi eiga sér í alþjóðlegum
samanburði ekki langa sögu. Þann-
ig eigi raunverulegur háskólarekst-
ur í alþjóðlegum skilningi, þar sem
tvinnað er saman rannsóknum og
kennslu, ekki lengri en 15-25 ára
sögu. Björn benti á mikilvægi þess
að menn átti sig á því að Landbún-
aðarháskólinn sé ekki borgfirsk-
ur háskóli. „Hann er þjóðarháskóli
á sínu sviði en er að hluta til stað-
settur í og með höfuðstöðvar sínar
í Borgarfirði í sveitarfélaginu Borg-
arbyggð sem telur 1,08% lands-
manna. Skólinn er rekinn af ríkisfé
en nærist af litlu eða engu leyti af
heimafengnum afla úr héraði. Hins
vegar nærist nærsamfélagið af skól-
anum en sú staðreynd hefur skot-
ið þeirri hugmynd niður í kollinn á
sveitarstjórnarmönnum að þar með
geti þeir gert tilkall til íhlutun-
ar um málefni skólans, t.d. virkjað
þingmenn og samtök bænda til að
stöðva áform menntamálaráðherra
um sameiningu HÍ og LbhÍ sem
kynnt voru á síðasta ári í samræmi
við markaða stefnu þessara skóla og
lögbundna lögsögu þeirra í eigin
málum. Þetta er dæmi um hvernig
stjórnvöld og menntastofnanir sem
eiga að fara með sjálfræði í eigin
málum hafi verið svipt þessum lög-
bundna rétti til að fara með eigin
mál. Það væri lögfræðilega áhuga-
vert úrlausnarefni að gera stjórn-
sýsluúttekt á hvaða merkingu slík
forræðissvipting hefur gagnvart
lögum og Stjórnarskrá.“
Ráðherra boðaði
breytta tíma
Að sama skapi biðu margir eftir
ræðu Illuga Gunnarssonar mennta-
málaráðherra. Ráðherra gat þess
í upphafi að hann hafi verið mjög
hugsi vegna framgöngu sinnar þeg-
ar hann ræddi framtíð Landbún-
aðarháskólans á Hvanneyri við
heimamenn í Borgarfirði fyrir um
ári. Hann hefði eftir á að hyggja
ekki staðið sig þar nógu vel, byrjun-
in á þeirri kynningu hafi ekki verið
nógu góð að sinni hálfu. Ráðherra
kynnti síðan hugmyndir sínar um
sameiginlegan rekstur háskólanna
þriggja í Norðvesturkjördæmi og
stofnun sjálfseignarfélags um hvern
þeirra. Draga yrði fram sérstöðu
hvers skóla og skoða sóknarfærin.
Takmarkið væri að skapa með þessu
öfluga skólastofnun. Starfshópur
með breiða skírskotun yrði stofn-
aður á næstunni. Ráðherra varði
einnig talsverðum tíma í að ræða
nauðsyn þess að endurskoða skóla-
kerfið á Íslandi, m.a. með það að
markmiði að gera það hnitmiðaðra
og hagnýtara. Ekki veitti af þegar
sú staðreynd blasti við að þjóðfé-
lagið og aldurssamsetning væri að
breytast í þá veru á skömmum tíma
Sóknarhugur á ráðstefnu um framtíð háskólanna
Björn Þorsteinsson rektor LbhÍ, Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst og Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri í
Borgarbyggð, voru meðal frummælenda á fundinum.
Ráðstefnan var vel sótt.
Pallborð var á seinasta hluta ráðstefnunnar og til þeirra sem þar voru fyrir svörum var beint fjölda spurninga.