Skessuhorn - 04.02.2015, Síða 31
31MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Fálki gerði sig heimakominn á
laugardaginn á lóð Grundaskóla á
Akranesi. Kom hann sér þar fyr-
ir og var laugardagsmaturinn máf-
ur. Hafði fálkinn um hríð verið að
velja sér rólegan stað til að snæða
bráð sína á. Gísli Guðmundsson
tók meðfylgjandi myndir.
mm
Eftir þrettán sigurleiki
í röð í Dominosdeild
kvenna stöðvuðu Kefla-
víkurstúlkur sigurgöngu
Snæfellskvenna þegar liðin mættust í
Keflavík á miðvikudag í liðinni viku.
Heimaliðið vann allsannfærandi sigur,
85:72, og lið gestanna virkaði andlaust
og Snæfellsliðið ekki líkt sjálfu sér eins
og það hefur verið í vetur. Baráttuna,
kraftinn og liðsheildina vantaði í þess-
um leik. Framan af fyrri hálfleik var þó
útlit fyrir hörkuspennandi leik. Eftir
fyrsta leikhluta var staðan jöfn 21:21.
Leikurinn hélst svo í jafnvægi fram eft-
ir öðrum leikhluta en þá áttu heima-
stúlkur góðan kafla og voru tíu stigum
yfir í hálfleik, 48:38. Svipaður mun-
ur hélst á liðunum í seinni hálfleikn-
um. Snæfellskonur áttu góðan kafla í
lokafjórðungnum en tak heimastúlkna
á leiknum var sterkt og þær sigldu sigr-
inum heim af öryggi.
Kristan McCarthy skoraði 27 stig
fyrir Snæfell, tók 10 fráköst og varði
5 skot, Gunnhildur Gunnarsdóttir
skoraði 14 stig, Hildur Sigurðardótt-
ir 13 og tók 9 fráköst, Berglind Gunn-
arsdóttir 9 stig, María Björnsdóttir
4, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2 og
Alda Leif Jónsdóttir 1. þá
Nýverið var þriðja mót Íslands-
meistaramótaraðarinnar í klifri
haldið í Reykjavík og tóku sex klifr-
arar frá Akranesi þátt. Í hópi 8-12
ára kepptu þau Karl Þór, Hjalti,
Gyða, Sylvía og Ástrós Elísabet og
í unglingaflokki, 13-15 ára, keppti
Brimrún Eir. Öll stóðu þau sig með
prýði. Sylvía og Ástrós Elísabet
náðu báðar stigamarkmiðum síns
flokks með flottri frammistöðu.
Sylvía náði 97 stigum í 8-10 ára
flokki, þar sem stigamarkmið var
90 stig, og Ástrós Elísabet náði 132
stigum í 11-12 ára flokki þar sem
stigamarkmið var 100 stig. Síðasta
mót vetrarins fer fram í mars og
stefnir Klif-A á þátttöku með þessa
efnilegu klifrara, að sögn Þórðar
Sævarssonar þjálfara. mm
Það var rafmögnuð spenna sem mynd-
aðist í Fjósinu í Borgarnesi á fimmtu-
dagskvöldið þegar Skallagrímur tók á
móti Haukum í Dominosdeild karla í
körfunni. Tvíframlengja þurfti leikinn
þar sem jafnt var á stigum í leikslok
og eftir fyrri framlengingu. Það voru
þó Borgnesingar sem höfðu betur í
207 stiga leik; þar sem stigin skiptust
106:101. Skallagrímur leiddi fram-
an af leik og var yfir í hálfleik 48:45.
Þeir gul-grænklæddu bættu í forskot
sitt í síðari hálfleik og voru tíu stig-
um yfir 83:73 þegar tæpar fjórar mín-
útur voru eftir. Þá kom góður kafli
hjá Hafnfirðingum sem sættu lagi og
jöfnuðu leikinn 84:84 þegar einung-
is fáeinar sekúndur voru eftir. Skalla-
grímsmenn reyndu að ljúka leiknum
en skot Sigtryggs Arnars Björnssonar
í leikslok geigaði. Framlenging var því
staðreynd og mátti greina hroll hjá
mörgum stuðningsmönnum á pöll-
um Fjóssins sem eftir nýlega reynslu
höfðu ekki áhuga á framlengingu. Í
seinni framlengingunni náðu Skalla-
grímsmenn að klára þetta og voru
ósvikin fagnaðarlæti heimamanna á
pöllunum, en þá var verulega farið að
þyrsta í stigin. Þar með eru sex stig í
húsi og tíunda til ellefta sætið í deild-
inni.
Hjá Skallagrími var Sigtrygg-
ur Arnar Björnsson atkvæðamest-
ur með 36 stig, tók 6 fráköst og átti 7
stoðsendingar. Í næstu umferð sækja
Skallagrímsmenn Fjölni heim í Graf-
arvoginn og fer sá leikur fram föstu-
dagskvöldið 6. febrúar.
mm/ Ljósm. óör.
Ekki hafði lið ÍA árangur sem erf-
iði gegn toppliði Hattar frá Egils-
stöðum þegar liðin mættust í fyrstu
deildinni í körfubolta í íþróttahús-
inu við Vesturgötu á sunnudag.
Slök frammistaða Skagamanna í
fyrri hálfleiknum kostaði tíu stiga
tap, 73:83 og Austfirðingarnir eru
því enn með afgerandi stöðu á
toppi deildarinnar. Höttur var með
fimm stiga forskot eftir fyrsta leik-
hluta og vann síðan annan leikhluta
mjög sannfærandi, 28:16. Skaga-
menn þurftu því að vinna upp 17
stiga mun í seinni hálfleiknum og
það tókst þeim ekki þótt þeir ynnu
þriðja leikhluta með tveggja stiga
mun og væru svo mun betra liðið í
lokafjórðungnum.
Jamarco Warren var sem fyrr at-
kvæðamestur hjá ÍA með 29 stig,
Fannar Freyr Helgason skoraði 13
stig og tók 8 fráköst, Áskell Jóns-
son og Magnús Bjarki Guðmunds-
son skoruðu 8 stig hvor, Ómar Örn
Helgason og Erlendur Þór Otte-
sen 6 stig hvor og Birkir Guðjóns-
son 3 stig.
Í næstu umferð mæta Skaga-
menn Breiðabliki í Kópavogi nk.
föstudagskvöld. ÍA er með 12 stig í
fimmta sæti deildarinnar og Breiða-
blik í sjötta sætinu með tveimur
stigum minna en ÍA. Það er ein-
mitt fimmta sætið sem gefur rétt á
þátttöku í úrslitakeppninni þar sem
barist verður um eitt útvalsdeildar-
sæti. Leikurinn er því mjög mikil-
vægur báðum liðum.
þá
Piltarnir í Snæfelli mættu
Stjörnunni í Ásgarði síð-
astliðið fimmtudags-
kvöld í Dominosdeild-
inni. Heimamenn byrjuðu
betur í leiknum með Shouse og Dag í
broddi fylkingar en bestu menn Snæ-
fellinga voru Austin Magnus Bracey
og Christopher Woods. Stjarnan var
því í forystu eftir fyrsta fjórðunginn
með 22 stig á móti 17 stigum Snæfell-
inga. Illa gekk hjá báðum liðum síð-
ustu mínúturnar í leikhlutanum og
má þar sem dæmi nefna að Snæfell-
ingar voru ekki með nema 22% skot-
nýtingu í tveggja stiga skotum. Þeir
hresstust til muna í öðrum leikhluta
og voru Bracey og Woods enn bestu
menn. Snæfellingar komust í 24-26
en þá tóku Stjörnumenn við sér aft-
ur og fóru að raða niður þriggja stiga
körfum. Heimamenn leiddu með
fjórum stigum, 48-44 í hálfleik.
Heimamenn héldu nokkurra stiga
forskoti framan af í þriðja leikhlutan-
um. Snæfellingar áttu sinn besta kafla
í leiknum um miðjan leikhlutann.
Sveinn Arnar skoraði tvær þriggja
stiga körfur í röð og Pálmi og Stef-
án fylgdu því eftir með körfu og víti.
Snæfell náði forystu á þessum kafla,
62-67. Garðbæingar náðu naumlega
forystu aftur og þegar leikhlutan-
um lauk var staðan 70-68. Leikurinn
hélt áfram að vera jafn og skemmti-
legur í upphafi síðasta leikhluta. Snæ-
fellingar komust yfir á nýjan leik með
Austin Bracey í broddi fylkingar. Eftir
það áttu Snæfellingar ekki möguleika.
Sóknarleikur þeirra dalaði á sama
tíma og Stjörnumenn þéttu vörn-
ina. Þegar þrjár mínútur voru eftir af
leiknum var munurinn kominn í níu
stig, 90-81. Stjörnumenn gerðu svo
enn betur og sigruðu með stigaskor-
inu 97-88.
Austin Magnus Bracey var atkvæða-
mestur í liði Snæfellinga með 30 stig.
Christopher Woods var næstur með
18 stig og 9 fráköst. Pálmi Freyr Sig-
urgeirsson skoraði 10 stig, Stefán
Karel Torfason 9 og 4 fráköst, Sveinn
Arnar Davíðsson 9 stig, 4 fráköst, Sig-
urður Á. Þorvaldsson 8, 6 fráköst og
5 stoðsendingar. Óli Ragnar Alex-
andersson var með 4 stig og 4 fráköst.
Eftir viðureignina eru Snæfelling-
ar í fimmta sæti deildarinnar með 16
stig. Næsti leikur Snæfellinga verður í
Hólminum á morgun, fimmtudag kl.
19:15 þegar þeir taka á móti Þór Þ.
grþ
Vesturlandsliðin sem
eftir voru í Bikarkeppn-
inni í körfubolta töp-
uðu bæði í undanúr-
slitum keppninnar um
helgina. Skallagrímsmenn börðust
eins og ljón á móti Stjörnumönn-
um þegar liðin mættust í Borgar-
nesi á sunnudagskvöldið en urðu að
sætta sig við fimm stiga tap; 97:102.
Sami munur var reyndar eftir hvern
fjórðunganna fjögurra. Stjarnan fer
því í Laugardalshöllina í úrslitaleik-
inn. Snæfellskonur höfðu á laugar-
daginn tapað óvænt nokkuð stórt
fyrir Keflavíkurstúlkum suður með
sjó, 81:64. Keflvíkingar fara því enn
einu sinni í úrslitaleikinn í Höllinni,
en Snæfell sem hefur verið í þeirri
stöðu undanfarin ár er úr leik.
Skallagrímsmenn lögðu allt í
sölurnar á móti Stjörnumönnum,
enn og aftur drifnir áfram af Sig-
tryggi Arnari Björnssyni og Tracy
Smith. Gestirnir náðu þó snemma
yfirhöndinni og létu hana ekki af
hendi. Skallagrímsmenn seigluðust
og hleyptu gestunum aldrei langt
frá sér en vantaði herslumuninn
til að sigra. Tracy Smith var stiga-
hæstur Skallagrímsmanna með 29
stig, Sigtryggur Arnar kom næstur
með 26, Páll Axel Vilbergsson 18,
Davíð Ásgeirsson 12, Daði Berg
Grétarsson 5, Magnús Þór Gunn-
arsson 3 og þeir Egill Egilsson og
Trausti Eiríksson 2 stig hvor.
Kvennaleikurinn í Keflavík var
jafn framan af en heimastúlkur þó
með frumkvæðið. Þær voru stigi
yfir eftir fyrsta leikhluta og fjór-
um stigum yfir í hálfleik 33:29. Í
seinni hálfleiknum voru Keflavík-
urstúlkur mun ákveðnari og sigr-
uðu eins og áður segir örugglega
81:64. Ingi Þór Steinþórsson þjálf-
ari Snæfells var óánægður með
margt í leik síns liðs eftir leikinn.
Kristin McCarthy var stigahæst
hjá Snæfelli með 22, Hildur Sig-
urðardóttir 15, Berglind Gunn-
arsdóttir og Helga Hjördís Björg-
vinsdóttir 5 stig hvor, Gunnhild-
ur Gunnarsdóttir og Hugrún Eva
Valdimarsdóttir 4 stig hvor, Silja
Katrín Davíðsdóttir 3, Rebekka
Rán Karlsdóttir, Alda Leif Jóns-
dóttir og María Björnsdóttir 2 stig
hvor.
þá
Keflavíkurstúlkur rufu
sigurgöngu Snæfells
Snæfellingar lágu í Ásgarði
Langþráð stig til Skalla-
gríms í tvíframlengdum leik
Fálki að snæðingi við Grundaskóla
Ástrós Elísabet og Sylvía.
Klifurfólk af Akranesi í keppni
Vesturlandsliðin töpuðu í
undanúrslitum Bikarkeppninnar
Jamarco Warren skýtur á körfu Hattar
en hann var atkvæðamestur í liði ÍA.
Ljósm. Jónas Hallgrímur Ottósson.
Skagamenn töpuðu fyrir toppliði Hattar