Skessuhorn - 31.03.2015, Síða 13
13ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
NÁNAR ÁWWW.GAP.IS
HEIMAPAKKINN!
SEM BIGGEST LOSER KEPP
ENDUR FENGU MEÐ SÉR HEIM!
HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS
TAKTU MÁLIN Í ÞÍNAR HENDUR
OG ÆFÐU HEIMA.
Níu umferðaróhöpp urðu í um-
dæminu í liðinni viku. Þar af óhapp
síðastliðinn föstudag þar sem tíu
bílar, allir á norðurleið nærri Bisk-
upsbeygjunni á Holtavörðuheiði,
lentu í aftanákeyrslum og urðu fyr-
ir tjóni. Engin alvarleg slys urðu
á fólki en fimm manns kvörtuðu
undan eymslum og var þeim ráð-
lagt að fara í læknisskoðun. Fjögur
ökutæki voru fjarlægð af vettvangi
með kranabíl en hin voru ökufær.
Björgunarsveitin Húnar var köll-
uð á staðinn og fluttu hún fólk-
ið norður af heiðinni. Ökumaður
fremsta bílsins taldi sig hafa ekið á
um 40 km hraða þegar næstu bif-
reið var ekið aftan á hann og síðan
koll af kolli. Sumir ökumanna náðu
að stoppa í tæka tíð þegar þeir sáu
hvað framundan var en þá var bíl-
um ekið aftan á þeirra bíla sem þá
köstuðust á þá sem voru fyrir fram-
an. Töluverðar umferðartafir urðu
á meðan verið var að greiða úr mál-
um. Á vettvangi var um 20 metra
suðvestan vindur og fjögurra gráðu
frost. Gekk á með hviðum, skaf-
renningi og mjög slæmu skyggni.
Mikil hálka var á vettvangi þar sem
vegurinn var þakinn svelli.
Alls komu 266 mál til afgreiðslu
hjá Lögreglunni á Vesturlandi í lið-
inni viku, þar af 186 tengd sjálfvirk-
um hraðamyndavélum og öðrum
ökuhraðamælingum lögreglu. þá
Dagana 25. - 27. mars hélt Ung-
mennafélag Íslands ungmennaráð-
stefnuna Ungt fólk og lýðræði í
Stykkishólmi. Yfirskrift ráðstefn-
unnar í ár var: „Margur verður af
aurum api - réttindi og skyldur
ungs fólks á vinnumarkaði“. Um
áttatíu manns sóttu ráðstefnuna að
þessu sinni, bæði ungmenni sem
starfa í ungmennaráðum víðs vegar
um landið sem og starfsmenn sem
sjá um málefni ungmenna í sínum
sveitarfélögum.
Í ályktun ráðstefnugesta er skor-
að á sveitarfélög að leita til ung-
menna og taka tillit til þeirra skoð-
ana á málefnum samfélagsins, sér
í lagi ef þau varða ungmennin
sjálf. Einnig voru atvinnurekendur
hvattir til að standa vörð um rétt-
indi starfsmanna sinna. Að lokum
vildu ráðstefnugestir koma á fram-
færi áhyggjum sínum af kynjuðum
útlitsstöðlum sem ítrekað gera vart
við sig innan hinna ýmsu greina at-
vinnulífsins. Þeir telja ekki eðlilegt
að umsækjendur séu metnir vegna
kyns eða útlits umfram hæfni sinn-
ar.
Ungmennafélag Íslands sem stóð
fyrir ráðstefnunni í samstarfi við
VR-skóla lífsins. Þótti hún takast
með ágætum og vonir standa til að
leikurinn verði endurtekinn að ári.
kgk/ Ljósm. umfi.
Þannig var einn bíllinn útlítandi á Holtavörðuheiði.
Tíu bíla árekstur á
Holtavörðuheiði
Frá ráðstefnunni í liðinni viku.
Ungt fólk og
lýðræði í Stykkishólmi
Fjölmörg ungmenni sóttu ráðstefnuna.