Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2015, Side 8

Skessuhorn - 31.03.2015, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Handverkshátíð í pípunum EYJAFJ: Undirbúningur er hafinn að 23. Handverkshátíð í Eyjafirði, sem mun fara fram 6.-9. ágúst. „Hátíðin er löngu orðin einn stærsti menningar- viðburður á Eyjafjarðarsvæð- inu jafnframt því að vera stærsti vettvangur handverksfólks og hönnuða á landinu. Árlega eru um 100 sýnendur og hátíðin fær um 15-20 þúsund heimsóknir. Í aðdraganda hátíðarinnar und- anfarin ár hafa íbúar Eyjafjarð- arsveitar lagt sitt af mörkum við að kæta gesti með ýmsum upp- ákomum s.s. skreyta póstkassa, prjóna klæði á traktor og kýr svo eitthvað sé nefnt. Í ár verða það fuglahræður sem munu fara á stjá og er beðið með eftir- væntingu eftir þeim. Umsókn- ir vegna þátttöku á hátíðinni streyma inn þessa dagana og viljum við benda á að umsókn- arfrestur rennur nú um mán- aðamótin. Nánari upplýsingar er að finna á www.handverksha- tid.is.“ –fréttatilk. Fulltrúaráð Bifrastar BORGARNES: Aðalfund- ur Háskólans á Bifröst verður haldinn 10. apríl næstkomandi og var óskað eftir tilnefningum frá Byggðarráð Borgarbyggð- ar í fulltrúaráð Háskólans á Bif- röst. Var Helgi Haukur Hauks- son tilnefndur sem aðalmaður til þriggja ára og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir sem varamaður til eins árs. -eha Aflatölur fyrir Vesturland 21. – 27. mars. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes 16 bátar. Heildarlöndun: 1.415.566 kg. Mestur afli: Ingunn AK: 609.817 kg í tveimur löndun- um. Engar landanir á Arnarstapa í vikunni Grundarfjörður 5 bátar. Heildarlöndun: 141.298 kg. Mestur afli: Hringur SH: 65.249 kg í einni löndun. Ólafsvík 8 bátar. Heildarlöndun: 245.858 kg. Mestur afli: Bárður SH: 52.780 kg í fimm löndunum. Rif 11 bátar. Heildarlöndun: 345.229 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 80.671 kg í einni löndun. Stykkishólmur 5 bátar. Heildarlöndun: 116.606 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 104.128 kg í þremur löndun- um. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Kap VE – AKR: 656.559 kg. 21. mars 2. Ingunn AK – AKR: 573.687 kg. 22. mars 3. Faxi RE – AKR: 122.628 kg. 24. mars 4. Tjaldur SH – RIF: 80.671 kg. 24. mars 5. Hringur SH – GRU: 65.249 kg. 24. mars mþh Fjölgun íbúa REYKHÓLAR: Enn fjar- ar undan í mannfjöldaþró- un á Vestfjörðum, að einu sveitarfélagi undanskildu, sem er Reykhólahreppur. Á tíu ára tímabilinu milli ár- anna 2005 og 2015 fækkaði fólki í öllum sveitarfélögum Vestfjarðakjálkans nema þar. Í heild fækkaði á Vest- fjörðum úr 7.597 manns 2005 í 6.970 tíu árum síðar. Það er 8,3% fækkun. Verst er ástandið í Ísafjarðarbæ þar sem fólki hefur fækkað stöðugt úr 4.134 árið 2005 í 3.629 um síðustu áramót. Það er 12,2% fækkun. Þró- un íbúafjölda í Reykhóla- hreppi á þessu sama tíma- bili sýnir hins vegar kúrfu með uppsveiflu og niður- sveiflu. Árið 2005 bjuggu þar 262. Fjöldinn steig til 2010 þegar hann náði há- marki með 291 íbúa. Síð- an hefur fækkað aftur og nú voru íbúar 268 um síð- ustu áramót. Þeir þó samt sex fleiri en 2005. Það var Reykhólavefurinn sem tók saman tölur um þróun íbúafjölda á Vestfjörðum og studdist þar við gögn Hagstofunnar. –mþh Gjaldþrotum fer fækkandi LANDIÐ: Nýskráningum einkahlutafélaga síðustu tólf mánuði, frá mars 2014 til febrúar 2015, fjölgaði um 5% samanborið við tólf mánuði þar á undan. Alls voru 2.046 ný félög skráð á tímabilinu. Mest er fjölgun nýskráninga í sérfræðilegri, vísindalegri og tæknilegri starfsemi, 43% á síðasta ári. Gjaldþrotum einka- hlutafélaga hefur á sama tíma fækkað um 17% sam- anborið við tólf mánuði þar á undan. Alls voru 778 fyr- irtæki tekin til gjaldþrota- skipta á tímabilinu. Gjald- þrotum fækkaði mest í flokknum flutningar og geymsla, eða um 35%. –mm Sumarstörf fyrir 365 námsmenn LANDIÐ: Ákveðið hefur verið að verja um 150 millj- ónum króna úr Atvinnu- leysistryggingasjóði til að standa straum af átaksverk- efni til að skapa störf fyr- ir námsmenn í sumar hjá opinberum stofnunum og sveitarfélögum. Sams kon- ar átak hefur verið gert síð- ustu fimm sumur. Stefnt er að því að auglýsa störfin í lok apríl eða byrjun maí. Skilyrði fyrir ráðningu er að námsmenn séu að koma úr námi, þeir séu skráðir í nám að hausti (séu á milli anna) og verði 18 ára á árinu. Vonir standa til að með átakinu verði til 365 störf í sumar fyrir náms- menn sem skiptast á milli opinberra stofnanna og sveitarfélaga. Vinnumála- stofnun mun halda utan um þetta verkefni. –mþh Ríkiskaup auglýsir í Skessuhorni í dag eftir leiguhúsnæði fyrir Vínbúðina í Borgarnesi. Undanfarin ár hefur verslun ÁTVR verið til húsa í Hyrnu- torgi. Í auglýsingunni er óskað eftir að taka á leigu 200-300 fermetra húsnæði á verslunarsvæði sem m.a. skal liggja vel við almenningssamgöngum, skal vera á jarðhæð og uppfylla ýmis fleiri skilyrði. mm Línu- og netabátinn Saxhamar SH-50 tók niðri í vikunni sem leið þegar skipið var að sigla inn í Rifs- höfn. „Við vorum að koma úr okkar síðasta róðri eftir að hafa lokið við kvótann á þessu fiskveiðiári. Það var háfjara, bátinn tók óvænt niðri og hann sópaði grjóti í gegnum skrúf- una. Hún stoppaði og skipið varð vélarvana. Við settum strax út an- keri og björgunarskipið Björg kom svo og dró okkur að bryggju,“ segir Friðþjófur Sævarsson skipstjóri og útgerðarmaður Saxhamars í samtali við Skessuhorn. „Það er kafari búinn að fara niður og skoða skrúfuna. Öll blöð í henni eru beygluð. Gírinn hefur sjálfsagt orðið fyrir tjóni. Hann er fastur í afturábak. Það eru líka skemmd- ir á skrúfuhaus og líklega einn- ig á skrúfuöxli. Þetta verður við- gerð sem tekur einn mánuð. Skipið er vélarvana og það verður dregið í slipp á Akureyri. Við áttum reynd- ar að óbreyttu að mæta með Sax- hamar í slipp þar 7. apríl til að fara í venjubundið viðhald. Hamar SH mun draga Saxhamar norður.“ Friðþjófur segist ekki gera sér al- mennilega grein fyrir því hvað hafi gerst. „Það var auðvitað háfjara og mikið útfiri. Við vorum með ein- hver 46 tonn af fiski í skipinu eft- ir þennan róður. Við vorum á réttri siglingaleið. Þetta leiðindaóhapp er sjálfsagt tryggingamál. Það hafa engin sjópróf verið haldin, allavega hef ég ekki heyrt neitt. En það hlýt- ur að verða.“ Skipið hefur verið á netum síð- ustu tvo mánuði og fiskað afar vel. Eins og fyrr var greint var Saxham- ar á innleið úr sínum síðasta róðri á þessu fiskveiðiári. Óhappið skerð- ir þannig ekki tekjumöguleika út- gerðar og áhafnar. „Skipið fer ekki á veiðar næstu fimm mánuðina. Það var búið að segja öllum í áhöfninni upp eftir 30. mars,“ segir Friðþjóf- ur Sævarsson. mþh Hljómsveitin Vök hefur sent frá sér nýtt lag af væntanlegri EP plötu sinni. Lagið nefnist „If I Was.“ Þetta er fyrsta lagið sem er gert opinbert af nýju plötunni „Circles“ sem kemur út 15. maí. Vök er skip- uð Andra Má Enokssyni, Margréti Rán Magnúsdóttur og Ólafi Alex- ander Ólafssyni. Öll þrjú eru bú- sett í Hafnarfirði en þau Margrét Rán og Ólafur Alexander eru ætt- uð af Akranesi. Vök þykir afar efni- leg hljómsveit og hefur vakið verð- skuldaða athygli bæði á Íslandi og erlendis. Upptökur og upptöku- stjórn var í höndum þeirra þriggja sem skipa Vök. Biggi Veira, sem oftast er kenndur við hljómsveitina GusGus, sá hins vegar um hljóð- blöndun og hljómjöfnun. Vök vakti mikla athygli þegar þau komu fyrst fram á sjónarsviðið og sigruðu Músíktilraunir 2013. Sama ár sendi sveitin frá sér EP plötunna „Tension.“ Hún hefur fengið mjög lofsamlegar móttökur. Vök hefur þegar verið bókuð á nokkrar tón- listarhátir í Evrópu í sumar. Þar má nefna „The Great Escape“ í Brig- hton í Englandi. Vök er líka ein af fjórum íslenskum hljómsveitir sem eru bókaðar á Roskilde-tónlistarhá- tíðina í Danmörku. Melódísk raftónlist með saxa- fónsveiflum einkennir tónlist Vak- ar. Þetta er óvenjuleg og frumleg blanda. Sjá má myndbandið við nýja lagið „If I Was“ á myndbanda- veitunni youtube.com og hlusta á það á spotify.com og soundcloud. com á netinu. mþh Saxhamar SH. Myndin er tekin þegar skipið kom nýkeypt til Rifs í júlí 2006. Saxhamar tók niðri í innsiglunni í Rif Auglýsa eftir húsnæði fyrir vínbúð í Borgarnesi Vök er skipuð Andra Má Enokssyni, Margréti Rán Magnúsdóttur og Ólafi Alexander Ólafssyni. Öll þrjú eru búsett í Hafnarfirði. Margrét Rán og Ólafur Alexander eru ættuð af Akranesi og ólust þar upp að hluta. Ungt tónlistarfólk ættað frá Akranesi í sigurför með nýja plötu

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.