Skessuhorn - 31.03.2015, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
Öðru hvoru illa rakur - að öðru leyti bezta skinn
Vísnahorn
Þessi vetur hefur nú ver-
ið með þeim hætti að
ekki væri úr vegi að fara
að rifja upp vorvísur sér
til andlegrar upplyftingar og hugarhægðar.
Á ekki illa við að byrja á Gísla Jónssyni frá
Saurbæ föður ,,Gríms Gíslasonar sem talar
frá Blönduósi.“
Vorið komið, grænkar grund,
gaman er að lifa.
Flesta daga á fjöll og grund
fingur sólar skrifa.
Farfuglakomur eru fastur hluti af vorinu
ásamt breyttri hegðun þeirra fugla sem halda
sig hér við land árið um kring. Æðarfuglinn
fer að setjast upp og þá þarf að fara að huga að
því að verja hann fyrir styggð og ágangi vargs.
Á æskuárum sínum kvað Bjarni Ásgeirsson
um svartbak sem faðir hans skaut í námunda
við varpið:
Svartbakur á sjónum sat,
sat hann þar og ekkert gat,
gat kom þar á höfuð hans,
hans varð bani og rak til lands.
Margt orti Bjarni frá Gröf og flest gott.
Allavega held ég að hann hafi ekki látið fara
mikið frá sér af lélegum vísum. Hér koma
nokkrar gamlar vorvísur eftir Bjarna:
Upp til fjalla eldri mann
ennþá kallar vorið.
Lífið alla lýja kann,
laufin falla í sporið.
Geislabrosin fingrafríð
fjalla losa snjóinn.
Greiðir flos um gráa hlíð
græna mosatóin.
Eitt er þrá og annað val,
örlög fáir teyma.
Fram í bláum fjallasal
fæddist áin heima.
Gleymdra leiða grandi seld
gömlu eyðast sporin.
Þögnin seiðir andans eld
inn til heiða á vorin.
Á líkum nótum kvað Arinbjörn Árnason:
Þó að fátt mér ljái lið
leiðir þrátt ei kunni
er ég sáttur alla vi
úti í náttúrunni.
Þó mörg sé tæknin mannanna erum við ekki
svo háþróuð ennþá að við getum valið okkur
ættingja enda kannske jafngott. Hofdala Jón-
as kvað um frænda sinn sem var svona eins og
við hin með sína kosti og galla:
Í „ökónómí“ er hann slakur,
enda talinn frændi minn.
Öðru hvoru illa rakur,
að öðru leyti bezta skinn.
Það voru talin nokkur tíðindi á sínum tíma
þegar fólk fór að geta farið í sumarfrí á laun-
um og eflaust hafa þeir sem ekki áttu kost
þeirra hlunninda gert svolítið grín að því.
Mismeinlega eins og gengur en manneskjan
er nú einu sinni svona gerð og við því er ekk-
ert að gera. Það gæti hafa verið á þeim árum
sem Gísli Jónsson kvað:
Ekkert hendir oss til meins
ef í lendum fríi.
Klukkan stendur, allt er eins
og á kendiríi.
Þegar vorið nálgast fara unglingarnir að
hafa áhyggjur af prófunum eða þannig var það
allavega í minni æsku. Reyndar hafði maður
ekkert miklar áhyggjur á þeim árum en það
má þó reyna að láta líta svo út að maður hafi
haft einhverja samviskusemi til afnota. Nem-
andi einn átti í vandræðum með að muna röð
slaga í bensínhreyfli þangað til kennari hans
orti:
Sogar, þjappar, sprengir, blæs,
Að skilja þetta er ósköp næs
En nái ég mér í væna gæs
Ég soga, þjappa, sprengi, blæs.
Þessar upplýsingar dugðu til að nemandinn næði
prófinu. Á árunum eftir stríð varð mikil formbylt-
ing í skáldskap hérlendis. Ýmsir töldu að hið gamla
hefðbundna form væri úrelt og staðnað en ekki
var nú allt mikið gáfulegra þó óstuðlað væri. Verst
finnst mér þó þegar þessu tvennu er ruglað saman
og menn telja sig vera að yrkja hefðbundið en hafa
ekki vald á því. Ingibjörg Sigfúsdóttir á Refsteins-
stöðum orti á þessum umbrotaárum:
Áður taldi íslensk þjóð
óðsnilldina gæði.
Samin voru og lesin ljóð
lærð og sungin kvæði.
Nú má kaupa þessi þjóð
þrykkt og gyllt í sniðum,
í gerviskinni, gerviljóð
af gerviljóðasmiðum.
Á kreppuárunum var hver sæll og heppinn sem
hafði yfirleitt einhverja vinnu og töluvert áfall að
missa vinnuna því tryggingakerfið var þá mun
vanþróaðra en nú er. Roskinn maður að nafni Þor-
steinn hafði um árabil unnið hjá sama atvinnurek-
anda en varð fyrir því að veikjast og lá rúmfast-
ur í mánaðartíma. Þegar hann ætlaði að taka til
við sitt fyrra starf var honum sagt að búið væri að
ráða mann í staðinn hans og hann væri þar með at-
vinnulaus. Eitthvað barst þetta í tal við Björn Frið-
riksson en næst þegar Björn hittir vinnuveitandann
segir hann:
Upp til himins ef þig ber
og engu tekst að leyna,
Drottinn sjálfur þá mun þér
þakka fyrir Steina.
Nú er ég ekki kunnugur æviferli Björns Friðriks-
sonar en óvíst að líf hans hafi verið eintómur dans
á rósum frekar en margra annarra á þeim árum.
Við jarðarför hans um það bil sem líkfylgdin kom
í kirkjugarðinn orti Guðrún Árnadóttir frá Odds-
stöðum:
Þung var ganga í þennan rann
það með angri fundum,
veit ég þangað þreyttan mann
þó hefur langað stundum.
Trúin greiðir sálu sýn,
sá er deyði lifir.
Hinstu leiðarlokin þín
ljósið breiðir yfir.
Björn var frá Bergsstöðum á Vatnsnesi og
lengi formaður Kvæðamannafélagsins Iðunn-
ar. Um þann félagsskap og þeirra samband
kvað hann:
Hve margt ég á að þakka þér.
Það er ei mælt né vegið.
Þú hefur Iðunn enn af mér
ellibelginn dregið.
Önnur kemur hér eftir Björn:
Elli helti og hrörnun gefur.
Hugsun svelt í gleymsku böndum.
Enn mig fellt ei flagðið hefur
fólsk þótt elti mig á röndum
Það sýnist nú sitt hverjum í pólitíkinni sem
víðar og rekast eilíflega á hagsmunir og skoð-
anir. Stundum rekast líka skammtímahags-
munir meirihlutans á við langtímahagsmuni
heildarinnar og ekki sjálfgert að það gangi
alltaf hljóðalaust fyrir sig. Þegar Steingrímur
Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir mynd-
uðu sína ríkisstjórn og Steingrímur samþykkti
að sækja um aðild að Evrópubandalaginu orti
Þorfinnur Jónsson:
Á kosningaloforðum hefur þú heykst,
en hyllir nú svikráðabandið.
Kjósendur, flokkinn og sjálfan þig sveikst,
samvisku, frelsið og landið.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Skátafélagið Örninn í Grundar-
firði, með séra Aðalstein Þorvalds-
son í broddi fylkingar, stóð fyrir
miklu hoppukastalafjöri um liðna
helgi. Þá fékk hann G.Run hf. og
Ragnar og Ásgeir ehf. í lið með sér
og leigði hoppukastala alla helgina.
Það var mikið fjör þegar ljósmynd-
ari Skessuhorns kíkti við en þá var
nýlokið sögulegri keppni á milli
prestsins og formanns sóknar-
nefndar í gegnum hoppukastalann.
Látum úrslitin liggja á milli hluta
en fullorðnir skemmtu sér ekki síð-
ur en börnin í þessu fjöri.
tfk
Nú er að rísa tveggja hæða hús við
Suðurgötu á Akranesi. Það verður
nýjasti vaxtarsprotinn við ferðaþjón-
ustu í bænum. Þetta hús er hugs-
að sem íbúðir fyrir ferðamenn sem
koma til bæjarins, fyrst og fremst til
þess að stunda sjóstangveiði í Faxa-
flóa, en einnig til að njóta þess sem
Ísland hefur upp á að bjóða á landi.
„Stefnan er að neðri hæðin verði til-
búin í byrjun júní til að taka við gest-
um sem hingað kæmu til að stunda
stangveiði frá Akranesi. Ég veit ekki
hvort það tekst. Við höfum þeg-
ar orðið fyrir töfum vegna þrálátr-
ar ótíðar í vetur. Þetta verða tvær
hundrað fermetra íbúðir á neðri
hæðinni, hver með tveimur svefn-
herbergjum, eldhúshorni, stofu og
baðherbergi. Á efri hæðinni verða
einnig tvær íbúðir,“ segir Magnús
Freyr Ólafsson ferðaþjónustufröm-
uður á Akranesi.
Magnús Freyr hefur um árabil
rekið gistiheimili í húsi því sem hýsti
Akraness Apótek um áratugaskeið.
Samhliða þessu gerði hann svo út
sjóstangveiðibátinn Frey í fyrrasum-
ar. Reynslan af því var jákvæð og
nú færir Magnús út kvíarnar ásamt
þýskum samstarfsaðilum sínum.
Nýja húsið er vottur um það. „Þessar
íbúðir hér í nýja húsinu verða leigðar
út í lágmark þrjár nætur. Það er ekki
hægt að reka svona eins og farfugla-
heimili þar sem kannski 95% gest-
anna eru kannski eina nótt og eru
svo farnir. Það má síðan vel vera að
við reynum að koma íbúðunum á efri
hæðinni í einhvers konar langtíma-
leigu. Það virðist markaður fyrir slíkt
hér á Akranesi til dæmis fyrir iðnað-
armenn sem koma hingað vegna
vinnu við ýmis tímabundin verkefni.
Við höfum þegar haft reynslu af því í
tengslum við gistiheimilið.“
Bætir við nýjum báti
Að sögn Magnúsar þá eru ágætar
horfur fyrir útgerð sjóstangveiðibáta
fyrir erlenda ferðamenn frá Akranesi.
„Við eigum einn sjóstangveiðibát,
Frey AK, og hann er fullbókaður í
sumar. Við vorum því að taka ákvörð-
un um að kaupa einn bát til viðbótar
fyrir sumarið. Bátarnir verða því tveir.
Stefnan er að við verðum með fjóra
báta ef þessi hugmynd með þetta hús
til sjóstangveiðimanna verður full-
nýtt. Við eigum svo lóð hér við hlið-
ina þar sem við erum með byggingar-
rétt fyrir annað eins hús og þetta sem
við erum að byggja núna. Við reyn-
um hins vegar að gæta þess að færast
ekki of mikið í fang í einu. Það er best
að byggja þetta skipulega upp.“
Hann segir marga kosti við að
bjóða upp á sjóstangveiði frá Akra-
nesi. Staðsetning bæjarins sé að
mörgu leyti mjög hentug. „Við erum
ekki nema í tveggja tíma fjarlægð frá
flugvellinum í Keflavík. Frá Akra-
nesi er síðan auðvelt að komast í af-
þreyingu þá daga sem ekki er hægt
að komast á sjó vegna veðurs. Það
er stutt til Reykjavíkur eða í náttúru-
perlur hér á Vesturlandi eða á sunn-
anverðu landinu.
Byggir hús og stækkar flotann
Fjölbreyttur og
góður afli
Sjóstangveiðifólkið er nánast ein-
göngu erlendir ferðamenn sem vilja
upplifa alvöru veiði úti á rúmsjó.
„Fólk er að fá nægan fisk hér. Þau
sem voru hér í fyrrasumar höfðu
engar ástæður til að kvarta. Svo
er annað og það er að það eru svo
margar fisktegundir í Faxaflóa. Einn
hópurinn sem var hér í fyrra náði
12 tegundum á fimm dögum. Sum-
ir vilja bara draga sem mest af fiski
úr sjó á meðan aðrir vilja fjölbreytni
í veiðiskapnum, það er að draga
fleiri en eina fisktegund. Þessu öllu
er hægt að ná hér. Við siglum mest
hér vestur á Hraunsmiðin hér vest-
ur af Akranesi eða langleiðina vest-
ur undir Arnarstapa. Hins vegar er
vandinn með Faxaflóann sá að hér er
meira og minna lokað fyrir veiðar í
aprílmánuði vegna þessa svokallaða
hrygningarstopps. Sú friðun er alger
tímaskekkja í dag því hún var sett á
þegar netaveiðar voru stundaðar af
kappi hér í flóanum fyrir mörgum
árum. Í dag hafa þær lagst af og þessi
friðun þarf ekki að vera svona stíf,“
segir Magnús Freyr.
mþh
Magnús Freyr stóð sjálfur og vann að
því að undirbúa steypuvinnu við nýja
húsið þegar Skessuhorn náði tali af
honum.
Nýja húsið er að rísa. Fjær er gamla apótekshúsið á Akranesi sem nú er gisti-
heimili.
Buðu upp á hoppukastala-
fjör í Grundarfirði