Skessuhorn - 31.03.2015, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
Soffía Björg Óðinsdóttir tónlistar-
kona frá Einarsnesi hefur vakið at-
hygli að undanförnu með nýju lagi
sínu See me, sem er að fikra sig upp
vinsældalista Rásar tvö undanfarnar
vikur. Fyrsta sólóplatan er væntanleg
í maí og ber hún sama nafn og lag-
ið sem nú er í spilun. Soffía Björg er
nýflutt aftur heim í Borgarfjörðinn
þar sem henni finnst best að semja
tónlist. „Ég er með skrifstofu í Ný-
sköpunar- og frumkvöðlasetri Hug-
heima í Borgarnesi. Þar sinni ég dag-
legu amstri og útset tónlistina mína,
en best er að sitja í sólstofunni heima
í Einarsnesi, umvafin fallegri fjalla-
sýn, og semja,“ segir Soffía Björg í
samtali við Skessuhorn.
Ósýnileg í heimi
sýnileikans
„Ég sé sjálf um útgáfu plötunn-
ar og allar bókanir þannig að það
er í nægu að snúast. Ég ákvað eftir
að hafa menntað mig í tónsmíðum
í Listaháskóla Íslands, undir hand-
leiðslu Tryggva M. Baldvinssonar,
að tónlistin yrði mitt aðalstarf. Þetta
er svona bóhem líf en það eflir mann
að þurfa að hafa fyrir hlutunum og
spyrja sig; „langar mig þetta virki-
lega svona mikið?.“ Fyrsta platan er
að hluta fjármögnuð með hjálp Kar-
olina fund söfnunarsjóðs sem ger-
ir aðilum kleift að fjármagna hug-
myndir sínar með fjöldaframlögum.
Það er frábær leið fyrir tónlistar-
mann sem ætlar sér að gefa út sjálfur.
Sömuleiðis góð leið til að vekja at-
hygli á verkefninu og sjálfum sér.“
Tilurð lagsins See me er einmitt
að Soffíu Björgu fannst hún ósýni-
leg í heimi sem krefst sýnileika. „Ég
var í innri baráttu, var ekki með allan
kjarkinn og gleðina sem ég þurfti til
að þora. Það hefur hjálpað mér mik-
ið í gegnum tíðina að semja mig út
úr aðstæðum og átta mig með þeim
hætti á því sem ég er að gera vit-
laust.“ Fyrsta platan er unnin upp úr
útskriftarverkefni Soffíu Bjargar en
hún útskrifaðist með BA gráðu í al-
mennum tónsmíðum frá LHÍ í fyrra.
„Það er svo mikil synd að öll vinn-
an sem fer í gerð útskriftarverkefn-
is nýtist ekki og verði bara að einum
tónleikum. Því var tilvalið að taka
verkefnið upp og byggja svo ofan á
það til að gera fyrstu plötuna.“
Dásamlegt þegar
tónarnir lifna við
Soffía Björg hefur komið talsvert
fram á tónleikum síðastliðin ár og
tekið þátt í tónlistarhátíðum. „Við
erum þessa stundina fjögur; Ingi-
björg Elsa Turchi, Þorvaldur Ing-
veldarson og Tómas Jónsson sem
erum að baki Soffía Björg Band
og höfum spilað meðal annars á
Reykjavík Folk Festival og Aldrei
fór ég suður á Ísafirði. Við tókum
líka þátt í Rauðasandi festival, þar
sem fokið var fram og tilbaka en
ég var svo heppin að sólin kom út
í smá tíma og ég gat spilað á sand-
inum áður en festivalið var fært
til Patreksfjarðar vegna vonsku-
veðurs,“ rifjar hún upp og held-
ur áfram: „Einnig hef ég unnið að
tónsmíðum fyrir aðra. Ég samdi
kórverk fyrir Dómkórinn í Reykja-
vík sem var flutt í útvarpsmessu og
á tónlistadögum Dómkirkjunnar.
Það er eitthvað svo magnað við að
heyra tónlistina lifna við. Ég vinn
verkin mín í nótnaskriftaforritinu
Sybelius og þar spilast tónlistin
frekar flatt. Svo það er dásamlegt
að heyra tónana lifna við í flutn-
ingi alvöru kórs eða hljóðfæraleik-
ara. Síðasta sumar fór ég svo til
New York og söng á útgáfutón-
leikum í Rockwood Music Hall
fyrir söngleikinn Revolution in
the Elbow of Ragnar Agnarsson,
Furniture Painter sem var settur
upp á Off-Broadway. Það var góð
og skemmtileg reynsla að fá að
taka þátt í því verkefni. Stefán Örn
Gunnlaugsson var tónlistarstjóri
þess verkefnis og hann er einn-
ig upptökustjóri á plötunni minni
sem við erum um þessar mundir að
leggja lokahönd á. Það er allt svo
breytilegt í tónlistarheiminum og
plötusala fer minnkandi. Fólk er
í auknum mæli að kaupa tónlist á
rafrænu formi en mér fannst samt
nauðsynlegt að gefa fyrstu plötuna
út, það er svo mikill áfangi,“ segir
Soffía Björg glaðlega að endingu.
eha
Fyrsta sólóplata Soffíu Bjargar væntanleg
See me, fyrsta sólóplata Soffíu Bjargar er væntanleg í maí.
Soffía Björg í New York þar sem hún
söng á útgáfutónleikum í Rockwood
Music Hall.
Gistihúsið Við hafið í Ólafsvík opnað í maí
Framkvæmdir við nýtt gistiheim-
ili í Ólafsvík hafa gengið eins og
í sögu. „Við keyptum og fengum
húsnæðið afhent 5. janúar. Hér
var áður til húsa líkamsræktarstöð.
Það var strax hafist handa við að
rífa allt innan úr húsnæðinu, bæði
loft, milliveggi og gólfefni. Þann
13. janúar kom gámur með bygg-
ingarefni og byrjað var að innrétta
upp á nýtt. Þeir iðnaðarmenn sem
hafa komið að þessu verki eru nán-
ast allir héðan úr Snæfellsbæ. Þeir
hafa staðið sig frábærlega. Fram-
kvæmdin hefur gengið rosalega
vel. Nú erum við að fara að byrja
lokafrágang og raða inn húsgögn-
um. Við reynum að nota páskana í
það að skrúfa þetta saman og ætl-
um svo að opna í byrjun maí þegar
öll leyfi verða komin í hús,“ segir
Sigurjón Hilmarsson.
Opið allt árið um kring
Gistiheimilið hefur fengið heit-
ið „Við hafið.“ „Þetta verða her-
bergi sem rúma alls 44 gesti.
Þarna verða bæði tveggja manna
herbergi og svo eru tvö herbergi
með kojum sem verða þá ódýrari.
Annað verður með fimm kojum
og tíu manna og hitt með þrem-
ur kojum eða fyrir sex gesti. Svo
eru tvö herbergi á jarðhæð hússins
sem eru með baði og aðstöðu fyrir
fatlaða,“ segir Sigurjón.
Þessi nýi gististaður verður op-
inn gestum allan ársins hring. Sig-
urjón segir að það leysi úr brýnum
skorti á gistirými í bænum. „Það
er skortur á gistingu hér í Ólafs-
vík yfir veturinn. Yfir vetrarmán-
uðina hefur aðeins verið hægt að
leigja herbergi á einum stað í bæn-
um. Við ætlum því að vera með
opið árið um kring. Það er mikil
fjölgun á ferðamönnum, ekki síst
um vetrartímann. Ég vinn sjálfur
fyrir Vegagerðina á veturna og hef
með höndum snjómokstur og eft-
irlit. Það hef ég gert síðustu fjög-
ur árin. Í gegnum það starf sé ég
greinilega aukningu á ferðamann-
aumferðinni yfir vetrartímann.
Allar tölur styðja svo þetta.“
Í umsjón konu og
dætra
Ekki verður opnaður matsölustað-
ur í tengslum við nýja gistiheim-
ilið. „Þetta verður með einföldu
sniði. Þarna verður aðeins boð-
ið upp á valfrjálsan morgunverð.
Gestir munu svo geta notað eld-
húsið síðdegis og á kvöldin. Fólk
getur þá eldað sér sjálft það sem
það vill hafi það áhuga á slíku.“
Sigurjón Hilmarsson hefur um
árabil starfað sem sjómaður og
gert út eigin báta. Hann segist
ekki sjálfur ætla að fara að hella
sér í ferðaþjónustuna með bein-
um hætti. „Ég hef nú bara gegnum
árin verð einn með sjálfum mér úti
að sjó á hljóðskrafi við múkkann.
Rut Einarsdóttir eiginkona mín
og dætur okkar koma til með að
sjá um reksturinn.“
Gistiheimilið „Við hafið“ er
með eigin síðu á Facebook þar
sem fylgjast má með framkvæmd-
um.
mþh
Gistiheimilið „Við hafið“ er staðsett á annarri hæð að Ólafsbraut 55
í Ólafsvík. Á neðri hæðinn er vínbúð ÁTVR og verslunin Hrund.
Svona var útlitið innandyra í húsakynnum nýja gistihússins þegar
Skessuhorn leit við í síðustu viku. Iðnaðarmenn voru þar á fullu að
leggja lokahönd á frágang í nýinnréttuðu húsnæðinu.
Útsýnið frá gistiheimilinu er afar fallegt bæði út yfir miðbæinn í
Ólafsvík og yfir sjóinn þar fyrir utan.
Frá matsalnum verður hægt að sjá bæði yfir bæinn og hafið.
Eiríkur Gautsson múrarameistari í
Ólafsvík er einn þeirra iðnaðarmanna
sem starfa við að koma nýja gisti-
heimilinu í stand.
Sigurjón Hilmarsson og Rut Einarsdóttir og dætur. Þær mæðgur munu sjá um
daglega stjórn og rekstur gistiheimilisins.