Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 31.03.2015, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Árleg Vesturlandssýning hesta- mannafélaganna á Vesturlandi var haldin í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi síðastliðið laugardags- kvöld. Ámundi Sigursson formað- ur rekstrarfélags Faxaborgar segir að fjölmargar vel heppnaðar sýn- ingar hafi farið fram og um 400 áhorfendur troðfyllt höllina. Við- brögðin hafi sýnt að fólk var ánægt með sýningarnar og það sem fram fór. Þátttaka hafi verið mjög góð frá hestamannafélögum vítt og breitt um Vesturland. Þá hafi að auki komið gestir að norðan og sunnan. Milli 70 og 80 hross ásamt knöp- um sínum tóku þátt í sýningunni. Því miður forfallaðist eitt atriði þar sem eigandi Loka frá Selfossi sá sér ekki fært að mæta með hestinn ásamt afkvæmum þar sem hann var ekki hafður í lokaatriði sýningar- innar. Einnig efndi Hrossaræktar- samband Vesturlands til kynning- ar á þeim stóðhestum sem verða í boði og til notkunar á Vesturlandi næsta sumar. „Ég vil þakka öllum sem stóðu að sýningunni og knöp- um og áhorfendum fyrir frábært kvöld,“ segir Ámundi. þá/ Ljósm. iss. Fjölsótt og vel heppnuð Vesturlandssýning í Faxaborg Siguroddur Pétursson og Hrynur frá Hrísdal vöktu mikla athygli. Afkvæmi Sólons frá Skáney. Logi frá Oddsstöðum og Jakob Sigurðsson og Þráinn frá Oddsstöðum og Sigvaldi Guðmundsson. Hinrik Bragason og Stimpill frá Vatni. Jakob Sigurðsson og Nökkvi frá Syðra-Skörðugili og Björn Einarsson og Hersir frá Lambanesi. Styrmir Sæmundsson og Skjóni frá Stapa áttu flott tilþrif á skeiði. Börn og unglingar sýna í Faxaborg. Mörg atriði voru greinilega vel æfð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.