Skessuhorn - 31.03.2015, Síða 29
29ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015
Starfsmaður óskast á verkstæði
Vélabær ehf., Borgarbyggð. Óskum
eftir manni vönum viðgerðum
á bílum, dráttarvélum og vélum
tengdum landbúnaði. Þarf að geta
hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í
síma 435-1252 netfang: velabaer@
vesturland.is.
Sumarstarf í Borgarnesi
Laust er til umsóknar starf í
Upplýsingamiðstöð Vesturlands í
Borgarnesi. Starfstími frá 1. júní til
31. ágúst. Nánari upplýsingar og
móttöku umsókna veitir Kristján
Guðmundsson forstöðumaður,
kristjang@vesturland.is.
Palomino Colt
Til sölu Palomino Colt fellihýsi árg.
2001 Fortjald, eggjabakkadýnur,
nýlegur geymir. Gott fellihýsi á góðu
verði. 600.000 staðgreitt. Alltaf geymt
inni á veturna. Er í Ólafsvík. hjalmar@
isam.is.
Kittý er týnd!
Kisan okkar týndist sl. miðvikudag á
Akranesi og er sárt saknað. Hún er hvít
og grá, frekar lítil og mjög loðin. Er vön
að vera með rauða ól en gæti hafa
tapað henni. Hún er 5 ára, mjög róleg
og gæf, geld og örmerkt. Hún er mjög
heimakær og fer vanalega aldrei langt
frá húsinu. Við búum á efri Skaga, í
Jörundarholtinu. Ekki er ólíklegt að
kisa hafi náð að pota sér inn einhvers
staðar og við viljum hvetja fólk til
að kíkja í kjallara og skúra og skima
eftir henni. Kærar þakkir! Guðný, s.
848-4646.
Fjögurra manna fjölskylda óskar
eftir íbúð
Par með tvö börn og labradorhund
óskar eftir íbúð til leigu frá maí/
júní. Erum reglusöm og skilvísum
greiðslum er heitið. Hafdís, s:
862-0645.
Leiguhúsnæði óskast
Erum að leita að þriggja til fjögurra
herbergja íbúð á Akranesi eða
í Borgarnesi frá og með 1. júlí.
Reglusemi, snyrtimennsku og
skilvísum greiðslum heitið. Eydís,
8470-744.
Leiguhúsnæði
Vantar tveggja til þriggja herbergja
íbúð til langtímaleigu Upplýsingar á
spalmadottir1@gmail.com eða í síma
867-2971, Sigrún.
Fjögurra manna fjölskylda óskar
eftir íbúð til leigu í Borgarnesi
Par með tvö börn, 5 ára og 14 ára,
óskar eftir íbúð til leigu í Borgarnesi.
Erum reyklaus og reglusöm.
Langtímaleiga væri kostur en erum
til í að skoða allt. Skilvísum greiðslum
heitið. Sími 691-4269.
Óskum eftir húsnæði í Borgarnesi
Óskum eftir þriggja til fjögurra
herbergja íbúð til leigu í Borgarnesi.
Erum reglusöm og skilvís.
Upplýsingar sendist á majahrund@
simnet.is.
Er að leita að alls konar gömlum
mótorhjólum og skellinöðrum
Ég er að leita að alls konar gömlum
mótorhjólum og skellinöðrum í
hvaða ásigkomulagi sem er. Jafnvel
bara einhverjum pörtum úr gömlu
hjólum (vél, felgur, grind). Má vera
óskráð, ljótt og bilað. Upplýsingar á
valur@heimsnet.is í síma 896-0158.
Átt þú þorsknetahringi?
Leita dyrum og dyngjum að
dúsíni af marglitum netahringjum
(plasthringir úr þorskanetum, um það
bil 20 sm. í þvermál). Ef einhver á slíkt
og gæti hugsað sér að sjá af þvíværi
það afar vel þegið. Á að nota til leikja.
Sími 777-2656.
Akranes - miðvikudagur 1. apríl
Vinnufundur Ljósmyndasafnsins í
Svöfusal á Bókasafni Akraness kl. 10:00.
Allir velkomnir, heitt á könnunni.
Akranes - miðvikudagur 1. apríl
Flæði, sýning myndlistarhópsins Mosa,
verður í Guðnýjarstofu á Safnasvæðinu
í aprílmánuði. Sýningin er annars
vegar einstaklingsuppsetning þar sem
hver listamaður fær sitt rými og hins
vegar hópsýning þar sem hver sýnir
eina mynd tengda umfjöllunarefninu
sem er vatn. Sýningin verður opin út
aprílmánuð.
Stykkishólmur -
fimmtudagur 2. apríl
Messa á sjúkrahúsinu kl. 14:00.
Snæfellsbær - fimmtudagur 2. apríl
Messa í Helgafellskirkju kl. 17:00.
Borgarbyggð - fimmtudagur 2. apríl
Örlagasaga Hallgríms og Guðríðar í
Landnámssetrinu kl. 20:00. Steinunn
Jóhannesdóttir, rithöfundur og
leikkona segir þessa merkilegu
ástarsögu Hallgríms Péturssonar og
Guðríðar Símonardóttur sem hneppt
var í þrældóm í Tyrkjaráninu 1627.
Miðapantanir í síma 437-1600 eða á
landnam@landnam.is.
Snæfellsbær - fimmtudagur 2. apríl
Möguleikhúsið kemur í Frystiklefann
á Rifi og setur upp sýninguna
Eldklerkinn kl. 20:00. Hún fjallar um Jón
Steingrímsson sem kunnastur er fyrir
eldmessuna sem hann flutti í miðjum
Skaftáreldum. Hægt er að taka frá sæti
í síma 865-9432 eða á frystiklefinn@
frystiklefinn.is.
Borgarbyggð - föstudagur 3. apríl
Lestur Passíusálma í Borgarneskirkju
föstudaginn langa frá kl. 13:30 - 01:00.
Lesarar verða: Guðrún Jónsdóttir,
Einar Pálsson, Inga Dóra
Halldórsdóttir, Páll S. Brynjarsson,
Steinunn Jóhannesdóttir, Einar
Karl Haraldsson, Sigríður Margrét
Guðmundsdóttir, Kjartan Ragnarsson,
Anna Guðmundsdóttir, Þorbjörn
Hlynur Árnason. Tónlist flytja Jónína
Erna Arnardóttir og Steinunn
Árnadóttir. Heimilt er að koma og fara
að vild.
Borgarbyggð - laugardagur 4. apríl
Félagsvist Kvenfélagsins í
samkomuhúsinu við Þverárrétt kl.
20:30. Veitingar og góð verðlaun.
Aðgangseyrir er 700 kr. Enginn posi
verður á staðnum.
Borgarbyggð - sunnudagur 5. apríl
Hátíðarguðsþjónusta í dagrenningu
í Borgarneskirkju kl. 8:00. Fluttir
verða hátíðarsöngvar sr. Bjarna
Þorsteinssonar. Organisti verður
Steinunn Árnadóttir. Sr. Þorbjörn
Hlynur Árnason þjónar fyrir altari.
Morgunverður í safnaðarheimilinu að
athöfn lokinni.
Borgarbyggð - sunnudagur 5. apríl
Páskamessa á Borg á Mýrum kl. 14:00.
Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason þjónar
fyrir altari. Organisti verður Bjarni
Valtýr Guðjónsson.
Borgarbyggð - mánudagur 6. apríl
Páskamessa í Álftaneskirkju kl. 14:00.
Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason þjónar
fyrir altari. Organisti verður Bjarni
Valtýr Guðjónsson.
Á döfinni
Markaðstorg Vesturlands Nýfæddir
Vestlendingar
ÝMISLEGT
ÓSKAST KEYPT
BÍLAR/VAGNAR/KERRUR
29. mars. Stúlka. Þyngd 3.750 gr.
Lengd 51 sm. Foreldrar: Magndís Huld
Sigmarsdóttir og Lárus Kjartansson,
Ólafsvík.
ATVINNA Í BOÐI LEIGUMARKAÐUR
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Búðardalur 2014
Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf.
Vesturbraut 20
Fimmtudaginn 9. apríl
Föstudaginn 10. apríl
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
Tímapantanir í síma 570 – 9090
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
DÝRAHALD
WEST ICELAND
Travel
Ferðast um Vesturland 2015
Your guide to
West Iceland
Útgáfuþjónusta Skessuhorns
Auglýsingapantanir þurfa að berast fyrir 10. apríl á netfangið
emilia@skessuhorn.is eða í síma 433-5500.
Um ritstjórn efnis sér Magnús Magnússon magnus@skessuhorn.is og
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is blaðamaður í síma 433-5500.
Blaðið er gefið út í 45.000 eintökum og dreift
víðsvegar um Vesturland, á höfuðborgar-
svæðinu og aðkomuleiðum í landshlutann.
Sem fyrr er blaðið í A5 broti og allt litprentað.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Stærðir 38-58
Flott föt, fyrir flottar konur
25. mars. Stúlka. Þyngd 3.340 gr.
Lengd 51 sm. Foreldrar: Valgerður
Guðjónsdóttir og Haraldur Garðar
Kristjánsson, Akranesi. Ljósmóðir: Erla
Björk Ólafsdóttir
Markaðstorg
Vesturlands
www.skessuhorn.is