Skessuhorn


Skessuhorn - 31.03.2015, Qupperneq 31

Skessuhorn - 31.03.2015, Qupperneq 31
31ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Skagakonur unnu góðan sigur á Val í öðrum leik sínum í Lengjubik- arnum í knattspyrnu. Leikurinn fór fram í Akraneshöll síðastliðið þriðju- dagskvöld og lauk með 2:1 sigri ÍA. Skagakonur töpuðu fyrsta leiknum í mótinu 0:1 fyrir FH. Valur varð fyrri til að skora í leikum gegn ÍA en gest- irnir skoruðum um miðjan fyrri hálf- leik. Unnur Ýr Haraldsdóttir skor- aði bæði mörk ÍA. Það fyrra úr víti í fyrri hálfleik og sigurmarkið kom um miðjan síðari hálfleik, skot utan úr teig eftir góða pressu frá Skaga- liðinu. Valsstelpur voru meira með boltann framan af leik en Skagakon- ur vörðust vel og áttu snarpar sóknir. Þegar leið á leikinn varð meira jafn- ræði með liðunum og fengu ÍA stúlk- ur nokkur góð færi til að skora. Liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum: Vilborg Júlía í marki. Í vörninni léku Alexandra, Birta, Hulda og Aníta. Á miðjunni voru Eyrún, Gréta, Bryn- dís og Unnur og frammi léku Maren og Aldís Ylfa. Heiður og Eva María komu inn á í síðari hálfleik. Næsti leikur hjá Skagakonum í Lengjubik- arnum verður ekki fyrr en 17. apríl við KR í Akraneshöllinni. þá ÍA lék sinn sjöunda og síðasta leik í riðla- keppni Lengjubik- arsins, deildarbik- arkeppninnar, síð- astliðinn laugardag í Akraneshöllinni. Lið Fjarðabyggð- ar sem leikur í 1. deild næsta sum- ar var í heimsókn. Skagamenn sem tefldu fram talsvert breyttu liði frá síðustu leikjum sigruðu 4:3 í leikn- um. Framherjinn Arsenij Buinickj skoraði þrennu og miðjumaðurinn Marko Anderkovic eitt. Þar með sigraði ÍA í riðlinum með 16 stig og leikur í átta liða úrslitum keppninn- ar sem byrja 16. apríl næstkomandi. Víkingur frá Ólafsvík vann fyrr um daginn ÍBV 1:0 í Akraneshöllinni með marki Kenan Turudija. Vík- ingur er með sjö stig eftir sex leiki í riðlinum og kemst ekki í átta liða úrslitin. Síðasti leikur Víkings í Lengjubikar verður gegn Fylki í Ár- bænum 10. apríl. þá F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Það var mikil eftirvænting í loftinu í fullu íþróttahúsinu á Vesturgötu síðasta sunnudag þegar Skagamenn tóku á móti Hamri frá Hveragerði í öðrum umspilsleiknum um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta að ári. Með sigri hefði ÍA getað knúið fram oddaleik. Skagamenn byrjuðu leikinn af krafti. Létu bolt- ann ganga og skoruðu auðveld stig undir körfunni. Á sama tíma stóðu þeir vörnina ágætlega og Hamars- menn áttu erfitt uppdráttar fyrstu mínútur leiksins. Um miðjan fyrsta leikhluta fóru Hvergerðingar að hitta úr þriggja stiga skotunum sín- um og tókst á endanum að jafna eft- ir annars dapra byrjun. Það virtist slá Skagamenn örlítið út af laginu sem gekk illa í sókninni í upphafi annars leikhluta. Þeir léku vörn- ina hins vegar ágætlega, tóku frá- köst og unnu boltann. Þeir skoruðu auðveld stig undir körfunni og eftir hraðaupphlaup og komust í 38-35. Þá tóku Hamarsmenn við sér. Þeir tóku tíu stiga sprett þar sem þeir keyrðu á körfuna, skoruðu stig og fengu oft vítaskot að auki. Staðan í hálfleik var 38-48 Hamri í vil. Hamarsmenn hófu síðari hálfleik af krafti, létu boltann ganga vel og biðu eftir góðu skoti fyrir utan lín- una. Skagamenn spyrntu við fót- um, náðu nokkrum góðum sóknum í röð og minnkuðu muninn niður í sex stig. Þeir komust hins vegar aldrei á skrið vegna þess hve Ham- arsmenn hittu vel úr þriggja stiga skotum sínum. Í fjórða leikhluta var það sama uppi á teningnum, Hver- gerðingar hittu vel. Skagamenn börðust áfram og minnkuðu mun- inn í 5 stig þegar ein mínúta lifði leiks með nokkrum góðum þriggja stiga körfum frá Zachary Warren og Áskeli Jónssyni. Þeir brugðu því á það ráð að senda Hamars- menn á vítalínuna og freistast til að jafna leikinn. Það gekk hins vegar ekki og níu stiga tap staðreynd, 94 - 103. Það er því ljóst að Skagamenn komast ekki í úrvalsdeild að ári. Vonbrigðin voru mikil að leik loknum og Skagamenn að vonum vonsviknir með úrslitin. „Við töp- uðum náttúrlega síðasta leik niður sem gerði það að verkum að þeir komu í þennan leik fullir sjálfs- trausts,“ sagði Áskell Jónsson, spil- andi þjálfari Skagamanna í samtali við Skessuhorn. „Það má ekki tapa tveimur leikjum, það má ekkert út af bregða. Það verður hins vegar ekki af Hamarsmönnum tekið að þeir spiluðu vel,“ sagði Áskell að leik loknum. kgk Skagamenn verða ekki í úrvalsdeild í körfunni að ári Áskell Jónsson, annar tveggja spilandi þjálfara Skagamanna. Skagamenn taka varnarfrákast í leiknum á sunnudaginn. Skagamenn sigruðu Fjarðabyggð Skagakonur sigruðu Val í Lengjubikarnum Laugardaginn 1. mars hittist áhugafólk eldri borgara frá fjór- um sveitarfélögum í Snæfellsbæ og efndu til liðamóts í boccia. Er það í fyrsra sinn, svo vitað sé, að mót með þessu sniði er hald- ið. Þetta var áhugafólk frá Snæ- fellsbæ, Grundarfirði, Stykkis- hólmi og Borgarbyggð. Keppt var í einmenningi, tvímenningi og hinni hefðbundnu liðakeppni. Hugmyndin að þessu fyrirkomu- lagi áttu Flemming Jessen og Ingimundur Ingimundarson og stjórnuðu þeir mótinu. Til liðs mætti eitt fjölskipað lið úr hverju sveitafélagi. Í einmenningi var hlutskarpast- ur Ársæll Ársælsson Snæfellsbæ, í tvímenningi unnu Grundfirð- ingarnir Hjörtur Halldórsson, Kristín Árnadóttir, Jónína Krist- jánsdóttir og Ólöf Pétursdóttir. Í keppni A-liða unnu Borgfirðing- arnir Þórhallur Teitsson, Jóhann- es Gestsson og Meinhard Berg og í keppni B-liða unnu Borg- nesingar einnig. Sveitina skipuðu Guðmundur Bachmann, Sigurð- ur Þórarinsson og Flemming Jes- sen. Stigakeppnin fór þannig að Borgnesingar hlutu 19 stig, Snæ- fellsbær 11 og Grundarfjörður og Stykkishólmur 9 stig. Í lokin buðu félagar úr eldri borgarafélagi Snæfellsbæjar upp á sjávarréttarsúpu og aðrar girni- legar veitingar. fj/ Ljósm. Sverrir Karlsson. Fjögurra fjalla keppnin í boccia Stúlkurnar í Snæfelli sýndu það og sönnuðu á laugardaginn að það er engin tilviljun að þær hampa nú deildarmeistaratitli. Á laugar- daginn tóku þær á móti Hamri í Dominosdeildinni og unnu í stór- leik 88:53. Þar áður höfðu þær far- ið til Grindavíkur í vikunni fyrir og unnið þar öruggan 88:60 sigur. Að leik loknum á laugardaginn tóku Snæfellingar á móti titlinum fyrir deildameistarann. Sannarlega verð- skuldaður titill. Til hamingju með frábæra leiktíð Snæfellsstúlkur! mm Snæfell deildarmeistari og sýndi yfirburði sína með stórsigrum í lokin Kvennalið Snæfells ásamt stjórn og þjálfurum. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.