Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 15
15ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS Veittir verða styrkir í eftirfarandi verkefni: 1) Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar. 2) Verkefnastyrkir á sviði menningar. 3) Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála. Styrkir úr Uppbyggingasjóði koma í stað styrkveitinga úr sjóðum menningar- og vaxtarsamninga. Einungis verður ein aðalúthlutun á árinu 2015 fyrir verkefnastyrki á sviði menningar og stofn- og rekstrarstyrkja menningarmála. Styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunar verður einnig úthlutað að þessu sinni og aftur síðar á árinu. Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi www.ssv.is, undir flipanum „Uppbyggingarsjóður“ er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Frestur til að skila umsóknum er til 22. apríl 2015. S K E S S U H O R N 2 01 5 ÚTBOÐÚTBOÐ Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is 81x120 mm TIL SÖLU Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is Húsnæði óskast til leigu 15855 – Leiguhúsnæði fyrir vínbúð ÁTVR í Borgarnesi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins óskar eftir að taka á leigu u.þ.b. 250-300 m² húsnæði fyrir Vínbúð í Borgarnesi. Húsnæðið þarf að skiptast að u.þ.b. 2/3 hlutum í verslunarsvæði og 1/3 hluta í lager og starfsmannaaðstöðu. Húsnæðið þarf að fullnægja eftirfarandi kröfum: Vera á verslunarsvæði. 1. Liggja vel við almenningssamgöngum. 2. Umferð að og frá húsnæðinu sé greið. 3. Húsnæðið skal allt vera á jarðhæð. 4. Húsnæðið bjóði upp á að vöruhurð o5. pnist beint út og ekki nálægt inngangi viðskiptavina. Góð6. aðkoma sé að húsnæðinu fyrir viðskiptavini og næg bílastæði. Lögð er áhersla á7. gott aðgengi af bílaplani fyrir hreyfihamlaða og jafnframt þurfa að vera bílastæði fyrir starfsfólk. Aðkoma að hús8. næðinu fyrir flutningabíla og/eða lyftara með vörur skal vera góð. Verslunarrými9. ð sé sem næst rétthyrnt (hlutföll rýmisins nálægt 3 á móti 2) og mega súlur, veggir eða annað ekki hamla yfirsýn um verslunarhluta húsnæðisins. Hljóðd10. empun í verslun skal tryggja góða hljóðvist og lýsing skal vera 500-600 lux (fer eftir ástandi við skil). Góð a11. ðstaða þarf að vera fyrir starfsfólk ásamt góðu aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Hú12. snæðið verður að fullnægja öllum kröfum sem opinberar eftirlitsstofnanir og umsagnaraðilar gera til slíks og vera samþykkt af þeim. Leigutími húsnæðisins er samkomulag. Húsnæðið skal afhenda samkvæmt samkomulagi og ræðst afhendingartími nánar af ástandi þess við afhendingu. Áhugasamir skulu senda öll gögn um það húsnæði sem þeir hyggjast bjóða í lokuðu umslagi til skrifstofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7 C, 105 Reykjavík fyrir kl. 11:00, þriðjudaginn 21. apríl 2015 Merkt: 15855 - Leiga á húsnæði í Borgarnesi fyrir Vínbúð ÁTVR Gögn þurfa meðal annars að innihalda eftirfarandi: Staðsetningu. 13. Teikningar af húsnæði. 14. Afhendingartíma.15. Ástand húsnæðis við afhendingu. 16. Leiguverð án vsk. og skal það innifela allan kostnað. 17. Fyrirsjáanlega18. r breytingar sem gætu haft áhrif á kröfuliði 1-12 hér að ofan á leigutímanum. SK ES SU H O R N 2 01 5 Reykholtsprestakall Verið innilega velkomin S K E S S U H O R N 2 01 5 Helgihald um páska í Reykholtsprestakalli Á föstudaginn langa verður lestur píslarsögu Jesú að venju í Reykholtskirkju kl. 22. Sálmasöngur og bænahald. Á aðfararnótt páskadags verður Páskavaka í Reykholtskirkju kl. 23. Hvanneyrar- Stafholts- og Reykholtsprestar leiða lestra og bænahald þessarar fornu athafnar. Ef veður leyfir verður eldur kveiktur utandyra og ljós af honum borið inn í myrka kirkjuna, páskakerti tendrað og ljós þátttakenda. Lesið úr hjálpræðis- sögunni og skírnarheitis minnst. Guðsþjónusta er á páskadagsmorgun á Gilsbakka kl. 11. Guðsþjónusta páskadags er í Reykholtskirkju kl. 14. Nýtt fólk hefur tekið við rekstri ferðaþjónustunnar að Þórisstöðum í Svínadal í Hvalfjarðarsveit. Það eru þau Elvar Grétarsson og Alla Sigurðardóttir sem í síðustu viku gerðu samning til næstu þriggja ára við Starfsmannafélag Járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga sem á jörðina. „Við byrjuðum með fjórhjólaleigu hér á Þórisstöðum 2013. Síðastliðið haust fluttum við svo búferlum hingað frá Akranesi. Við verðum ekki staðarhaldarar heldur tökum jörðina með húsum á leigu og sjáum síðan alfarið um reksturinn,“ segja þau í samtali við Skessuhorn. Ferðir á fjórhjólum Það eru fjórhjólin sem hafa orðið upphaf þess að þau Elvar og Alla ætla nú að sinna ferðaþjónustunni á breiðum grundvelli. „Fjórhjól- in eru leigð út til ferðafólks. Við höfum boðið upp á eins og tveggja klukkustunda ferðir. Í þeim fyrr- nefndu er farið hér upp á Þúfu- fjall sem er fyrir ofan Bjarteyjar- sand. Þar getur fólk svo gengið á sjálfa Þúfuna sem fjallið er kennt við. Þaðan er fagurt útsýni yfir Hvalfjörðinn. Í lengri ferðinni er farið upp meðfram línuvegi inn fyrir Síldarmannagötur og kom- ið niður í Grafardal. Þaðan er ekið yfir í Skorradal með sunnanverðu Skorradalsvatni og svo yfir Drag- ann aftur að Þórisstöðum. Þetta er 50 kílómetra hringur. Svo er hægt að fá ferðir eftir eigin hentugleika til viðbótar við þetta. Það er alveg hægt að búa til dagsferðir á hjól- unum og þess vegna lengur ef fólk óskar.“ Tjaldstæði og veiði Með yfirtökunni á rekstri Þóris- staða bætist ýmislegt annað við fjórhólareksturinn. „Hérna munum við reka tjaldsvæði með ýmsu sem tilheyrir. Auk þess nýtum við húsa- kostinn hér á Þórisstöðum undir ýmsa starfsemi. Gömlu fjárhúsin og hlaðan hérna standa við hliðina á tjaldsvæðinu og mynda skemmti- lega umgjörð fyrir ýmsa viðburði. Hingað koma ýmis félagasam- tök og almennir gestir. Það verða brúðkaup og ættarmót hérna. Það er þegar búið að bóka ýmsa slíka viðburði í sumar. Við verðum með veiðileyfi í vötnunum þremur hér í Svínadal sem eru Þórisstaðavatn, Geitabergsvatn og Eyrarvatn. Þar erum við meðal annars innan vé- banda Veiðikortsins svokallaða. Við höfum sömuleiðis gert samn- ing um Útilegukortið. Hingað til hefur hvorki verið hægt að nota Veiðikortið né Útilegukortið hér á Þórisstöðum en nú breytist það,“ segir Elvar. Bjóða upp á fótboltagolf Ferðaþjónusta hefur verið rek- in að Þórisstöðum um margra ára skeið enda skjólsæll staður og mik- il náttúrufegurð. Nokkrar breyt- ingar verða á staðnum með til- komu þeirra Elvars og Öllu. „Hér hefur til að mynda verið níu holu golfvöllur. Hann er búinn að vera í slæmu ástandi vegna lélegs tækja- kosts til viðhalds. Það er mik- ill kostnaður bundinn við að reka sláttuvélar fyrir golfvelli. Við höf- um ákveðið að hætta með golf- völlinn í hefðbundnum skilningi. Í staðinn stækkum við holurnar og breytum vellinum í fótboltagolf- völl. Það er þá þannig að í staðinn fyrir að vera með kylfur og golfkúl- ur þá sparkar fólk bolta og reynir að hitta ofan í holurnar. Reglurnar eru svipaðar og í golfi. Við finnum að hugmyndinni um þessa nýjung er vel tekið. Þetta höfðar líka til stærri markhóps því flestir hafa gaman af því að sparka í bolta. Þetta get- ur verið mjög skemmtilegt til að mynda fyrir fjölskyldur og aðra hópa. Þessi fótboltagolfvöllur verð- ur vígður með pompi og prakt um hvítasunnuhelgina.“ Páskaeggjaleit á páskahelgi Ferðamannatímabilið hjá þeim á Þórisstöðum hefst með páska- eggjaleit á laugardag nú um páska- helgina. „Við ætlum að fela ein 200 páskaegg hér úti í skógi. Allir eru velkomnir að koma og leita. Hér verður heitt á könnunni og bara gaman. Páskaeggjaleitin hefur ver- ið áður hér að Þórisstöðum, gefist vel og er orðin að vinsælli hefð sem við ætlum að halda í. Seinna í sum- ar verður svo ýmislegt í boði. Við ætlum til dæmis að vera með ýmsa afþreyingu hér svo sem harmon- ikkuball, trúbadorar koma og spila og svo framvegis. Hingað koma oft stórir hópar svo sem Húsbílafélag- ið. Það er sjálfsagt að reyna að gera eitthvað skemmtilegt þegar svo er og bjóða upp á léttar veitingar í leiðinni,“ segja þau Elvar og Alla. mþh Taka við rekstri Þórisstaða í Svínadal Elvar Grétarsson og Alla Sigurðardóttir sjá nú um ferðaþjónustuna á Þórisstöðum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.