Skessuhorn - 31.03.2015, Side 9
9ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
Laus störf hjá Akraneskaupstað
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar:
Störf deildarstjóra í Leikskólanum Akraseli•
Störf leikskólakennara í Leikskólunum Akraseli og Vallarseli•
Hlutastörf í liðveislu með fötluðum börnum/unglingum•
Sótt er um rafrænt á heimsíðu Akraneskaupstaðar
á þar til gerðu eyðublaði.
Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is
CLARVISTA
STURTUGLER
FYRIR
VANDLÁTA
CLARVISTA
STURTUGLER
FYRIR
VANDLÁTA
Seinni hluta Íslands-
móts skákfélaga fór ný-
verið fram í Rimaskóla
í Reykjavík. Í ár kepptu
í fyrsta sinn tvær sveit-
ir frá Ungmennasam-
bandi Borgarfjarð-
ar. A sveitin hafnaði í
öðru sæti þriðju deild-
ar með níu vinninga
og keppir því í ann-
arri deild á næsta ári.
B sveit UMSB hafnaði
í áttunda sæti í annarri
deild.
Tinna Kristín Finn-
bogadóttir frá Híta-
rdal keppti með A sveit UMSB.
„Keppnisfyrirkomulagið er þannig
að sex skipa hverja sveit. Sterkasti
skákmaður hverrar sveitar keppir
við sterkasta keppanda mótherj-
ans og þannig koll af kolli. Skák-
irnar hefjast allar samtímis,“ sagði
Tinna í samtali við Skessuhorn.
„Þetta er í grunninn
áhugamannamót. Við
æfum ekki sérstaklega
fyrir þetta, mætum bara
og teflum. En þetta er
mjög skemmtilegt og
við erum með prýði-
lega sveit, að minnsta
kosti nógu góða til að
komast upp um deild,“
sagði Tinna í samtali við
Skessuhorn. Aðspurð
um eigin árangur segist
hún hafa teflt ágætlega
á mótinu. „Ég tapaði
einni skák í fyrri hlutan-
um í haust og gerði eitt
jafntefli núna. Endaði því með 4,5
vinninga af sex mögulegum,“ segir
Tinna.
kgk
Knattspyrnufélag ÍA
og VÍS hafa gert með
sér tveggja ára samn-
ing um að VÍS verði
áfram einn stærsti bak-
hjarl knattspyrnunnar
á Akranesi. VÍS hefur
alla tíð stutt dyggilega
við bakið á ÍA. „Það er
mikið ánægjuefni að
svo verði áfram. VÍS
verður sem fyrr áber-
andi á búningi félagsins
sem og á vellinum. VÍS
slysatryggir alla samn-
ingsbundna leikmenn
meistaraflokks karla og kvenna
næstu tvö árin. Full ástæða er svo til
að benda Skagamönnum á ábend-
ingarhnapp á vef ÍA til að fá tilboð
í tryggingar frá VÍS. Ef það leiðir til
viðskipta rennur hluti af iðgjaldinu
til knattspyrnufélagsins sem styrk-
ur og getur því orðið okkur frekari
tekjulind,“ segir Magnús
Guðmundsson formað-
ur KFÍA í tilkynningu
vegna samningsins.
Auður Björk Guð-
mundsdóttir fram-
kvæmdastjóri fyrirtækja-
sviðs VÍS segist stolt af
starfsfólki fyrirtækisins á
Akranesi sem borið hef-
ur hitann og þungan af
samstarfinu í gegnum
tíðina. „Teymið á skrif-
stofunni ber vitni um
hve mikilvægir Skaga-
menn eru okkur og það
er heiður að leggja einu sigursælasta
knattspyrnufélagi landsins lið með
þessum hætti,“ segir Auður.
þá
Skáksveit UMSB upp um deild á Íslandsmóti skákfélaga
VÍS og ÍA áfram í samstarfi
Magnús og Auður Björk sem rituðu undir samninginn. Með þeim
á myndinni eru Anna Halldórsdóttir sérfræðingur í markaðsdeild
VÍS, Örn Gunnarsson stjórnarmaður í KFÍA og Haraldur Ingólfsson
framkvæmdastjóri KFÍA.
Frá verðlaunaafhendingunni um kvöldið. F.v. John Ontiveros, Tinna
Kristín Finnbogadóttir og Bjarni Sæmundsson liðsstjóri með silfur-
verðlaunagripina.
Opið hús hjá Kaupfélaginu
Fimmtudaginn 09.apríl, kl. 20-22
Fjölmennið og eigið góða
kvöldstund með okkur
Léttar veitingar í boði !
10-70% afsláttur, margar spennandi vörukynningar, fullt af
tilboðum og góður félagsskapur!